Morgunblaðið - 01.07.1995, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 01.07.1995, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ________________ERLEiMT______ Yaxandi ágreiningur milli Bandaríkjanna og Evrópu Frakkar gefa í skyn, að gæslulið Sam- einuðu þjóðanna verði hugsanlega flutt frá Bosníu án aðstoðar NATO Reuter TVEIR breskir gæsluliðar aðstoða starfsmann líkhúss í Sarajevo. Fjórir óbreyttir borgarar týndu lífi og að minnsta kosti sex særðust í sprengjuárás Serba á borgina í gær. París, Sarajevo. Reuter. VAXANDI hætta er á, að ágrein- ingnrinn, sem er með Bandaríkja- stjóm og ríkisstjómum Evrópuríkj- anna um málefni Bosníu, leiði til þess, að gæsluliðið verði kallað þaðan án aðstoðar Atlantshafs- bandalagsins, NATO. Var það haft eftir háttsettum manni í franska vamarmálaráðuneytinu í gær. Bosníustjóm hefur ákveðið að hafa engin samskipti lengur við Yasushi Akashi, sendimann Sameinuðu þjóðanna, sem hún telur vera hall- an undir Serba. „Vandinn er sá, að Bandaríkja- stjórn er hlynnt og styður hemað Bosníustjórnar en Evrópuríkin taka enga afstöðu með deiluaðil- um,“ sagði háttsettur embættis- maður í franska vamarmálaráðu- neytinu, sem ræddi við fréttamenn gegn því, að þeir nefndu hann ekki á nafn. Sagði hann, að banda- rískir foringjar í varaliðinu, þar á meðal fyrrverandi herforingjar, aðstoðuðu jafnt Króata sem músl- ima. „Hermenn Bosníustjómar eru komnir í nýja einkennisbúninga og eru vopnaðir M-16-rifflum og við eigum að láta sem við vitum ekk- ert hvaðan þeir em komnir," sagði franski embættismaðurinn. Embættismaðurinn sagði, að skilið gæti með Bandaríkjunum og Evrópu fyrr en varði ef Bill Clinton forseta tækist ekki að koma í veg fyrir, að þingið afléttí vopnasölu- banninu á ríkin í Júgóslavíu fyrr- verandi. „Þá yrðum við að fara og fara einir, án hjálpar NATO,“ sagði hann og bætti því við, að Evropu- ríkin teldu Serba vera nú til við- ræðu um friðaráætlunina, sem þeir hefðu hafnað, en múslimum þætti hins vegar hemaðurinn æ fýsilegri kostur. Hasan Muratovic, ráðherra í Bosníustjórn, sagði í gær, að ekki yrði framar rætt við Akashi, sendi- mann Sameinuðu þjóðanna, en múslimum finnst hann ganga er- inda Serba. Reiddust þeir mjög þegar hann fullvissaði þá um, að þeim stafaði engin hætta af hrað- sveitunum, sem eiga að gera gæsluliðinu kleift að svara fyrir sig af hörku, og raunar ríkir einn- ig mikil óánægja í gæsluliðinu með undanlátssemi Akashis. Kúlnahríð á höfuðstöðvar gæsluliðsins Serbar létu sprengikúlum rigna yfir höfuðstöðvar Sameinuðu þjóð- anna í Sarajevo í gær og þótti mikil mildi, að enginn 200 starfs- manna þar skyldi slasast. Gary Coward ofursti og talsmaður gæsluliðsins sagði, að hugsanlega mætti rekja árásina til þess, að stjómarherinn hefur skotið á Serba með stórskotaliðsvopnum, sem hann hefur komið fyrir í skjóli við höfuðstöðvarnar. Allt bendir þó til, að Serbar hafi vísvitandi beint skeytum sínum að þeim. Mikíð mannljón í flóðum í Kína Reuter ÍBÚAR Hokou-sýslu í Jiangxi-héraði styrkja varnargarða í von um að koma í veg fyrir skemmdir af völdum flóða. Shanghai. Reuter. HUNDRUÐ manna hafa iátist og geysilegt tjón orðið á stórum land- svæðum í miklum flóðum í Austur- Kína. Er því spáð að flóðin muni færast enn í aukana vegna úrkomu og að manntjón verði meira. Fréttum af manntjóni ber ekki sama. Að sögn embættismanns í Jiangxi-héraði voru 194 látnir i gær og var búist við að sú tala myndi hækka verulega. Fjórtán milljónir manna í komforðabúri Kína, eins og héraðið hefur verið nefnt, hafa orðið fyrir skaða eða neyðst til að flýja heimili sín af völdum flóðanna. Dagblöð í Shanghai sögðu tjónið hins vegar mun minna, að 64 hefðu látist og að yfirgefa hefði þurft 22.000 heimili. Þá sagði Xinhua- fréttastofan fyrr í vikunni að um 100 væru látnir í flóðum vegna úrhellis sem staðið hefði í viku í Hunan-héraði. Úrhelli á þessum árstíma hefur iðulega kallað hörm- ungar yfir svæðin sem Yangtze- fljótið rennur um. Vegna flóða hefur fólk neyðst til að búa við slæmar aðstæður þar sem hætta er á alvarlegum sýkingum og dauða. Það sem veldur veðurfræð- ingum áhyggjum nú eru breytingar á veðurfari, sem þeir telja að muni auka enn á hörmungarnar, sem kunni að verða hinar mestu á þess- ari öld. Hækkandi hitastig veldur því að snjór á Tíbet-Qinghai-háslétt- unni bráðnar meira en venjulega, en þar eru m.a. upptök Yangtze- árinnar. Hefur yfirborð í ám og vötnum í austurhluta landsins hækkað verulega og ógna þær nú flóðgörðum sem veija eiga land- svæðin fyrir ágangi árinnar. Þá hefur úrkoma frá apríl og fram í júní verið óvenju mikil, um 180 mm meiri en í meðalári. Hefur yfirborð í ám og vötnum aðeins einu sinni farið eins há.tt frá bylt- ingu kommúnista árið 1949. Flóðin hafa náð til borgarinnar Shanghai, þar sem úrhelli síðustu daga hefur ekki bætt úr skák. Eru mörg hverfi borgarinnar undir vatni. Menn óttast að ástandið verði mun verra þegar flóðin ná til borga sunnar með austurströnd- inni, svo sem Zhejiang og Fujian en þar verða oft flóð á sumrin er flóðbylgjur af hafi skella á borgun- um í kjölfar hvirfilbylja. Þaulhugsað bankarán vek- ur aðdáun í Þýskalandi BANKARÆNINGJARNIR, sem á miðvikudag komust undan með milljónir marka eftir að hafa þegið lausnarfé fyrir gísla í banka einum í Berlín, virðast hafa horfið sporlaust. Ræningjamir fengu fimm milljónir marka í lausnargjald fyrir 16 gísla og tæmdu hirslur útibús Commerzbank í hverfínu Zehlendorf. Lögregla hefur ekki hugmynd um hvar þeir em niðurkomnir og segir í dagblaðinu Die Welt í gær að Þjóðveijar dáist að þeim á laun. Það var ekki laust við að aðdáunar gætti hjá lögreglustjóra Berlínar, Hagen Saberschinsky, þegar hann sagði að ræningjarnir hefðu sýnt „atvinnumennsku, útsjónarsemi og greind". Hann bætti þó við að hér væm á ferð „stór- glæpamenn. Þeim ber engin viðurkenning". Lögregla er þess fullviss að hér sé úm sér- fræðinga að ræða. Þeir hafí haft gúmmíhanska á höndum og skíðagrímur með mjóum augnrif- um á höfði, þannig að gíslamir hafí aðeins get- að lýst augnlit ræningjanna þegar þeim var sleppt. Ránið hafi viljandi verið framið þegar mörg vitni vom viðstödd til þess að engin bið yrði á að lögregla kæmi á 'vettvang. Sýndu slægð Samningamir við lögreglu bám einnig slægð vitni. Stjórnandi útibúsins var látinn ræða við lögreglu til þess að hún fengi ekki sýnishorn af rödd ræningjanna. Stjómandinn mátti aðeins svara já eða nei til að tryggja að hann gæti ekki komið duldum vísbendingum til lögreglu. Bankaræningjarnir settu stöðugt ný^ skilyrði fyrir lausn gíslanna til að vinna tíma. A meðan opnuðu þeir bankageymslur og -hólf með mikl- um látum til að fela það að þeir væm að gera gat í sex sentimetra þykkt, steinsteypt kjallara- gólf útibúsins. Þar fyrir neðan voru göng, sem ræningjamir hafa sennilega verið nokkra mán- uði að grafa. Göngin voru þriggja til fjögurra metra djúp og teygðu sig að göngum fyrir regnvatn tutt- ugu metra frá bankanum. Þeim göngum fylgdu bankaræningjamir 100 metra að öðmm göngum, sem þeir höfðu grafið inn í tvöfaldan bílskúr, og þaðan komust þeir óhindrað gegnum vegatálma lögreglu. Samkomu- lag í Hong Kong BRETAR og Kínveijar komust í gær að samkomulagi um byggingu flugvallar í Hong Kong en þjóðirnar hafa deilt hart um fjármögnunina í fímm ár. Eftir tvö ár munu Bretar láta yfírráðin yfir Hong Kong af hendi til Kínveija. Hafa samskipti þjóðanna verið afar stirð en íbúar nýlendunnar vonast til þess að samkomu- lagið sé til marks um að þau fari batnandi. Málamiðlun samþykkt FULLTRÚADEILD Banda- ríkjaþings samþykkti á fímmtudag frumvarp um 16,4 milljarða niðurskurð á verk- efnum á vegum hins opinbera. Þá var samþykkt 6,5 milljarða dollara framlagt til íbúa Kali- fomíu vegna náttúruhamfara og Oklahomaborgar vegna sprengjutilræðisins þar í apríl sl. Um er að ræða málamiðlun á milli Bills Clintons Banda- ríkjaforseta og þingsins og lýsti forsetinn ánægju sinni með margar þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarp- inu, sérstaklega þær er varða menntun, starfsþjálfun, þjón- ustu og umhverfisreglugerðir. Lebed hefur stjórnmála- þátttöku RÚSSNESKI herforinginn Alexander Lebed, sagðist í gær ætla að flytjast frá Moldóvu til Moskvu þar sem hann ætlar að hefja þáttöku í stjórnmálum. Talið er að Lebed muni bjóða sig fram til forseta á næsta ári en hann fyrr í mánuðinum sagði hann af sér sem yfirmaður 14. hers- ins, sem staðsettur er í Moskvu. Hann. kvaðst myndu taka við stöðu varaformanns eins af flokkum þjóðernissinna á þingi. Sólbruni á Irlandi ÍMYND írlands sem regnvots lands hefur beðið hnekki á síð- ustu dögum en þar er nú hita- bylgja og veðurfar líkast því sem gerist við Miðjarðarhaf. Hefur hitinn verið um 30 gráð- ur undanfarna átta daga og hafa læknar sagt að sólbruna- tilfellum hafi fjölgað mjög á síðustu dögum. Reynt hefur verið að koma í veg fyrir slíkt með því að birta áminningar og leiðbeiningar í blöðum um notkun sólvarnarkrems. Milljarða- bætur vegna áreitni FYRRVERANDI starfskonu hjá bandarísku verslunarkeðj- unni Wal-Mart voru í gær dæmdar 50 milljónir dala, 3,2 milljarðar ísl. kr. í skaðabætur vegna kynferðislegrar áreitni. Sakaði konan yfirmenn sína um að hafa verið klúryrtir við hana auk þess sem einn þeirra hefði reynt að kyssa hana. Er dómurinn spurðist út, hrundu hlutabréf í fyrirtækinu í verði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.