Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ____________________________________________________________FIMMTUDAGUR22. JÚNÍ 1995 25 AÐSENDAR GREINAR Getur prófastofnun bætt framhaldsskólann og nýtt skattpeningana betur? ÞAÐ er ákaflega mikilvægt að leita stöðugt nýrra leiða sem geta aukið hagkvæmni, stuðlað að fram- förum, bætt gæði og nýtt betur fjár- muni skattborgaranna. Þetta á við hvort heldur viðfangsefnið er fram- leiðsla eða þjónusta. Vissulega getur aukið fjármagn sem varið er til kennslumála bætt menntunina sé fjármagninu ráðstafað yfirvegað og með framleiðniaukandi markmiðum. Það er hinsvegar mikiil misskilning- ur að unnt sé að setja jafnaðarmerki í milli aukins fjármagns til kennslu og gæða kennslunnar ef annað kem- ur ekki til. Nýting kennsluársins í framhalds- skóla er eitt af því sem almennur skattborgari veltir fyrir sér og það er erfitt að skýra út fyrir honum að ekki skuli nýtast nema 25 til 26 vik- ur til kennslu á kennsluári sem talið er 9 mánuðir. Vissulega eru kennar- ar og stjórnendur skólanna að störf- um að ýmsum málum svo sem margs konar undirbúnings- og skiplags- vinnu í skólum, prófahaldi og úr- vinnslu prófa en sú skýring er ekki fullnægjandi, því það svarar ekki því hvort annað og betra skipulag sé til sem getur skilað meiri framleiðni en núverandi fyirkomulag. Þróun tekur aldrei enda og því hlýtur að vera til leið sem skilar betri ár- angri. Sú leið þarf ekki endilega að vera í sama farvegi og frændþjóðir okkar hafa fetað enda ástæðulaust að þjást svo af minnimáttarkend gagnvart þeim að verða frumkvæðis- laus í eigin umhverfi. Þetta fyrirkomulag hefur haldist nokkuð lengi og lítið breyst, þrátt fyrir að hvarvetna í þjóðlífinu hefur þróunin verið á stöðugu framskriði. Kröfur til arðsemi fyrirtækja hefur aukist og um leið hefur viðhorf þeirra til skammtíma óþjálfaðs vinnuafls breyst og heldur áfram að breytast. Nýjum leiðum til að til- einka sér þekkingu og hæfni fjölgar stöðugt með vaxandi upplýsinga- tækni. Sjálfsnám er auðveldara en nokkru sinni fyrr fyrir agaða ein- staklinga og í slíku námi er unnt með takmarkaðri leiðsögn, t.d. einkaaðila, að afla þekkingar og hæfni á víðtækum sviðum, sem er síst lakari en skólar veita. Þessir möguleikar eru ekki hvað síst mikil- vægir fyrir það fólk sem býr í dreifð- um byggðum og hefur þurft að kosta miklu til við að sækja skóla í fjar- lægar sveitir. Það er vissulega ástæða til að setja fram hugmyndir og að skoða rækilega hvort unnt sé að auka kennslunýtinguna, að veita virkara aðhald að traustu þekkingar- og hæfnismati og að opna leið tii að virkja kosti upp- lýsingatækninnar sem kennslumiðils. Námsmati á þekkingu og hæfni má skipta í tvo meginflokka. í fyrsta lagi er það mat á þekkingu nemanda til að flytjast á milli áfanga og í öðru lagi mat á þekkingu sem telst lokaáfangi til starfs eða framhaldsnáms. Mat á þekkingu til að flytjast á milli áfanga má framkvæma með símati, í stað prófa, á námsönnini og nái nemana- inn tilskildu námsmati flyst hann á milli áfanga, Mat á lokaáfanga má hinsvegar fela prófastofnun, sem vinnur prófagerðina í samvinnu við aðila atvinnulífsins þegar um starfs- nám er að ræða og í samvinnu við háskóla og aðra viðtökuskóla þegar um er að ræða almennt framhalds- skólanám eða listnám sem telst und- irbúningsnám í öðrum skólum svo sem á háskólastigi. Til þess að nýta skólaárið til kennslu má fela sjálfstæðri prófa- stofnun að semja próf, skipuleggja prófatíma utan við kennsluárið og annast úrvinnslu úrlausna. Ávinn- ingur af því fyrirkomulagi að fela sjálfstæðri prófastofnun að annast mat á lokaáföngum er margvíslegur og skulu hér rakin nokkur ávinnings- atriði sem vert væri að skoða: 1. Kennsluárið mun nýtast mun betur og unnt að færa það úr 25 kenndum vikum í 33 kenndar vikur miðað við níumánaða skóla. 2. Á þremur skólaárum vinnast við þetta fyrirkomulag 24 kennd- ar vikur og því mögulegt að breyta fjögurra ára námsbraut- um í þriggja ára námsbrautir og er það mikill ávinningur fyrir nemendur og skattborgara. 3. Ljóst er að mikill sparnaður hlytist af þessari framkvæmd og yrði þá unnt að beina fjármagni til van- ræktra áhersluatriða svo sem skólabóka- safna á sviði tækni, hönnunar og mark- aðsmála, hagnýtingu á boð- og upplýs- ingatækni, arðsamri endur- og eftir- menntun svo og til annarra framleiðni- aukandi aðgerða í skólakerfinu. 4. Auðvelt væri að halda uppi virku gæðaeftirliti og hæfnismati bæði hvað varðar nem- endur og kennslu- stofnanir. 5. Samkeppni milli kennslu- stofnana myndi aukast og svig- rúm myndast fyrir einkaskóla og sjálfstæða leiðbeinendur á kennslumarkaðnum. Þetta myndi skapa aðhald fyrir ríkisreknar stofnanir og hvatningu til að halda uppi þjónustu, gæðum og famleiðni sem að mati neytend- anna, það er nemendanna og atvinnutífs, væri talin arðsöm fyrir þá. 6. Fjarkennsla og upplýsingar- tækni fengju aukið vægi og sjálf- stæðir og agaðir einstaklingar gætu nýtt sér þá tækni og feng- ið viðurkenningu á tileinkaðri þekkingu og hæfni með því að gangast undir próf hjá prófa- stofnun. 7. Verkaskipting milli skilgrein- ingaraðila, framkvæmdaraðila og eftirlitsaðila kennslumála yrði skýrari og eðlileg þrískipting verkefnisins kæmist á sem gæti örvað samkeppni, sem ávalt er nauðsynleg til að efla framfarir. Þannig myndu: 8. Aðilar atvinnulífsins einbeita sér að skilgreinu á þekkingar- og hæfnisþáttum starfsgreina sinna og gæðastaðli sem prófa- stofnanir ynnu úr og beina orku sinni að stöðugri endurskoðun þekkingarþátta og aðlöguii að breytingum og þróun, 9. Kennslustofnanir einbeita sér Steinar Steinsson Helgi Hálfdánarson Kvenfrelsi NÝLEGA setti ég á flot greinarstúf þar sem ég mælti eindregið gegn þeirri kenningu sumra kvenna, að í sem flest störf skuli skipað sem næst að jöfnu konum og körlum. Þessa stefnu kallaði ég firru, enda virtist hún andstæð viðhorfi flestra kvenna. Hins vegar tel ég þjóðfélags- lega nauðsyn að skapa konum skilyrði til að ráða því sjálfar, án tillits til efnahags eða fjölda- kvóta, að hve miklu leyti þær kjósa að starfa utan heimilis. Það kallað ég heilbrigt kven- eðli, enda í samræmi við náttúr- legar staðreyndir, að láta um- hyggju fyrir börnum og búi ganga fyrir öðru eftir aðstæð- um. Tvær ungar og vaskar kon- ur, Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Kolfinna Baldvinsdóttir, svör- uðu þessu og þótti mér þar ráða ferðinni sá misskilningur, að ég væri andvígur jafnrétti kvenna og karla, enda virtist Kolfinna sjá í mér dágott efni í fasista. Þennan fráleita misskilning leiðrétti ég, og ráðlagði þeim stöllum að lesa grein mína aftur og þá betur, og skrifa síðan aðra svargrein, þar sem mér yrði að líkindum þakkað vel fyrir að leggja lið sönnu kven- frelsi. Þetta hafa þær góðu heilli gert, skrifað nýja grein í Morg- unblaðið 20. þ.m. þar sem allar grunsemdir um fasisma eru úr sögunni. Og þó að þær hafi ekki enn sagt skilið við þau sjónarmið sem ég kallaði öfgar, þá er grein þeirra skrifuð af þeirri góðu háttvísi að vitna rækilega í flest af því sem mestu varðar í mínum skrifum, svo að til þess get ég enn leyft mér að vísa. Þennan drengilega málflutning þakka ég mjög vel; og enda þótt þakklætið sé ekki svo gagnkvæmt sem skyldi, ætti enginn að láta sér bregða þó að „laun heimsins“ séu löng- um söm við sig. QPG^7*elfH GÖTURENNUR Göturennur eru nauðsyn þar sem vatnselgs er von, t.d. á bflastæðum, við bflskúra, á ^ VA TNSVIRKINN HF SSS Ármúla 21 S.533-2020 að kennslunni og því verkefni að þróa betri aðferðir til kennslu og þjálfunar sem skila betri árangri á skemmri tíma en stæðust samt strangt mat prófastofnunar, 10. Prófastofnanir skipuleggja próf sem væru tímasett minnst tvö ár fram í tímann. Með próf- unum er sannreynd þekking og hæfni nemenda í samræmi við uppgefna staðla og forskriftir og lagt mat á árangur bæði nem- enda og kennslustofnana. Mat á kennslustofnunum er ákaflega mikilvægt því það gefur vísbend- ingu um hæfni stjórnenda. 11. Viðtökuskólar nemenda framhaldsskólans þyrftu að skil- greina og rökstyðja betur en nú er gert þá undirbúningsþekkingu sem eðlilegt væri að nýnemar hefðu vald á við upphaf náms. Við vandaða skoðun slíkra þátta Ávinningnr af því að fela sjálfstæðri prófa- stofnun að annast mat á lokaáföngum er margvíslegur, segir Steinar Steinsson, sem hér ræðir nýjar leiðir til hagkvæmni og framfara. er öruggt að núverandi aldagam- alt fyrirkomulag myndi riðlast, enda kominn tími til, og verkleg- ir námsþættir fengju hærri sess en nú er og kæmu til með að vega þungt í grunni að inntöku- skilyrðum fjölda skóla og náms- brauta. 12. Nemendur eru í flestum til- vikum víðsýnni en grónir borg- arar sem æði margir hafa íhaldssamar og úreltar hug- myndir um stéttaskipun. Það er því fengur að því að veita nem- endunum meira valfrelsi við sam- setningu námseininga sem myndi vafalaust í auknum mæli móta þverfaglegt starfsnám sem mikil þörf er fyrir í nútíma samfélögum og er líklegt til að leiða til nýrra atvinnutækifæra og öflugri sókn- ar í nýsköpun í atvinnulífinu. 13. Fækka mætti stórlega starfsfólki í ráðuneyti kennslu- mála þar sem í skynsamlegu og þrískiptu skipulagi felst virkt og vandað eftirlit með virkni og gæðum skólastarfsins. Sjálfstæði prófastofnana og fjármögnun Nauðsynlegt er að prófastofnun sé sjálfstæð og því ekki ríkisrekin og ennfremur að prófstofnanir væru að minnsta kosti tvær svo unnt væri að tryggja eðlilega samkeppni í rekstrar- og gæðamálum. Tengsl prófastofnana við avinnulíf og skóla myndu byggjast á verksamningum 'varðandi prófagerð sem væri byggð á verklýsingum og stöðlum svo og verktöku við framkvæmd og úr- vinnslu prófa. Fjármögnun prófastofnanna væri fengin með prófgjöldum sem skólar, fyrirtæki og einstaklingar greiddu eftir ákveðnum reglum t.d. eftirfar- andi: 1. Sé það mat skóla að nemandi sé tilbúinn að ganga undir próf innritar skólinn nemandann og greiðir gjald fyrir. Ákvörðunin er byggð á þekkingarmati óháð lengd skólagöngu. 2. Sé það mat skóla að nemandi hafi ekki fullnægjandi kunnáttu til að standast próf og neitar af þeirri ástæðu að innrita hann getur nemandi, telji hann mat skólans rangt, innritað sig sjálfur og greiðir þá sjálfur prófgjöldin. 3. Atvinnurekendur sem hafa nemendur á sínum vegum innrita þá til prófs er þeir meta þekkingu og hæfni nemandans fullnægj- andi til að standast prófið og er matið óháð tímalengd og greiða þá tilskilin prófgjöld. 4. Einstaklingur sem hefur aflað sér þekkingar með reynslu og sjálfsnámi getur innritað sig til prófs og greiðir sjálfur prófgjöld. 5. Prófgjöld skal hafa það há að próftakar innriti sig ekki til prófs nema þeim sé ljóst að þeir séu vel undir prófið búnir. 6. Helmingur prófgjalda allra þeirra nemenda sem standast próf verða endurgreidd viðkom- andi greiðendum en prófgjöld þeirra sem ekki stóðust prófið verða hinsvegar ekki endur- greidd. 7. Nemandi í skóla sem neitaði að innrita hann en stóðst hins- vegar prófið fær endurgreiddan helming prófgjaldsins frá skól- anum. Höfundur er fyrverandi skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði. ÞESSAR GRÆNU GOÐU GARÐSLATTUVELAR Reykjavík: Armúla 11 - Símí 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.