Morgunblaðið - 01.07.1995, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 5
FRÉTTIR
’■ : v /áv' i
. v' / yjta * - /l': ffl
Björk á „topp 40“
BREIÐSKÍFA Bjarkar Guðmunds-
dóttur, Post, fór beint í 32. sæti
bandaríska vinsældalistans sem
bii-tur er í Billboard tímaritinu, 1.
júlí útgáfunni. Þetta er það hæsta
sem íslenskur listamaður hefur náð.
Plata Bjarkar hefur fengið góða
dóma í bandarískum blöðum og
þannig er í þessu sama hefti Bill-
board dómur þar sem segir meðal
annars að lög plötunnar séu ævin-
týraleg, en um leið aðgengileg. í lok
dómsins segir að Björk sé listamað-
ur „með að því er virðist óþjótandi
sköpunargáfu“. Billboard er helsta
tímarit bandaríska tónlistariðnaðar-
ins og þar birtast jafnan allir vin-
sældalistar vestan hafs.
Fyrsta breiðskífa Sykurmolanna,
Life’s too Good, náði inn á „topp
60“ á bandaríska listanum á sínum
tíma, en þetta er í fyrsta sinn sem
íslenskur iistamaður nær inn á
„topp 40“ vestan hafs og töluvert
betri árangur en Björk náði með
fyrstu plötu sinni, Debut. Ekki er
ljóst hve mikið sala hefur fleytt
plötunni þetta hátt á lista, en sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
skiptir hún tugþúsundum eintaka.
Gróðursett
í Vinaskógi
AÐALFUNDI Norræna garð-
yrkju sambandsins sem haldinn
var hér á landi lauk í gær. For-
menn aðildarfélaganna á Norð-
urlöndum ásamt nokkrum full-
trúum komu við í Vinaskógi og
gróðursettu formennirnir eitt tré
fyrir hönd síns félags. Esko
Murto frá Finnlandi, Bengt Hen-
riksson frá Svíþjóð, Harald Olav
Aksnes frá Noregi, Kjartan 01-
afsson formaður Sambands garð-
yrkjubænda, Hulda Valtýsdóttir
formaður Skógræktarfélags ís-
lands, sem tók á móti gestunum
og Otto Koch frá Danmörku.
Tónlist Páls
Pampichlers
Heitavatns-
skortur trufi-
aði hljóðritun
Sinfóníunnar
HLJÓÐRITUN á þremur tónsmíð-
um Páls Pampichlers Pálssonar í
flutningi Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands lauk í gær. Verkin koma út
á geisladiski með haustinu. Það er
austurríska útgáfufyrirtækið Lotus
sem gefur diskinn út og dreifir
honum á alþjóðlegum markaði.
Um miðja vikuna leit út fyrir að
hitaveituframkvæmdir í vesturbæn-
um kæmu í veg fyrir að hljóðritun-
inni yrði lokið samkvæmt áætlun.
Að sögn Rúnars Birgis Leifssonar
var heita vatnið tekið af Háskóla-
bíói á miðvikudagsmorgun, en þar
fór upptakan fram. Það láðist að
tilkynna hljómsveitinni eða forráða-
mönnum bíósins um lokunina, þótt
aðilar í nágrenninu væru varaðir
við.
Hljóðfærin verða ekki dúðuð
Vegna hitaleysisins var ekki
hægt að hljóðrita á miðvikudag og
fór upptökuáætlun úr skorðum.
Runólfur sagði að þótt hægt væri
að dúða hljóðfæraleikarana sættu
hljóðfærin sig ekki við hitasveiflur
í salnum. Erlendir listamenn voru
komnir til liðs við hljómsveitina og
hljómsveitarfólk mjög upptekið og
því leit út fyrir að hljóðritunin færi
út um þúfur. „Við urðum að fá
hljóðfæraleikarana til að bæta á sig
upptökutímum á fimmtudag og
föstudag. Margir höfðu ráðstafað
tíma sínum í annað, en fólkið gerði
þetta án þess að taka sérstaklega
fyrir það. Hljómsveitarstjórinn og
aðrir leggja á sig aukavinnu vegna
þessa verkefnis, sem þeir gefa til
að heiðra Pál Pampichler,“ sagði
Runólfur.
Verkin á diskinum heita Conci-
erto di Giubileo, Kiarinettukonsert
og Ljáðu mér vængi. Einleikari í
klarinettukonsertinum er Sigurður
Ingvi Snorrason og Rannveig Fríða
Bragadóttir syngur einsöng í Ljáðu
mér vængi. Stjórnandi hljómsveit-
arinnar er Petri Sakari og upptöku-
stjóri er Bjarni Rúnar Bjarnason.
Sheilstöðin
er opin
alla daga
kl. 7.30-22.00
Opnunarhátíð
Shellstööinni
Gylfaflöt í Grafarvogi
l.júlíkl. 15-18
Þú kemur til okkar
hvenær sem er
sólarhringsins, dæíir
sjálf(ur) í MX sjáifsala
- og færð
1,20 kr. í afslátt.
\
i / / \
■ \WI i-;S\
fyrii' korí: ov( soðl.i
I dag bjóðum við íbúa Grafarvogs og nágrennis velkomna í götugrill.
Grillaðar ’ pylsur, . Fílakaramellumaðurinn og VlacíönlSshs konan
gefa góðgæti, starfsmenn Skógræktar ríkisins gefa trjáplöntur og Poxmenn
Islands mæta á staðinn og kynna nýju seriuna.
skyndibita og greiðasala býður gesti velkomna og
etrimesl
og gott í munninn.
BETRA 3ÍNSÍN
auk alls
A stöðinni fæst að sjálfsögðu
þess fjölbreytta vöruúrvals og fyrsta flokks þjónustu sem
býðst á næstu Shellstöð.
Skeljungur hf.