Morgunblaðið - 01.07.1995, Síða 37

Morgunblaðið - 01.07.1995, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SJONMENNTAVETTVANGUR LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 37 - Lifun eigin augna Það er sitt hvað að vera með aðdróttanir uð núlist flæðir á markaðinn úr listaskólum. Þetta eru staðreyndir sem blasa hvarvetna við og víða hefur verið vakin athygli á. Eins og ég hef endurtekið vikið að, sá ég 1968 mikla skúlptúrsýningu á opnu svæði Dokumenta í Kassel og skrifaði ég grein um hana í blaðið. Tuttugu árum seinna sá ég heilan garð i Kaupmannhöfn undirlagðan svipuðum verkum, en nú voru þau eftir nýútskrifaðar listaspírur. Það sem áður var sem sagt óvænt lifun einstakra listamanna var nú orðið að skólalist. Það er mál þeirra sem gerst þekkja til þróunarinnar, að lista- skólum almennt hafi hrakað á und- anförnum árum, og í ljósi þess höf- um við minna til þeirra að sækja en fyrrum og þurfum að styrkja burðarstoðir okkar skóla í ljósi sér- stakra aðstæðna og einangrunar. Þá verða nafnkenndir skapandi listamenn æ tregari til að kenna við slíkar stofnanir, sem verður til þess að minna þekktir og metnaðar- lausari komast í meirihluta innan þeirra. Helst er það skelfilegt er trésmiðir og seminaristar fara að sníða þeim annan og almennari stakk. Þær missa þá sérkenni sín og ljóma, en verða í þess stað al- mennar kennslustofnanir og í litlu frábrugðnar bóknámsskólum. At- kvæðamiklir listamenn voru lengst- um burðarstoðir listaskóla, og kennsla þeirra metin til rannsóknar- starfa eins og gerist við háskóla, enda ætlast til að þeir væru á fullu í sinni list samfara kennslunni. Listaháskólar hafa í núverandi formi starfað í 250 ár, en rekja má uppruna þeirra allt til ársins 1459 og Cosimo de Medici í Flór- enz. Er hann seinna (um 1480) tengdist myndhöggvaraskóla Lor- enzo il Magnifico de' Medici, fékk myndhögg og málverk endurreisnar þann listaskóla sem var ígildi vís- indastofnunar, en sjálft nafnið ak- demía kemur frá heimspekiskóla Platons frá því 387 fyrir okkar tímatal, og felur í sér lærdóms- og listasetur. Þeir sem hafa kennt við listaskóla hafa orðið að vera sér þess meðvitaðir, að þeir væru í raun að miðla því sem ekki væri hægt að kenna, en hins vegar er mögu- legt að þroska nemendur á margan hátt t. d. í hinu handverkslega fagi. þ\d var áherslan lögð á að menn lærðu að vinna, og í upphafi voru lærlingarnir látnir sópa gólf, rífa liti fýrir meistarann og yfirleitt ganga að öllum undirbúningsverk- um. „Vinna er ekki leikur og vera má að vinnan hafi ekki alltaf ham- ingju í för með sér, en hins vegar er engin hamingja til án vinnu“. Og svo vísað sé aftur til Disraelis, þá eru til þöglar manneskjur sem eru áhugaverðari en bestu ræðu- menn. Auðvitað eru breytingarnar gerð- ar í anda „frelsis og fijálsræðis", og- að setja fram skoðanir sínar byggðar á reynslu og yfírsýn, skrifar Bragi Ásgeirs- son og segir að eitthvað sé skólastjóm Myndlista- og handíðaskóla íslands úti að aka með athugasemd sinni frá 6. maí sl. ÉG TÓK ekki eftir skrifi skólastjórnar MHÍ strax, enda þá önnum kafinn og fletti einungis lauslega í dagblöðum, en utanað- komandi vöktu athygli mína á pistlinum og var ég þá búinn að svara skrifum Björg- vins Sigurgeirs Har- aldssonar í blaðinu sama dag, annars hefði ég svarað um leið. Skólastjórn er mjög um að sá er les fái það álit, að ég sé að vega að samstarfsfólki mínu og nemendum, svo er engan veginn, en hins vegar hef ég fylgst allvel með vettvangsskrif- um og deilum um listaskóla erlend- is. Og mér er vel kunnugt um, að mörgum innan skólans er meira í mun að uppfylla kröfur til námsein- inga eftir aðfengnu kerfi til námsl- ána, en þær almennu kröfur sem lengstum hafa verið gerðar til nem- enda. Undarlegt er t.d. að nefna það aðdróttanir, er manni blöskrar hve mætingu nemenda er ábóta- vant, að þeir ganga inn og út í kennslutímum og bera fram hinar undarlegustu röksemdir um fjar- veru sína, sem síður og alls ekki væru teknar gildar í bóknámsskól- um. Hvað er það annað en lítilsvirð- ing á gildi og þýðingu listnáms? En hvers er að vænta þegar skól- inn bókstaflega ýtir undir vanmat á verklega náminu með tætings- legri stundatöflu. Ég hef alltaf álit- ið að aðalatriðið væri að kenna nemendum að vinna og ganga að samfelldri verklegri vinnu upp á hvern skóladag, og á þetta hafa allir helstu myndlistarmenn aldar- innar lagt ríka áherslu, - þakkað því allan árangur sinn og frama. En hér eru kennslufræðingarnir og seminaristarnir ekki á sama máli, slíta og búta niður kennsluna á þann veg að nemendur komast ekki almennilega niður í neitt, og hafa sumir viljað nefna þetta skyndibita- aðferðina. Og á meðan að aðrar þjóðir reyna að styrkja sjálfsvitund þegna sinna með því að halda fram sinni eigin list, er engin íslenzk sjón- menntasaga kennd við skólann og nemendur sumir nær jafn fáfróðir um norræna myndlist og í almenn- um skólum, þar sem slíku er í engu sinnt! Rangt er að allir fái aðgang að upplýsingum af skóiastjórnar- fundum, því þar eru menn bundnir þagnarskyldu og afar erfitt að fá upplýsingar um einstök mál, og aldrei hef ég vitað til þess að al- mennir kennarar fengju að glugga í fundargerðarbækur. Almennir kennarafundir eru og afar sjaldgæf- ir. Auk þess rataði ekki allt sem skeði á fundunum í bækur hér áður fyrr, og gerði ég endurtekiö athuga- semdir við það, og stakk ítrekað Bragi Ásgeirsson upp á því að þeir væru teknir upp á band, en því var ávallt hafnað. Á fundi sem ég sat með fyrri skólastjóra ásamt kennurum mál- aradeildar fyrir nokkr- um árum, skeði að hann bar fram tillögu, sem mér þótti vægast sagt vanhugsuð og bera vott um litla þekk- ingu á eðli málsins. Færði ég rök að skoð- unum minum og reyndust allir fundar- menn sammála mér og varð skólastjórinn að draga tillöguna til baka. En siðan hef ég ekki verið boðaður á fund og má það upplýsa einhveija um vinnubrögðin við skól- ann í tíð hans. Aðrar skoðanir, en þær sem féllu að fyrirfram gefnum forsendum voru bersýnilega ekki æskilegar. Ég væri ekki að þessum skrifum mínum ef ég bæri ekki hag skólans fyrir bijósti og vildi veg hans sem mestan og hér er um miklu meira en innanhúsmál að ræða, því þetta varðar alla menntun í myndlist og sjónmenntun á landinu. Mikilvægt er að styrkja innviði skólastarfsins er hann kemst á háskólastig og það er fleira en vís að skrifstofu og fundarhöldum. Þá máekki gleyma því, að um leið og listaháskólinn tekur til starfa, verður sú gagn- merka stofnun „Myndlista- og handíðaskóli íslands" ekki lengur til, en það er önnur saga. Það er svo til lítils að flagga því, að skólinn sé í samstarfi við um 50 „virta“ listaháskóla í Evrópu og Bandaríkjunum, og mín vegna mættu þeir vera 500 eða 5000. Sem fyrr segir hafa miklar deilur verið í gangi um eðli og tilgang lista- skóla og þar eru fjarri því allir sam- mála. Hitt mun rétt að tilhneiging er til að steypa alla listaskóla í eitt form svipað og núlistasöfn, og hér vilja ýmsir andæfa og þar á meðal er skrifari. Hann er sér þess vel meðvitaður að hér á hann í höggi við fólk sem les yfirleitt blaðið með blinda auganu, ef það les það yfir- höfuð. Það hefur þannig bersýni- lega farið fram hjá þeim, að ég hef ítrekað farið inn í mál listaskóla í vettvangsskrifum mínum í áratugi. Uppstokkunin felst öðru fremur í því að fylgja eftir ákveðnum staðli í frumlegheitum, og þeir sem ekki eru með á nótunum eru sagðir gam- aldags og úreltir. Meðal þessara virtu listaskóla er vafalítið skólinn er tók það fullgilt til inngöngu og sex ára námsstyrks, að skjóta föður sinn á klósettinu, að vísu einungis ljósmynd t fullri stærð, en þó... Þessar „gagngerðu breytingar", hafa m.a. haft það í för með sér að sprenging hefur orðið á fram- boði á sýningavettvangi og að stöðl- en skyldi það vera frelsi að námsfög eru vanvirt, litið er niður á teikn- ingu og málaralist sem eitthvað úrelt og úr sér gengið, sömuleiðis steinhögg og þau grunnatriði mynd- listarinnar sem lengstum voru í heiðri höfð? Og þegar metnaður og árangur skipta ekki máli lengur, heldur hug- myndafræði og einhveijir fánýtir próftitlar eru menn illa í sveit settir. Það sem listaskólar hafa fram yfir almenna skóla, hefur lengstum verið þjálfun eðlisvísunarinnar og beinnar lifunar, menn nefna þetta hugsæi og innsæi „intuition". Það er og almennt viðurkennt, að þjálf- un skynrænna kennda, sé mikil- vægasta mótvægi hins gelda upp- lýsingastreymis ofurtækninnar. Oll meðöl til að þroska undirvitundina og hugsæið eru þannig heilbrigð og réttlætanleg, og geta aldrei tal- ist gamaldags frekar en sjálft lífið og grómögn jarðar. Menn geta ekki útreiknað framtíðina heldur einung- is gripið til getspekinnar og því þróaðri sem hún er þeim farsælla. Nútíminn hefur tilhneigingu til að fella allt undir ákveðinn útreiknað- an staðal og hafna hugsæinu, og þannig telja sumir sig þess um- komna að staðla listnám og frum- leikann og þarmeð er frumleikinn orðinn að akademisma í neikvæðri merkingu. Tilefni er að minnast þess sem Danir henda á lofti er skilgreina á slík mál: „I denne skole blir teori og praksis forenet/ Ing- enting stemmer og ingen ved hvor- for. - Teori er naar man ved alt og ingenting stemmer/ Praksis er naar alt stemmer men ingen ved hvorfor. Sú þróun, að listaskólar yrðu að eins konar hópefli á altari hug- myndafræði er ekki ný, eins og ég hef ítrekað bent á og þannig eru þeir heimsþekktir listamennimir til sem hafa rannsakað þetta eins og t.d. Daniel Spoerri. Niðurstaðan var að nemendur eru allstaðar að fást við það sama, og allstaðar í nafni frumleikans! Þetta var á tímum nýja málverksins svonefnda, en nú hefur verið svissað yfír í þá hug- myndafræði, sem átti miklu fylgi að fagna á áttunda áratugnum. Og hér vilja menn engar málamiðlanir frekar en að einstaklingar fengu að klæðast samkvæmt eigin höfði í Kína á tímum Maós og menningar- byltingarinnar. Eins og ég hef áður vísað til voru Hollendingar hér i fararbroddi og lyftu óspart undir þessa tegund listsköpunar og fylltu allar hirslur safna og útibú þeirra, af hinum nýja og mikla sannleik. En er svo kom í ljós, að kostnaður- inn við varðveislu hinna dýru verka varð með tímanum meiri en goldið var fyrir þau, var lokað fyrir þróun- ina. Söfnin nýttu sér aldrei verkin og nú vilja listamennimir sjálfír ekki einu sinni fá þau gefins til baka. I skólum eru menn kannski eftir 4-6 ára nám á ríkisstyrkjum að reisa nokkur aflöng borð upp við vegg í anda Joseph Beuys á sjöunda áratugnum, og hljóta fyrir meistaragráðu í listum! Bauhaus skólinn var í sjálfu sér mjög góður, en nú sætir þróunin er frá honum kom sífellt harðari gagnrýni, því að heimurinn var að fyllast af sálarlausum skókössum, láréttum eða lóðréttum, hvað húsa- gerðarlist áhrærir. Ekki var það heldur þeim góðu mönnum að kenna er innan veggja skólans kenndu, að skipulögð fræði þeirra í sjón- menntum var á sama hátt misnotuð og niðursoðin af minni spámönnum þannig að afleiðingarnar urðu hrikaleg offjölgun listamanna. Það stýrir þannig ekki góðri lukku að staðla frumleikann, því sögðu ekki jöfrar á borð við Henri Matisse: „menn eiga ekki að reyna að vera frumlegir" því hafí maður til að bera neista af frumleika kem- ur hann fram. í ljósi þessa kemur manni spanskt fyrir sjónir, er menn eru að staðla hugsæið, staðla einn- ig námsmat í skapandi atriðum og færa yfir á svið almennra skóla- stofnana, einmitt þegar víða er ver- ið að snúa blaðinu við og koma að iífrænni viðhorfum, eins og sjá má í húsagerðarlistinni. Listin er nefni- lega jafn óútreiknanleg, og veðrið og seint mun lánast að bera and- rúmsloft listaskólanna í skjólum inn í almennar skólastofur! Trú mín er að miklar breytingar og uppstokk- anir muni eiga sér stað innan lista- skóla á næstu árum, að mun meira tillit verði tekið til hugsæisins og jafnframt verði það, sem nú er út- hrópað gamaldags endurreist. Við erum á leið inn í öld þar sem þýð- ing á gildi handar og innsæis marg- faldast vegna hinnar köldu og stöðl- uðu ofurtækni. í næsta sjónmennta- vettvangi mun ég væntaniega íjalla um sitthvað sem ég hef í höndunum varðandi umræður um listaskóla beggja vegna Atlantshafsins. Höfundur er myndlistarmaður og gagnrýmndi. Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra { Jónsmessuhappdrætti ™ Sjálfsbjargar Vinningaskrá 24. júní 1995 Bifreið Subaru Legacy að verðmæti kr. 2.286.000 47474 Ferð með Úrval/Útsýn að eigln vali, hver kr. 120.000 70 7750 12267 21921 36838 47357 60148 1265 8111 15261 26841 39408 52623 61555 4478 9083 17187 30858 40990 53464 69553 7119 9120 17974 33864 45582 55508 75282 7262 9969 18931 34431 46292 56514 Gasgrill frá versl. Útilíf eða úttekt að eigin vali fyrir kr. 20.000 1227 10116 18357 28191 36701 46925 57338 65472 1361 10312 18531 29041 37417 47017 58140 65591 1588 10522 18978 29130 38504 47039 58207 67523 2398 10714 19182 29845 40186 47933 58395 69212 2859 10980 19393 29985 40324 49062 58624 70726 2911 11081 19826 30227 40340- 49139 58743 71266 3013 11090 20146 30467 40508 49193 58767 71705 3820 11419 20917 30692 40779 50099 59044 71816 4022 11833 21252 31089 41124 50242 59704 72102 4216 13002 22323 31327 41312 50248 59769 72340 5883 13066 22474 31356 41594 50794 59938 72883 6003 13137 22780 31573 42176 52547 60446 73291 6258 13808 - 23097 32178 42661 52963 60551 73544 6398 14088 24045 32891 42982 53336 61100 74312 7711 14746 24086 33535 43071 53441 61135 74640 7933 15406 25129 33771 43993 53851 61367 74735 7945 15939 25257 33796 45276 54113 61981 74847 8323 16680 25775 34307 45336 54343 62094 74928 9128 16793 25968 34485 45762 55173 63295 75696 9172 17362 26352 34655 46518 55616 63712 9203 17825 26931 35206 46706 55750 63969 9279 17956 27577 35501 46819 55879 64544 9629 18075 27935 35878 46885 56366 64641 9645 18263 28097 36657 46919 57066 64995

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.