Morgunblaðið - 01.07.1995, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 43
SIGFRÍÐUR
ELÍMUNDARDÓTTIR
+ Sigfríður Elí-
mundardóttir
fæddist 24. ágúst
1906 á Stakka-
bergi í Dalasýslu
og lést á Ellideild
spítalans á Akra-
nesi þann 22. júní.
Foreldrar hennar
voru Ingibjörg
Guðmundsdóttir
og Elímundur
Þorvarðsson.
Þeim varð 8 barna
auðið, þau voru í
aldursröð talið
Elín, Ingveldur,
Björnfríður, Ólöf, Sigfríður,
Guðbjörg, Ingimundur og Guð-
laug. Nú eru aðeins þrjú þeirra
á lífi.
Sigfríður verður jarðsungin
laugardaginn 1. júlí frá Staðar-
fellskirkju í Dölum kl. 14 og
jarðsett í heimagrafreit á
Stakkabergi.
Breiðafjarðar byggðin kær,
blessuð vertu stundir allar.
Okkar ljúfi bemsku bær,
brattar hlíðar eyjar, sær,
engi, tún og elfan tær,
elska drottins til þín kallar.
Breiðafjarðar byggðin kær,
blessuð vertu stundir allar.
(Friðgeir Sveinsson)
í dag kveðjum við kæran vin frá
æskuárunum, hana Siggu frá
Stakkabergi eins og við kölluðum
hana alltaf.
Sá sem þessar línur ritar ólst upp
á næsta bæ við Stakkaberg, en þar
bjuggu foreldrar hennar allan sinn
búskap og ólu þar upp öll sín börn
á mjög góðu og hlýlegu heimili, þar
sem einstök nærgætni var sýnd
bæði mönnum og dýrum.
Sigfríður mun hafa fatlast í fæð-
ingu og gekk aldrei heil til skógar
allt sitt líf, en hún vildi taka þátt í
daglegum störfum á heimilinu eftir
því sem hún treysti sér til en henni
var sýnd einstök nærgætni af for-
eldrum og systkinum alla tíð, já, svo
að til sérstakrar fyrirmyndar var.
Einkum kom þó í hlut Olafar (Lóu)
að sjá um Siggu og foreldra sína.
Olöf kom alkomin heim að Stakka-
bergi 1939 og víst er um það að hún
helgaði sig alveg heimilinu og sinni
fötluðu systur eftir það og þær voru
tvær einar á Stakkabergi frá 1956-
1982 en þá fór Sigga á Ellideild
Akranesspítala og fylgdi Lóa henni
eftir og var á Akranesi um haustið
á meðan Sigga var að aðlagast ver-
unni þar.
Einnig voru á Akranesi tvær kon-
ur, Sumarlína Jónsdóttir og Frið-
rikka Bjarnadóttir sem heimsóttu
Siggu mjög reglulega og
styttu henni stundir eftir
því sem hægt var og eiga
þær, svo og aðrir sem
heimsóttu hana, miklar
þakkir skildar.
En víst er um það að
systurkærleikur Lóu var
svo mikill að ég veit ekk-
ert slíkt dæmi, hún fórn-
aði sér gjörsamlega fyrir
sína fötluðu systur. Einn-
ig eiga starfsfólk og
læknar Ellideildarinnar
miklar þakkir skildar fyr-
ir alla sína hjálp og um-
hyggju er þaú sýndu
Siggu.
A kveðjustund vina frá æsku-
stöðvunum, rifjast svo margt upp,
já, sem er gott og nauðsynlegt að
gleyma ekki.
Við börnin komum oft að Stakka-
bergi og fengum hlýjar móttökur
bæði hjá Siggu og því fólki öllu og
oft kom Sigga úteftir til okkar og
var þá farið í alls konar leiki, sem
hún tók þátt í, þrátt fyrir sína fötlun
og var enginn glaðari en hún og við
börnin fundum vel að henni þótti
vænt um okkur og sama gerðist með
bróðurbörn mín, sem bjuggu á
Sveinsstöðum á eftir okkur.
Sigga var mjög vel greind og ein-
staklega minnug eins og Lóa og þær
mundu alla hluti og ef maður spurði
þær gátu þær sagt næstum alla hluti
upp á dag, hvenær þetta eða hitt
hefði gerst. Hefi ég aldrei þekkt slíkt
minni.
A Stakkabergi voru mörg börn í
sveit á sumrin og hændust þau mjög
að Lóu og Siggu og héldu mörg
þeirra tryggð við þær alla tíð. Að
koma að Stakkabergi til Lóu og
Siggu var eins og að koma í veislu,
allt svo notalegt og maður sá þá
miklu gleði Siggu yfir því að sjá
hvað systir hennar tók vel á móti
okkur og reyndi Sigga að taka þátt
í því eftir getu.
Því fækkar óðum, þessu góða fólki
sem maður ólst upp með heima í
litlu fallegu sveitinni okkar þar sem
útsýnið er hvað fegurst yfir eyjar
og sund á Breiðafirði og maður sér
fyrir sér í huganum þegar hugsað
er heim á æskustöðvarnar, oft mitt
í önn dagsins.
Lóa og Unnur Svavarsdóttir fóru
upp á Akranes til Siggu stuttu fyrir
andlát hennar og kvöddu þær Siggu
í hinsta sinn þar, en þessi stund var
þeim öllum afar kærkomin og vildu
þær báðar systurnar þakka Unni
alveg sérstaklega að gera þeim kleift
að eiga þessa kveðjustund, svo og
alla tryggð og hjálp sem hún hefur
veitt þeim.
Lóa bað mig fyrir hönd sinnar
látnu systur að færa öllum gömlu
sveitungunum innilegar þakkir fyrir
AUÐUNNINGI
HAFSTEINSSON
+Auðunn Ingi
Hafsteinsson
fæddist 27. október
1957. Hann lést af
slysförum 26. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru
Hafsteinn Hannes-
son, f. 6.5. 1936, og
Elsa Valdimarsdótt-
ir, f. 19.12. 1937,
búsett á Sauðár-
króki. Systkini Auð-
uns Inga eru Hildur,
f. 15.3. 1962, og
Hafdís, f. 17.10.
1965. Auðunn
kvæntist Olöfu Þór-
f. 6.4.1981. Börn Auð-
uns Inga og Ólafar
eru: Hafsteinn Þór,
f. 11.5. 1983, Valdi-
mar Ingi, f. 15.10.
1984, Oddur Hans,
f. 24.2. 1989, d.
26.6.1995, og Signý
Eva, f. 2.5. 1990.
Auðunn Ingi ólst
upp á Sauðárkróki
og flutti í Narfastaði
í Viðvíkursveit
ásamt konu sinni og
börnum 1985.
Utför Auðuns
Inga og Odds Hans
hallsdóttur, f. 15.8. 1956. Hún á
eina dóttur, Elínu Karlsdóttur,
fer fram frá Hóla-
kirkju í dag og hefst athöfnin
kl. 16.
ÞAÐ HEFUR ávallt verið kátur hóp-
ur skólasystkina úr árgangi 1957
frá Barna- og gagnfræðaskólanum
á Sauðárkróki sem hefur nokkrum
sinnum komið saman til að minnast
góðra daga.
í dag söknum við eins úr þessum
hópi, Auðuns Hafsteinssonar eða
EIRÍKA ANNA
FRIÐRIKSDÓTTIR
allt á liðinni tíð og þó alveg sérstak-
ar þakkir til systkinanna og ábúenda
á -Sveinsstöðum hjá fyrsta, öðrum,
þriðja og Ijórða lið sem þar hafa
búið frá 1936 til dagsins í dag.
Já, nú er hún Sigga að fara alfar-
in heim, mitt í fegurð vorsins, heim
að Stakkabergi til að hvíla þar við
hlið foreldra, systra og vensla-
manna. Við óskum henni góðrar
ferðar heim og blessunar Guðs á
fyrirheitna landinu og vonum að nú
sé hún laus við allar þrautir jarðlífs-
ins, sem hún þurfti að þola á allri
lífsbraut sinni.
Við systkinin frá Sveinsstöðum
og makar okkar sendum systkinum
Siggu okkar innilegustu samúðar-
kveðjur svo og öðrum ættingjum og
vinum um leið og við kveðjum Siggu
okkar hinstu kveðju og biðjum Lóu
allrar blessunar um ókomin ár.
Kristinn Sveinsson.
Margar góðar minningar koma í
hugann er við setjumst niður og
hugsum um allar góðu stundirnar
sem við áttum með Siggu. Það voru
forréttindi að fá að kynnast henni.
Hún var mikið líkamlega fötluð, en
sjaldan eða aldrei hvarflaði það að
okkur að eitthvað væri að henni
Siggu. Hún gekk í öll inniverk, las,
spilaði og vann eins og við hin.
Þegar við vorum að alast upp var
ekki svo sjaldan sem við fórum upp
að Stakkabergi til hennar og Lóu
systur hennar sem bjuggu þar. Allt-
af var jafnmikil tilhlökkun, því alltaf
var jafnvel tekið á móti okkur.
Sigga var natin við börnin og við
vissum að ef við kæmum yrði spil-
að, skoðaðar myndir og Sigga myndi
sýna okkur allar sínar gersemar. Já,
að spila! Mikið var oft hlegið, hvort
sem spilið hét Ólsen, Ólsen, Svarti
Pétur eða Vist, alltaf var jafngam-
an. Sigga kunni þá list að spila sér
og öðrum til skemmtunar.
Þegar við urðum fullorðnar og
fluttum að heiman, komum síðan í
sveitina með fjölskyldur- okkar,
fannst okkur eðlilegt að þær fengju
að kynnast Siggu.
Ekki urðum við fyrir vonbrigðum.
Sigga tók fjölskyldum okkar eins og
sínu fólki og ekki var farið svo í
sveitina að ekki þætti sjálfsagður
hlutur að heimsækja hana og Lóu.
Síðustu ár dvaldi Sigga á sjúkra-
húsinu á Akranesi, farin að kröftum,
og heimsóknir til hennar strjálli en
ella. En oft leitaði hugurinn tii henn-
ar og um leið streymdu minningarn-
ar fram. Sérstaklega minningin um
eftirlætissöngvarann hennar, hann
Hauk Mortens, en hún dáði hann
og tónlistina sem hann flutti. Og oft
var okkur skemmt hvað hún gat
verið fljót að taka upp hanskann
fyrir hann þegar við þóttumst finna
allt ómögulegt við hann.
Með innilegu þakklæti þökkum
við öll gömlu árin og sendum Lóu
systur hennar og öðrum aðstandend-
um samúðarkveðjur.
Far þú í friði.
Systurnar frá Ormsstöðum.
Audda eins og hann var kallaður af
okkur. Við í árgangi 57 viljum minn-
ast hans með þessum fátæklegu orð-
um og biðjum Guð að varðveita
Audda og son hans Odd sem fylgir
föður sínum í sína hinstu för.
Hafið úr botninum brýtur
björgin íjörusand.
Bylgjurnar slípa brotin
og bera síðan á land.
Við byggðum í ijörunni borgir
en báran óf silfurband
um víkina og flóðið færði
þeim fortíðarríkjum grand.
Yrki ég einn í sandinn
aldan stafina þvær.
Horfnir háværir leikir
hláturinn er nú fjær.
Fjörubyggingar fallnar
flóðið sléttaði þær.
En sandurinn er hinn sami
sandurinn frá því í gær.
(Hilmir Jóhannesson)
Við vottum eiginkonu, börnum,
foreldrum og öðrum aðstandendum
okkar dýpstu samúð og biðjum Guð
að styrkja þau.
Árgangur 57.
+ Eiríka fæddist 3. apríl 1911
í Essen í Þýzkalandi. Hún
lést 5. júní síðastliðinn. Eiríka
fluttist kornung með foreldrum
sínum til Tékkóslóvakíu og var
tékkneskur ríkisborgari. Hún
lauk háskólaprófi í hagfræði í
Prag og starfaði víða sem hag-
fræðingur. Hún giftist Karel
Vorovka, tékkneskum manni,
sem síðar varð prestur hér á
landi, séra Kári Valsson, síðast
í Hrísey. Þau skildu síðar, barn-
laus.
EIRÍKA var frá barnsaldri tékk-
neskur borgari. Hún hét fullu nafni
Erika Anita Maria Louisa Spitzer
en tók sér nafnið Eiríka Anna Frið-
riksdóttir þegar hún hlaut íslenskan
ríkisborgararétt árið 1955. Hún
kom til Islands árið 1950 og kynnt-
ist ég henni þá, enda bjuggum við
þá í sama húsi og auk þess þekkti
ég fyrir mann hennar, Karel
Vorovka, síðar séra Kári Valsson,
sem komið hafði hingað til lands
sem stúdent 1936 og fluttist hingað
1939 alkominn.
Eiríka var hagfræðingur að
mennt og hafði auk þess áhuga og
góða þekkingu á fjölmörgu öðru.
Eitt af því sem hún hugleiddi mikíð
á seinni árum var hvernig koma
mætti í veg fyrir slys á börnum,
og hefur hún skrifað margar grein-
ar um það efni í DV.
Eiríka var barngóð, en eignaðist
ekki börn sjálf. Þegar sonur okkar
hjóna var kornungur vildi hann
helst ekki vera hjá neinum öðrum
en Eiríku, ef við þurftum að skreppa
frá. Og hún lék við hann og fylgd-
ist með uppvexti hans og skóla-
göngu alla tíð síðan. Svipaða sögu
er að segja um fleiri börn. Og nú
nýlega lét hún gera fyrir sig erfða-
skrá, þar sem hún arfleiðir Barna-
spítala Hringsins að meginhluta
eigna sinna, íbúð o.fl. Hún hafði
áður kvartað undan því, að fólk
+ Guðrún Arngrímsdóttir
fæddist á Hellissandi 10.
október 1901. Hún lést á Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur 12.
júní sl. Guðrún var jarðsungin
í kyrrþey að ósk sinni.
TIL LANGÖMMU okkar, Guðrúnar
Arngrímsdóttur, og líka til Randíar
ömmu, Gunnars afa og Bíbíar
ömmu.
Við hlustuðum á lag sem er eins
og Gunnar afi sagði okkur að
himnaríki væri þegar hann var á
lífi og amma dó, Stefán afi sagði
þetta líka þegar Bíbí amma dó. Það
segja allir þetta þegar einhver deyr.
En núna er langamma líka dáin
eins og Gunnar afi, Randí amma
og Bíbí amma. Það fara allir þessa
leið, eitthvað annað. Við förum oft
væri farið að suða í sér um að arf-
leiða sig eða gefa sér peninga til
ýmissa þarfa. En velferð barnanna
skyldi vera í fyrirrúmi. Vegna þess-
arar ákvörðunar Eíríku geta for-
eldrar sjúkra barna á Barnaspíta-
lanum átt þess kost í framtíðinni
að dveljast hjá börnum sínum þótt
þau eigi heima í öðrum landshlut-
um. Til þess er gjöfin ætluð.
Nú, þegar Eiríka er gengin þann
veg sem enginn er en allir fara,
munu margir sakna hennar. Það
var alltaf ánægjulegt að tala við
hana og eru þau símtöl sem okkur
fóru á milli óteljandi. Síðast hringdi
hún til mín um það bil viku fyrir
andlátið og bar undir mig nýja hug-
mynd: Gæti það verið að maðurinn
hefði gen sem réði því að hann
þyrfti að fara í stríð í hverri kyn-
slóð? Hefur læminginn ekki gen sem
veldur banaútrásum hans? Hún
sagðist hafa lifað þrjú stórstríð í
Evrópu: tvær heimsstyijaldir og
Balkanskagastríðið. Það lægi nærri,
að á þessum tíma hefði stórstríð
verið háð með aldarfjórðungs milli-
bili. Hún spurði mig hvort hún ætti
ekki að skrifa blaðagrein um þetta
og leggja til að leitað yrði að slíku
geni. Eg mælti með því að hún
skrifaði greinina, en taldi hæpið að
hægt yrði að finna genið, jafnvel
þótt það væri til. En nú verður
greinin ekki einu sinni skrifuð.
Eiríka var fluggáfuð, Qölmenntuð
sómakona, sem hafði starfað sem
hagfræðingur víða um lönd, í Eng-
landi, Bandaríkjunum, Ástralíu og á
íslandi. Hún gegndi prófessorsstöðu
í Ástralíu og bauðst sú staða til
frambúðar, en hún kaus að halda
aftur til íslands, sem hún taldi
heimaland sitt, því að Tékkóslóvakía
var henni lokað land. Hér átti hún
marga góða vini, sem hún gat leitað
til og rætt hugðarefni sín við. Og
hér bjó hún í sátt við allt og alla.
En við íslendingar stöndum nú í
þakkarskuld við mikinn barnavin.
Þráinn Löve.
upp á leiði til ykkar og við förum
líka til þín, langamma. Við förum
stundum í bíltúr út á Álftanes að
kíkja á húsið þitt, Marbakka.
Það kemur enginn reykur
úr kofanum þínum lenpr
Þú kyndir ekki framar
þitt æðsta lomarbál.
Hve dauðahljótt er inni
þar ómar enginn strenpr
sem áður fyrr var hreyfður
af lífi þínu og sál.
Sjá, grasið vex Ibænum
og grær yfir þitt leiði
svo gróa sorgarmeinin
(Hólmfríður Jónsdóttir)
Bless langamma, við munum þig,
við höfum séð þig.
Gunnar, Stefán og Óli Þór.
Birting afmælis- og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end-
urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl-
unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur-
eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer
691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari
ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eðá eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví-
verknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og
Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
GUÐRÚN
ARNGRÍMSDÓTTIR