Morgunblaðið - 01.07.1995, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 49
BREF TIL BLAÐSINS
Sólargeislar
hversdagsins
Frá Guðmundi Magnússyni:
HVERNIG bregðast menn við
gagnrýni og hvað gera þeir þegar
upp koma vandamál?
Sjálfur er ég bundinn hjólastól
og hef verið það í nær átján ár.
Guðmundm- þröngu dymar
Magiiússon inn á salernið og
þrengslin þar fyrir innan ef maður
kemst inn.
„Hvers vegna að setja upp ská-
braut eða stærðar salernisaðstöðu
þegar ekki koma neinir fatlaðir
nema svona einn á ári eða svo og
þá eru allir boðnir og búnir til að
hjálpa þeim.“ Þetta er algengt
svar þegar maður talar við for-
stöðumenn verslana eða þjónustu-
fyrirtækja.
Þá má líka spyija á móti: „Hvers
vegna fara hreyfihamlaðir svona
lítið út á meðal fólks? Er það
mögulegt að tröppurnar, þröskuld-
arnir og allar þröngu dyrnar eigi
þar einhveija sök?“
Nú er ég þeirrar náttúru að vilja
bjarga mér sem mest sjálfur og
get það svo fremi að nægilegt
rými sé fyrir hjólastólinn og rúm
eða önnur sæti í hæfilegri hæð.
Því er það ósköp svekkjandi að
vegna þröngsýni þeirra sem
byggja, laga eða breyta eldra hús-
næði eru settar tröppur, þröngar
dyr og lítil klósett!
Vandamálin leyst strax
En ekki eru allir seldir undir
sömu sök,- Stöku sinnum rekst
maður á menn sem telja vandamál
til að leysa og leysa strax. í vor
og sumar hef ég rekist á tvo slíka
menn og finnst mér að slíkt sé svo
merkilegt að ég má til að segja
frá þessum atburðum.
Fyrri atburðurinn átti sér stað
rétt upp úr páskum þegar stjórn
Hala-leikhópsins hafði ákveðið að
fara út að borða á einhvem sér-
stakan veitingastað þar sem átti
að afhenda Steindóri Hjörleifssyni
leikara skjal sem áréttaði að hann
væri heiðursfélagi leikhópsins
númer eitt. Okkur kom saman um
að gaman væri að borða upp á
japönsku og var mér falið að ræða
við þá á Somorai. Skilyrði var að
þar væri sæmilegt aðgengi og sal-
ernisaðstaða fyrir notendur hjóla-
stóla.
Þegar komið var inn, yfir tvö
nijög lág þrep, var greiður gangur
milli borða og allt virtist í fínasta
lagi. Spurðist ég þá fyrir um hvort
salernið væri ætlað hjólastólum.
Sigvaldi, sem tók á móti mér, hélt
að svo mundi vera, en ef til vill
dálítið þröngt. Þarna voru tvö sal-
erni annað mjög lítið og það sem
mér var sýnt. Fyrst var komið inn
í eins konar forstofu og var þar
vaskur og pissiskál í dálitlu skoti,
en beint á móti fyrri dyrum voru
aðrar dyr inn á sjálft salernið.
Þegar svo inn var komið var hvorki
hægt að snúa þar við eða loka á
eftir sér, því hurðin opnaðist inn
og þannig að hún var í vegi fyrir
allri hreyfingu fyrir innan.
Þegar ég benti Sigvalda á að
þetta væri allsendis ómögulegt,
eins og hann reyndar sá, bað hann
mikillar afsökunar og sagði að
þeir hafi bara fengið rangar upp-
lýsingar en þetta þyrfti að laga
sem fyrst. Þetta var á föstudegi,
en við ætluðum að koma á mánu-
dag, sem var 1. maí. Hann bað
mig að hafa samband við sig á
sunnudeginum og vonaðist til að
vera þá búinn að gera nauðsynleg-
ar ráðstafanir, sem stóð heima.
Því með því að taka innri hurðina
af hjörum og gera kleift að læsa
fremri hurðinni var nægilegt pláss
til að snúa og athafna sig á salern-
inu.
Hér var maður sem taldi að
vandamál væru til að leysa. Við
áttum síðan þarna mjög ánægju-
legt kvöld með góðum mat og
frábærri þjónustu!
Góðar móttökur á ættarmóti
Seinni atburðurinn var svo nú
um síðustu helgi á ættarmóti í
Tungu í Svínadal, líka varðandi
salerni aðgengilegt öllum.
Það var fyrir nokkuð löngu að
ákveðið var að halda þarna ættar-
mót og þar sem einhvern tímann
hafði einhver maður verið þarna
í hjólastól töldu allir nefndarmenn
að allt væri í góðu gengi. Ég var
aftur á móti vantrúaður sem Tóm-
as og ákvað að fara í bíltúr viku
áður og skoða aðstæður. Þá kom
nú eitt og annað í ljós. Tvær eða
þijár útitröppur og alveg ómögu-
leg salernisaðstaða.
Svo heppilega vildi til að eig-
andinn, Guðni Þórðarson, var úti
við þegar ég renndi í hlað og sýndi
hann mér húsakynnin eftir að
hafa hjálpað mér upp tröppurnar.
Allir dyr voru vel rúmar og engir
þröskuldar eftir að inn var komið,
en klósettin þijú svo þröng að ég
treysti mér ómögulega til að nota
þau nema með mikilli aðstoð.
Þetta ræddi ég við Guðna sem
afsakaði sig og sagði að varla
yrði hægt að laga þetta fyrir
næstu helgi því mikið væri að
gera hjá honum. Hann var heldur
ekki viss um hvernig best mundi
að gera þetta. Bauðst ég til að
senda honum þær byggingareglu-
gerðir sem við eigum og svokölluð
Rb-blöð (nánari útlistanir og
teikningar frá Rannsóknarstofu
byggingariðnaðarins) og þáði
hann það með þökkum.
Er nú ekki að orðalengja það
að vegna anna gat ég ekki farið
fyrr en seint aðfaranótt laugar-
dags og kveið því að þurfa að
vekja menn til að hjálpa mér á
klósettið og vaka meðan ég at-
hafnaði mig þar.
En viti menn, ófullkomin ská-
braut var komin og þegar inn var
komið kom í ljós nýtt, stórt og
hreint fullkomið salerni fyrir fatl-
aða!
Þarna voru há rúm með dýnum
svo mér leið þarna eins og blóma
í eggi! Háu rúmin komu Sér vel,
ekki bara fyrir mig heldur líka
fyrir elstu kynslóðina sem á orðið
erfitt með að standa upp úr lágum
sætum.
Frændfólkið skemmti sér svo
þarna í ágætri aðstöðu, nóg rými,
leiktæki fyrir börnin og sæmileg-
asta tjaldaðstaða fyrir þá sem
hana vildu nota.
Hér var þá kominn annar mað-
ur sem ekki lét sitja við orðin tóm
heldur leysti vandann strax.
Ég veit ekki hvort fólk almennt
gerir sér grein fyrir hve mikil-
vægt það er að fá slíkar viðtok-
ur. I staðinn fyrir að finnast mað-
ur einhvers annars flokks borgari
verður maður upplitsdjarfari og
finnst sól skína í heiði, hversu
þungbúið skýjafarið annars er.
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON,
formaður starfsnefndar
Sjálfsbjargar um ferlimál.
Nær en þig grunar!
-
BYKO hefur opnað nýja deild sem sinnir eingöngu
viðskiptavinum okkar á landsbyggðinni.
Grænt númer er tengt beint til þrautþjálfaðra
sölumanna okkar í landsbyggðardeildinni.
Þjónustan er einstök.
Þú hringir, pantar og vörurnar eru komnar til
flutningsaðila innan sólarhrings.
BYKO
-byggir með þér
Grænt númer:
- kjarni málsins!