Morgunblaðið - 22.06.1995, Page 32

Morgunblaðið - 22.06.1995, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginmaður minn og faðir okkar, KRISTINIM ÞORVALDSSON, Munkaþverárstræti 15, Akureyri, andaðist mánudaginn 19. júní. Kristín Guðlaugsdóttir, Skjöldur Kristinsson, Þorvaldur Kristinsson. t Hjartkær móðir okkar, SIGURVEIG MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIR, Víðimel 55, lést á Sólvangi þriðjudaginn 20. júni. Rannveig Hrönn Kristinsdóttir, Guðrún Drífa Kristinsdóttir, Kristín Mjöll Kristinsdóttir. t Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, STEFANÍA S. STEFÁNSDÓTTIR, áðurtil heimilis i Stóragerði 3, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, þriðjudaginn 20. júní. Anna Kristin Bjarnadóttir, Bjarni Garðar Guðlaugsson, Ingi Þórðarson, Ingveldur B. Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, BRANDUR TÓMASSON fyrrverandi yfirflugvirki, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 20. júní. Jónína M. Gísladóttir, Grfmur Brandsson, Tómas Brandsson, Ágústa Brandsdóttir, Guðbrandur Brandsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, • andaðist á sjúkraheimilinu Skjóli, Reykja- vík, þriðjudaginn 20. júní. Margrét Magnúsdóttir, Magnús Guðnason, Sigurður Magnússon, Anna Daníelsdóttir, Þorsteinn Magnússon, Ragnar Þór Magnússon, Signý Gunnarsdóttir, Ásta Karen Magnúsdóttir, Hrafnkell Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Útför LAUFEYJAR K. BLÖNDAL fer fram frá Stafholtskirkju föstudaginn 23. júní kl. 14.00. Jarðsett verður að Hjarðarholti. Sigri'ður Þorvaldsdóttir, Kristrn Þorvaldsdóttir og fjölskyldur. t Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR HAFSTEINN ÓLAFSSON verkstjóri, Faxabraut 40, Keflavík, er lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja laugar- daginn 17. júní, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 23. júní kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag [slands. Svala Gri'msdóttir, Guðrún F. Hannesdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir, Sigurbjörn Elvarsson og barnabörn. KRISTÍN SKÚLADÓTTIR + Kristín Skúla- dóttir fæddist á Keldum 30. mars 1905. Hún lést á dvalarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík 13. júní síðastliðinn, níræð að aldri. Foreldrar hennar voru Svan- borg Lýðsdóttir frá Hlíð í Gnúpveija- hreppi og Skúli Guðmundsson frá Keldum, sem bjuggu þar í 50 ár. Hún var yngst sex barna þeirra og lifði öll systkini sín. Elst var Aldís á Móeiðarhvoli, næst Þur- íður sem bjó í Vestmannaeyj- um, Guðmundur og Lýður bjuggu á Keldum en Helga síð- ast á Selalæk. Yngri en Kristín var uppeldisbróðir, Engilbert Kristjánsson, síðast bóndi í Pulu í Holtum. Kristín var tvígift. Hún gift- ist fyrrra sinni árið 1936, Sig- urði Jónssyni smið frá Sigurð- arstöðum í Bárðardal, f. 1908, d. 1939. Þau eignuðust tvo syni, Skúla Jón framkvæmdastjóra hjá Loftferðaeftirliti, f. 20. febr. 1938, kvæntur Sjöfn Frið- riksdóttur og eiga þau tvö börn á lífi og Sigurð dýralækni á Keldum, f. 2. okt. 1939, kvænt- ur Halldóru Einarsdóttur og eiga þau fjögur börn. Seinni maður Kristínar var Agúst Andrés- son hreppstjóri í Hemlu. Þau giftust 1951, en voru barn- laus. Kristín lauk kennaraprófi 1928 og var við barna- kennslu í Vestur- Landeyjum, Rang- árvöllum og Stokkseyrarhreppi fram til þess að hún gekk í hjónaband. Hún kenndi börn- um á Selalæk 1947-49 og kenndi aftur í Vestur-Landeyjum 1957-64. Hún bjó á Sigurðar- stöðum 1936-43, var hjá for- eldrum sínum á Keldum 1943-47, á Selalæk 1947-49, í Hemlu 1949-65 og í Reykjavik frá 1965 til æviloka. Kristín lét sér annt um þjóðlegan fróðleik, skrifaði nokkuð um þau efni og safnaði upplýsingum fyrir Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns- ins um árabil. Hún var list- hneigð og hagvirk, teiknaði m.a. forna búshluti og fleira frá heimili foreldra sinna og for- feðra á gamla Keldnabænum. Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarð- sett verður síðar í Lundar- brekkukirkjugarði, þar sem fyrri maður hennar hvílir. HÚN tengdamóðir mín blessuð, Kristín Skúladóttir frá Keldum, hefur kvatt þennan heim. Hún hafði þráð það í langvinnum veikindum að fá að fara með friði. Henni hlotn- aðist það og „sofnaði burt úr heimi“ á sólríkum degi þegar sumarið var allt í einu komið til Reykjavíkur, vorlaust að kalla eftir langan ís- lenskan vetur. Hún hélt góðu minni og skýrri hugsun fram undir það síðasta. Síðustu sjö árin var hún á vist- heimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík. Þar hafði henni liðið vel eftir því sem frekast var unnt og þar naut hún góðrar umönnunar starfsfólksins, sem við vandamenn hennar þökkum. Þar eignaðist hún fáa vini en góða. Einn þeirra var kempan, Þórður Kristleifsson frá Stóra-Kroppi, sem heldur andleg- um og líkamlegum þrótti svo fá- gætt er. Hann varð 102 ára í vet- ur, daginn eftir að Kristín varð ní- ræð. Alltaf átti Þórður gleðigeisla Eifidnkkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð. fallegir salir og mjög gód þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÍTEL LQFTLEIBIR að miðla Kristínu þegar þau hittust á ganginum. Aður en hún fór á Droplaugar- staði átti hún heima á Mánagötu 22, en hafði komið þangað 23 árum áður og þar var hún þegar ég kom inn í íjölskylduna. Á Mánagötu eignaðist Kristín traust vini þar sem voru nágrannar hennar í næstu íbúð, Guðrún Guðmundsdóttir frá Snæringsstöðum í Svínadal í A- Húnavatnssýslu og maður hennar, Jón Þorsteinsson frá Holti í sömu sveit, einnig Albert bróðir Guðrún- ar. Þau gleymdu henni ekki og heimsóttu reglulega þótt hún flytti úr næsta nágrenni. Þær heimsóknir glöddu hana ósegjanlega. Mér féll strax vel við Kristínu því að hún kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd. Þótt hún væri orðvör og umtalsgóð var mað- ur aldrei í vafa um skoðanir henn- ar. Hún var þó dul á tilfínningar sínar og ekki allra. Hún var bæði vinavönd og vinaföst og frænd- rækni var sterkur þáttur í eðli henn- ar. Hún hafði ríka réttlætiskennd, var fastheldin á fornar dyggðir. Kristín var sveitakona í besta skiln- ingj þess orðs og elskaði heitt jörð þá sem hún gekk á og landið sitt, var natinn dýravinur en hafði sér- stakt yndi af hestum. Hún var list- feng hagleikskona, hneigð fyrir tón- list. Hún las mikið og valdi með kostgæfni lesefni sitt. Hún hafði ríka þrá til að fræðast og fræða aðra, sagði vel frá. Þessa eiginleika hennar fengu börnin mín að njóta, einkum tvö þau eldri. „Ömmusög- urnar“ eru þeim enn í fersku minni margar hveijar. Oft voru þær um ævintýri frá æskuárunum á Keldum og það er ánægjulegt að þær eru til margar þeirra, 'bæði skrifaðar og á hljóðsnældum. Þegar ég kynntist Kristínu fyrir nærri því 30 árum var hún sískrif- andi eins og faðir hennar og frænd- £ LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöföa 4 — sími 871960 ur höfðu verið margir hveijir. Hún hafði ríka sköpunarþrá. Eftir hana liggur mikið af mjög vel gerðum teikningum og smámunum ýmiss konar. Flest er það þjóðlegs eðlis og margar myndanna eru af göml- um búshlutum og öðrum munum frá Keldum á Rangárvöllum. Nokk- uð er til af ljóðum eftir hana en hún fór dult með þau verk sín og gerði lítið úr þeim. Hún minntist oft á blessaða læk- ina á Keldum og í eftirfarandi er- indi hefur hún þá í huga: Uppsprettan bólar við brekkurætur blátært er vatn og kalt, býður-sárþyrstum svðlun góða - silfurlind gefur allt -. Hér áttu fjársjóð bóndi á bænum, betri en gullið valt. Keldnaheimilið var um langt skeið mannmargt menningarheimili þar sem fornar dyggðir voru í há- vegum hafðar og virðing borin fyr- ir fólki, móðurmálinu, landinu og sögunni. Við slík áhrif ólst Kristín Skúladóttir upp. Það var gott að kynnast þessari konu og minning hennar mun fylgja okkur. Blessuð sé minning hennar. Halldóra Einarsdóttir í Grafarholti. Það var vor í Iofti um miðjan maí árið 1936. Harður snjóavetur var á enda. Snjórinn minnkaði og jörðin grænkaði. Það ríkti eftir- vænting hjá heimilisfólkinu á Sig- urðarstöðum í Bárðardal. Þar bjuggum við bóndi minn Sölvi Jóns- son og lítil dóttir á fyrsta ári. Einn- ig var í heimilinu „Frænkan“ góða, Þurlður Jónsdóttir pijónakona, föð- ursystir Sölva. Við biðum eftir að Sigurður Jónsson, bróðir Sölva, kæmi hingað með brúði sína, Krist- ínu Skúladóttur frá Keldum á Rang- árvöllum. Bréf kom er tilkynnti um skipskomu til Húsavíkur. Þann 22. maí komu brúðhjónin í hlað ásamt tengdamóður minni Jónínu Sölva- dóttur. Hún hafði dvalið í Reykja- vík í tvo mánuði hjá Maríu dóttur sinni. Jón Jónsson maður hennar andaðist 26. febrúar 1935, en nú hugðist hún setjast að hjá ungu hjónunum. Ég man vel þetta kvöld. Sólin skein á þröngan dalinn. Mikil var breytingin fyrir þig, Kristín mín. Þú sem varst vön víðáttu Suður- lands. Ég veit betur nú hvað þú hefur átt erfitt. En þið hjórtin voruð ákveðin í þvi að starfa saman af dugnaði. Sann- arlega var tekið til höndunum. En eins og oft fyrr áraði ekki vel til búskapar. Ekki kom Kristín tóm- hent. Því að með á skipinu komu kýrefnið Lína og hesturinn Glæsir ásamt búslóð. Gunnlaugur Jónsson, þriðji bróðirinn, hafði byggt nýbýlið Sunnuhvol í túnjaðri Sigurðarstaða. Þau Árdís Sigurðardóttir höfðu flutt á nýbýlið 1935. Ekki var því land- rými til stórbúskapar. Komið var upp hlöðu, fjárhúsi og bætt' við húsakynni bæjarins. Dáðist ég að dugnaði þínum, Kristín, þegar þú varst að hjálpa bónda þínum við uPPbyggingu heimilis þíns. Öldruðu konurnar lögðu sitt af mörkum. En stundum gafst tóm Iitla stund yfír kaffisopa við eldhúsborðið. Við yngri húsfreyjurnar, stundum allar þijár, nutum þess að hvíla okkur og ræða saman. Ég man glampann í augum þínum, er þú lýstir um- hverfinu og fjallahringnum á Keld- um. Bækur voru lesnar, útvarpið var umræðuefni. Hinn 20. febrúar fæddist eldri sonurinn, Skúli Jón. Var hann sann- arlega sólargeisli frá fyrstu stund. En áfram var haldið langan' dag. Þann 2. október 1939 fæddist ann- ar drengur ykkar lijóna. Ég man vel er ég kom að rúminu þínu og sá unga manninn breiðleitan og karlmannlegan. En stundum geta örlögin verið grimm og óvægin. Hinn 15. október veiktist Sigurður bóndi þinn. Hafði verið lasinn en staðið meðan stætt var. Engin mannleg hjálp bjargaði lífi duglega bóndans, aðeins 30 ára. Eftir stóðst þú með drengina þína fjarri öllu þínu fólki. En þú varst hetja. Nýfæddi drengurinn var

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.