Morgunblaðið - 22.06.1995, Page 22

Morgunblaðið - 22.06.1995, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ - LISTIR Á óperutónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í kvöld mun Ólafur Ami Bjamason flytja þekktar óperuaríur undir stjóm hins kunna hljómsveitarstjóra Nicola Rescigno. Þóroddur Bjamason fór í Háskólabíó og tók þá tali. HINN FAGRI SÖNGUR Nicola Rescigno hijómsveitarstjóri og Ólafur Árni Bjamason tenórsöngvari verða í aðalhlutverkum á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í kvöld, fimmtudagskvöld kl.20. Efnisskrá tónleikanna er samsett úr aríum úr þekktum óperum eftir Verdi, Puccini og Donizetti auk þess sem forleikir eftir Rossini, Mendehlson og Puccini verða fluttir. Nicola Rescigno er fæddur árið 1916. Hann er mjög þekktur stjóm- andi og á að baki 52 ára feril í ópem- heiminum. Hann hefur unnið með mestu söngvumm sem hafa stigið á stokk síðustu 50 ár, og unnið í öllum helstu óperahúsum í heims. Hann er nú að mestu hættur störfum en segist taka tilboðum ef u’m spenn- andi land er að ræða eða ef honum gefst kostur á að vinna með áhuga- verðum söngvuram og segir hann hvorutveggja eiga við um veru hans hér á landi núna. Unnið með þeim bestu „Ég kem úr tónlistarfjölskyldu. Pabbi var trompetleikari í hljómsveit Metropolitan óperannar og ég byij- aði sex ára að nema tónlist. Ég lærði á píanó og seinna á ýmis hljóðfæri úr öllum fjölskyldum hljóðfæra sem kom sér vel fyrir framtíðarstarf mitt við hljómsveitarstjóm.“ Hann hóf feril sinn árið 1943 í New York í óperanni La traviata eftir Verdi, en fór svo til Chicaco árið 1954 þar sem hann átti þátt í endurreisn óperannar en flutti sig um set árið 1957 til Dallas og var þar listrænn stjómandi til ársins 1990. Frægt er samstarf hans með hinni þekktu söngkonu Mariu Callas en hún steig sín fyrstu spor í Ameríku undir hans stjórn í Chicaco og var þeirra samstarf mjög náið eftir það. Ég hef unnið með öllum stærstu nöfnum óperaheimsins síðustu 50 árin. Þar sem ég var listrænn stjórn- andi í Dallas fór ég með ráðningar- mál, m.a. og tókst að fá alla stór- söngvara til liðs við okkur sem í boði vora hverju sinni.“ Aðspurður sagðist hann þekkja til Kristjáns Jóhannssonar en hann vann með honum í Dalias í Don Carlo eftir ÓLAFUR Árni Verdi en aðra íslenska söngvara kannaðist hann ekki við en vissi þó að mikið af góðum söngvurum væri til hér á landi af báðum kynjum. Guð dreifir hæfileikum „Það koma margir frábærir söngv- arar frá Norðurlöndunum og einnig frá Ástralíu þannig að Guð dreifir hæfíleikunum greinilega um alla jörð.“ „Uppáhaldstónlistin mín er Don Giovanni og Brúðkaup Fígarós eftir Mozart. Ég hef sérhæft mig í „hinum fagra söng“ og þá á ég helst við Bellini, Donizetti, Rossini og Mozart að sjálfsögðu þó ég hafi stjórnað tónlist af öllu tagi.“ Tónleikarnir á morgun leggjast vel í hann. Hann er mjög ánægður með hljómsveitina og finnst geysilega gott að vinna með henni enda greini- legt að meðlimir hennar njóta þess sem þeir eru að gera. Honum fínnst gott að vera á Islandi og ætlar að reyna að sjá eitthvað af landinu eft- ir tónleikana en hann ætlar að dvelja Morgunblaðið/Kristinn og Nieola Rescigno. hér til 25. júní Ólafur Ámi Bjamason hefur kom- ið víða fram bæði hérlendis sem er- lendis. Hann hefur verið fastráðinn við óperuhús í Þýskalandi síðan 1990 og sungið aðaltenórhlutverk í mörg- um þekktum óperam. Hér á íslandi hefur hann m.a. sungið í La Bo; heme, Rigoletto og La Traviata. í október síðastliðnum komst hann í úrslit Jussi Björling söngkeppninnar og Metropolitan óperan veitti honum námsstyrk árið 1994 til að vinna með framangreindum Nicola Resc- igno og eru tónleikar þeirra hér, ávöxtur þess samstarfs. . Breyttir tímar „Ég kom til landsins á mánudag- inn beint frá Karlsrahe þar sem ég söng aðaltenórhlutverkið í La Tra- viata í forföllum þess sem það hafði. Ég hafði sungið eina sýningu fyrir þá þannig að þeir þekktu til mín og gátu kallað í mig daginn áður. Ég er líka nýbúinn að gera samning um að syngja aðalhlutverkið í Don Car- los í 8-10 sýningum þar og á sama tíma verð ég í Madame Butterfly eftir Puccini í Köln þannig að það er í nógu að snúast.“ Ólafur segir að í Karlsruhe starfi leikstjóri sem er þekktur um allt Þýskaland fyrir starf sitt og segir Ólafur það vera í takt við breytta tíma í óperuheiminum þar sem nú er sífellt meiri áhersla lögð á leik- hæfíleika óperasöngvaranna og um- gjörð sýningarinnar. „í dag þýðir ekkert annað en að líta vel út og leika vel. Nú er leik- stjómin númer eitt. Þetta sést best ef þú lest gagnrýni í blöðum en þar er jafnan mestu púðri eytt í að fjalla um leik söngvaranna, hönnun sviðs- búnaðar og uppsetninguna s§m slíka. Hljómsveitarinnar er svo oft getið í lokin og frammistöðu söngvaranna." Ólafí fínnst þetta slæm þróun í gagn- rýni en segir þó að það sé gaman að vinna við þessar uppfærslur þar sem ekki sé eingöngu rýnt í nóturnar. Það verður allt að tónlist Ólafur segir að tónleikarnir í dag leggist vel í hann þó æfmgatími mætti vera aðeins meiri.,, Aríurnar á tónleikunum eru allt glæsiaríur sem ég á eftir að syngja mikið í framtíð- inni og ég ákvað bara að spila öllum spilunum út og sérstaklega útaf Rescigno þar sem það er ekki á hveij- um degi sem það gefst færi á að vinna með slíkum snillingi." „Þetta kemur í framhaldi af góðri samvinnu okkar í milli, hann er að fylgja mér aðeins eftir. Hann þekkir verkin á efnisskránni út' og inn og það virðist alveg sama hve oft hann heyrir þau og flytur það er ný reynsla í hvert skipti. Það er stórkostlegt að vinna með honufn því hann er svo „músikalskur" hann er svo samofínn tónlistinni og ef þú lendir á spjalli við hann þá er sama hversu hvers- dagslegt umræðuefnið er, það verður allt að tónlist. Þetta era fyrstu ein- söngstónleikar mínir með hljómsveit- inni og þeir eru stórt skref fyrir mig. Hljómsveitin er stórkostleg og að vera hér með Nicola er alveg him- neskt.“ FYRIRLESARAR á námsþinginu í listmeðferð, sem haldið verður í Norræna húsinu. Norrænt námsþing í listmeðferð TÍUNDA norræna námsþingið verð- ur haldið í Norræna húsinu 24.-27. júní. Áhyggjur samfélagsins af of- beldi hafa farið vaxandi undanfarið, samkvæmt því sem segir í frétt frá þinginu. Á þinginu verður flallað um orsakir og afleiðingar ofbeldis og greiningu og meðferð gerenda og þolenda. Námsþingið er þverfaglegt en einnig er þeim sem áhuga hafa á listmeðferð og vilja fræðast meira um ofbeldi og meðferð tengda því, velkomið að sækja þingið. Þá eru einnig umræður um norræna og al- þjóðlega menntun í listmeðferð. I sumar verður haldið upp á tíunda námsþingið. Fyrsta norræna náms- þingið var haldið á íslandi árið 1975. Undirbúningur og framkvæmd var á vegum Sérkennarafélags íslands, Norræna hússins og Sigríðar Bjöms- dóttur, sem ‘var upphafsmaður þings- ins. Síðan þá hefur það verið haldið annað hvert ár í einu Norðurlandanna. Fyrirlesarar og fyrirlestrar verða eftirfarandi: Upprani ofbeldis, Max Peterson, Extemal Examiner of Psychology & Psychotherapy við School of Art Therapy, Caiedonian University í Skotlandi. Greining á ofbeldi í listaverkum, Ikuko Acosta, listmeðferðarfræðing- ur, ATR, Bandaríkjunum. Ferlisbundin listmeðferð, Sheila McClelIand, Iistmeðferðarfræðingur, R.Ath., Englandi. Myndir um kynferðislega misnot- uð böm, sem sönnunargögn í réttar- höldum, Ragna Sylwan, listmeðferð- arfræðingur, Svíþjóð. Ofbeldi á heimilum, Heidi Gteenfi- eld, félagsráðgjafi MSW, Kanada. Þrá eftir breytingu, eða banvænt aðdráttarafl. Hvers vegna ættu list- meðferðarfræðingar að vinna með ofbeldishneigðum afbrotamönnum? Colin Teasdale, listmeðferðarfræð- ingur, DFA, Dip.Ath., MA (RCA), RATh., Englandi. Myndir um kynferðislega misnot- uð börn unnar á bamageðdeild. Ann-, Sophie Lang listmeðferðarfræðingur, myndlistarmaður og iðjuþjálfi, Sví- þjóð. Undirbúningsnefnd skipa Anna Maria Harðardóttir, Halldóra Hall- dórsdóttir, Sigríður Bjömsdóttir og Unnur Guðrún Óttarsdóttir listmeð- ferðarfræðingar. Upplýsingar og skráning eru hjá Helgu Láru í Úrval-Útsýn. Rit um dans- og leiklistarsamstarf á Norðurlöndunum Dans í norðri ÞAÐ er dansað á Norðurlöndunum og hefur verið gert frá aldaöðji. Svo segir í það minnsta í nýjum ritlingi sem ber heitið „Dans í norðri“. Hann er gefinn út af „Leikhús og dans á Norð- urlöndunum" sem er nefnd, starfrækt af Nor- rænu ráðherranefndinni og er ætlað að styrkja Norrænt dans- og leiklistarsamstarf í löndun- um. Ritlingnum er ætlað að svara þeim spurning- um um danslist áNorðurlöndunum sem upp kunna að koma. Ýmsir höfundar frá hveiju landi um sig gera úttekt á sögu listformsins, stöðu, þróun og tengslum við aðra listmiðla. Forsíðan skartar íslenska dansaranum, Láru Stefánsdóttur, og íslenski hluti ritlingsins hef- ur að geyma viðtal Árna Ibsens við hana og Sveinn Einarsson talar um danslist á íslandi. Frá sígildum dansi til nútímadanslistar í grein sinni segir Sveinn Einarsson m.a. þetta um íslenska dansflokkinn:„íslenski dans- flokkurinn hefur það að stefnu að móta dans- ara sína á þann hátt að þeir verði eins fjölhæf- ir og kostur er sem gefur þeim kost á há- marks möguleikum í danstjáningu, allt frá sí- gildum dansi til nútímadanslistar." I lok greinarinnar talar Sveinn um dans á íslandi fyrr á öldum og segir uppsetningu ís- lenska dansflokksins á Jörfagleði árið 1994 hafa minnt fólk á arfinn. „Með leikurum, söngvurum og dönsurum, minnti Jörfagleði á gamla íslenska gleðskaparhefð þar sem fólk kom saman og dansáði vikivaka." Dansinn er mér allt Árni Ibsen fer fögrum orðum um Láru Stef- ánsdóttur í viðtali í ritinuog Lára talar m.a. um hvernig það sé að vera dansari á íslandi og segir frá væntingum sínum til listgreinar- innar í framtíðinni. „Auðvitað er það ekki auðvelt að vera dansari á íslandi. Að sjálf- sögðu fylgja þessu erfiðleikar, en þeir eru nú bara hluti af listinni hvar og hvenær sem er. Ef þú veltir þér endalaust upp úr þeim þá er Lára Stefánsdóttir prýðir forsiðu ‘ Dans í norðri. eins gott að gefast upp strax, finna sér eitt- hvað annað að gera eða bara gefa upp önd- ina. Dansinn er mér allt og er því fyrirhafnar- innar virði.“ Síðar segir Lára þetta um viðhorf fólks til nútímadanslistar: „Sumir þeir sem aðhyllast sígildar hefðir sjá ekkert sameiginlegt með nútíma dansleikhúsi og ballett. Eg lít þannig á að dans sé einfaldlega hreyfing með enda- lausum möguleikum og ótakmarkaðri vídd.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.