Morgunblaðið - 01.07.1995, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Verkfalli yfirmanna á kaupskipum frestað til 1. ágúst eftir að samningar tókust
Samið um 11,4%
launahækkun
SAMNINGAR náðust í kjaradeilu
fimm stéttarfélaga yfirmanna á far-
skipum og viðsemjenda þeirra um
kl hálf fjögur í fyrrinótt þegar nýir
kjarasamningar voru undirritaðir
með fyrirvara um samþykki félags-
manna. Verkfalli yfirmanna var þá
frestað til 1. ágúst eða þar til kynn-
ingu á samningunum og talningu
úr atkvæðagreiðslu um þá er lokið.
Samningarnir voru gerðir fyrir
Skipstjórafélag íslands, Stýri-
mannafélag Islands, Félag bryta,
Félag íslenskra loftskeytamanna og
Félag matreiðslumanna. Gilda þeir
til ársloka 1996. Samið var um
11,4% launahækkun á samnings-
tímabilinu og sérstaka 12.000 kr.
eingreiðslu í lok samningstímans
auk fleiri atriða.
Benedikt Þ. yalsson, fram-
kvæmdastjóri FFSÍ, sagðist vera
sæmilega sáttur við þessa niður-
stöðu. Hann sagði að í samningnum
fælust kjarabætur sem kæmu til við-
bótar atriðum í kjarasamningi þeim
sem yfírmenn felidu. Þar væri í
fyrsta lagi um að ræða 3% meiri
kauphækkanir, 12.000 kr. ein-
greiðslu og í þriðja lagi að samið
um sérstaka greiðslu fyrir yfirvinnu
á stórhátíðardögum, sem hækkar
úr 2.000 kr. í 3.000 kr. Benedikt
sagði einnig þýðingarmikið að samn-
ingurinn kvæði á um breytingar á
mati á starfsaldri stýrimanna. Mun
sá tími sem stýrimenn hafa verið til
sjós sem hásetar eða bátsmenn eftir-
leiðis reiknast þeim til starfsaldurs-
hækkana.
Samningnum fylgir yfirlýsing fé-
laganna fimm og FFSÍ um sameigin-
lega afgreiðslu kjarasamninga,
heildarsamningsgerð féiaganna og
ef boða eigi til verkfalls fari fyrst
fram sameiginleg skrifleg atkvæða-
greiðsla um afstöðu félagsmanna til
verkfallsboðunar. Er hér um að ræða
sambærilega yfirlýsingu og verka-
lýðsfélög starfsmanna álversins gáfu
í tengslum við kjarasamning þeirra
í seinustu viku.
Einnig er í yfirlýsingunni kveðið
á um að önnur stéttarfélög farmanna
geti gerst aðilar að samstarfssamn-
ingnum, að því tiiskyldu að sam-
komulag náist um það milli þeirra
og félaganna sem undirrita yfirlýs-
inguna. Gildir hún í þrjú ár frá því
að nýgerðir samningar renna úr gildi
og framlengjast síðan um þrjú ár í
senn, nema öll félögin séu sammála
um annað.
Hefur reynst erfitt að halda
við launastefnu ASÍ/VSÍ
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, segir að þrátt
fyrir að litlir hópar hafi samið um
meiri launahækkanir en í samning-
um VSÍ og landssambanda innan
ASÍ í vetur, þá telji hann að engum
grundvallarforsendum hafi verið
raskað, en strekkt hafí verið mikið
á þeim.
„Mér er engin launung á því að
ég tel að þeir samningar sem gerð-
ir hafa verið undir vaxandi þrýst-
ingi nú upp á síðkastið, hafi haft í
för með sér meiri launahækkanir
en við hefðum kosið. Það hefur
reynst örðugt að halda við þá stefnu
sem mörkuð var í upphafi ársins í
sameiningu af okkur og landssam-
böndum Alþýðusambandsins, að
miða launabreytingar við það sem
gerðist meðal okkar samkeppnis-
ríkja. í því fólst að launabreytingar
mættu ógjarnan hækka um meira
en 7-8% á þessu tveggja ára tíma-
bili. Samningar sem fara umfram
þessi mörk eru vissir váboðar," seg-
ir Þórarinn.
Aðspurður um samstarfsyfirlýs-
ingu stéttarfélaganna sagði Þórar-
'inn að kjaradeíla yfírmanna hefði
fyrst og fremst snúist um launahlut-
föll innan áhafna. „í framtíðinni er
óhjákvæmilegt að ljúka samningum
við öll stéttarfélögin, sem semja fyr-
ir einstaka hluta áhafna, á sama
tíma og helst þannig að um sameig-
inlega atkvæðagreiðslu verði að
ræða,“ sagði hann.
Mál Málfríðar Þorleifsdóttur
Afgreiðsla dóms-
gerða Héraðsdóms
tók rúman mánuð
AFGREIÐSLA á dómsgerðum frá
Héraðsdómi Reykjavíkur vegna
máls Málfríðar Þorleifsdóttur, sem
slasaðist alvarlega þegar hún festist
í drifskafti dráttarvélar, tók aðeins
rúman mánuð frá því beiðni um
dómsgerðimar barst frá lögmanni
Vátryggingafélags íslands, að sögn
Friðgeirs Bjömssonar, dómstjóra
Héraðsdóms Reykjavíkur.
Að sögn Friðgeirs barst beiðni
um dómsgerðirnar Héraðsdómi
Reykjavíkur 28. janúar 1994 og
vom þær afhentar lögmanni VÍS
7. mars 1994. Lögmaður VÍS skil-
aði dómsgögnum og greinargerð
vegna málsins hins vegar ekki til
Hæstaréttar fyrr en 29. desember
1994, samkvæmt því sem fram
kom í grein forseta Hæstaréttar
um málið, sem birtist í Morgunblað-
inu síðastliðinn þriðjudag.
Umrætt mál var þingfest í
Hæstarétti í febrúar 1994. I Morg-
unblaðinu í fyrradag var haft eftir
deildarstjóra tjónadeildar VÍS að
sá dráttur sem varð á því að lög-
maður VÍS legði fram dómsgögn
og greinargerð hafi stafað af því
hve langan tíma tók að fá dóms-
gögnin frá Héraðsdómi Reykjavík-
ur, og sagði hann engan vilja hafa
verið af hálfu VÍS að tefja þetta
tiltekna mál.
Ekki óeðlilegur tími
Ingvar Sveinbjömsson, lögmað-
ur VIS, sagði í samtali við Morgun-
blaðið s.l. fimmtudag að hann teldi
ekkert óeðlilegt við þann tíma sem
liðið hefði frá því dómsgerðirnar
komu frá Héraðsdómi Reykjavíkur
og þar til dómsgögnum og greinar-
gerð hefði verið skilað til Hæsta-
réttar.
„Það er ekkert óeðlilegur tími.
Við vorum líka að afla frekari
gagna í þessu máli. Það tók dálít-
inn tíma, en við lögðum fram frek-
ari gögn í Hæstarétti," sagði hann.
Morgunblaðið/Lars Björk
BRAUTARSTÖÐIN í Gungvala er sögufrægt hús.
ÍRIS EDDA Eggertsdóttir
Islensk kona opnar gistihús í gamalli brautarstöð í Svíþjóð
Gróðursæll aldingarður
KNÚIN AF ævintýraþrá hélt íris
Edda Eggertsdóttir, sem rekið
hefur gistihús og hárgreiðslustofu
í Reykjavík, til smáþorpsins
Gungvala í S-Svíþjóð í haust. Hún
vissi þá ekki hvað beið hennar en
í dag opnaði hún gistihús í nýupp-
gerðri gamalli brautarstöð í
hjarta Blekinge-héraðsins, sem
Svíar nefna aldingarð Svíþjóðar.
„Gróðursælt umhverfi og ein-
stæð náttúrufegurð heiiluðu mig
svo ipjög að ég lagði það á mig
með góðri hjálp að gera stöðina
upp,“ sagði Iris Edda.
„Eg er sannfærð um að það er
heilsubót hverjum manni að koma
hingað. Göngustígar og hjólreiða-
stígar liggja um allt svæðið og
golfvellir og fengsælar veiðiár eru
í næsta nágrenni gistihússins,"
sagði íris.
Brautarstöðin í Gungvala er
sögufræg bygging en hún var vígð
árið 1915. Járnbrautarteinar Iágu
um þorpið en lestir gengu þessa
leið milli bæjanna Karlshamn og
Svángsta allt til ársins 1967. íris
sagði að þorpsbúar hafi tekið sér
fagnandi og boðið fram alla aðstoð
sína við endurbætur á brautar-
stöðvarhúsinu. „Fólkið hér á svæð-
inu er mjög þakklátt fyrir að hús-
ið fái andlytslyftingu en það stóð
autt i átta ár. Ég hef komist að
raun um að Svíar eru mjög hjálp-
legir og elskulegir en ekki jafn
stífir og margir vilja vera láta,“
sagði hún.
Mikil vinna liggur að baki opn-
unar gistihússins. Innréttingum
var mikið breytt, dyr færðar til
og veggir felldir niður. íris sagði
að innréttuð hafi verið 6 rúmgóð
herbergi fyrir allt að 20 gesti.
Gestum bjóðist gisting og morg-
unverður og stefnt sé að því að
fjölga herbergjum með því að
endurinnrétta lítið hús við hlið
brautarstöðvarinnar sem eitt sinn
var pósthús þorpsins.
11ÍÍ1»W9 19711 LÁRUS Þ VALDIMARSSON, framkvæmdastjori
JuL I IvU (IvL lu/l) KRISTJAN KRISTJANSSON, iogciitur (SSTfiGNíSAii
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Úrvalsíbúð - hagkvæm skipti
Mjög stór 5 herb. íbúð 133,6 fm á 1. hæð við Hjallabraut Hf. Stór
skáli. Nýtt eldhús. Sér þvottahús í íb. Rúmg. sólsvalir. Ágæt sameign.
Skipti æskileg á 3ja herb. ib. helst i nágr.
Einbýlishús - frábært útsýni
Endurnýjað með 5 herb. íb. á hæð og að nokkru í kj. Stór lóð. Há tré.
Skipti koma til greina. Vinsæll staður. Gott verð.
Á lækkuðu verði í Vogunum
Rúmgóð samþ. kjíb. með sérinng. í einbhúsi. Laus fijótl. Tilboð óskast.
Góðar íbúðir í Vesturborginni
Sólríkar 4ra herb. íbúðir við Kaplaskjólsveg (stór í lyftuh.) og Meistára-
velli. Vinsamlegast leitið nánari uppl.
Heimar - Vogar - Sund
Á söluskrá óskast rúmgóö 3ja herb. íb. eöa lítil 4ra herb. Má þarfn.
endurbóta. Traustur kaupandi.
Skrifstofuhúsnæði óskast í borginni
Gott húsn. lágmarksstærð 120-150 fm, stærri eign kemur til greina.
íbhúsn. má fylgja.
Hiunnindi - laxveiði - skotveiði
Fjársterkir kaupendur (gamlir og góðir viðskiptamenn) óska eftir hlunn-
indajörð. Margt kemur til greina. Vinsamlegast leitið nánari uppl.
• • •
Opið í dag kl. 10-14.
Fjöldi eigna í skiptum.
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 14. júlí 1944.
ALMEMIMA
FASTEIGWASALADI
LAU6AVE6118S. 552 1150-552 137»
íbúar í Laugarneshverfi mótmæla byggingu barnaheimilis
Ottast um öryggi skólabarna
vegna aukinnar bílaumferðar
ÍBÚAR í Laugarneshverfi eru að
safna undirskriftum á lista vegna
fyrirhugaðrar byggingar barna-
heimilis á lóð gæsluvallar í hverfinu.
Telja íbúar í grennd við lóðina að
bílaumferð inn í hverfíð muni aukast
stórlega og vilja að barnaheimilið
verði annað hvort reist annars stað-
ar eða fært til á lóðinni svo umferð
beinist annað. Búið er að safna 90
undirskriftum og er markmiðið að
leggja fram lista með nöfnum sem
fiestra íbúa hverfisins fyrir fund
stjórnar Dagvistar bama á miðviku-
dag.
Búið er að grafa grunn fyrir
barnaheimilið á lóð gæsluvallarins á
horni Gullteigs og Hofteigs, og ótt-
ast íbúarnir að umferð um hverfið
muni aukast stórlega. „Þetta verður
fjögurra deilda leikskóli, með 80
börnum kannski, sem væntanlega
þýðir umferð 80 bíla á morgnana
þegar börnin í hverfmu eru á leið í
skólann. En leið margra þeirra ligg-
ur yfir Gullteig," segir Gunnhildur
Gísladóttir, einn íbúa í hverfinu/
Úr takti við tímann
„Okkur finnst það ekki í takti við
tímann að leiða bílaumferð inn í
mitt íbúahverfi," segir hún. „Ástæð-
an fyrir því að við erum svona sein
er sú að framkvæmdin var ekki
kynnt fyrir öllum íbúum hverfisins.
Hún fór í svokallaða grenndarkynn-
ingu samkvæmt lögum en í þessu
tilfelli falla einungis nokkur hús
undir þá skilgreiningu. Að vísu telst
það ekki skipulagsbreyting að
byggja barnaheimilið á lóð gæslu-
vallar og því ekki nauðsynlegt lögum
samkvæmt að kynna það öllum íbú-
unum en þetta snertir fleiri og við
sem búum hérna og eigum börn
urðum nokkuð óttaslegin."
Gunnhildur segir íbúa hafa iagt
til við borgaryfirvöld að barnaheimil-
ið yrði fært til á lóðinni að mótum
Reykjavegar, sem er í útjaðri hverf-
isins, og Hofteigs eða yfir Reykjaveg
inn í Laugardal.
„Við erum náttúrlega búin að
kvarta sáran yfir þessu við borgaryf-
irvöld. Okkur hefur verið sagt að
svolítið seint sé af stað farið með
mótmælin en teljum þó að kannski
sé það farsælli lausn að bíða með
barnaheimilið í hálft ár í stað þess
að ráðast í framkvæmdir á byggingu
sem mun standa næstu áratugi og
getur haft afdrifaríkar afleiðingar
fyrir umferðina í hverfinu."
„Við teljum reyndar að úrbóta sé
þörf nú þegar því það er orðið tals-
vert gegnumflæði hérna vegna
Blómavals og Grand Hótels. Síðan
eru íslenskar sjávarafurðir að
byggja hús í nágrenninu sem líka
mun auka bilaumferð og okkur
finnst búið að hrúga dálítið mikilli
atvinnustarfsemi inn í hverfið án
þess að huga að afleiðingunum. Við
viljum fá að vera með í ráðum,"
segir Gunnhildur að lokum.
4-
i.
«
c
I
i
«
I
r
i
i
I
i
;
I