Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 13 AURSKRIÐAN í SÖLVADAL Ævintýralegt flóð Morgunblaðið. Akureyri. „ÞETTA er sjón sem líður manni seint úr minni,“ sagði Hrólfur Ei- ríksson bóndi á Eyvindarstöðum í Sölvadal sem varð vitni að því er skriðan kom niður eftir Núpsá. Hann var þá staddur fast niður á bökkunum við eyðibýlið Seljahlíð. „Hún valt áfram, hnausþykk og velti á undan sér torfi, grjóti og snjóflygsum, síðan varð hún nokkru þynnri, líkt og súrmjólk og loks eftir svolítinn tíma fór hún að verða vatnskennd aftur,“ lýsir Hrólfur. „Þetta var ævintýralegt flóð.“ Skriðan fyllti 50 metra djúpt gil upp á barma Núpsá fellur um Þormóðs- staðagil sem er um 50 metra djúpt á þeim stað sem skriðan kom nið- ur í það og fýllti hún gilið upp á barma. „Ég hef séð margar skrið- ur um mina daga, búsettur á miklu skriðusvæði, en þessi tekur öllu fram. Þetta var tilkomumikil sjón,. að sjá ána velta svona fram, mað- ur horfði á þetta agndofa," sagði Hrólfur. Hann sagðist líkja ástandinu við það að vera á sprengjusvæði. Vatnið fossaði úr ijallinu ofan við Þormóðsstaði og út undir Drafla- staði og aldrei að vita hvenær það færi af stað. „Við þykjumst geta lesið í fjallið, hvort hætta er á ferðum, en verðum líklega að passa okkur á að verða ekki of kærulaus,“ sagði Hrólfur. „Ég tel að við séum nú að súpa seyðið af sunnanrenningnum sem varð í byijun árs, en þá fyllti hér upp í allar lægðir og skálar svo snjó- dýptin skipti mörgum metrum.“ Morgunblaðið/Rúnar Þór SKRIÐAN er um kílómetri að lengd og um 500 metra breið og féll hún um 50-150 metra frá bænum Þormóðsstöðum. NÝ ÍSLENSK GRILLBOK í þessari nýju íslensku matreiðslubók er fjöldi uppskriíta að girnilegum grillréttum. Má þar nefna skötusel á spjóti, kjúklingabita með pastasalati og svínalundir með fyllingu, auk uppskrifta að meðlæti, Vissum ekki hvort skriðan hefði fall- ið á bæinn „VIÐ vorum staddir í fjallinu ofan við Draflastaði, sem eru á milli Þormóðsstaða og Eyvindarstaða þegar skriðan féll,“ sagði Halldór G. Pétursson jarðfræðingur á Nátt- úrufræðistofnun íslands á Akur- eyri, sem var ásamt Þorsteini Sæ- mundssyni jarðfræðingi á snjóflóða- deild Veðurstofu íslands í Sölvadal síðdegis á fimmtudag. Þeir voru að skoða ummerki eftir skriður sem féllu á þessum slóðum fyrir tæpum þremur vikum. Núpsáin skyndilega brún „Við tókum eftir því að Núpsáin varð skyndilega kakóbrún að lit og áttuðum okkur á því að skriða hefði fallið í ána og fórum að gljúfur- barminum að skoða aurflóðið í ánni er mér varð litið í átt að Þormóðs- stöðum. Þá sé ég rosalegt ör í fjalls- hlíðinni. Við vissum á þeirri stundu ekki hvort skriðan hefði fallið á bæinn, þar sem við sáum ekki heim að honum en drifum okkur strax að Eyvindarstöðum og töluðum við fólkið þar. Síðan hringdum við í almannavamir og lögregluna á Akureyri og létum vita og fórum síðan ásamt Eyvindarstaðafólkinu heim að Þormóðsstöðum til að skoða ástandið," sagði Halldór. Kom mjög óvænt Um hádegisbil á fimmtudag þeg- ar þeir Halldór og Þorsteinn komu í Sölvadal gátu þeir ekki séð neinar vísbendingar um að slíkar náttúru- hamfarir væru í uppsiglingu. „Það var ekkert sem benti til að þetta væri í uppsiglingu þegar við komum þama fyrst þannig að ekki er annað hægt að segja en þetta hafi komið mjög óvænt,“ sagði Halldór. góðum sósum og kryddlögum. Hér ættu því allir að fínna eitthvað við sitt hæfi! Ritstjórar bókarinnar eru þau Björg Sigurðardóttir og Hörður Héðinsson en þau sjá um uppskriftir og matreiðslu hjá Nýjum eftirlætisréttum, matreiðsluklúbbi Vöku-Helgafells. Glœsilegar Ijósmyndir afhverjum rétti. Spennandi uppskriftir að grillréttum og nýstárlegu meðlœti. Einfaldar og þœgilegar leiðbeiningar. <j> VAKA-HELGAFELL Síöumúla 6, 108 Reykjavík BOK S L: M ALLIR G R I L LM C I S TA R A R VERÐA AÐ IIGNAS I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.