Morgunblaðið - 01.07.1995, Síða 38

Morgunblaðið - 01.07.1995, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HERMANN TORFASON PETUR EIÐSSON + Hermann Torfason fæddist á Suðureyri við Tálknafjörð 26. apríl 1921. Hann Iést á heim- ili sínu á Akranesi 6. júní og fór útför hans fram frá Akra- neskirkju 14. júní. ÉG kynntist Hermanni vini mínum er ég kom inn í skipshöfn nýsköpun- artogarans Ólafs Jóhannessonar frá Vatneyri við Patreksfjörð, en þar var Hermann einn af skipveijum. Síðan hafa leiðir okkar Her- _ manns legið að miklu leyti saman. Hann fluttist með mér hingað til Akraness og saman sigldum við inn á Krossvík á togaranum Akurey 5. febrúar 1955. Samleiðin er orðin 44 ár og er margs að minnast og margt sem ber að þakka við leiðar- lok. Efst í huga mér er hin ljúfa lund Hermanns. Hann var sérstaklega dagfarsprúður og góður drengur sem öllum vildi gott gera og alltaf tilbúinn að hjálpa þeim sem í vanda voru. Ekki ber að skilja þetta svo að hann væri skaplaus, því oft gat hann hvesst á mann ef honum þótti, en aldrei stóð það rok lengur en orðin voru sögð, hann erfði ekki neitt við nokkurn mann og aldrei heyrði ég hann tala illa um aðra. Hermann stóð á þrítugu þegar við kynntumst og hafði þá meiri hlut- ann af ævinni starfað við sveita- störf, mest á Auðkúlu við Arnar- fjörð, en þar var hann uppalinn frá níu ára aldri. Hann gerði síðan sjó- mennsku að starfi sínu, bæði á togurum og bátum, en síðustu árin gerðist hann starfsmaður Se- mentsverksmiðjunnar og vann þar til starfsloka sinna. Þegar við kom- —* um til Akraness leigði Hermann með Valdimar bróður sínum her- bergi til dvalar í þá fáu daga sem þeir voru í landi, það var nefnilega ekki siður að taka sér frí nema í mesta lagi tíu til tólf daga á ári í þá daga. Þegar Valdimar söðlaði yfir og fluttist aftur vestur fékk Hermann herbergi í nýbyggðu húsi á Vesturgötu 129, en það hús höfðu þau hjónin Sverrir frændi minn Askelsson frá Akureyri og Halldóra Ólafsdóttir frá Mýrarhús- um reist. Þau höfðu eignast tvær litlar stúlkur, þær Oddrúnu og Guðrúnu, og urðu þær strax auga- steinar Hermanns sökum ljúflyndis hans og barngæsku. Þarna leið Hermanni vel _þá fáu daga sem hann var í landi. A þess- um árum var verulega farið að halla undan fæti á stóru togurun- um, mest voru stundaðar veiðar á fjarlægum miðum, síldin var farin að veiðast aftur með nýrri tækni. Með lengri túrum á fjarlæg mið varð kaup manna á togurunum minna en áður og erfitt reyndist að manna skipin. Vorið 1959 kemur Hermann að máli við mig og segist ætla að hætta í sumar og reyna eitthvað annað og efst í huga hans var að flytjast vestur þar sem hann átti mörg systkini og komast í meira samband við sína stóru fjölskyldu. Þá um sumarið dó svo frændi minn, Sverrir, langt um aldur fram og eftir stóð ekkjan með tvær litlar dætur og nýbyggt hús. Þarna sá Hermann að vandræði voru á ferð- inni og tók þá strax til við að hjálpa eins og honum var svo eðlislægt. Síðar kvæntist hann Halldóru og ól upp með henni dæturnar tvær, sem báðar eru vel giftar og eiga hvor sín flögur börn, sem öll urðu afabörn Hermanns. Hann sagði oft við mig að þetta væri lífsfylling sín og algjör vendi- punktur í lífinu. Hermann var dug- íegur sjómaður, samviskusamur og einstaklega viljugur. Síðustu árin sem við sigldum saman þurfti ég aldrei að segja honum að ganga til verka, hann vissi hvaða verk þurfti að vinna og sinnti þeim án nokkurra orða. Fyrir áratuga hnökralausa samleið vil ég þakka að leiðarlokum. Hermann var jarðsettur frá Akranesskirkju þann 14. júní að viðstöddu miklu fjölmenni er sýndi vel þann samhug, sem hann hafði áunnið sér með sinni ljúfu fram- komu. Ég og kona mín sendum aðstandendum Hermanns okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um algóðan guð að blessa minningu um látinn heiðursmann. Kristján Kristjánsson. + Pétur Eiðsson fæddist á Snotrunesi í Borg- arfirði eystra 18. september 1952. Hann lést á Egils- stöðum 29. mai síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Bakkagerðiskirkju 3. júní. DAUÐINN er og verð- ur alltaf óvæntur, en stundum... já, það er skrýtið þetta korter sem við köllum líf, stundum breytist það í fimm mínút- ur. Æ, Pétur minn, æ, Pétur! Hvers vegna? Hvers vegna? Bréfið frá þér er ekki nema viku- gamalt, þar er vorkoman í sjón- máli, í nýju húsi með nýja sýn... nýtt líf. .. svo margt rétt að byrja að vera að byija... Ef! Nei! Orð trufla. Vonandi hafa þau él er birgðu þér sýn um stundar sakir létt upp, vonandi hefurðu losnað undan því oki sem varð þér að aldurtila. Guð geymi þig. Elsku Magga mín, Halldór, Odda og litli Guðmundur, já og þið öll hin, um leið og ég votta ykkur mína dýpstu og sárustu samúð langar mig að senda mínum góða vini Pétri þessar hinstu kveðju með þakklæti fyrir þessar sekúndur, sem við átt- um saman, og um leið kveð ég hluta af sjálfum mér. Að kveðja er að deyja agnarögn. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Minningin um góðan dreng mun lifa. Ég bið almættið að styrkja okkur öll og minna okkur á að líta okkur nær. Þinn frændi og vinur: Andrés Sigurvinsson. Þegar ég var á Borgarfirði eystra veturinn 1985 - 1986, bjó Pétur Eiðsson á Snotrunesi. Trúlega hef ég hvergi komið oftar en þar þenn- an vetur. Ég þekkti þennan frænda minn vel frá fyrri tíð, en nú kynnt- ist ég honum enn betur. Kannski get ég sagt að ég hafí kynnst hon- um eins vel og kostur var á þegar jafn dulur maður og Pétur var ann- ars vegar. Þó er að vissu leyti rétt- ara að segja að hann hafi verið hlédrægur fremur en dulur; honum þótti alltaf skemmtilegra að fræð- ast um hagi viðmælandans en að tala um sína eigin. Hann var ger- samlega laus við hugmyndir um eigið mikilvægi. Að þessu leyti sór hann sig í ætt við bændur frá ómunatíð, og ef marka má Stefán Jónsson fréttamann og rithöfund, þá er þetta nokkuð áberandi ein- kenni einmitt á austfirskum bænd- um. En Pétur gat vissulega verið spilandi kátur, og hann hreinlega logaði af grallaraskap annað veifíð. Að borða súran selhreifa í eldhúsinu á Snotrunesi - þetta góðgæti sem alltof fáir kunna að meta í okkar undarlega nútíma - síðia kvölds að vetrarlagi, meðan tungl lýsti á harðfenni um allan ijörð fyrir utan gluggann - það er minnig sem dofnar ekki heldur styrkist með árunum: Pétur við bekkinn með lok- ið af hreifatunnunni í höndunum, altekinn galsa sem grípur menn oft í sambandi við sjaldfenginn og sér- stæðan mat sem flytur þá nær upp- runa Sínum á einhvern hátt. Ég held að búskapurinn hafi ver- ið mjög þýðingarmikill fyrir hann, og tengst grunnþáttum í eðli hans. Þegar ég flutti svo burtu og Pétur brá búi og fluttist upp í Egilsstaði, stijáluðust fundimir eðlilega þar sem langt var á milli. En við hittumst á hveiju sumri. Yfir vetrartímann voru það sendibréfín sem héldu við sambandinu. Við notuðum þau frekar en símann. Þau eru orðin mörg bréfin sem hafa farið á milli okkar á þessum árum. Pétur lagði geysimikið í bréf sín, þau voru löng og vönduð og vel stíluð, og oftlega mynd- skreytti hann þau með ljósmyndum sem hann límdi á síðurnar. Ljósmyndun lá opin fyrir honum, hann tók svart- hvítar myndir og framkallaði sjálf- ur, myndir sem báru vitni sérkenni- legu næmi og sýn sem enginn lær- dómur getur veitt. Ýmsar af mynd- um hans birtust í blöðum eystra, og nokkrar í bókmenntatímaritinu Skýi. Þar vöktu þær verðskuldaða athygli manna sem hafa þekkingu til að dæma um þá hluti. Annars réði hans meðfædda hógværð því að hann hélt myndum sínum lítt fram, sendi okkur frændum sínum nokkrar myndir við og við, og lét þar við sitja. Snemma í vor hafði ég samband við hann vegna mynd- ar sem ég vildi fá utan á bók. Hann færðist heldur undan, en þó tókst mér að fá hann til að saþykkja birt- ingu. Þegar maður opnaði póstkassann sinn og sá ofan í honum umslag frá Pétri Eiðssyni, eftilvill með hörðu spjaldi sem þýddi bréf með mynd- um, þá var það dálítið eins og að opna tunnu með vel sýrðum sel- hreifum; maður geymdi sér síðasta bitann í lengstu lög - las hægt! Meðan hann stundaði búskapinn (og það gerði hann næstum að segja frá barnæsku, og ég held eitthvað lengur), hélt hann ítarlegar dagbækur um veðráttu og viðburði. Þessar dagbókarfærslur fylla mörg bindi, og sýna vel hvað honum var létt um að skrifa; svo hann var í góðri þjálfun þegar kom að bréfun- um. Nú eru bréfaskriftir víst orðnar sjaldgæfari en var, og ég veit ekki hvort fólk gerir sér almennt grein fyrir því að fátt styrkir betur vin- áttubönd en þau. Þessi fullyrðing á ekkert skylt við íhaldssemi. Nú í vor hafði Pétur fest kaup á litlu húsi niðri á Borgarfírði, og hugðist snúa þangað aftur, að minnsta kosti yfir sumartímann. Við vorum að gantast með það í bréfum hvað húsið ætti að heita, og þar sem Pétur hafði á tímabili verið mikið fyrir te, stungum við frændur hans upp á því að það yrði látið heita Tebakki, samanber önn- ur heiti á býlum og húsum í firðin- um: Sólbakki og Lindarbakki. Þann- ig áritaði ég umslag sem ég sendi af stað deginum áður en ég fregn- aði lát hans. Nú verða bréfín ekki fleiri sem fara okkar á milli, en ég hef í fórum mínum gömlu bréfín hans öll sem hann skrifaði mér, og þau er hægt að lesa aftur og aftur. Ég veit að hann hlakkaði mikið til að flytja í nýja húsið sitt og koma aftur á þann stað sem honum þótti vænst um. En nú er hann farinn annað, óvænt. Maður verður samt að trúa því að allt hafi til- gang, þó erfitt verði að fara austur í sumar og hitta ekki Pétur í húsinu eins og við höfðum ætlað. Öllum aðstandendum votta ég innilega samúð. Gyrðir Elíasson. Það getur verið erfitt að sætta sig við, að uppáhalds frændi og vin- ur skuli vera farinn á vit forfeðra sinna, einkum þegar maður hugsar til þess hvernig andlát hans bar að. En mig langar þó til að kveðja og minnast þessa góða drengs með þessari stuttu grein. Fyrstu kynni mín af Pétri, sem t Hjartkær svilkona og frænka, ANNA HANNESDÓTTIR, Mágen 88, Tcnder, Danmörku, andaðist þann 17. júní sl. Elísabet Csillag, Georg Csillag, Marianna Csillag. t Sonur okkar, bróðir og barnabarn, MAGNÚS VÍÐIR AÐALBJARNARSON, Reyrhaga 1, Selfossi, lést í Vallholti 9 miðvikudaginn 28. júní. Guðbjörg Erla Kristófersdóttir, Aðalbjörn Þór Magnússon, Birgir Aðalbjarnarson, Eva Hrund Aðalbjarnardóttir, Henný Þórðardóttir, Kristófer Ásgrímsson, Þórdís Frímannsdóttir, Magnús Aðalbjarnarson. t Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, EIRÍKSJ. KJERÚLF, síðast til heímilis i Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar. Þórey Eiríksdóttir, Söivi Kjerúlf, Droplaug Kjerúlf. ég man eftir, voru þegar ég var um það bil fjögurra ára gamall og hann bóndi á Snotrunesi á Borgarfirði eystra. Ég stóð í eldhúsinu heima á Sauðárkróki og hélt á bréfí ásamt myndum af tveimur ólíkum kindum, sem hann hafði sent mér. í bréfínu bað hann mig að velja á milli þess- ara tveggja „gæludýra", sem hann ætlaði svo að fóstra fyrir mig og sjá um að öllu leyti, auk afkvæma. Ég man að mér þótti þetta mikil upphefð og sem stoltur rollubóndi hófst ég strax handa við að skrifa honum svarbréf, þar sem ég gaf honum þá fyrirskipun að kindin skyldi heita „Heyflekka". Hann átti síðar eftir að senda mér ýmsar gagnlegar upplýsingar um líðan og afkomu skepnunnar og afkomenda hennar, sem mér þótti mikið til koma. Það má kannski segja að þetta hafí verið fyrsti vísir að okkar bréfa- skriftum, en nú seinustu árin skrif- uðumst við alltaf reglulega á, auk þess sem við létum alltaf fljóta með ljósmyndir eftir hvorn annan, svona til að sýna hvorum öðrum, hvernig okkur miðaði í þróuninni á þessari lítilsmetnu listgrein. Ég man eftir mörgum faliegum myndum sem hann sendi mér og hreifst ég sér- staklega af hans einstaka stíl og hans mikla innsæi á myndefninu. Ég mun sakna þess að fá ekki leng- ur þessi stóru þykku umslög að austan, inn um bréfalúguna hjá mér. Ég og fjölskylda mín höfum haft það sem sið að fara austur á Borg- arfjörð næstum því á hveiju sumri og dvelja þá í sumarbústað foreldra minna. Ég man að þau ár sem Pét- ur bjó á Borgarfirði var hann ævin- lega fyrstur manna til að koma í heimsókn og bjóða okkur velkomin í fjörðinn. Hann var okkur alltaf innan handar í öllu og var alltaf tilbúinn að fara með okkur í langar fjallgöngur og ferðir í nágrannafirð- ina. Skemmtilegri ferðafélaga var vart hægt að hugsa sér, enda fróður um flesta staðhætti. Ég man sér- staklega eftir einni slíkri fjallgöngu, fyrir nokkrum árum, er við fórum tveir saman í innfy'öllin á Borgar- firði í leit að fallegu grjóti. Gengum við þar fram á draug um hábjartan dag, sem virtist vera að gæta steina- námu einnar sem við hugðumst tína úr. Vildi draugsi lítið við okkur tala og forðaði sér hið snarasta. En klyfj- aðir gijóti og skemmtilegri reynslu trítluðum við Pétur hinsvegar heim á leið. Það er margs að minnast af sam- skiptum okkar frá liðnum árum, sem of langt mál yrði að rifja upp hér, þó gaman væri. En mín seinustu kynni af Pétri voru nú um páskana þegar hann kom hingað suður í heimsókn til Reykjavíkur og fór síð- an með mér til Sauðárkróks í ferm- ingarveislUj sem haldin var þar fyr- ir norðan. A leiðinni sagði hann mér frá nýja bústaðnum sínum, sem hann hafði verið að kaupa sér á Borgarfirði og þá strax fór ég að hlakka til næstu austurferðar, vit- andi af honum í næsta bústað við hliðina, reiðubúnum í komandi fjallaferðir og ljósmyndaleiðangra. Ékki hvarflaði að mér þá að okkar kveðjustund hér fyrir sunnan yrði sú seinasta. Ég vil að lokum votta öllum að- standendum og vinum Péturs samúð mína. Nökkvi Elíasson. Mig langar með örfáum orðum að minnast frænda míns, Péturs Eiðssonar. Alltaf er sárt að horfa á eftir ættingjum sínum og vinum falla frá í blóma lífsins. Fyrst er eins og tilfinningarnar dofni og maður neit- ar að trúa en að lokum veðrur raun- veruleikinn ekkert flúinn sem ófrá- víkjanleg og bláköld staðreynd. Þá fyrst koma hinar eiginlegu tilfinn- ingar í ljós, sársauki söknuður. í kjölfarið fylgja minningabrot sem að hluta til skýra þessar tilfínningar. Ég ætla að leyfa þessum minn- ingabrotum að festast á blaði hjá mér núna þegar ég skynja svo sárt að frændi minn, Pétur Eiðsson, er ekki lengur á meðal okkar. Oft hefur mér fundist að Pétur hafi verið fyrirmyndin mín í æsku eða hafi a.m.k. styrkt mína innri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.