Morgunblaðið - 01.07.1995, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 01.07.1995, Qupperneq 3
Gott Fólk/SÍA - 341 MORGUNBLAÐIÐ LAU GARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 3 4L % % / Vallarsveifgras. -poa pratensis- Lágvaxin grastegund sem er mjög útbreidd í íslenskri flóru. Kjörlendi plöntunnar er valllendi, mýrar og hálfdeigjur en tegundin er mjög breytileg. Vallarsveifgras er harðgerð planta og aðlagast vel hinum fjölbreytilegustu aðstæðum. Birki. -betula puDescens- Tré eða runni. Harðgerð landnámsplanta sem þrífst í allt að 700 m hæð. Kjörlendi birkisins er hálfgrónir melar og móar. Birki þrífst við flestar aðstæður. Rýrgresi. -lolium multiflorum- Einær grastegund sem þrífst vel á láglendi og upp í allt að 400 m hæð. ✓ Túnvingull. -festura rubra- Grastegund. Kjörlendi túnvingulsins er sandar óg melar. Túnvingull getur þrifist við flestar aðstæður hér á landi. Yiðskiptayinir Olís taka þátt í uppgræðslu 44.000 m2á dag í allt sumar Landgrædsluátak viðskipíavina Olís og Landgraeðslurmar hefur nú staðið yfir í þrjú ár og liefur verið sáð í stór svæði sem verst hafa orðið úti vegna uppblásturs og sandfoks. En jarðvegseyðingin ógnar víða. í sumar verður imnið að uppgræðslu á 140 svæðum run land allt sem samsvarar 44.000 fermetrum á dag.Viðskiptavinir Olís fá ókeypis fræpoka frá Landgræðslunni á öllum Olísstöðvum. Innihaldinu geta þeir sáð á þau svæði þar sem gróðureyðing hefur herjað. Með þessum hætti taka viðskiptavinir Olís virkan þátt í baráttunni gegn gróðureyðingaröflunum þegar þeir ferðast um landið í sumar. Baráttan gegn eyðingu gróðurlenda er eitt brýnasta verkefnið í umhverfismálum okkar íslendinga. LancLsvæðið við Mývata hefur, líkt og Haukadalsheiði, verið eitt mikilvægasta land- græðsluverkefnið undanfarin ár og hefur þar náðst góður árangur íuppgræðslu. Haukadalsheiði í Árnessýslu. Eitt helsta forgangsverkefni Landgræðslunnar með stuðningi viðskiptavina Olís. Reykjanes. Samstarfsverkefni Land- græðslunnar, Garðabæjar og Olís en á Reykjanesi hefur lengi verið mrnið að landgræðslumálum. Með sameiginlegu átaki ræktum við á 140 svæðum í sumar Hólsfjöll. Forgangsverkefni hjá Landgræðslu ríkisins. A Hólsfjöllum hafa stór svæði verið ræktuð upp á undan- förnum árum til að stöðva sandfok. Mýrdalssandur. Mikið uppgræðslustarf er nú unnið þar í samstarfi við Vegagerð ríkisins. GRÆÐUM LANDIÐ MEÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.