Morgunblaðið - 01.07.1995, Page 26
26 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Sumartónleikar í Skál-
holtskirkju 20 ára
Sunnudaginn 1. júlí er 20 ára afmælis-
hátíð tónlistarhátíðarinnar „Sumartón-
leika í Skálholtskirkju“. Asgeir Heiðar
Hauksson lýsir hátíðinni.
Á LAUGARDAGINN kemur, 1.
júlí, hefst í Skálholtskirkju 20 ára
afmælishátíð tónlistarhátíðarinnar
Sumartónleikar í Skálholtskirkju.
Hátíðin verður sett kl. 14 og mun
sóknarprestur Skálholts, sr. Guð-
mundur Óli Ólafsson, halda hátíð-
arræðu og leiknir verða konsertar
fyrir 3 og 4 sembala eftir J. S.
Bach. Kl. 15 mun franski sembal-
leikarinn Fran?ois Lengellé leika
einleiksverk eftir Couperin-fjöl-
skylduna. Kl. 17 verða að lokum
flutt trúarleg verk eftir Jón Nor-
dal, m.a. frumflutt Requiem.
Sunnudaginn 2. júlí verða flutt trú-
arleg verk eftir Jón Nordal, en í
messu kl. 17 munu kórverk hans
hljóma. Áætlunarferðir eru frá
Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík
báða dagana kl. 11.30 og til baka
frá Skálholti kl. 18 stundvíslega.
Bamapössun verður í Skálholts-
skóla meðan á tónleikunum stend-
ur.
Mikið vatn hefur runnið til sjáv-
ar síðan Helga Ingólfsdóttir sem-
balleikari og Manuela Wiesler
flautuleikari ákváðu sumarið 1975
að reyna reglubundið tónleikahald
í Skálholtskirkju yfir hásumarið til
að gæða lífi hið gamla menningar-
setur og leyfa íslendingum og öðr-
um góðum gestum að njóta tónlist-
ar á fögrum stað og í frábærum
hljómburði.
Tónlistarhátíðin var með ein-
földu sniði fyrstu árin en óx þó í
sniðum hægt og bítandi með þátt-
töku fleiri tónlistarmanna. Vatna-
skil urðu þegar „Sumartónleikarn-
ir“ héldu upp á 10 ára afmælið
sumarið 1985, sama ár og tónlist-
arár var haldið í Evrópu í tilefni
þess að liðin voru 300 ár frá fæð-
ingu barokkmeistaranna Bachs,
Handels og Scarlattis. Sóttu virtir
flytjendur barokktónlistar frá öll-
um Norðurlöndum, fyrir tilstyrk
Norræna menningarmálasjóðsins,
Skálholt heim og komst þá á núver-
andi skipulag tónleikanna. Tón-
leikar eru haldnir fimm helgar í
júlí og ágústmánuði og eru að
minnsta Kosti tvennar tónleikadag-
skrár hveija helgi, báðar fluttar á
laugardagstónleikum, klukkan 15
og 17, og svo önnur endurflutt á
sunnudagstónleikum kl. 15. Við
messu kl. 17, sunnudaga, er flutt
úrval úr dagskránum, en frá upp-
hafi var leitast við að tengja tón-
leikana helgihaldi í Skálholts-
kirkju. Fleiri hefðir mótuðust fljót-
lega eins og að aðgangur skyldi
ætíð vera ókeypis og að tónlistar-
menn dveldu við æfingar í Skál-
holti vikuna á undan hverri tón-
leikahelgi. Þá hafa meginlíríur í
verkefnavali verið þær sömu,
áhersla á tónlist barokktímans,
flutt á hljóðfæri þess tíma eða
endurgerðir þeirra, og áhersla á
íslenska samtímatónlist. Leitað var
til íslenskra tónskálda að semja
sérstaklega fyrir tónleikana og
hafa nú hátt á fimmta tug tón-
verka eftir 19 íslensk tónskáld
verið frumflutt á Sumartónleikum
í Skálholti.
Tilraun Helgu og Manuelu var
mjög vel tekið frá upphafi. Aðsókn
var góð og fór vaxandi. Síðustu
árin hafa á fjórða þúsund áheyrend-
Jón
Nordal,
Atli Heimir
Sveinsson.
Þorsteinn
Hauksson.
'
.
SKALHOLTSKIRKJA.
ur komið á tónleika auk þess sem
þúsundir ferðamanna njóta tónlist-
arinnar meðan verið er að æfa í
kirkjunni. Tónlistarflytjendum hef-
ur einnig farið fjölgandi, íslenskum
sem erlendum, og hafa sumir er:
lendu gestanna orðið fastagestir. í
sumar koma tveir góðkunningjar,
Jaap Schröder fiðluleikari og Laur-
ence Dreyfus gömbuleikari, og end-
umýja vináttusambönd og halda
tónleika. Þá hafa tveir tónlistarhóp-
ar samofist sögu tónleikanna, söng-
hópurinn Hljómeyki og Bachsveitin
í Skálholti sem stofnuð var til að
flytja barokktónlist á upprunaleg
hljóðfæri, hljóðfæri eins og þau
voru fyrir 250 árum og hinir miklu
meistarar barokktímabilsins heyrðu
fyrir sér þegar þeir sömdu tónlist
sína. Báðir hópamir koma mikið
við sögu í sumar eins og undanfar-
in ár. Hljómeyki mun frumflytja
Requiem eftir Jón Nordal og taka
þátt í fmmflutningi óratóríunnar
Psychomachia eftir Þorstein
Hauksson. Ný trúarleg verk eftir
Atla Heimi Sveinsson verða og
framflútt í sumar. Bachsveitin leik-
ur konserta fyrir 3 og 4 sembala
eftir J. S. Bach við setningu tónlist-
arhátíðarinnar á laugardaginn
kemur og mun leika ýmis kammer-
verk eftir Henry Purcell aðrar tón-
leikahelgar sumarsins. Nú er
minnst 300 ára ártíðar hins mikla,
breska tónskálds, sem kallaður var
enski Orfeifur af samtíðarmönnum
sínum og hlýtur hann því virðulegan
sess í tónleikadagskrá tónleikanna
í sumar.
Fyrir 300 árum voru Þórður
Þorláksson biskup og Hjalti Þor-
steinsson að „reparera og stemrna"
hijóðfærin í Skálholtskirkju eins
og fram kemur í grein Helgu Ing-
ólfsdóttur í nýútkomnu hátíðarriti
Sumartónleika í Skálholtskirkju.
Þá vora Handel og Bach rétt um
10 ára gamlir og Purcell átti á
besta aldri fáa mánuði eftir ólif-
aða. í sumar halda Sumartónleikar
í Skálholtskirkju hátíð með því að
flétta saman tónlistar- og mann-
kynssögunni í 300 ár — eða 20 —
eða hinni ókomnu með nýjum tón-
verkum sem eiga eftir að líta dags-
ins ljós. Sagan streymir fram sem
vatn, tónlistin „sem niður margra
vatna“.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sumatónleika 1995 í Skálholti.
I
Í
»
í
>
Í
i
i
)
>
i
i
i
i
Á SL. 5 áram hefur
ríkissjóður lagt 145 millj-
ónir króna til að stuðla
að sérstöku átaki í at-
vinnumálum kvenna. Fá
verkefni sem ríkið hefur
lagt fjármagn til á und-
anfömum áram til nýrra
atvinnutækifæra, hafa
nýst eins vel og lagt eins
góðan grann að nýjum
atvinnutækifæram.
Stuðlar að mikilli
fjölbreytni
Þessir fjármunir hafa
runnið til margskonar
þróunarverkefna s.s. til
þróunar á handunnum
hlutum, átaks í smáiðnaði, nýjunga
i matvælaiðnaði og í ullarvinnslu, til
uppbyggingar á ferðamannaþjón-
ustu eins og minjagripagerð, fram-
leiðslu á flíkum úr skinnum og ýms-
um vöram eins og skartgripum úr
fiskroði. Einnig í markaðs- og þró-
unarstyrki, s.s. vegna fískvinnslu og
til saumastofa og stofnunar fjar-
vinnslustofa. Unnið var að vinnslu
sjávarafurða, s.s. ígulkerahrogna- og
harðfiskvinnslú og vinnslu úr íslensk-
um jurtum s.s. húðvörar, krydd, te
o.fl.
Nefna má einnig hönnunar- og
markaðsátak varðandi nytjalist og
styrki til að gefa út
bæklinga fyrir konur
í atvinnurekstri. Einn-
ig hafa verið veittir
styrkir til að greiða
laun ráðgjafa til að
vinna að leiðbeining-
arstörfum og atvinnu-
uppbyggingu, sem
skilað hefur miklum
árangri og er mark-
verð nýjung til að
leggja grunn að ný-
sköpun í atvinnu-
rekstri. Árangur
vestfirskra kvenna í
því efni er lofsverður
og mun örugglega
auka fjölbreytni í at-
vinnulífinu á Vestfjörðum.
Námsatvinna
Boðin var námsaðstoð til at-
vinnulausra kvenna, einkum þeirra
sem lítillar eða engrar menntunar
hafa notið og þeim gefinn kostur
á að sækja nám sem skapar þeim
betri stöðu á vinnumarkaði og
styrkari grunn til reksturs fyrir-
tækja. Þannig var atvinnulausum
konum gefinn kostur á námi í lengri
tíma á atvinnuleysisbótum en geng-
ur og gerist.
Einnig var um sérstæða nýjung
að ræða sem var námsatvinna eða
Konur gátu gert stóra
hluti úr sáralitlu fjár-
magni, segir Jóhanna
Signrðardóttir, og
bendir á nauðsyn fag-
legrar úttektar á átaks-
verkefnum kvenna.
deildarstöður, en tilhögun þessi
þekkist víða erlendis. Framkvæmd-
in er með þeim hætti að konur sem
eru í vinnu fara í hlutavinnu í
ákveðinn tíma á móti námi og rýma
þannig til fyrir atvinnulausum kon-
um, sem fara einnig í hlutavinnu á
móti námi. Þannig halda konurnar
launum, þótt þær séu í hlutastarfi
á móti námi í ákveðinn tíma.
Fram fari fagleg úttekt
Þetta eru dæmi um virkar vinnu-
markaðasaðgerðir, sem við hljótum
að meta reynsluna af og nýta okkur
í framtíðinni í stað óvirkra bóta-
greiðslna, en slíkar sértækar að-
gerðir hafa á seinni áram verið
reyndar á Norðurlöndum og víðar
og gefið góða raun.
Brýnt er því að gera markvissa
faglega úttekt, þar sem metin verði
reynslan af þessum átaksverkefnum
í atvinnumálum kvenna, sem farið
hefur verið út í á undanfömum
áram. Þannig geta ráðamenn séð
svart á hvítu hveiju þessi verkefni
hafa skilað bæði til nýsköpunar og
til að ráða bót á atvinnuleysinu.
Slík úttekt gæti aukið skilning
stjómvalda á slíkum aðgerðum, sem
leiða munu til fjölþættari atvinnu-
tækifæra kvenna í framtíðinni. Ekki
síst gæti niðurstaðan skilað þeim
ávinningi að augu ráðamanna opn-
uðust fyrir því hve ábatasamt það
er fyrir þjóðarheildina að fjölga kon-
um í fyrirtækjarekstri.
Mikið úr litlu
Það var mjög athyglisvert við
þessar styrkveitingar hve konur
gátu gert stóra hluti úr oft mjög
litlu fjármagni og hve sáralítil styrk-
veiting gat oft ráðið úrslitum um
að lagður yrði grunnur að traustum
fyrirtækjarekstri, sem skilaði sér í
auknum atvinnutækifærum.
Eitt af því sem við tókum mjög
eftir í félagsmálaráðuneytinu á sín-
um tíma var að iðulega fara konur
út í atvinnurekstur með allt öðru
hugarfari en karlar. Þannig virðast
konur oft leggja traustari grann að
fyrirtækjarekstri en karlar og sníða
sér frekar stakk eftir vexti. Þær
ganga af meiri forsjálni, skref fyrir
skref til ákvörðunar og uppbygging-
ar á sínu fyrirtæki og sýna þolin-
mæði og þrautseigju þótt ávinning-
urinn skili sér ekki strax. Konur
virðast líka fara af mikilli varfærni
í skuldsetningu, nema að vel athug-
uðu máli og era mjög tregar til að
Lofsverður árangur
kvenna í atvinnumálum
Jóhanna
Sigurðardóttir
veðsetja heimili sín fyrir skuldúm
vegna fyrirtækjareksturs.
Fyrirhyggja kvenna
Konur virðast því eiga það sam- ,
eiginlegt að vera lítið fyrir að taka
fjárhagslega áhættu og skoða vand- I
lega hvert smáatriði í stofnun fyrir-
tækja. Þannig geta þær lagt traust-
ara mat á hvort um álitlegan at-
vinnukost er að ræða áður en af
stað er farið í áhættusaman rekst-
ur. Þær leggja lítið uppúr yfirbygg-
ingunni eða því sem stundum er
nefnt forstjóralíxus. Jafnvel laun
sem þær sjálfar bera úr býtum era j
sett á hakann, en því meira lagt j
upp úr styrkum granni fyrirtækis-
ins, sem eigi sér stoð til frambúðar. *
Eg held að margir karlar, sem rasað
hafa um ráð fram í fyrirtækja-
rekstri og telja sér ávallt alla vegi
færa, megi ýmislegt læra af þessari
varfærni og'forsjálni kvenna í fyrir-
tækjarekstri.
Þetta kemur heim og saman við
það sem atvinnurekandi sagði á
kvennadaginn síðasta, 19. júní, í
útvarpinu: „Konur virðast hugsa
meira um hag fyrirtækisins, en sinn
eigin hag. Þær virðast verða meira
niðri á jörðinni."
í þessu sambandi væri fróðlegt,
að gera úttekt á því hve- margar
konur stjórnuðu þeim fyrirtækjum,
sem á sl. 10 árum leiddu til 40-50
milljarða útlánatapa í lánastofnun-
um. Vissulega þarf oft að taka
áhættu í fyrirtækjarekstri, en konur
hafa sýnt að þær fara oft af meiri
gætni og fyrirhyggju í atvinnurekst-
ur en karlarnir.
Höfundur er alþingismaður.