Morgunblaðið - 22.06.1995, Síða 24

Morgunblaðið - 22.06.1995, Síða 24
24 FIMMTUDAGUK 22. JÚNÍ 1995 TÓNLIST Dómkirkjan ORGELTÓNLEIKAK Marteinn H. Friðriksson dómorgan- isti flutti orgelverk eftir Jón Þórar- insson, Jón Nordal, Buxtehude, Petr Eben og J. S. Bach. Þriðjudag- ur 20.júní 1995 KIRKJUTÓNLISTARMENN hafa á undanfömum árum staðið fyrir miklum tónlistarflutningi og jafnvel fyrir meiri háttar tónlistar- viðburðum, þar sem flutt hafa ver- ið stórverk kirkjutónlistarsögunn- ar. Það má vera að hreintrúar- mönnum þyki nóg um og vilji jafn- vel hverfa aftur til íhugunarmess- unar, sem margir lútherskir sértrú- arhópar iðka. Hætt er við að kirkju- sagan hefði orðið æði mögur á sviði listsköpunar er varðar bók- menntir, tónlist, byggingarlist og myndlist ef heilagur Ambrósíus kirkjufaðir hefði orðið undir í þeim deilum við upphaf kristinnar kirkju, hvort nota ætti t.d. tónlist og jafn- vel söng við trúarathafnir. Mar- teinn Lúther lagði grunninn að ein- hverri merkustu undirstöðu vest- rænnar tónlistar, með því m.a. að leggja áherslu á iðkun tónlistar við Opið hús í Norræna húsinu UNDANFARIN sumur hefur Norræna húsið sett saman fyr- irlestraröð um Iand og þjóð, menningu og listir, sögu, nátt- úru og fleira. Fyrirlestrar þess- ir verða öll fimmtudagskvöld kl. 20. I kvöld hefst fyrirlestraröðin Opið hús í Norræna húsinu. Ari Trausti Guðmundsson jarð- fræðingur ríður á vaðið með fyrirlesturinn „Islandske vulk- aner, breer og varme kilder“ og mun hann flytja hann á norsku. Að loknum fyrirlestri gefst fólki tækifæri á að koma með fyrirspumir. Huimaus - Yrsel - Órar Norræna rannsóknarleik- smiðjan stendur fyrir fyrirlestr- um í Norræna húsinu í dag kl. 16 í tengslum við finnsk- íslensku uppfærsluna Órar- Huimaus sem flutt er í Þjóðleik- húsinu í kvöld og á laugardag. Dan Henriksson aðstoðar- leikstjóri verksins flytur fyrir- lesturinn „Skádespelaren och tragedin", brot úr sögu forn- grískra harmleikja og verður hann fluttur á sænsku. Seppo Parkkinen, höfundur handritsins, mun flytja fyrir- lesturinn „Myterna i tiden (My- ytit tássá ajassa)“. Samljómur - niðurbrot - fyrirgefning. Fyrirlesturinn verður fluttur á finnsku og þýddur yfir á sænsku jafnóðum. Bókasafn og kaffistofa verða opin til kl. 22 á fimmtudags- kvöldum í sumar. Allir eru velkomnir og að- gangur er ókeypis. Póst Neó Geó KRISTJÁN Bjöm Þórðarson, Gunnar Þór Víglundsson og Ulfur Grönvold hafa opnað sýn- ingu á verkum sínum á Mokka- kaffi Skólavörðustíg. Þeir eru allir nýútskrifaðir úr Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Haraldur Jónsson mynd- listarmaður skrifar m.a. þetta um myndlistarmennina í frétta- tilkynningu,: „Þremenningamir eru í raun og veru gott dæmi um þá kynslóð sem stundum er kennd við bókstafinn X. Óþekktu stærðina." Sýningin er opin alla daga og stendur til 9. júlí. LISTIR í litlu hljómrými Dómkirkj unnar trúarathafnir og samdi sjálfur sálmalög. Lútherski sálmurinn (kórallinn) blómstraði í þeim trúar- bókmenntum sem við þekkjum feg- urstar í sálmversum Hallgríms Pét- urssonar. Trúartilbeiðslan birtist og í glæsilegri myndlist og kirkjum er teygðu tuma sína til himins... Öll þessi listsköpun er í raun bæn og samtímis lofsöngur Guði til dýrðar. Trú án fegurðar og fegurð án trúar getur leitt manninn á villi- götur, því fegurð er samstofna hinu góða, og er einstofna undirstaða kristinnar siðfræði. Krkjulistahátíð Hallgrímskirkju er varla lokið er taka við sumar- tónleikar í Dómkirkjunni, en þeir hófust sl. sunnudag með orgeltón- leikum Kjartans Siguijónssonar, sem undirritaður gat ekki sótt. Marteinn H. Friðriksson hóf sína tónleika með fallegum sálmforleik, eftir Jón Þórarinsson, yfír sálma- lagið Jésú mín morgunstjarna. Þetta er falleg hugleiðing, sem var vel flutt af Marteini. Ekki síðri var flutningur Marteins á verki Jóns Nordals, sem hann nefn.ir „Forleik um sálm sem aldrei var sunginn“, fallegt verk, sem flumflutt var í Skálholti af Ragnari Björnssyni, við drunuundirleik Heklu, þá hún síðast gaus en nú voru það mótor- þrumur umferðarinnar kringum Dómkirkjuna, sem léku sinn óróa- konsert, undir ágætum flutningi Marteins. Dietrich Buxtehude átti næsta verk er nefnist Práludium, Fuge und Ciacona, skemmtilegt verk, svolítið laust í reipunum, þó vel mætti heyra að J.S. Bach hafi lært mikið af þessum snillingi, meðan hann dvaldi í Liibeck um nærri þriggja mánaða skeið. Næsta verk, Tokkata, eftir Peter Eben, tengist Buxtehude, enda samið honum „til heiðurs“ og byggt á nokkrum tónhugmyndum úr orgelverki því er Marteinn lék á undan. Þetta er glæsilegt og rismikið tónverk, ágætlega samið, töluvert erfitt í flutningi og voru bæði verkin flutt af öryggi og festu af Marteini H. Friðrikssyni. Síðast verkið, Es-dúr prelúdían og fúgan (BWV 552) eftir J.S. Bach, er, ásamt c-moll passakagl- íunni, eitt af stórbrotnustu orgel- verkum meistarans, prelúdían þre- föld að formi til og fúgan fimm- radda og þriggjastefja en öllum stefjunum er svo slegið saman í lok fúgunnar. Þetta glæsiverk var mjög vel flutt og eftir að hafa hlust- að mikið á orgel Hallgrímskirkju, yfírþyrmandi hljómstyrk þess og yfirmáta mikla enduróman kirkj- unnar, var eins og að skipta frá fflharmonískum hljómsveitarkon- sert yfir í kammertónleika, þar sem allt kom greinlega fram og tærleiki í raddskipan naut sín til fulls í litlu hljómrými Dómkirkjunnar. Næstu sumartónleikar Dóm- kirkjunnar verða á föstudaginn og þá mun Dómkórinn halda Jóns- messutónleika kl. 22 og á eftir munu tónleikagestir trúlega vera vel undir það búnir að meðtaka miðnæturhelgi Jónsmessunnar. Jón Ásgeirsson Verðlaun veitt í ljóða- og ritgerðasamkeppni •I « ttfl^ §‘ i, Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir VERÐLAUNAHAFARNIR komu víða að af landinu. Efri röð f.v.: Sólveig M. Kristinsdóttir, Þinghóls- skóla, Bjarney Sigurðardóttir, Reykhólaskóla, Katrín Högnadóttir, Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, Álf- heiður Sigurðardóttir, Hólabrekkuskóla og Ólafía G. Erlendsdóttir, Hólabrekkuskóla. Neðri röð f.v.: Kraki Ásmundsson og Rúnar Árdal, Brúarásskóla, Sigfús Harðarson, Gnúpverjaskóla, Styrmir Grét- arsson og Björgvin R. Helgason, Grunnskólanum Hellu og Atli Þór Gunnarsson, Kirkjubæjarskóla. Landgræðsla erlífsnauðsyn Ilellu. Morgunblaðið. LANDGRÆÐSLA ríkisins í sam- ráði við menntamálaráðuneytið gekkst í vetur fyrir ljóða- og rit- gerðasamkeppni meðal nemenda í 7. bekk grunnskóla en Olís styrkti samkeppnina fjárhags- lega. SI. föstudag voru viðurkenn- ingar veittar 11 nemendum í aðal- stöðvum Landgræðslunnar í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Við verðlaunaafhendinguna kom fram að verkefninu var hleypt af stokkunum í janúar und- ir slagorðinu „Landgræðsla er lífsnauðsyn“ en öllum grunnskól- um á landinu var sent kynningar- efni ásamt myndbandi. Þrátt fyrir kennaraverkfall tóku um 200 nemendurfrá 40 grunnskólum þátt í samkeppninni. í dómnefnd áttu sæti Guðni Olgeirsson frá menntamálaráðuneytinu, Andrés Arnalds og Guðjón Magnússon frá Landgræðslunni og Þórir Sig- urðsson frá Olís. Að sögn Þóris var dómnefndinni vandi á hönd- um því nemendur höfðu margir hverjir lagt á sig mikla vinnu þegar þeir skrifuðu ljóð sín og ritgerðir. Sagði hann það áber- andi að bestu verkin hefðu já- kvæðan boðskap sem sýndi von þeirra og trú á framtíðina, land- græðslu og landvernd og vissu fyrir því að landgræðsla er lífs- nauðsyn. Mörg ljóðin sýndu mikla tilfinningu fyrir viðfangsefninu og víða dregnar upp myndrænar lýsingar tengdar eigin upplifun. Einkenni á ritgerðunum hafi ver- ið almenn góð þekking á land- græðslu og umhverfisvernd og að margir hafi mikinn áhuga fyr- ir umbótum, en jafnframt lýst áhyggjum sínum vegna gróður- eyðingar og mengunar. Við athöfnina á föstudag voru verðlaun veitt fyrir sex ritgerðir og fimm (jóð og fengu allir verð- launahafarnir innrammað skjal og bókina „Ströndin“ sem Mál og menning gefur út. Tveir skólar fengu sérstakar viðurkenningar fyrir framúrskarandi þátttöku, þ.e. Brúarásskóli að Brúarási og Hólabrekkuskóli í Reykjavík. „The green tourist“ Sýning fyrir er- lenda ferðamenn NU standa yfir sýningar á ensku á nýjum leikþætti með tónlist fyrir erlenda ferða- menn í Kaffileikhúsinu, Hlað- varpanum. Höfundar og flytjendur eru tveir, þeir Guðni Franz- son tónlistarmaður og Þór Túliníus leikari. Leikurinn fjallar um tvo karlmenn á besta aldri sem voru nánir vinir í æsku, en hafa farið ólíkar leiðir í lífinu. Eftir 25 ár hittast þeir fyrir tilviljun og taka tal saman og rifja upp það sem á daga þeirra hefur drifið. Lifandi tónlist Inn í samræðurnar fléttast lifandi tónlist úr fortíð og nútíð og hljóðfærasláttur. Leikurinn verður sýndur alla daga kl. 16 og stendur í tæp- an klukkutíma. MORGUNBLAÐIÐ MYNDIN er úr bók Caspars Bartholin (1585-1629), Inst- itvtiones Anntomicæ, sem prentuð var í Leiden árið 1645. Sýning helguð Jóni Steffensen í TILEFNI af 15. norræna þinginu um sögu læknisfræðinnar, sem fram fer í Reykjavík dagana 21.-24. júní, eru nú til sýnis í Þjóð- arbókhlöðu bækur og aðrir munir úr fórum Jóns Steffensen, prófess- ors í læknisfræði, en hann lést árið 1991. Eins og kunnugt er arfleiddi Jón Steffensen Háskólabókasafn að bókum sínum ásamt húseign að Aragötu 3. Öðrum eigum sínum ráðstafaði Jón til lækningaminja- safnsins í Nesstofu. Bækur Jóns Steffensen hafa_ nú verið fluttar í Landsbókasafn íslands - Háskóla- bókasafn í Þjóðarbókhlöðu og í virðingarskyni við gefandann er nú efnt til sýningar á ritum úr safni hans, svo og nokkrum lækn- ingatækjum sem fengin eru úr Nesstofusafni. Sýningin er opin á sama tíma og bókasafnið, virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 13-17. Veitinga- stofa safnsins er opin á sama tíma. VERK eftlr Pirkko Finnsk listakona sýnir í Úmbru FINNSKA listakonan Pirkko Rant- atorikka opnar málverkasýningu í Gallerí Úmbru í Bernhöftstorfu í dag fimmtudag kl. 15-17. Pirkko er fædd árið 1956 en býr nú og starfar í Helsinki. Hún nam við listaakademíuna í Helsinki og hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Verkin á sýningunni eru unnin á handgerðan pappír. Listakonan hefur eftirfarandi um þau að segja: „Myndröð mín er byggð á miðalda- tréristum annars vegar og hins vegar á tækjum og tólum frá þess- ari öld. Þemað er handverkið og hin daglegu störf.“ Sýningin verður opin þriðjudaga til laugardaga kl. 13-18 og sunnu- daga kl. 14-18. Henni lýkur 11. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.