Morgunblaðið - 01.07.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.07.1995, Qupperneq 1
88 SÍÐUR B/LESBÓK/D/E STOFNAÐ 1913 145.TBL.83.ÁRG. LAUGARDAGUR1. JÚLÍ1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Oeirðir í Jerúsalem SHIMON Peres, utanríkisráð- herra ísraels, og Yasser Ara- fat, leiðtogi Palestínumanna, munu halda fund í kvöld og reyna að ná samkomulagi um aukin völd stjórnar Arafats á hernumdu svæðunum en sam- kvæmt fyrri samningum átti sá áfangi að nást ekki síðar en í dag. Palestínumenn efndu til mótmæla við al-Aqsa moskuna að loknum bænum og kröfðust þess að palestínskir fangar, sem eru í hungurverkfalli í fangelsum ísraela, yrðu látnir lausir. Á myndinni sést lög- reglumaður í austurhluta Jerú- salem búa sig undir að beija ungan Palestínumann með kylfu sinni í gær. ■ Biskup lendir í óeirðum/8 Ottast að yfir 150 manns hafi farist í Seoul Reuter BJÖRGUNARMÖNNUM tókst að ná þessum manni á lífi úr rústum verslunarhúss í Seoul, 20 stundum eftir að húsið hrundi. Yfirmenn bornir þungum sökum Tókýó. The Daily Telegraph. YFIRMBNN verslunarhúss í Seoul í Suður-Kóreu, sem hrundi skyndilega á fimmtudag, vissu um hættuna og flúðu án þess að vara aðra við, að því er húsvörður í húsinu segir. Full- yrðir hann að klukkustundu áður en húsið hrundi, hafí yfírmönnunum verið tilkynnt um að húsið væri að hrynja og að þeir hafi þá þust út úr byggingunni. Ottast er að yfír 150 manns hafí farist í slysinu. Húsverðir tóku eftir sprungum á efstu hæðínni og segja þeir ástæðuna vera þá að ekki var farið eftir fyrirmælum arkitektsins um að koma styrktarbitum fyrir þar sem álagið er mest. Maður sem rak veitingastað á eftstu hæðinni sagði að mörgum stundum áður en húsið hrundi hefðu hlutar úr loftinu fallið niður og gólf- ið byijað að gefa sig. Var einum veitingastaðanna á hæðinni lokað vegna þessa. Yfirmenn verslunar- hússins og fyrirtækisins sem byggði húsið voru færðir til yfirheyrslu í gær. Rúmlega 900 manns voru í hús- inu, starfsfólk og viðskiptavinir, þeg- ar slysið 'varð. Ekki er vitað með vissu hversu margir eru í rústunum en á þriðja hundrað manns er sakn- að. í fyrrinótt kviknuðu hins vegar eldar þar sem eldsneyti lak úr bílflök- um í bílakjallara undir húsinu. Mynd- aðist gífurlegur hiti og er talið að flestir þeir sem voru á lífi í rústunum hafí kafnað. Verslunarhúsið var byggt þar sem áður voru ruslahaugar. Fullyrða þingmenn stjórnarandstöðunnar í S-Kóreu að byggingafyrirtæki séu nauðbeygð til að múta stjórnmála- mönnum og að það auki bygginga- kostnaðinn svo mjög að fyrirtækin freistist til þess að hlíta ekki bygg- ingareglugerðum. ■ „Erfiðast að hætta“/23 Jeltsín Rússlandsforseti víkur ráðherrum frá Reynir að friða þingið Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, vék í gær tveimur ráðherrum úr ríkisstjórninni auk yfirmanns leyniþjón- ustunnar. Forsetinn vonast augljóslega til, að brott- vikning eða afsögn þessara manna nægi til, að þingið felli vantrauststillögu á stjórn Víktors Tsjernomyrdíns forsætisráðherra sem greidd verða atkvæði um í ann- að sinn í dag. Úrslitin þykja samt óviss þótt útlit hafí verið fyrir einhvers konar samkomulag fyrr í vikunni. Mennirnir höfðu allir boðist til að segja af sér vegna gíslatöku tsjetsjenskra skæruliða í bænum Búdennovsk og einn- ig Pavel Gratsjov varnarmálaráðherra en svo virðist sem hann muni halda embættinu. Jeltsín féllst á af- sögn Víktors Jeríns innanríkisráðherra, Níkolajs Jeg- orovs, ráðherra þjóðarbrota, og Sergejs Stepasíns, yfirmanns öryggisþjónustu ríkisins. Þessir fjórir menn viðurkenndu, að þeir bæru ábyrgð á atburðunum í Búdennovsk sem kostuðu um 120 manns lífið. Ríkisstjórn Helmuts Kohls hyggst senda flugherlið tíl Bosníu Serbar andvígir þátttöku Þjóðverja í friðargæslu Bonn, Bdvrad. Reuter. ÞÝSKA þingið staðfesti í gær með 386 atkvæðum gegn 258 þá tíma- mótaákvörðun ríkisstjómar Helm- uts Kohls kanslara að senda 1.500 menn úr flughernum og herflugvél- ar til aðstoðar friðargæsluliði Sam- einuðu þjóðanna í Bosníu. Ellefu þingmenn sátu hjá en niðurstaðan er talin sigur fyrir stjórn Kohls sem hefur aðeins 10 sæta meirihluta á þingi. Talsmaður Júgóslavíu, þ.e. sambandsríkis Serbíu og Svart- fjallalands, gagnrýndi ákvörðun Þjóðveija í gær. Talsmaðurinn, Zivorad Jovanovic aðstoðarutanríkisráðherra, sagði að vera þýskra hermanna í Bosníu myndi „opna gömul sár“ og niður- staðan í þýska þinginu væri hvorki skynsamleg né við hæfi. „Það eru ýmsar aðrar og heppilegri leiðir fyrir Þýskaland, sem geysilega mik- ilvægt Evrópuríki, til að leggja sitt af mörkum í friðarviðleitninni, aðr- ar en að senda einkennisbúna menn með herbúnað á vettvang," sagði hann í samtali við fréttastofuna Beta. Þýska liðið mun ráða yfir Tornado-orrustuþotum, flutninga- vélum og vígvallasjúkrahúsi. Liðið á að styrkja svonefnt hraðlið Breta, Frakka og Hollendinga sem er vel vopnum búið og hefur það hlutverk að veija léttvopnaða gæsluliðana. Þýskir hermenn hafa ekki barist utanlands frá því í heimsstyijöldinni síðari enda bannaði stjómarskrá vestur-þýska sambandsríkisins að þeir tækju þátt í vopnaviðskiptum utan varnarsvæðis Atlantshafs- bandalagsins. Nokkurt lið austur- þýskra hermanna tók þátt í innrás Varsjárbandalagsríkja í Tékkóslóv- akíu 1968 en var fljótlega kallað heim. Brigsl um hernaðarhyggju Hart var deilt á þinginu fyrir atkvæðagreiðsluna í gær. Var Rud- olf Scharping, leiðtogi jafnaðar- manna, því andvígur að senda her- menn til lands sem herir nasista hefðu misþyrmt, það gæti aukið hættuna á frekari átökum. Framkvæmdastjóri flokks jafn- aðarmanna, Gúnther Verheugen, olli uppnámi er hann sagði systur- flokk Kristilegra demókrata Kohls, Kristilega sósíalsambandið, CSU, í Bæjaralandi, vera arftaka íhalds- samra hernaðarhyggjuafla á fyrri hluta aldarinnar „sem tvisvar ollu Þýskalandi svo ægilegu tjóni“. Klaus Kinkel utanríkisráðherra spurði jafnaðarmenn hvort þeir ætluðu að láta Breta og Frakka um að hætta lífi hermanna sinna við friðargæslu í Bosníu og benti á að um milljón flóttamanna frá gömlu Júgóslavíu væri í Þýskalandi. Hyrfi gæsluliðið á brott gæti það valdið nýjum straumi flóttamanna til Þýskalands. ■ Vaxandi ágreiningur/22 Frelsi í fjármálaþjónustu Bandaríkin undanskilin? Gcnf, Brussel. Reuter. SAMNINGAMENN Evrópusam- bandsins, ESB, hafa fengið stuðning áhrifamikilla aðildarríkja að Al- þjóðaviðskiptastofnuninni, WTO, við þá hugmynd, að gerður verði al- þjóðasamningur um aukið frelsi í fjármálaþjónustu en án þátttöku Bandaríkjanna. Það kom mjög á óvart og olli reiði er Bandaríkjastjórn vildi ekki sætta sig við fyrirliggjandi drög. Frestur til samninga átti að renna út á mið- nætti sl. Fulltrúar ESB höfðu strax sam- band við fulltrúa ýmissa áhrifaríkja innan WTO, meðal annars Kanada og Japans, og er nú stefnt að því að framlengja frestinn til 28. júlí. Fulltrúar Bandaríkjanna segjast ekki treysta yfirlýsingum ýmissa þróunarríkja og vaxandi efnahags- velda, tii dæmis Indlands og Malas- íu, um að fjármálamarkaðurinn í löndunum verði opnaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.