Morgunblaðið - 01.07.1995, Side 20
20 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
Hekla
komin
ásafn
Hellu. Morgunblaðið.
OPNAÐ hefur verið Hekluminja-
safn á Brúarlundi í Holta- og
Landsveit. Ferðalöngum á leið um
þjóðveg nr. 26, Landveg í Rangár-
vallasýslu, gefst nú kostur á að
líta við í Heklumiðstöðinni þar sem
margvíslegur fróðleikur um þetta
heimsfræga eldfjall er settur fram
á smekklegan og aðgengilegan
hátt.
Ný mynd um Heklu
Á sýningunni er saga Heklu og
Heklugosa rakin með texta,
teikningum, gömlum Heklumynd-
um, ljósmyndum, jarðfræðikort-
um, vikur- og hraunsýnum og á
ýmsan annan hátt.
Um jarðfræðiþáttinn sá Hauk-
ur Jóhannesson jarðfræðingur,
jarðfræðikort gerði Sigurgeir
Skúlason landfræðingur en Björn
G. Björnsson leikmyndahönnuður
hannaði sýninguna og sá um upp-
setningu hennar.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
ÞAÐ eru heimamenn sem standa að Hekluminjasafninu, f.v.
Ásta Begga Olafsdóttir og Gísli Sveinsson á Leirubakka, Engil-
bert Olgeirsson Nefsholti og Jón Þórðarson Fosshólum.
Byggðasafnið í Skógum og ein-
staklingar lánuðu fjölmarga
muni, s.s. myndir, bækur, úrklipp-
ur og uppstoppuð dýr.
I Heklumiðstöðinni er minja-
gripaverslun og kaffisala, en
gestir geta horft á nýja fimmtán
mínútna langa sjónvarpsmynd
sem Hrönn Kristinsdóttir gerði
sérstaklega fyrir safnið, um leið
og þeir gæða sér á heimabökuðum
kökum og kaffi. Safnið verður
opið alla daga í sumar kl. 10:00-
18:00 og á öðrum tímum eftir
samkomulagi.
Fjallvegir landsins
óðum að opnast
FJALLVEGIR landsins
eru óðum að opnast og er
orðið jeppafært í Eldgjá
og Fjallabaksleið nyrðri
úr Skaftártungu í Eldgjá
og Landmannalaugar að
vestan, en þar á milli er
enn ófært.
Þá er Kjalvegur fær og
fært er upp í Veiðivötn og
Jökulheima. Einnig er
fært í Kverkfjöll og um
Dómadal í Landmanna-
laugar.
Kaldidalur er í þann mund að
opnast og fýrir helgi verður fært
í Öskju.
„Þetta er eins og undanfarin
ár. Reyndar vorum við hjá Vega-
gerðinni frekar svartsýn í byijun
vors og héldum að opnun veganna
yrði seinna en í venjulegu árferði
vegna snjóþungs vetrar, en hlýind-
in undanfarið hafa jafnað þann
mun,“ segir Hjörleifur Ólafsson
deildarstjóri hjá Vegagerðinni.
„Nú er verið að moka á Þorska-
fjarðarheiði og Axarfjarðarheiði
og eru enn sums staðar miklir
skaflar, jafnvel við sjávarmál“.
Öldufellsleið er enn lokuð og
einnig Tröllatunguheiði og Kolla-
íjarðaheiði á Vestfjörðum. Vegur
um Hólssand að Dettifossi og Jök-
ulsá er nú opinn en er blautur enn
og þolir takmarkaðann öxul-
þunga. „Áætlað er að Sprengi-
sandsleið verði fær eftir um 10
daga.“
Kjalvegur er fólksbílafær nú í
fyrsta skipti eftir að síðasta veru-
lega vatnsfallið, Seiðisá, var brúað
í fyrrahaust og Uxahryggir og
Kaldidalur eru einnig fólksbíla-
færir þó að vegirnir séu frekar
ósléttir og enn vondir.
Skagafjörður
Minnisvarði
um Sölva
Gistiheimilið Norðurfirði
opnar um helgina
ÝMISLEGT er um að vera í Skaga-
firði á næstunni sem ferðamenn þar
ættu að huga að. í dag l.júlí verður
afhjúpaður minnisvarði um Sölva
Helgason í Lónkoti í Sléttuhlíð eins
og sagt hefur verið frá í blaðinu.
Sléttuhlíð var fæðingarsveit Sölva
eða Sólonar íslandus eins og hann
kallaði sig. Einnig er í dag kóramót
í Miðgarði í Varmahlíð og syngja þar
Rökkurkórinn í Skagafirði, blandað-
ur kór frá Siglufírði og blandaður
þýskur kór.
Þann 23.júlí verður uppákoma í
Varmahlíð er hljómlistarmaðurinn
Rúnar Þór spilar fyrir gesti og gang-
andi við Kaupfélag Skagfirðinga
milli 16 og 17.30 og fleira verður til
skemmtunar. Undir mánaðamótin
næstu eða 29.júlí verður Krókshlaup-
ið á Króknum, og er það almennings-
hlaup og keppt í 3ja og 10 km hlaupi.
NÝTT gistiheimili verður opnað í Norðurfirði á Strönd-
um um helgina. Gistiheimilið í Norðurfirði er til húsa
í fyrrum verbúð rétt við höfnina. Þar er boðið upp á
svefnpokapláss og uppábúin rúm og morgunmat. Að
sögn eigandans Bergþóru Gústafsdóttur hentar gisti-
heimilið vel 15-20 manna hópum.
Gestir geta gætt sér á fískiréttum á gistiheimilinu
og fer matseðillinn eftir því hvað veiðist, segir Berg-
þóra. Stutt er í sundlaug á Krossnesi sem er opin all-
an sólarhringinn og er á fjörubakkanum. Stundum
bregður við að forvitnir selir skjóti upp kollinum í sjón-
um rétt við sundlaugina í leit að félagsskap og vekur
það lukku á meðal ferðamanna, segir Bergþóra.
Boðið er upp á útsýnisferðir á bát að Dröngum og
eru fjölmargar fallegar gönguleiðir í nágrenninu.
Strandir eru frægar fyrir hrikalega og fallega fjalla-
sýn. Einnig eru þar sögufrægar slóðir, m.a. var þar
síðasta galdrabrennan og Fóstbræðrasaga gerist þar
að mestu leyti.
Að sögn Bergþóru hefur straumur ferðamanna auk-
ist töluvert síðustu ár og eru Þjóðveijar í meirihluta.
Síðasta sumar var boðið upp á svefnpokapláss í Norður-
NORÐURFJÖRÐUR og sér yfir Drangajökul
fírði en annars hafa ferðamenn aðeins getað sótt gisti-
aðstöðu til Hótel Djúpuvíkur hingað til.
Svefnpokapláss kostar 1.500 krónur nóttin og upp-
búið rúm 2.000 krónur og er morgunmatur innifalinn.
Fiskihlaðborð mun kosta um 1.000 krónur.
Laugarvatn
Fjölskyldu-
helgi
UM helgina verða fjölskyldur einkar
velkomnar á Laugarvatn enda hefur
verið unnið að því að efla staðinn sem
kyrrlátan áningarstað fjölskyldufólks.
Lóa Ólafsdóttir, forstöðumaður tjald-
svæðisins segir að ungiingar 16 ára
og yngri verði að vera í fylgd með
fullorðnum og mikið sé lagt upp úr
því að böm eða unglingar séu ekki
með vín og sé þá vísað frá. Mistök
urðu á ferðasíðu á miðvikudaginn í
umfjöllun um útisamkomur og mátti
ætla að unglingar væru þar með
ærsl og drykkjulæti. Lóa segir að
mikið kapp hafí verið lagt á að ýta
undir hið gagnstæða og að fjölskyldur
kæmu og ættu kyrrlátar helgar á
staðnum.
Um helgina verður margskonar
dagskrá fyrir tjaldgesti, svo sem grill-
veislur, kvöldvökur og margt fleira.
Tjaldstæði kostar 370 kr.
Upplýsingamiðstöð
og ný Eyjamynd
Vestmannaeyjum. Morgnunblaðið.
UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ
ferðamála í Vestmannaeyjum
var opnuð í stækkuðu og
endurbættu húsnæði og er
nú um helmingi stærri en
áður og mun betri aðstaða
er fyrir alla sem koma þang-
að. Þá var kynntur nýr bækl-
ingur um Vestmannaeyjar
sem ferðaþjónustumenn í
Eyjum hafa sameinast um
að gera og ný kvikmynd um
uppbygginguna í Eyjum frá
goslokum til dagsins í dag.
Upplýsingamiðstöðin er á Vest-
mannabraut 38 í Eyjum og rekin
af hjónunum Emi Ólafssyni og
Hrefnu Hilmisdóttur. Þau hjón
ráku um nokkurra ára skeið ferða-
skrifstofu og seldu Eyjamönnum
ferðir út í heim fýrir Samvinnu-
ferðir - Landsýn er bærinn gerði
samning við þau um rekstur upp-
lýsingamiðstöðvarinnar. Síðan
hefur starfsemin þróast og þjón-
ustan aukist.
Örn Ólafsson sagði að megin-
_ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
ELIAS Bjarni Gíslason, ferðamálafulltrúi, ásamt Hrefnu Ililmis-
dóttur og Emi Ólafssyni sem reka Upplýsingamiðstöð ferðamála .
markmiðið sé að miðla upplýsing-
um til ferðamanna um hvað væri
í boði í Eyjum og vísa þeim veginn
eftir þeirra óskum. Hann sagði að
sl. ár hefðu um 2.000 manns nýtt
sér þessa þjónustu og eflaust ætti
eftir að fjölga hjá þeim nú. Örn
sagði að þessi þjónusta hefði líka
það hlutverk að miðla upplýsing-
um til Eyjamanna sem hyggðust
ferðast um ísland.
Frammi lægju allir bæklingar
sem gefnir væru út af þeim sem
sinntu ferðaþjónustu svo að hand-
hægt væri að kíkja inn til að fá
upplýsingar sem vantaði áður en
ALLIR helstu ferðaþjónustuaðilar voru við opnun stærri og rúm-
betri Upplýsingamiðstöðvar á Vestmannabraut 38 í Eyjum.
haldið væri af stað í ferðalagið.
Miðstöðin er opin alla daga frá
kl. 9-17 og um helgar frá 13-17.
Elías Bjarni Gíslason, atvinnu-
og ferðamálafulltrúi í Eyjum, sem
hafði umsjón með útgáfu upplýs-
ingabæklingsins, sagði að þar
væri ágrip af sögu Eyjanna og
upplýsingar um ýmislegt áhuga-
vert fyrir ferðamenn sem þangað
koma og yrði honum dreift um
allt land. Elías sagði að einnig
hefði verið unnið að gerð skilta
sem sett verða upp á ýmsum án-
ingastöðum ferðamanna í Vest-
mannaeyjum. Skiltin eru með hag-
nýtum upplýsingum sem ferða-
menn geta nýtt sér.
Kvikmyndin Kraftaverkið er
framleidd undir stjórn Sigurgeirs
Schewing sem undanfarin ár hefur
staðið fyrir kvikmyndasýningum
fyrir ferðamenn. Myndin fjallar
um uppbyggingu í Eyjum eftir gos
og er nokkurs konar framhald
Eldeyjarinnar sem Sigurgeir sýnir
einnig en hún er um eldgosið í
Eyjum. Eru daglegar sýningar á
myndunum í Félagsheimilinu við
Heiðarveg.