Morgunblaðið - 01.07.1995, Side 29

Morgunblaðið - 01.07.1995, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ1995 2í ÁRSRIT »»mi6 og gefið Prestum og Aðstoíarprestum I Sjíra - þómeafilngi. «»■»» 9*. Reykjavik. Preatað i prrnlauiðju U.d.lna, »f H. H*l;a»ynl. Forsíða haldinn í Stykkishólmi 14.-15. júní 1876 og stóð í 2 daga. Umræðuefni voru mörg og álykt- anir margvíslegar. Þar var t.d. þeirri reglu komið á, að fenginn var maður til að flytja bréf, bækur og böggla um prófastsdæmið í hvetjum mánuði vetrarlangt. Þar með var kominn fyrsti vísir að reglulegum póstsam- göngum hér á landi. Allmargar bæn- arskrár voru samdar á þessum fund- um og sendar Alþingi. Þær fjölluðu m.a. um: 1) Endurskoðun og umbót á tilskipunum um húsaga, húsvitjan- ir, helgidagahald og hjónabönd. 2) Um jarðamat, skattgjald o.fl. 3) Um að sérstök nefnd manna yrði sett til að veita prestaköll. 4) Um löggjöf viðvíkjandi jarðarbótum. Margt fleira mætti nefna og rétt mun það vera, að flestallar uppá- stungur um framkvæmd og breyting- ar til bóta í íslenskum kirkjumálum eigi rót sína að rekja til þeirra hug- mynda, sem fram komu á fundum félags prestanna í Þórsnesþingi. Hvers konar menningar- og framf- aramál áttu vísan stuðning þeirra. Við yfirlestur ársritsins, sem þeir gáfu út og gerðabókarinnar kemur ótvírætt í ljós, að þar voru að verki menn, sem þoldu illa hina ríkjandi kyrrstöðu í þeim málum, sem stóðu hjarta þeirra næst. Þeir vildu breyta til og bylta um, sannkallaðir framúr- stefnumenn í klerkastétt þeirra tíma. „Samheldni og föðurlandsást er okk- ar einka athvarf. Engum hjálpar Guð nema þeim, sem sjálfur vill hjálpa sér og ekki kemur hjálparstund Is- lands nema allir málsmetandi menn leggist samhuga á eitt“. Þannig kom- ast þessir árgalar í félagssamtökum íslenskra presta að orði á einum stað. Þetta gæti líka verið til okkar talað í lok hinnar 20. aldar. Þó að þetta fyrsta prestafélag á ísiandi liði undir lok, þá lifði félagsvit- undin áfram. Og rúmum 50 árum eftir að það hætti störfum, stofnuðu 10 prestar nýtt félag, sem náði yfir sömu landsvæði og félagið í Þórsnes- þingi að viðbættu Borgarfjarðarpróf- astsdæmi ásamt hluta af Barða- strandar- og Strandaprófastsdæm- um. Þannig má segja, að forverinn í Syðra- Þórsnesþingi hafi verið endurvakinn. Það félag nefnist Hallgrímsdeild Prestafélags Islands, og fylgir nú frá 1976 mörkum Vesturlandskjördæm- is og þeim tveimur prófastsdæmum, sem þar. eru. Hallgrímsdeild var stofnuð í Borg- arnesi 9. sept. árið 1930, en sam- þykkt þess efnis að stofna slíkt félag hafði verið gerð á trúmálafundi, sem haldinn var í Stykkishólrhi 4. ágúst árið áður. Verður Hallgrímsdeild því 65 ára á þessu árk Aðalhvatamaður þessarar félagsstofnunar og fyrsti formaður var sr. Þorsteinn Briem, sóknarprestur og síðar prófastur á Akranesi. Núverandi formaður Hall- grímsdeildar er sr. Friðrik J. Hjart- ar, sóknarprestur í Ólafsvík. Með virðingu og þakklæti minnust við Hallgrímsdeildarmenn eldhug- anna hugsjónaríku og vökumann- anna traustu, prestanna í Syðra- Þórsnesþingi, sem fyrir 150 árum hófu fyrstir á loft merki kirkjulegra félagssamtaka á íslandi. Höfundur er sóknarprestur á Akrnnesi. FRAMRÆST vatn í Landeyjuni, litað af mýrarrauða FRAMRÆSLUSKURÐIR við friðlandið í Pollengi í Biskupstungum. Galta- úr framræsluskurðum. lækjartjörn (t.h.) er að fyllast upp af framburði úr framræsluskurðum. Hugleiðing um endurheimt votlendis EITT brýnasta verkefni í umhverfismálum á ís- landi um þessar niund- ir, er að endurheimta eða endurhæfa eitthvað af því víðáttumikla votlendi sein ræst hefur verið fram á láglendi á síð- ustu áratugum. Að mati undirrit- aðs kemur mikilvægi þessa verk- efnis næst á eftir uppgræðslu og stöðvun landeyðingar. Saga framræslunnar Framræslutímabilið í landbún- aði hófst um 1930 og stóð sleitu- laust fram til um 1980. Nú hefur n\jög dregið úr framræslu, enda hefur að mestu verið ski-úfað fyrir styrkveitingar til hennar. Fyrri hluta framræslutímans var land fyrst og fremst ræst fram til túnræktar, en eftir 1965 hefur votlendi verið ræst fram til haga- bóta, til að bæta það sem beiti- land. Menn eru ekki á eitt sáttir um árangurinn, en aðeins lítill hluti framræsts lands hefur verið gerður að túnum. Framræslan hefur bitnað mis- mikið á hinum ýmsu landshlut- um. Hún hefur tvímælalaust haft mest áhrif á sunnlensk votlendi, en talið er að minna en tíundi hluti votlendis á Suðurlandi hafi ekki orðið fyrir áhrifum vegna skurðgraftar. Heilar sveitir, sem áður voru mjög mýrlendar, hafa að mestu verið þurrkaðar, eins og Landeyjar og FIói. Nokkrar mýrar hafa varðveist vegna þess hversu torræstar þær eru. Þó miklar tilraunir hafi verið gerðar til að ræsa mýrarn- ar fram, liafa þær mistekist. Þetta á einkum við um flæðiengi við nokkrar stórár. Dæmi er Ölfusforir í Ölfusi. Rúmlega 80 km skurðanet hefur ekki náð að ræsa þetta frjósama og lífríka votlendi fram nema að hluta til vegna hárrar grunnvatnsstöðu. Svipað er uppi á teningnum í Skagafirði. Þar hefur gífurlega mikið verið grafið, en sum flæði- lönd Héraðsvatna hefur ekki náðst að ræsa fram. Enginn landshluti hefur sloppið, þó mismikið hafi skemmst af lífauð- ugu votlendi. En framræslan er barn síns tíma. Um nokkurt skeið hafa verið uppi raddir þess efnis, að snúa þróuninni við, jafnvel með- al þeirra sem harðast gengu fram í áróðri fyrir framræslu á sínum tíma. Þeir sem gerst þekkja eru sammála um að svo mjög hafi gengiö á votlendi landsins á láglendi, að þetta mik- ilvæga kjörlendi fugla, gróðurs og annars lífs sé í mikilli hættu. Mýrar hafa um aldir nýst sem beiti- og slægjuland, beitargildi þeirra er því ótvírætt. Gildi mýrarlækja og Ijarna er mikil- vægt fyrir uppeldi smáfisks og dregur úr flóðahættu í leysinga- flóðum. Og svo mætti lengi telja. Helgi Hallgrímsson leiðir fjöl- mörg rök að því í riti Landvernd- ar, Votlendi, að mýrarnar hafi hreinlega haldið lífi í þjóðinni gegnum aldirnar, svo ef ekki af annarri ástæðu eigum við skyld- um að gegna við þær. Af vistvænum og óvistvænum landbúnaði Nýjustu slagorðin, sem eiga að bjarga íslenskum landbúnaði frá skipbroti, líkt og loðdýrarækt og fiskeldi forðum, eru vistvænn og lífrænn landbúnaður. Eg vil leggja áherslu á muninn á þessu tvennu. Lífrænn landbúnaður byggir á, að eingöngu eru notuð lífræn efni, lyf, áburður og þess háttar. Vistvænn landbúnaður er sá landbúnaður sem er stundaður í sátt og jafnvægi við vistkerfið, þ.e.a.s. landið og lífríki þess. Til þess að hægt sé að selja íslenskar afurðir, eins og lamba- og hrossa- Endurheimt votlendis er allflókið mál, en næg vitneskja er fyrir henditil að hefjatil- raunir nú þegar. Að mati Jóhanns Ola HOmarssonar kemur mikilvægi þess næst á eftir uppgræðslu og stöðnun landeyðingar. kjet, með vistvænum stimpli þurf- um við heldur betur að taka til hendinni og greiða skuld okkar við landið, koma á jafnvægi milli manns og lands. Eitt af þvi mikil- vægasta er að snúa við þr óuninni og skila aftur einhveiju af því mikla votlendi sem ræst hefur verið fram, og fylla upp í skurði sem eru einhver ljótustu sár á landi okkar, sérslaklega þar sem uppgröfturinn hefur oftast nær verið skilinn eftir á skurðbökk- unum og myndar kýli í landslag- inu. Ég ætla ekki að fara út í umræðu um ofbeit; og uppblástur lands í þessu sambandi, þó slíkt komi ósjálfrátt upp í hugann, meðfram framræslunni, þegar rætt er um vistvænan landbúnað á Islandi. Og er ég þá kominn að kjarna málsins í pistli þessum. Endurheimt votlendis Endurheimt votlendis er all- flókið mál, en næg vitneskja er fyrir hendi til að hefja tilraunir nú þegar. Undin-itaður hefur, ásamt Einari Ó. Þorleifssyni kannað votlendi á Suðurlandi með styrk frá Landvernd. Líf- fræðistofnun háskólans, undir stjórn Þóru Ellenar Þórhallsdótt- ur, hefur einnig rannsakað vot- lendi í sama landshluta. Rann- sóknarstofnun Landbúnaðarins hefur kannað áhrif framræslu á Hesti í Borgarfirði og víðar. Ein- falt og árangursríkt væri að hefj- ast handa við að bjarga nokkrum yörnum og stöðuvötnum sem em að fyllast upp vegna frainburðar frá framræsluskurðum. Fram- burður úr skurðum hefur valdið verulegu tjóni á mörgum tjörn- um, stöðuvötnum og ám. Einnig mætti velja nokkur votlendi, sem eru tiltölulega lítt gi-afin eða hafa nýlega verið grafin og stífla skurði. Þetta er eingöngu fram- kvæmanlegt í góðri samvinnu við bændur. Loks mætti hefja inark- vissa endurhæfingu á ríkisjörð- um sem eru í eyði eða þar ekki stundaður hefðbundinn landbún- aður. Fljótlega mætti síðan gera „áætlun uni endurheimt votlend- is“ sem myndi ná til landsins alls, svipað og landgræðslúáætlun nú. Við verkið mætti að einhverju leyti byggja á sjálfboðavinnu, svipað og í landgræðslu og skóg- rækt og höfða til fyrirtækja og stofnana til að leggja fram fjár- magn. Það væri góð gjöf landi og þjóð að færa þeim „áætlun um endurheimt votlendis“. Höfundur er félagi í Fuglaverndarfélagi íslands og starfar med votlendishópi þess. SKURÐANET í Ölfusforum í Ölfusi. Skurðanetið í Forunum er um 80 km, en ekki tókst að ræsa þær fram vegna hárrar grunnvatnsstöðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.