Morgunblaðið - 01.07.1995, Page 28

Morgunblaðið - 01.07.1995, Page 28
28 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Fyrsta íslenska prestafélagið 150 ára ÞANN 1. júlí 1845, fyrir réttum hundrað og fimmtíu árum, voru 5 prestar af Snæfells- nesi og einn leikmaður, Bessastaðastúdent, sem á þeim árum var jafngildur guðfræði- kandidat, saman komn- ir að Staðastað hjá þá- verandi prófasti Snæ- fellinga, sr. Pétri Pét- urssyni, sem seinna varð Prestaskólakenn- ari og síðar biskup ís- lands. Tilefnið var fundur, sem prófastur ... hafði boðið til með tíjom stofnun samtaka snæfellskra presta í huga. Þessi tímamótamarkandi fundur stóð í einn dag og á honum var stofnað fyrsta íslenska prestafé- lagið. Það hlaut nafnið: „Félag presta og aðstoðarpresta í Syðra- Þórsnesþingi". Svo virðist sem allir prestar í Snæfellsnesprófasts- dæmi hafi verið þátt- takendur í stofnun þess og gerst þar félags- menn. Því hefir verið haldið fram bæði í ræðu og riti, að Norðlendingar hafi á þessum vettvangi stigið fyrsta skrefið með stofnun „Prestafélags hins foma Hólastiftis" árið 1898. En sam- kvæmt framansögðu má augljóst vera, að snæfellsku prestarnir voru rúmlega hálfri öld Jonsson 4 undan hinum norð- lensku stéttarbræðmm sínum við stofnun frjálsra félagssamtaka innan prestastéttarinnar, með síra Pétur prófast á Staðastað i fararbroddi. Ef til vill væri stætt á þeirri staðhæf- ingu, að prestafélagið í Hólastifti væri elst núlifandi prestafélaga. Reyndar sofnaði það í nokkur ár eft- 150 ár eru síðan fímm prestar á Snæfellsnesi stofnuðu fyrsta íslenska prestafélagið. Björn Jónsson fjallar um þann atburð í þessari grein. ir aldamótin, en starfar í dag af mikl- um þrótti. Prestafélagið í Þórsnes- þingi dó hins vegar eftir rúm 30 ár. En segja má, að það hafi risið upp aftur, að vísu í dálítið breyttri mynd, að iiðnum rúmlega 50 árum, eins og síðar verður sýnt fram á. í ævisögu Péturs Péturssonar bisk- ups fjallar höfundur hennar, dr. Þor- valdur Thoroddsen, sem var tengda- sonur biskups, nokkuð um þessa fé- lagsstofnun og kemst þar svo að orði: „Eftir það (þ.e. eftir brottför sr. Pét- ISLENSKT MAL KAUPA-HÉÐINN í Njálu er merkileg og eftirminnileg per- sóna. í 23. kafla sögunnar seg- ir meðal annars: „Þar riðu menn í móti þeim og spurðu hver sá væri inn mikli maður er svo lítt var sýndur, en förunautar hans sögðu að þar var Kaupa-Héð- inn. Þeir sögðu að þá var eigi ins verra eftir von, er slíkur fór fyrir.“ Kaupa-Héðinn fór fyrir kumpánum sínum, en „leiddi“ þá ekki, enda voru þeir allir ríð- andi. Þess er ekki að dyljast að mér þykir sögnin að leiða mjög ofnotuð um þessar mundir í merkingunni „að hafa forystu fyrir“. Er líka sannast að segja að sumir orðabókahöfundar leggjast heldur undir höfuð að grejna. frá þeirri merkingu. Ásgeir Blöndal: „halda í hönd einhvers á göngu; teyma, stjórna, beina í tiltekna átt. . .“ Jón Hilmar Jónsson: „leiða e-n (þangað) hann leiddi dóttur sína upp að altarinu, leiða e-n við hönd sér, leiða e-n til sætis, leiða e-n á brott. Ég sá að hann var leiddur á brott af lögregl- unni, leiða e-n út; leiða e-n fyr- ir (konung, dómara), leiða e-n fyrir rétt, leiða vitni; leiða e-n (afvega, á glapstigu, á villigöt- ur) ég er hræddur um að félags- skapur við þetta fólk geti leitt hann á villigötur, leiða (lamb) til slátrunar...“ Fyrir síðustu alþingiskosn- ingar virtust margir framboðs- listar hrumir og lítt ferðafærir, enda voru margir afbragðsmenn fengnir til að „leiða“ þá vítt og breitt um land. Skalla-Grímur Kvelfúlfsson fór eitt sinn fyrir mönnum sín- um á konungsfund. Voru þeir ærið stórskornir og margir hamrammir: Áni, Grani, Grím- ur, Grímólfur, Þorbjörn krumur, Þórður beigaldi (og var kolbít- ur), Þórir þurs, Oddur einbúi, Grís lausingi, Þorgeir jarðlang- ur. Ekki leiddi Grímur Kveld- úlfsson menn þessa. Skilríkir menn og góðir stflistar hafa ekki gleymt orða- sambandinu að fara fyrir, sbr. Úmsjónarmaður Gísli Jónsson 803. þáttur Sigurð Eggert Davíðsson: „Sá er fyrir fór var hárprúður í bezta lagi...“ (Súlur 35, bls. 151). Sögnin að leiða er svoköllucT orsakarsögn (verbum causa- tivum). Slíkar sagnir hafa veika beygingu, en eru leiddar af þá- tíð tilsvarandi sterkra sagna. Þær merkja „að láta það gerast sem felst í móðursögninni“. Leiða er mynduð af þátíð sagn- arinnar að líða, og er þá frum- merkingin að láta eitthvað líða áfram. Við skulum taka nokkur fleiri dæmi og nefna þá fyrst aðra sem einnig er mynduð af sögn í fyrstu hljóðskiptaröð: hneigja er mynduð af hníga, og þarf víst ekki að segja okkur hvemig það er hugsað, þegar við hneigjum höfuðið. Þá skulum við skreppa yfir í . 2. hljóðskiptaröð. Ef við ætlum að láta eitthvað fljúga, fleygj- um við því auðvitað. Fleygja er mynduð með hljóðvarpi af flaug. Og svona getum við hald- ið áfram og látið eitthvað hrjóta, og þá hreytum við því í fússi. Vegna annarra aðstæðna í 3. hljóðskiptaröð verða dæmin þar ekki eins augljós, en af hverfa (þt. hvarf) t.d. er mynd- uð veika sögnin hverfa, hverfði, hverft sem nú merkir að snúa, en með snúningi má láta eitthvað hverfa eða að minnsta kosti fá annað horf. Ef við viljum láta hlutina sökkva, þá sökkvum við þeim. Móðursögnin hér er sterk eftir þriðju: sökkva, sökk, sukkum, sokkinn, en dóttursögnin veik: sökkva, sökkti, sökkt. Nú sýnist umsjónarmanni rétt að láta orsakarsagnir af öðrum hljóðskiptaröðum bíða næsta þáttar. Kannski beiða þær þess að verða teknar með. Hlymrekur handan kvað: Hermann var andvígur hassneyslu og hálfu meir valmúagrassneyslu; hann var sjaldgæft exemplar, en alls ekki templar, tók oftsinnis þátt í lífsvatnsneyslu. Óskup eru að heyra háskóla- genginn mann í góðu embætti segja: „Þau urðu ekki var (auð- kennt hér) við neitt.“ Málsljó- leikinn er þarna með ólíkindum. Auðvitað urðu þau einhvers vör eða ekki' Lýsingarorðið var beygist eins og snar, og er sú beyging alveg vandalaus. En til þess að vera sanngjarn (um of) má segja að snar sé stundum haft óbeygt, ef það er stytting úr snarvitlaus, og liggja þar kannski rætur þeirrar villu sem menn vaða í, þegar þeir beygja ekki lýsingarorðið var í föllum og kynjum. Orðtakið að leggja árar í bát er alþekkt í merkingunni „gefast upp“, „hætta viðleitni sinni til einhvers“. Verð vöru eða hvers sem er verður ekki „dýrari“ e'n áður. Varan sjálf verður dýrari. Verð- ið getur hins vegar orðið hærra. Óstöðvandi virðist sú löngun manna að hafa verð í fleirtölu, en ekki fer vel á því. Okkur hentar ekki að tala um „verð- in“, þótt Englendingar geti rætt um „prices“. Þetta tvennt er hér rifjað upp að gefnu tilefni. Ég hitti nefni- lega í sundi einvaldan og ævin- legan forseta Hnitfélagsins Gráskjóna, Eirík Þormóðsson. Hann hefur alltaf eitthvað að segja mér. Nú hafði Eiríkur verið að lesa Tímann og þar var verð á símtækjum orðið „dýrara“, ekki hærra. Og svo var það klukkutíma þáttur í útvarpi. Lögðu þar ýmsir til efni, t.d. með því að tala í síma. Að lyktum þáttarins mælti stjórnandi hans á þessa leið: Svo þakka ég öllum þeim sem lagt hafa árar í bát í þættinum. Ei- ríkur sagði að þetta hefði verið þannig mælt, að það var ekki til gamans gert. Þrautsegja: „Eiríkur var einn allra nánasti trúnaðarvinur Jóns Sigurðssonar, og skrifuð- ust þeir á í aldaraðir." (Mynda- texti í Vesturlandi á sjómanna- dag.) Auk þess er beðist velvirð- ingar á villu í síðasta þætti: „kvæðasafn" í staðinn fyrir kvæðanafn. urs af Nesinu) höfum vér ekki orðið varir við neitt lífsmark eða fram- kvæmdir hjá félagi presta í Þórsnes- þingi, svo það hefír líklega dáið á næsta ári“. Þarna skýtur dálítið skökku við. Fundargerðabók félags- ins, sem fannst fyrir nokkru í Þjóð- skjalasafni, leiðir þar hið sanna í ljós. Þessi umræddi fundur á Staðastað markar vissulega tímaót í íslenskri- kirkjusögu, þegar horft er til þeirra félagsstofnunar sem þar, fór fram. Tveir prestar af félagssvæðinu eru sagðir hafa verið veikir og því ekki getað mætt, þó að ekki hefði þá vantað til þess viljann. Eftirtaidir voru mættir: Sr. Pétur Pétursson, prófastur á Staðastað, sr. Einar Vernharðsson, aðstoðarprestur í Hít- arnesþingum, sr. Hannes Jónsson prestur í Breiðuvíkurþingum, sr. Einar Sæmundsson Einarsen, prest- ur og síðar prófastur á Setbergi, sr. Tómas Þorsteinsson aðstoðarprestur að Breiðabólstað á Skógarströnd og Bjarni Bjarnason stúdent, en hann var á árunum 1843-1846 skrifari hjá Árna sýslumanni Þorsteinssyni í Krossnesi. Hann bjó í Stykkis- hólmi, stundaði um skeið barna- kennslu og var ma,ður vinsæll og vel að sér. Hann drukknaði 1847 með konu sinni og 5 mönnum öðrum við Skarfatanga í Eyrarsveit. Bjarni þessi er eini leikmaðurinn, sem vitað er um að hafi tekið þátt í störfum prestafélagsins í Þórsnesþingi. En sr. Pétur prófastur ætlaðist einmitt til þess að „útlærðir menn“, þ.e. stúdentar, búsettir í prófastsdæm- inu, gætu átt aðild að félaginu. Þess- ir 6 menn verða að teljast stofnend- ur Prestafélagsins í Þórsnesþingi. En af umræddu svæði eru þó 5, eig- inlega 6 prestvígðir menn ónefndir, sem allir komu eitthvað við sögu í starfi félagsins á næstu árum. Þeir sem sr. Pétur segir forfallaða vegna veikinda hafa sennilega verið þeir Þorgrímur Guðmundsson Thor- grímsen, prestur í Nesþingum og sr. Olafur Hjaltason Thorberg, prestur að Helgafelli, faðir Bergs Thorbergs landshöfðingja. Sr. Magnús Hákon- arson í Miklaholti hefir líklega verið ókominn eða rétt um það bil að koma til embættis síns, en hann átti síðar eftir að láta til sín taka í félagsstarf- inu. Þá ber að nefna sr. Jón Gísla- son, riddara á Breiðabólsstað. Hann var fjörgamall orðinn og lítt til lang- ferða fallinn, þegar hér var komið sögu, fæddur 1767, enda aðstoðar- prestur hans mættur á fundinum, sem fyrr segir. Sama máli gilti um sr. Vernharð Þorkelsson í Hítarnesi. Sonur hans, sr. Einar, sem þá var aðstoðarprestur föður síns, sat fyrsta fundinn. Að lokum má svo nefna aldurhniginn uppgjafaprest, Pétur Pétursson biskup sr. Sigurð Sigurðsson, tengdaföður sr. Péturs frá fyrra hjónabandi hans. En sr. Sigurður dvaldi á Staðastað og aðstoðaði prófast oft við þjón- ustuna, einkum þegar hann var er- lendis vegna vísindaiðkana sinna. Á Staðastaðafundinum voru fjör- ugar umræður og gerðar alls 10 sam- þykktir, margar þeirra hinar merki- legustu. M.a. um stóraukna barna- fræðslu, reglubundnar húsvitjanir, um möguleika á aukinni uppbygg- ingu og endurmenntun presta, um baráttu gegn drykkjuskap og annarri óreglu og svo umræðuefnið sígilda um lágar tekjur presta og möguleika á úrbótum í kjaramálum þeirra. Margt fleira bar á góma og að lokum var samþykkt að gefa út ársrit. Það kom þó aðeins út í 2 ár, 1846 og 1847, hið merkasta rit að mörgu leyti. Á fundi sem haldinn var ári síðar, þá að Búðum á Snæfellsnesi, var samþykkt m.a. að veita prestum í Dalasýsluprófastsdæmi inntöku í fé- lagið, samkvæmt beiðni prófastsins, , sr. Þorleifs Jónssonar í Hvammi, og skyldu þeir mæta á fundi næsta ár. Þeir Dalaprestar, sem fundina sóttu, auk sr. Þorleifs prófasts, voru þeir sr. Benedikt Þórðarson á Kvenna- brekku, sr. Páll Jónsson Mathiesen í Skarðsþingum, sr. Vigfús Reykdal í Miðdalaþingum og sr. Jón Halldórs- son í Saurbæjarþingum. Mest var þátttaka þeirra fyrstu árin, en eftir 1850 virðist henni að mestu lokið. Lög félagsins voru samin og sam- þykkt á fundinum 1848. En þau voru aldrei færð í gerðabók, aldrei prentuð og virðast glötuð. Fyrsti formaður eða forseti félagsins, var sr. Pétur prófastur. Eftir brottför hans urðu nokkuð tíð formannsskipti. Lengst sat þar sr. Sveinn Níelsson prófastur á Staðastað, frá 1856-1976, en þá hélt félagið sinn seinasta fund. Ekki tókst að halda fundi á hveiju ári og bar þar ýmislegt til, sem ekki verður rakið hér. Alls urðu þeir 21 talsins, haldnir á ýmsum stöðum í prófasts- dæminu. Á Staðastað urðu þeir 6, aðrir 6 á Þingvöllum í Helgafells- sveit, 3 að Búðum, 3 í Stykkishólmi, 2 á Helgafelli og 1 á Breiðabólsstað á Skógarströnd. Allir stóðu fundirnir í 1 dag nema sá síðasti. Hann var Gæða- stjórnun á heyöflun MYNDBÆR HF. hefur nýlokið við gerð myndar sem heitir Gæðastjórnun í heyöflun. Hand- ritið vann Bjarni Guðmundsson og veitti Bændaskólinn á Hvan- neyri og bútæknideild RALA aðstoð við gerð myndarinnar. Gæðastjómun í heyöflun er fyrsta myndbandið um gæða- stjórn í framleiðsluhluta land- búnaðarins. í fréttatilkynningu segir: „Heyið er mikilvægur hlutu bú- vöruframleiðslunnar á íslandi. Með ræktun landsins og heyöfl- un bænda handa búfé okkar nýtum við gróðurmoldina til framleiðslu hollra og verðmætra afurða. í myndinni er fjallað um gæðastjómun í heyöflun, hvern- ig tryggja má að grasið komi að tilætluðum notum við fram- leiðslu búfjárafurða og hvemig afla má gæðaheys. í heimi fólksfjölgunar, þverr- andi auðlinda og harðnandi kröfu um umhverfisvemd er mikilvægt að við förum vel með íslenskt graslendi og nýtum það og uppskeru þess sem best til framleiðslu á góðum, hollum og ódýrum afurðum, sem skila bóndanum viðunandi tekjum og starfsánægju.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.