Morgunblaðið - 01.07.1995, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 7
Þingvellir
Hjartaskurðlæknar vilja nýtt vaktakerfi til að tryggja bráðaþjónustu
Breytt
verka-
skipting
ÞINGVALLANEFND hefur ráðið
framkvæmdastjóra til að hafa með
höndum rekstur þjónustumiðstöðvar
og tjaldstæða á Þingvöllum og sjá
um framkvæmdir og eftirlit í þjóð-
garðinum.
Þjóðgarðsvörður hefur sinnt þess-
um störfum en vegna umfangs
þeirra var ákveðið að ráða til þess
sérstakan starfsmanna. Á hvetju
ári eru talsverðar framkvæmdir í
þjóðgarðinum, m.a. lagning göngu-
stíga og endurbætur á þeim.
Að sögn Guðmundar Árnasonar,
deildarstjóra í forsætisráðuneytinu,
hefur hlutverk þjóðgarðsvarðar
breyst við ráðningu framkvæmda-
stjóra í þá veru, að hann hefur nú
aðallega með höndum skipulag
fræðslustarfsemi og gestamóttöku.
Guðmundur segir að Þingvalla-
nefnd hafi haft heimild fyrir þessari
stöðu en ekki nýtt hana um langa
hríð. Framkvæmdahliðin hafí ekki
alltaf verið á könnu þjóðgarðsvarðar
og nú sé verið að taka upp fyrir-
komulag sem áður hafi verið við-
haft. Hann segir undirbúning að
ráðningu framkvæmdastjóra hafa
farið fram í allan vetur í fullu sam-
ráði við þjóðgarðsvörð.
Sigurður Oddsson tæknifræðing-
ur gegnir stöðu framkvæmdastjóra
Þingvallanefndar tímabundið og
hefur starfsaðstöðu, bæði í Reykja-
vík og á Þingvöllum.
-----»■ ♦ »---
Fér át af á
mótorhjóli
MAÐUR á mótorhjóli lenti út af
veginum við Múlafjall í Hvalfirði
rétt fyrir klukkan ellefu í fyrrakvöld.
Maðurinn var á leið til Reykjavík-
ur ásamt tveimur öðrum mönnum á
mótorhjólum. Hann mun hafa misst
stjórn á hjólinu og lent út af vegin-
um.
Lögregla og sjúkralið fór á staðinn
og mat læknir meiðsli mannsins svo
að ráðlegt væri að flytja hann með
þyrlu Landhelgisgæslunnar á Borg-
arspítalann.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar reyndist maðurinn minna slas-
aður en í fyrstu var talið. Hann var
lærbrotinn, en meiðsli hans að öðru
leyti ekki alvarleg.
-----» ♦ ♦----
Lakkeyði
hellt yfir bíl
BÍLL var stórskemmdur á bílastæði
við Krummahóla og brotist var inn
í tvo bíla á sama stæði.
Lögreglunni var tilkynnt í gær-
morgun að útvarpi og geislaspilurum
hefði verið stolið úr tveimur bílum,
en skemmdarvargar höfðu hellt
lakkeyði yfir þann þriðja og stungið
göt á hjólbarða hans.
Ekki er vitað hveijir voru þarna
að verki.
-----»-♦ ♦----
Enn lægra
bensín
KOMIÐ hefur í ljós að verð á bens-
íni í sjálfsafgreiðslu á bensínstöðvum
Olís í Hafnarfirði, Akranesi og í
Borgarnesi er ódýrast.
Verð á 92 oktana bensíni í sjálfs-
afgreiðslunni er 64,90 krónur, eða
40 aurum ódýrara en í öðrum sjáfs-
afgreiðslum, 95 oktana bensín kost-
ar 67,20 krónur og munar þar 30
aurum miðað við aðra og loks 98
oktana sem kostar 70,70 krónur og
þar munar 20 aurum.
Heilbrigðisráðherra
segist engu lofa
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð-
isráðherra segir að fjárlaganefnd
hafi ekki veitt heimild fyrir þetta ár
til þess að breyta vaktakerfi á hjarta-
og lungnaskurðdeild Landspítala og
ekki sé hægt að lofa fjármunum til
þess að svo megi verða næsta ár.
Yfirlæknir deildarinnar, Grétar
Ólafsson, sagði í Morgunblaðinu í
gær að nauðsynlegt væri að koma á
vaktakerfi sem gerði ráð fyrir tveim-
ur skurðlæknum á vakt í einu svo
tryggt væri að bráðaaðgerðir væru
mögulegar allan sólarhringinn.
Heilbrigðisráðherra segir að í stað-
inn hafí verið rætt um það að Trygg-
ingastofnun greiddi fyrir einstakar
aðgerðir til að stytta biðlistann en
slíkt tryggði þó ekki að hægt væri
að skera allan sólarhringinn. „Styr-
inn hefur staðið um það hvort eigi
að miða við hvað kostar að gera
hjartaaðgerð hér eða erlendis," segir
Ingibjörg en hjartaaðgerð hér heima
kostar um 800 þúsund krónur.
Aðspurð hvort hún myndi beita
sér fyrir því að spítalinn fengi fjár-
magn til að kosta nýtt vaktakerfi
sagðist Ingibjörg ekki tiibúin að lofa
því á þessari stundu. Hún vár jafn-
framt innt eftir því hvort til stæði
að fjölga skurðstofum eða gera aðrar
breytingar á starfsemi deildarinnar
svo stytta megi biðlista. „Það er ver-
ið að skoða þetta eins annað enda
mörg brýn verkefni sem bíða.“
Loks var Ingibjörg spurð um það
álit Grétars Olafssonar yfirlæknis,
sem fram kom í Morgunblaðinu í
gær, að hjartasjúklingar væru eini
sjúklingahópur landsins sem ekki
ætti kost á bráðaþjónustu allan sól-
arhringinn. „Eins og umfjöilunin er
um lokanir deilda virðist sem ekki
búi allir sjúklingahópar við fullkomið
öryggi. En þar er ekkert nema gott
um það að segja að læknar hafi
metnað fyrir hönd sjúklinga sinna.
Þetta hefur verið á forgangslista
stjórnar Ríkisspítalanna og allar lífs-
nauðsynlegar aðgerðir eru ofarlega
á blaði,“ segir hún.
Vegna mistaka við vinnslu blaðs-
ins sagði í baksíðufrétt í Morgunblað-
inu í gær að hingað til hafi hending
ráðið hvort tekist hafi að fá nægan
mannskap til þess að framkvæma
hjartaaðgerðir á Landspítalanum.
Hið rétta er að undir hælinn er lagt
hvort hægt er að framkvæma bráða-
aðgerðir að nóttu eða um helgar því
ekki hefur fengist leyfi fyrir vakta-
kerfi á hjarta- og lungnaskurðdeild
sem gerir ráð fyrir tveimur skurð-
læknum á vakt í stað eins. Tvo skurð-
lækna þarf fyrir hverja aðgerð.
Nú er hann tvöfaldur!
- ALLTAFÁ LAUGARDÖGUM
SÖLUKERFW LOKAR KL. 20.20