Morgunblaðið - 01.07.1995, Síða 27

Morgunblaðið - 01.07.1995, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LÁUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 27 Hver á að borga? EINS og flestum er kunnugt hefur ferðaþjónusta á íslandi vax- ið nær stöðugt undanfarin ár. Atvinnugreinin hefur orðið sífellt umsvifameiri og öðlast nú æ meiri þýðingu fyrir þjóðarbúskapinn. Segja má, að íslensk ferðaþjón- usta standi í dag á vissum kross- götum. Hún er búin að slíta barns- skónum og kominn er tími til að við íslendingar stöldrum aðeins við og setjum niður fyrir okkur hvernig við ætlum í framtíðinni að standa að málefnum ferðaþjón- ustunnar. Verkefnin eru þar mörg og flest mjög aðkallandi. Það leikur enginn vafi á því, að hinir náttúrulegu þættir eyj- unnar okkar eru helsta aðdráttar- Bjarnheiður Hallsdóttir afl fyrir erlenda ferðamenn. Styrkur okkar liggur í fámenninu, í hreina loftinu, í ósnortinni nátt- úrunni og síðast en ekki síst í hinum óteljandi náttúrufyrirbær- um. Þrátt fyrir aukna uppbygg- ingu á sviðum ferðaþjónustu sem byggja á öðru en náttúrunni ein- göngu, s.s. ráðstefnu- og funda- haldi, munu hinir náttúrulegu þættir ætíð verða það sem skiptir höfuðmáli. Allt bendir nú til þess að svokölluð græn eða sjálfbær ferðamennska komi til með að skipa veigamikinn sess í ferða- þjónustu framtíðarinnar. Og ein- mitt þar erum við Islendingar með einkar góð spil á hendinni. í augnablikinu að minnsta kosti. En til þess að ná sem flestum slögum út úr spilunum okkar verðum við að vera forsjál og gera okkur grein fyrir að náttúra Islands er ekki eilíf auðlind, held- ur eitthvað sem gengur á. Og það er okkar hlutverk að hlúa að náttúrunni, svo hún bíði sem minnst tjón af ágangi ferðafólks. Því það liggur í augum uppi að þeir staðir á landinu sem eru heimsóttir af tugum þúsunda ferðamanna ár hvert, láta á sjá ef ekki er unnið fyrirbyggjandi starf til verndar þessum svæðum. Nærtæk dæmi eru Gullfoss & Geysir, Mývatn og Dettifoss, sem njóta mikilla vinsælda meðal er- lendra gesta okkar. Vandamálið er lýðum ljóst en eins og alltaf, er spurningin hver á að bera kostnaðinn. Allir eru til í að hirða arðinn af ferðamönnunum en þeg- ar kemur að því að viðhalda „vör- unni“ sem við erum að bjóða þeim, verða sjálfboðaliðarnir færri. En hvaða fjármögnunarleiðir standa okkur til boða? ■ Þær raddir eru háværar sem segja að innheimta eigi ákveðið gjald af ferðamönnum sem heim- sækja náttúruperlurnar okkar. Með öðrum orðum að selja inn á t.d. Gullfoss & Geysi. Og gildir þá að sjálfsögðu einu, hvort um er að ræða Islendinga eða útlend- inga. Þessi aðferð væri í samræmi við vinsæla reglu sem kennd er við sjálfbæra ferðamennsku sem segir, að „notendur“ náttúrunnar, ef svo má segja, eigi að greiða fyrir afnot af henni. Hluti stuðningsmanna gjald- töku vill innheimta þessar krónur með því að selja vörur og þjón- ustu við og á þessum svæðum. En hvernig er það, samræmast söluskúrar fullir af minjagripum og dyraverðir sem rífa af miðum, hugmyndum okkar og ferða- mannanna um ósnortna náttúru? Því verður náttúrulega hver að svara fyrir sig. Aðrir segja að viðkomandi sveitarfélög eigi að standa straum af kostnaði við viðhald ferða- mannastaða í þeirra umc^æmi, enda njóti þau góðs af straumi Náttúruauðlindir okkar þarfnast vemdar, segir Bjamheiður Halls- dóttir, til að varðveita aðdráttarafl sitt á ferðafólk. ferðamanna um svæðið. Einnig hefur komið fram sú hugmynd að bæta ákveðinni upp- hæð við verð á hverri gistinótt á hótelum landsins. En hvað þá með þá fjölmörgu sem gista í tjöldum eða í svefnpokagistingu? Og þá sem gista á hótelum á höfuðborg- arsvæðinu og fara aldrei út af gangstéttum og steyptum stræt- um? Svo hefur heyrst sú hugmynd að innheimta ákveðinn „um- hverfisskatt" af hverjum erlend- um gesti, sem yrði þá innheimtur um leið og fargjaldið til íslands líkt og flugvallarskatturinn nú. Og svo má að sjálfsögðu færa rök fyrir því að stærsti hags- munaaðilinn í atvinnugreininni, ríkið sjálft, eigi að annast viðhald á ferðamannastöðunum sem óbeint færir því stórar summur í formi gjaldeyristekna ár hvert. Þessar hugmyndir eru misgóð- ar og hafa allar sína vankanta. Aðeins eitt er öruggt. Það er það að ef náttúruundrin okkar verða fyrir skemmdum vegna átroðn- ings ferðamanna og íslendingar fá það orð á sig að vera um- hverfi sínu fjandsamlegir, þá mun ferðamönnum til landsins fækka hraðar en þeim hefur fjölgað und- anfarin ár. Það er mjög brýnt fyrir ferða- þjónustuna í heild sinni að á þessu máli verði tekið sem fyrst, því fjölmargir staðir eru nú þegar hætt komnir. Og beinna hags- muna eigum við jú öll að gæta. Spurningin er bara HVER á að borga. Höfundur er formaður Félags háskólamenntaðra ferðamálafræðinga. NÝTT ... með Ijósmyndaf korthafa iWeira öryggi, dregur úr hættu á misnotkun, góð persónuskilríki innanlands sem utan. Nú býðst ölium korthöfum að fá áprentaða litmynd af sér á kort sín, sem eykur mjög á öryggi og dregur úr hættu á misnotkun, auk þess að gera kortið að góðu persónuskilríki innanlands sem utan. jf/afi korthafi iagt fram mynd af sér vegna umsóknar um debetkort má nota sömu mynd á öll hans kort því myndin er varðveitt á gagnagrunni, en einnig er hægt að skipta henni út fyrir aðra nýrri eftir atvikum. Oski korthafi eftir að fá VISA - KORT með mynd, t.d. við næstu endurnýjun, þarf hann aðeins að hafa samband við banka sinn eða sparisjóð eða hringja til VISAISLANDS sé myndin til. A ukagjald fyrir myndkort er kr. 250 á ári. Sé meira en ár eftir af gildistíma kortsins fæst það útgefið korthafa að kostnaðarlausu. Alfabakka 16, 109 Reykjavík, sími 567 1700, fax 567 3462

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.