Morgunblaðið - 01.07.1995, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐHÚSASILFRIÐ
Miðhúsasilfrið ófalsað samkvæmt niðurstöðum danska þjóðminjasafnsins
Morgunblaðið/Þorkell
ALLIR munir úr silfursjóðnum frá Miðhúsum utan einn eru frá
víkingaöld samkvæmt niðurstöðum danskra og sænskra vísinda-
manna sem rannsökuðu silfrið á danska þjóðminjasafninu.
HELGI Þorláksson dósent og Lilja Arnadóttir safnstjóri út-
skýrðu niðurstöður dönsku rannsóknarinnar í gær. í baksýn er
Ragnar Sigurðsson en hann situr í þjóðminjaráði.
Allir silfurgripirnar frá
víkingaöld utan einn
Þjóðminjaráð ályktar að engum blekk-
ingum hafi verið beitt við silfurfundinn
NIÐURSTÖÐUR nákvæmrar rann-
sóknar danskra og sænskra sérfræð-
inga á þjóðm'injasafni Dana á 43 silf-
urmunum úr silfursjóði sem fannst
við Miðhús í Egilsstaðahreppi haust-
ið 1980 eru ótvíræðar að mati þjóð-
minjaráðs. Rannsóknin leiddi í ljós
að efnasamsetning silfurs í öllum
sjóðnum á sér hliðstæður í óvefengd-
um silfursjóðum frá víkingaöld. Sam-
kvæmt stílfræðilegri rannsókn bera
allir silfurgripir utan einn skýr ein-
kenni víkingaaldarsmíði, bæði hvað
varðar stil og tækni. Þjóðminjaráð
telur rannsókn sjóðsins ekki gefa til-
efni til að álykta að blekkingum hafi
verið beitt við fund silfursjóðsins.
Ráðið lítur svo á að með dönsku
skýrslunni og greinargerð Helga
Þorlákssonar dósents og Lilju Áma-
dóttur um rannsóknina sé lokið þeirri
rannsókn sem menntamálaráðuneyt-
ið fói ráðinu 12. september 1994.
Einn silfur-
gripur yngri
Einn silfurgripanna sker sig úr
hvað varðar gerð og smíðatækni.
Helgi Þorláksson, dósent og annar
umsjónarmanna rannsóknarinnar fyr-
ir hönd þjóðminjaráðs, sagði að grip-
urinn væri gerður úr sams konar silfri
og aðrir gripir i sjóðnum. Sú tækni
sem beitt var við smíði hans hafí aft-
ur á móti ekki þekkst á víkingaöld
að því er menn best viti.
Helgi sagði að í skýrslu danska
þjóðminjasafnsins kæmi fram að
hringurinn beri þess merki að vera
smíðaður eftir iðnbyltingu. Þannig
kunni hann að vera frá 19. eða 20.
öld. Samkvæmt þessari greiningu á
hringnum er ályktað í skýrslu danska
þjóðminjasafnsins að núverandi sam-
setning silfursjóðsins frá Miðhúsum
sé ekki hin upprunalega. í henni eru
getgátur uppi um að sjóðurinn kunni
að hafa fundist og tilraunir gerðar
með að bræða einn silfurgripanna og
smíða úr því nýjan grip með nýrri
tækni. Þess er getið sérstaklega í
skýrslunni að hringurinn ungi hafi
líklega verið gerður af manni með
þekkingu á silfursmíði.
Engar efasemdir um
niðurstöður Dana
Silfursjóðurinn var sendur til ná-
kvæmrar rannsóknar og greiningar
á þjóðminjasafni Dana seint á síð-
asta ári .eftir að efasemdir og deilur.
spruttu upp um aldur sjóðsins og
málið komst í hámæli í fjölmiðlum.
Rannsókn hófst þar í janúar en silfr-
ið var sótt til Kaupmannahafnar í
liðinni viku.
Sturla Böðvarsson, formaður þjóð-
minjaráðs, sagði að
ráðið hafí talið mik-
ilvægt að fela safni
eða stofnun rann-
sókn silfursins en
ekki einstaklingi..
Margir hafí komið
að rannsókninni og
fullyrti Sturla að
þjóðminjaráð hafi
engar efasemdir um
niðurstöðu dönsku
rannsóknarinnar.
Vel hafí verið staðið
að rannsókninni og
kvaðst hann að-
spurður fremur
telja málið allt og lyktir þess styrkja
safnið. Studdi hann það þeim rökum
að öll söfn hafi gott af því að fást
við erfið mál og flókin.
Mótsagnakenndar niðurstöður
Niðurstöður dönsku rannsóknar-
innar eru talsvert frábrugðnar nið-
urstöðum enska prófessorsins James
Graham-Campbell, sérfræðings í vík-
ingaaldarsilfri, sem Þjóðminjasafnið
fékk sérstaklega hingað til lands til
að kanna silfrið stílfræðilega. í stuttu
máli komst prófessorinn að þeirri
niðurstöðu að hluti sjóðsins, 6 gripir
og tæpur helmingur þyngdar hans,
væri nýleg smíði en flestir hlutanna
væru aftur á móti frá víkingaöld.
Lilja Árnadóttir, safnstjóri Þjóð-
minjasafnsins og annar umsjónar-
manna rannsóknarinnar fyrir hönd
Þjóðmjnjasafnsins, kvaðst ekki geta
útskýrt að fullu hvers vegna niður-
stöðumar væru jafnólíkar sem raun
ber vitni. Rétt væri þó að nefna að
Danimir hafi haft meiri tíma og lík-
lega betri aðstæður og búnað til að
rannsaka silfurmunina.
Þá hafi vegið þungt að sænskur
sérfræðingur í stílfræði víkingasilf-
urs hafi fundið silfurmuni er væru
hliðstæðir þeim grip-
um sem Campbell
taldi nýlega hvað
varðar stíl og tækni.
Sambærilega gripi
hafi hún fundið í
geymslum safna í
Noregi og Campbell
hafi líkast til ekki
haft vitneskju um þá
muni.
Þór Magnússon
þjóðminjavörður
benti ennfremur á
að á fárra færi væri
að rannsaka ná-
kvæmlega silf-
urmuni frá víkingatíð. Campbell
væri óumdeilanlega viðurkenndur
sérfræðingur í víkingasilfri en dansk-
ir og sænskir sérfræðingar þjóð-
mipjasafns Dana hafi aftur á móti
framkvæmt háþróaða málmfræði-
rannsókn á efnasamsetningu silfurs-
ins og þekkt vel til norrænna silfur-
muna.
Orðstír safnsins
beðið hnekki
Fulltrúar þjóðminjaráðs og Þór
Magnússon þjóðminjavörður vildu lít-
ið tjá sig um þátt einstakra starfs-
manna safnsins í Miðhúsamálinu og
sögðu að tekið yrði á málssókn vegna
ærumeiðinga ef og þegar að því
kæmi. Þór sagði að enginn hafi leitt
hugsun að því að láta starfsmenn
víkja vegna meintra ásakana þeirra
um falsaða silfurgripi. Starfsmenn
hafí ekki unnið gegn stofnun sinni
heldur einungis haft efasemdir um
eldri rannsóknir og viðteknar vis-
indalegar ályktanir.
„Ég tel að safnið hafi beðið nokk-
urn hnekki vegna þessa máls en all-
ar stofnanir ganga í gegnum ákveðið
öldurót,“ sagði Þór Magnússon í
samtali við blaðamenn í gær. Hann
telur eftir á að hyggja að það hafi
verið rangt að hefja rannsókn þessa
máls sem leyndarmál. „Um leið og
fjölmiðlar komast að því að verið er
að rannsaka eitthvað í leyni, þá telja
allir að málið hljóti að vera með ein-
hverjum hætti glæpsamlegt," sagði
Þór.
Skammaður fyrir að efast um
viðteknar kenningar
Vilhjálmur Öm Vilhjálmsson,
fornleifafræðingur á Þjóðminjasafn-
inu, vildi ekki tjá sig um skýrslu
danska þjóðminjasafnsins þar sem
honum hafi ekki gefist timi til að
kynna sér hana. Hann kvaðst aftur
á móti harma að rannsókn á Mið-
húsasilfrinu væri orðin eitt allsherjar
„fjölmiðlashow". „Menn hafa verið
að ræða hluti við fjölmiðla sem ekki
áttu að hafa verið komnir fram.
Fjölmiðlar hafa ennfremur komist
yfir skjöl sem voru yfirlýst trúnað-
arskjöi," sagði hann.
Vilhjálmur Örn sagði að hann hafí
verið gerður að blóraböggli í málinu
og skammaður fyrir það eitt að leyfa
sér að rannsaka Miðhúsasilfrið og
efast um viðteknar kenningar og
rannsóknamiðurstöður. „í stað þess
að fá plús fyrir gagnrýna vísindalega
hugsun er maður „criminaliseraður"
ef eitthvað er rannsakað sem orkar
tvímælis. Leiðinlegast fínnst mér þó
að málið hafi verið gert að blaða-
máli,“ sagði Vilhjálmur Öm.
I>iððminja8afnið/ívar Brynjólfsson
HRINGUR þessi er talinn
vera frá 19. eða 20. öld.
Niðurstaðan breytir engn um málshöfðun
„ÞAÐ er mikill léttir að endir er
kominn á allavega þennan þátt,“
sagði Hlynur Halldórsson í Miðhús-
um í Egilsstaðahreppi, eftir að nið-
urstaða danska þjóðminjasafnsins
um silfursjóðinn frá Miðhúsum var
birt.
Hiynur átti ekki von á að niður-
staðan breytti ákvörðun um máls-
höfðun á hendur þeim er höfðu
uppi stór orð í fjölmiðlum á síðasta
ári og að sennilega myndi Þjóð-
minjasafnið dragast inni í málið sem
vinnuveitandi þessara manna.
Sagði hann að niðurstaða dönsku
sérfræðinganna hafi ekki komið sér
á óvart. „Þetta hefur verið frekar
erfiður tími,“ sagði Hlynur. „Sér-
staklega þar sem við höfum verið
að reyna að fara nýjar leiðir. Vekja
upp gamlar hefðir með alla okkar
vinnu við minjagripi sem við erum
með og höfum reynt að grafa upp
hvernig menn unnu hlutina og
hvaða efni var notað.“
Hlynur sagði þau hjónin hafa
dregið sig í hlé með vinnuna í vet-
ur. Samband þeirra við Þjóðminja-
safnið hafí verið talsvert mikið eða
þar til málið með silfrið kom upp.
Þá hafi þau hætt að sækja þangað
nýjungar en það hljóti að lagast
eftir að niðurstaða er fengin. „Við
höfum haft gott samband við Þjóð-
EDDU Björnsdóttur og Hlyni
Halldórssyni var að vonum létt.
minjasafnið og munum væntanlega
halda áfram að hafa það,“ sagði
hann.
Mikil viðbrögð
„Við höfum fengið mikil viðbrögð
frá almenningi í dag,“ sagði hann.
„Margir óska okkur til hamingju
með niðurstöðuna og við höfum
fengið skeyti og simhringingar frá
bláókunnugu fólki. Ég er hræddur
um að margir séu í ansi vondum
málum. Ef þetta er einn fremsti
sérfræðingur Breta, er spurning
hvernig þetta er hjá þeim en honum
getur svo sem skjátlast.“
Tæp 15
ár frá
fundi
Miðhúsa-
silfurs
■ HJÓNIN Hlynur Hall-
dórsson og Edda Björnsdóttir
tilkynntu Þjóðminjasafni að
þau hefðu fundið nokkra silf-
urmuni við bæ sinn Miðhús
31. ágúst 1980. Þór Magnús-
son þjóðminjavörður og dr.
Kristján Eldjárn könnuðu
fundarstaðinn daginn eftir
og taldi Þór daginn sér-
stakan happadag í íslenskri
menningarsögu. Hann taldi
á sínum tíma erfitt að segja
til um aldur sjóðsins annað
en að hann tímasetji sig
glöggt til víkingaaldar.
ffi Fyrst var því hreyft árið
1988 að hluti silfursjóðsins
frá Miðhúsum væri yngri en
ætlað var í fyrstu. Vilhjálmur
Ö. Vilhjálmsson fornleifa-
fræðingur vakti athygli á
þessu nokkrum sinnum, að
því er segir í skýrslu hans
um Miðhúsasilfrið.
ffi Vilhjálmur greindi Guð-
mundi Magnússyni, þáver-
andi þjóðminjaverði, frá hug-
myndum sínum um sjóðinn
veturínn 1993. Eftir að gerð-
ar höfðu verið nokkrar mæl-
ingar á silfurinnihaldi grip-
anna var lagt til að nákvæm-
ari rannsóknir yrðu gerðar
erlendis.
ffi Guðmundur Magnússon
afréð að bjóða dr. James
Graham-Campbell, sérfræð-
ingi í víkingaaldarsilfri, að
skoða silfursjóði Þjóðminja-
safns dagana 30. maí-5. júní
1994. Dr. Campbell komst
að þeirri niðurstöðu að hluti
silfursjóðsins, tæpur helm-
ingur þyngdar sjóðsins, væri
nýsmíði og hafi verið bætt
við eldri gripi hans, sem
væru frá víkingaöld.
■ Miklar deilur spruttu
um aldur silfursjóðsins frá
Miðhúsum í fjölmiðlum í
fyrra, sumaríð 1994. Margir
sérfræðingar á sviði forn-
leifafræði og þjóðminja-
vörslu tjáðu sig um silfrið
og nokkrir þeirra efuðust um
aldur og uppruna sjóðsins og
létu jafnvel að því liggja að
hluti sjóðsins væri fölsuð
nútímasmíð.
ffi í kjölfar mikilla deilna
fól menntamálaráðuneytið
þjóðminjaráði 12. september
1994 að hlutast til um að
gerð yrði frekari vísindaleg
rannsókn á aldri sjóðsins.
■ Þjóðminjaráð ákvað síð-
ar í mánuðinum að leita til
danska þjóðminjasafnsins.
Danskir og sænskii- sérfræð-
ingar hófu í janúar 1995
nákvæma rannsókn á efna-
samsetningu gripanna, stíl
þeirra og yfirborði. Sérstak-
Iega var hugað að hinum
sérkennilega gljáa silfurgrip-
anna sem Dr. Campbell taldi
vitni um ungan aldur þeirra.
Niðurstöður þeirrar rann-
sóknar lágu fyrir í síðustu
vikujúní og var silfursjóður-
inn þá fluttur að nýju til
landsins.
ffi Hjónin á Miðhúsum
ákváðu í júní 1995 að höfða
meiðyrðamál á hendur þeim
einstaklingum eða stofnun-
um sem þau segja að hafi
látið að því liggja að þau
hafi falsað hluta silfurmun-
anna.