Morgunblaðið - 22.06.1995, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 21
ERLEIUT
Fyrsta för Bildts til fyrrverandi Júgóslavíu
Væntir ekki áþreif-
anlegs árangurs
Zagreb, Pale. Reuter.
Reuter
HNEFALEIKARINN Mike Tyson stendur hér á milli blökku-
mannaleiðtogans og prestsins Als Sharptons (t.v.) og Dons Kings,
umtalaðasta umboðsmanns og mótshaldara í hnefaleikaheimin-
um. Tilefni þessa fundar var að Tyson var að snúa aftur til
New York eftir að hafa verið látinn laus úr fangelsi.
Tyson snýr
aftur til Harlem
Móttökurnar risminni en ráð
hafði verið fyrir gert
New York. Daily Telegxaph.
CARL Bildt, nýskipaður sáttasemj-
ari Evrópusambandsins í Bosníu-
deilunni, sagði í gær að fyrsta ferð
sín til fyrrum Júgóslavíu væri rann-
sóknarleiðangur og líklega yrði lítið
um áþreifanlegan árangur af henni.
Bildt er á ferð með Thorvald
Stoltenberg, sáttasemjara Samein-
uðu þjóðanna (SÞ), og sagði við
fréttamenn að hann ætlaði sér
nokkra daga til þess að hlusta frem-
ur en tala til þess að meta stöðuna.
Ætlar ekki til Pale
Á þriðjudag fundaði Bildt með
Hassan Muratovic, ráðherra í stjórn
múslima í Bosníu, og næst lá leiðin
til Belgrad til fundar við Slobodan
Milosevic, forseta Serbíu. Bildt
sagðist ekki ætla til höfuðstöðva
Bosníu-Serba í Pale að hitta leið-
toga þeirra. Vestrænir stjórnarerin-
drekar sögðu þó, að ekki væri úti-
lokað að fundur yrði með leiðtogum
Bosníu-Serba.
Bildt sagði um ástandið í Bosníu
að hvorugir deiluaðila væru viljugir
til málamiðlana til að ná sáttum.
„Við höfum á borðinu áætlun
tengslahópsins frá því í fyrrasum-
ar. Hún þarf að fást samþykkt sem
byrjunarstaða í samningaviðræð-
um. Fáist það getum við hafist
handa á friðsamlegum nótum. Ef
ekki, þá er staðan næsta erfið,“
sagði Bildt.
Hann sagði að þótt gæsluliðar
SÞ hefðu hörfað frá svæðum sem
Bosníu-Serbar halda umhverfís
Sarajevo og sérþjálfaðir, vestrænir
hraðliðar væru væntanlegir til Bos-
níu væri ekki þar með sagt að brott-
för SÞ frá fyrrum Júgóslavíu væri
í sjónmáli.
Bosníu-Serbar hafa hafnað áætl-
uninni um að skipta Bosníu um það
bil til helminga milli þeirra sjálfra
og ríkjasambands múslima og Kró-
ata, að tillögu fimmveldanna í
tengslahópnum.
Fréttastofa Reuters hafði eftir
ónafngreindum heimildarmönnum
úr röðum Bosníu-Serba að þeir
væntu þess að Bildt hitti þá nú í
vikunni, og að þeir myndu fyrtast
við ef svo færi ekki.
Þeir halda fast við þær kröfur
sínar, sem ætíð hefur verið hafnað,
að sjálfskipað lýðveldi Bosníu-
Serbíu verði viðurkennt á alþjóða-
vettvangi og að horfið verði frá
áætlun fimmveldanna, sem gerir
ráð fyrir að þeir láti af hendi það
land sem þeir hafa náð á sitt vald
í stríðinu.
Segja gæsluliða í haldi
Talsmaður kanadíska hersins
sagði í gær, að múslimskir hermenn
héldu um 600 kanadískum gæslu-
liðum SÞ í búðum þeirra nærri
bænum Visoko. Yfirmaður þeirra
liti svo á að þeir væru í haldi vegna
þess að þeir fengju ekki að yfirgefa
búðirnar.
N-Kórea fær
matvæli
frá S-Kóreu
Seoul. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu hafa
ákveðið að taka við 150.000 tonnum
af hrísgijónum, sem stjórnin í Suður-
Kóreu vill ggfa þeim. Náðust samn-
ingar um þetta í gær.
Viðræður um matargjöfina hófust
í Peking sl. laugardag og munu
samningamenn ríkjanna koma sam-
an aftur um miðjan júlí til að ræða
frekari aðstoð. Suður-kóresk skip
verða notuð til að flytja matvælin
til N-Kóreu og fer það fyrsta nú í
vikunni. Hér er um að ræða mikil
pólitísk tíðindi því að það hefur allt-
af verið stefna stjórnvalda í N-Kóreu
að hafa ekkert saman við stjórnina
í Seoul að sælda.
BANDARISKI hnefaleikarinn
Mike Tyson er nú laus úr fang-
elsi og á þriðjudagskvöld sneri
hann aftur á heimaslóðirnar í
Harlem í New York. Hann fékk
hins vegar öllu risminni móttök-
ur, en ráðgert hafði verið í upp-
hafi.
Reggae tónlist og fyrirheit um
iðrun og yfirbót komu í stað feikn-
legrar skrúðgöngu, sem halda.
átti til að fagna heimkomu heims-
meistarans fyrrverandi. Ástæðan
fyrir því að ákveðið var að hafa
fagnaðarlætin í lágmarki var
kröftug mótmæli svartra
frammámanna og skrif svartra
dálkahöfunda. Þótti þeim heldur
ósmekklegt að fagna manni, sem
verið væri að láta lausan eftir að
hafa afplánað þriggja ára fang-
elsisdóm fyrir að nauðga þátttak-
anda í fegurðarsamkeppni.
Skrúðgangan varð því að máls-
verði á veitingastað, en fyrir utan
safnaðist hins vegar fjöldi manns
og barði krepptum hnefum út í
loftið þegar Tyson bar að garði.
„Tyson er maðurinn,“ hrópaði
einn viðstaddra.
Fámáll
Tyson sagði fátt um hinar
umdejldu móttökur sínar: „Ég
geri ekki annað en að biðja og
slást.“ Hann hefur haft nægan
tíma til að biðja undanfarið, en
brátt kemur í ljós hvort hann
kann enn þá að slást. Umboðs-
maður hans og mótshaldari, hinn
hárprúði Don King, lýsti yfir því
að Tyson myndi næst stíga í
hringinn í Las Vegas 19. ágúst.
Tyson var ekki heldur marg-
máll þegar hann var spurður
hvort hann hefði breyst í fangels-
inu: „Ef svo er, þá vona ég að
það sé til hins betra.“
Golden Gate-brúin í San Francisco
Hátt í 1000 sjálfsmorð
Los Angeles. The Daily Telegraph.
NÁKVÆMRI tölu þeirra sem
hafa fyrirfarið sér með því að
stökkva af Golden Gate brúnni í
San Francisco er haldið leyndri
nú þegar fjöldinn nálgast 1000,
Embættismenn óttast að frægðin
sem talan myndi veita gæti orðið
til þess að hvetja enn frekar þá
sem hugleiða að stökkva.
„Ef maður ætlar að deyja en
langar til að orðspor manns lifi
áfram, hvað myndi tryggja slíkt
betur en það að verða númer
þúsund?" sagði Jerome Motto,
prófessor í sálarfræði við Kalifor-
níuháskóla í San Francisco.
Það var 35 ára gömul kona
sem síðast framdi sjálfsmorð með
því að stökkva af brúnni 5. júní.
Síðan þá hefur lögregla í Kalifor-
níu neitað að láta uppi hversu
margir hafa fargað sér með þess-
um hætti, og einungis sagt að
talan væri „hátt í þúsund."
Fyrsta skráða sjálfsmorðið var
framið einungis þrem mánuðum
eftir að brúin var opnuð árið
1937. Eve Meyer, félagi í sam-
tökum sem beijast gegn sjálfs-
morðum í San Francisco, sagði
það „grimmilegt“ að einblína á
þau tilvik er fólk fyrirfæri sér á
brúnni frægu, því einungis væri
um að ræða lítið brot af 1,5 millj-
ónum sjálfsmorðstilfella í Banda-
ríkjunum frá 1937.
í tilveruna
atoydderi, de» tcwhæversfe
ssiiíge. gode sm^ i sáws
-medenbfandiog^
í og udvaJgle kryddfe’>“'
Aromat
Þessi gamla og góða
blanda sem laðar fram
rétta bragðið af fisk-
og grænmetisréttum,
sósum, súpum og
salatsósum.
Fiskikrydd
Klassísk kryddblanda
með sítrónubragði, sú
rétta á steiktan og
soðinn fisk. Gleymdu
henni ekki næst þégar
þú býrð til fiski- eða
grænmetisgratín.
Grænmetiskrydd
Kryddjurtablanda
sem kitlar bragð-
laukana. Ómissandi í
kaldar sósur, græn-
metissalöt og gratín.
Prófaðu hana líka í
fiskrétti.
Ásbjöm Ólafsson hf.
Grískt
hvítlaukskrydd
Ekta hvítlauksbragð sem
svíkur engan. Prófaðu
það á grillað lambalæri,
humarinn og heita
brauðið og þér finnst þú
vera á Grikklandi.
Skútuvogi 11A Sími: 588 7900
íoydderí
Kjöt- og grillkrydd
Kryddblanda sem kallar
fram rétta bragðið af öllu
grilluðu og steiktu kjöti.
Nokkur korn gera
kraftaverk fyrir túnfisk-
og rækjusalatið og
kokteilsósuna.