Morgunblaðið - 01.07.1995, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 01.07.1995, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR Oddsson, skóla- stjóri í Kópavogi, fer stórum á síð- um Morgunblaðsins þriðjudaginn 30. maí sl. Honum er tíðrætt um sjálfskipaða „talsmenn“ foreldra og telur málflutning þeirra vafa- saman. í greininni gagnrýnir hann m.a. kröfur foreldra um lengri við- veru barna og kennara í skólum. Heimili og skóli, landssamtök for- eldra, hafa einsetinn skóla og sam- felldan skóladag ofarlega á for- gangslista og því má ég til með að taka mér penna í hönd. Guðmundur kvartar yfir því að lítið fari fyrir umræðum um skóla- mál nema þegar sjálfskipaðir „talsmenn“ foreldra geysast fram í fjölmiðla. í kennaraverkfallinu í vetur voru kennarar og skólamenn sannarlega duglegir að skrifa og foreldrar lögðu einnig orð í belg. Mig rámar í að inntakið í þeim greinum hafí verið krafan um að endurmeta þyrfti kennarastarfið í ljósi breyttra tíma, m.a vegna fleiri viðfangsefna sem skólum er ætlað að sinna auk samstarfs kennara í skólum og samstarfs þeirra við foreldra. Það eru nefnilega fleiri en foreldrar sem telja endurskoðun á vinnutíma kennara eina af for- sendum fyrir þróun í skólastarfi. Hins vegar eru þeir líka til sem ekki telja nauðsynlegt að skóla- stjórar og kennarar vinni alla vinn- una sína á vinnustaðanum. Er það virkilega tilætlunarsemi af hálfu foreldra að ætlast til þess að það sé skilgreint sem fullt starf að vera yfirmaður á 300-500 manna vinnustað eins og margir skólar landsins eru? Foreldrar hafa um árabil starf- að í foreldrafélögum við skóla og kjósa sér stjóm á aðalfundum. Þar er kjörinn vett- vangur fyrir stjórn- endur skóla að ræða stöðu mála í skólanum en ekki er víst að öll- um skólastjórum detti í hug að kynna á fundi eða í stjórn slíks félags áform um mikilvægar. breytingar í kennslu- háttum í skólanum. Skyldi foreldra t.d. ekki varða um það ef eitt haustið er ákveðið að raða unglingum í bekkjardeildir eftir kyni? Hví skyldi foreldrum ekki koma við hvaða kennslufræðilegu rök liggja að baki slíkri ákvörðun? Sumum finnst kannski best að sleppa því að blanda foreldrum í skólamálin, þeir eigi bara að senda krakkana sadda og sæla í skólann og umfram allt að sjá til þess að þeir hafi fengið gott uppeldi. Mannasiði eigi bömin að læra heima en skólinn eigi fyrst og fremst að sinna fræðlsuhlutverk- inu og þá aðallega bóknámi. I Aðalnámskrá grunnskóla sem menntamálaráðuneytið gaf út 1989 stendur á bls. 12 „Grunn- skólinn skal stuðla að menntun nemenda en í því felst m.a. að veita þeim bæði uppeldi og fræðslu ... Uppeldis- og fræðslu- hlutverk skóla felst í því að að veita nemendum þekkingu og skilning á sjálfum sér, kenna þeim að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og sýna öðmm tillits- semi.“ Hvarvetna í námskránni er lögð rík áhersla á að skól- inn geti ekki sinnt hlutverki sínu nema hafa náið samstarf við foreldrana og þar er kominn kjarninn í hugmyndafræðinni um samstarf heimila og skóla. Foreldrar eiga skil- yrðislaust að bera ábyrgð á uppeldi bama sinna og það er ekki krafa þeirra að skólinn taki við upp- eldishlutverkinu. Hins vegar eru sumir skólamenn undar- lega fljótir að skilgreina ný verk- efni skóla sem pössun. Þetta er mjög ólíkt málflutningi leikskóla- kennara sem gjaman fjalla um leikskólauppeldi sem góða viðbót við uppeldi á heimilium. Foreldrar eru sjálfir að átta sig á því að þeir þurfa að sinna uppeld- inu vel. Þeir vilja fá fræðslu um ákveðni, aga, samskipti foreldra og barna og forvarnir af ýmsu tagi. Vaxandi áhugi er fýrir fræðslufundum um uppeldismál í foreldrafélögum og æ fleiri for- eldrar velja að starfa saman á bekkjarvísu þar sem þeir m.a móta samræmdar reglur um útivist, bekkjarpartý, sjónvarpsgláp, vasa- peninga og fleira innan bekkjar- ins. Félagslíf og stuðningur við skólastarfið innan bekkjanna fer vaxandi. Mörg þúsund foreldrar eru fé- lagar í Heimili og skóla og For- eldrasamtökunum og lesa þau Sumum fínnst kannski best, segir Unnur Halldórsdóttir, að sleppa því að blanda foreldrum í skólamálin tímarit sem þessi samtök gefa út. Umræðan um lengd skóladags og skólaárs í takt við breytta þjóðfélagshætti byggir á þeirri trú að skólar þurfi meiri tíma til að sinna þeim fjölbreyttu verkefnum sem stjómvöld ætla þeim þ.e. að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi í samvinnu við heimilin. Væntanlega þyrfti minni tíma til að fara yfir námsefnið ef raðað væri í bekki eða ef bekkim- ir væru minni, börnin stilltari og áhugasamari, námsgögnin fjöl- breyttari o.s.frv. 37 kennslustunda skólavika hjá unglingum gerir u.þ.b. 25 klukkustundir, með hlé- um og frímínútum fer hún í rúm- lega 30 klst. á viku eða 6 klst á dag. Gera má ráð fyrir að heima- vinna geti minnkað ef kennslu- stundum fjölgar þó er það ekki víst. Sumir þessara nemenda voru í leikskóla frá kl. 8-17 þegar þeir vom yngri og flestir blómstruðu enda er starfsemi flestra leikskóla sniðin að þörfum barna. Hvað varðar sjálfskipaða „tals- menn foreldra" fullyrði ég að margir foreldrar veigra sér við að tjá sig í skólum barna sinna af ótta við að það bitni á börnunum þeirra ef skoðanir þeirra eru ekki skólanum þóknanlegar. Þeir kjósa að ganga til liðs við óháð samtök eins og Heimili og skóla sem halda almennum sjónarmiðum foreldra á lofti. Þar er enginn æviráðinn og fólk getur sagt sig úr samtökunum eða gengið í þau þegar það vill. Skólamenn eru almennt að viður- kenna að öflug samvinna heimila og skóla er einn af hornsteinum farsæls skólastarf. Slíkt samstarf þarf að byggja á jafnrétti og gagn- kvæmri virðingu fyrir skoðunum hvors aðila um sig. Guðmundur Oddsson ætti að nota sumarið til skipuleggja skóla- starf næsta vetrar með tilliti til hins nýja ákvæðis í grunnskólalög- um sem gerir ráð fyrir að við hvern skóla starfi foreldraráð sem m.a. fær til umsagnar skólanámskrá og aðrar áætlanir skólans. Hann þarf ekki að óttast foreldra og sjónarmið þeirra ef hann gengur til samstarfsins með faglegu sjálfstrausti og‘ með hagsmuni nemenda sinna að leiðarljósi. For- eldrar og skólamenn eiga að ræða saman um alla þætti skólastarfsins því þeir eiga sameiginlegra hags- muna að gæta, nefnilega að koma skólamálum ofar á forgangslista þjóðarinnar. Góð menntun er arðbærasta fjárfestingin fyrir þessa þjóð og til að efla hana er m.a. nauðsyn- legt að haida á lofti málefnalegri umræðu í öllum fjölmiðlum. Eg hlakka til að skrifast á við Guð- mund Oddsson um gæði skóla- starfsins og skora á fleiri skóla- menn og foreldra að blanda sér í umræðuna. Höfundur er formaður Heimilis _______________AÐSENPAR GREINAR_ Skólastjóri í skriftarham Unnur Halldórsdóttir * Bæjarstjórn Húsavíkur Fyrra árs reikningar samþykktir Húsavík - Ársreikningar bæj- arsjóðs Húsavíkur og fyrir- tækja hans voru við síðari umræðu samþykktir á bæjar- stjórnarfundi síðasta þriðju- dag júnímánaðar sem jafn- framt var síðasti fundur fyrir tveggja mánaða sumarleyfi. Fram kemur í reikningum að reksturinn tekur ávallt meira til sín og hlutfall tekna til fjárfestinga fer minnkandi og er framkvæmdum mætt með hlutafllslega meiri lán- tökum. Árið 1991 námu skuldir bæjarsjóðs og bæjar- fyrirtækja sem hlutfall af skattatekjum 6%, en á síðasta ári voru skuldirnar komnar í tæp 111% og eru þá skuldirn- ar 10% hærri en skattatekjur bæjarins á síðasta ári. Með reikningum fylgdi fróðleg skýrsla endurskoð- anda en þar segir m.a.: „Eins og undanfarin ár er lausafjár- staða kaupstaðarins góð, skammtímaskuldir eru óveru- legar og engin vanskil. Hins vegar dregur rekstur bæjar- sjóðs og veitna sífellt stærri hlut tekna til sín og þar með minnkar ráðstöfunarfé til framkvæmda og til greiðslu vaxta og afborgana lána. Við því verður að spoma eins og mögulegt er. Heildarskuldir Húsavíkurkaupstaðar vaxa stöðugt en tekjur aukast óverulega miðað við útgjöld." Kaupferð fyrir 100 árum Af Guðmundi Halldórssyni, skipsljóra NÆSTUM 100 ár eru nú liðin frá því langafi minn, Guðmundur Halldórsson, fór í kaupferð þá sem skráð var eftir frásögn hans og fyrst birtist í Sjómannablaðinu Ægi í nóv-des. hefti árið 1944. Þessa hrakningarsögu las ég, þá bam, en hún hefur verið mér minn- isstæð æ síðan og mikið fannst mér til um hetjuskap langafa og skipsfélaga hans í þessari erfiðu ferð. Langafi og langamma Charlotta María Jónsdóttir voru komin hátt á áttræðisladur þegar ég man fyrst eftir þeim. Þau bjuggu þá í lítilli íbúð við Öldugötu, skammt frá heimili foreldra minna, en þau fluttu frá Stykkishólmi til Reykja- víkur ásamt Lilju, dóttur þeirra og ömmu minni, árið 1928. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór að venja komur mínar til þeirra, enda ekki langt að fara. Sat ég löngum stundum á skamm- eli við fætur langömmu, sem bjó yfir miklum sögusjóði auk þess sem hún kenndi mér að lesa, bæði venjulegt letur og gotneskt letur af sálma- og guðsorðabókum. í stofunni þeirra var eins og tíminn hefði hætt að vera til, allt í föstum skorðum og snyrtilegt, enginn umferðarhávaði, aðeins þyturinn í rokknum, málmliljóðið í band- pijónunum eða tifið í veggklukk- unni sem sló svo fallega. Lang- amma afar rómantísk, hafði gam- an af skáldsögum og las fram- haldssögurnar í Vikunni, t.d. Jalnasögurnar, og ræddi persón- umar eins og um nána vini eða ættingja væri að ræða. Hún var lágvaxin kona en létt á fæti þótt hún hefði gildnað nokkuð með árunum. Þótt hún væri lágvaxin þótti hún bera sig vel og sem ung stúlka talin afar lagleg, var t.d. fengin til að sitja fyrir í skautbún- ingi hjá ljósmyndara sem kom eitt sinn í „Hólminn“ og sóttist eftir að mynda fríðustu konurnar. Ýms- ar sögur sagði langamma mér af „hanskaböllum“ í Stykkishólmi þar sem hún var eftirsótt í dans- inn. Ekki deildi langafi þessum dansáhuga, en þótti sjálfkjörinn í embætti dyravarðar, hár og herða- breiður og hafði ekki mikið fyrir því að halda reglu og aga, jafnvel þegar „Ólsarar“ fjölmenntu í „Hólminn“ á ball! Langafi var farinn að lýjast og dálítið lotinn í herðum þegar ég kynntist honum. Þó leyndi sér ekki að hann hafði verið kempu- legur. Svipmikill var hann og fremur alvörugefinn og sagður skapmikill og jafnvel bráðlyndur. Þótt hann væri fluttur á mölina var hugurinn aldrei fjarri sjónum og því umhverfi sem hann þekkti best við Breiðafjörðinn. Hann hafði á miðjum aldri orðið fyrir slysi með þeim afleiðingum að honum varð önnur höndin hálfónýt og gat þá ekki lengur stundað sjó- mennsku en varð að taka að sér störf í landi s.s. seglasaum, físk- mat og netagerð eftir því sem til féll. Hann var alltaf árrisull og byijaði hvern dag með því að líta út og gá til veðurs. Loftvog átti hann og þótti mér afar merkilegt að hægt væri að spá um veðrið með því að slá létt á glerið á loft- SÍÐUMYND úr Ægi 1944. Árið 1896 hélt 60 lesta skip, hlaðið kjöti og gærum, til Noregs. Frásögn af ferðinni, sem lýsir vandkvæðum þess að koma vörum á erlendan markað fyrir 100 árum, birtist í Ægi 1944. CharlottaM. Hjaltadóttir skrifar um Guðmund Halldórsson, sem var skipstjóri í þessari sögulegu kaupferð. voginni og lesa síðan af. Eftir að útvarpið kom til sögunnar var einnig fylgst grannt með veður- fregnum og svo að sjálfsögðu fréttunum, á þessum viðburðaríku tímum í upphafi síðari heimsstyij- aldarinnar. Ekki veit ég hvar Guð- mundur afi stóð í pólitík en það man ég vel að hvorki „bolsari", „strókur" eða „hann Hilter“ (Hitl- er) áttu upp á pallborðið hjá hon- um og gat hann talað sig æstan þegar kommúnistaverkfalla eða yfirgangs Þjóðveija var getið í fréttum útvarpsins. Auk dagblaðanna var helsta lestrarefni langafa Almanak Þjóð- vinafélagsins og kunni hann góð skil á öllum nafn- og merkisdög- um, sérstaklega þeim sem tengd- ust veðurfari og kunni hann ótal vísur og spakmæli um veður og árstíðir. Einhvern tíma hafði langamma trúað mér fyrir því að best væri ef langafi „fengi að fara“, eins og hún orðaði það, á undan henni. „Æ hann verður svo hjálparlaus og einmana,,, sagði hún. Henni varð ekki að þessari ósk sinni, en hún reyndist sannspá, eftir að hún féll frá missti langafi alla lífslöng- un enda varð ekki langt á milli þeirra. Sjálfsagt hefði enginn sem til þekkti talið að Guðmundur Halldórsson hafi verið rómantísk- ur. Ógleymanleg er mér þó sú minning er ég á af honum yfír moldum langömmu. Áður en kist- an hennar, hvít og faglega blómum skrýdd, var látin síga ofan í gröf- ina tók langafi upp hvítan vaxdúk og lagði yfir kistulokið af mikilli nærfærni, gerði síðan krossmark á meðan tárin runnu niður kinnar hans. E.S. Pálminn, en svo hét skipið sem frá er sagt í Ægi 1944, fór frá Stykkishólmi haustið 1896. Skiptið kom til Egersund 49 dög- um eftir að lagt var úr höfn í Stykkishólmi. Reykjavík 26. júní 1995. Höfundur er barnabarnabarn Guðmundar Halldórssonar og starfsmaður utanríkisþjónustunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.