Morgunblaðið - 01.07.1995, Page 50

Morgunblaðið - 01.07.1995, Page 50
50 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 'J „Au pair“ óskast til U.S.A. (Connecticut) til aö gæta tveggja barna, á aldrinum 1 og 4ra ára, frá ágúst 1995 til ágúst 1996. Æskilegur aldur 19-20 ára. Upplýsingar gefur Ásdís Elva í sfma 001 203 625 3140. Iltagttiilftiftife Á INTERNETI http://www.strengur.is Komdu í Árbæiarsafn og njóttu þess að drekka ilmandi gott RIO kaffi í hlylcgu og notalegu umhve í gamla Árbænum. Einnig parftu að prófafrægu lummu-uppskriftina hennar Sigurlaugar. Laugardagur 1. júlí Boðið upp á lummur pg Rio-kaffi f eldhúsmu í gamla Arbænum. Gullsmiður að störfum í Suðurgötu 7. Sjómaður sinnir netagerð við Nýlendu og hjall. Roðskógerð á baðstofuloftinu í gamla Árbænum kl. 13-17. Mjaltir við gamla Árbæinn kl. 17. Krambúðin full af gamaldags góðgæti. Sunnudagur 2. júlí Bílaviðburður ársins! Sýndir verða bílar, auk jeppa og vörubíla. Sérfræoíngar fornbílaklúbbsins verða á safninu til skrafs og ráöagerða. frá gufuvaltarnum Bríeti og eimreiðinni Pionér frá 1892 Þar að auki verða sýndir fastir viöburðir með sama sniði og á laugardag og einnig er boöið upp á lummur og Rio-kaffi í eldhúsinu i gamla Arbænum. Og svo auðvitað veitingar í Dillonshúsi. ; ÁRBÆJARSAFN * REYKJAVÍK MUSEUM SÍMI: 5771111 • FAX: 5771122 ÍDAG skák llmsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á meist- aramóti Skákskóla íslands sem fram fór fyrr _i þessum mánuði. Magnús Örn Úlf- arsson (2.230) var með hvítt og átti leik, en Hjalti Rúnar Ómarsson (1.565) var með svart. 28. Hf6! (Miklu sterkara en 28. h6 - g6) 28. - Rxf6 29. gxf6 - Hg8 30. Hgl og svartur gafst upp því hann er óverjandi mát í fjórum leikjum. Magnús Öm sigraði á Skákskólamótinu, hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum, 2. Jón Viktor Gunnarsson 7 v. 3. Bragi Þorfinnsson 7 v. 4. Bergsteinn Ein- arsson 6 v. 5. Björn Þorfinnsson 6 v. 6. Hlíðar Þór Hreinsson 6 v. 7. Sigurbjöm Björnsson 5 v. 8. Torfi Leósson 5 v. 9. Kjartan Maack 5 v. 10. Amar E. Gunnarsson 5 v. 11. Kristján Eðvarðsson 5 v. 12. Einar Hjalti Jensson 5 v. 13. Davíð H. Ingimarsson 5 v. 14. Ótt- ar Norðfjörð 5 v. o.s.frv. Með morgunkaffinu Ást er... jlMXfiA'll UVFiH IO-|6 að kenna þeim um- ferðarreglumar. ÉGÆTLAaðfáblóm- vönd, sem passar vel við mátulega trúlega sögu. Pennavinir TVÍTUGUR tanzanískur piltur með áhuga á kvik- myndum, ferðalögum og tónlist: Crístian Kisanga, P.O. Box 9769, CCP Moshi, Tanzania. SAUTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist, bæði að spila á hljóðfæri og hlusta á músík, kvik- myndum, bókmenntum o.fl.: Yuki Matsumoto, 2-208, 150-4 Hit orízawa, Isogo, Yokohama Kanagawa, 235 Japan. SAUTJÁN ára sænsk stúlka með áhuga á kvik- myndum, ferðalögum o.fl.: Anna Norén, Mjölkuddsv. 261, 97343 Luleá, Sweden. LEIÐRETT Björg en ekki Björk í grein um efnalaugar og þvottahús, sem birtist í blaðinu sl. fimmtudag, var rangt farið með nafn einnar efnalaugar. Hún var nefnd Björk en hið rétta er að hún heitir Björg. Beðist er velvirðingar á mistökunum. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Fjallahjól tapaðist JAZZ ROCKET, 15 gíra fjallahjól, svart og grátt með grænum stöfum hvarf frá Sörlaskjóli 66, laugárdaginn 24. júní sl. Skilvís finnandi vinsam- lega hafí samband í síma 562-5324 og er fundar- launum heitið. Hjól tapaðist DÖKKBLÁTT Moongose Swits Back 18 gíra fjalla- hjól, tapaðist frá Vestur- götu 7 um hádegisbil þann 29. júní sl. Skilvís fínnandi er vinsamlega beðinn að skila því til lögreglunnar í Reykjavík eða hringja í síma 551-8909. Gæludýr Týnd læða ÞRÍLIT ársgömul læða, sem líklega er kettlinga- HÖGNIHREKKVÍSI full, hvarf frá Þórufelli 8, en býr í Meðalholti 11, 21. júní sl. Hún var með rauða ól sem gæti hafa dottið af henni. Mögulegt er að hún hafí leitað á sitt gamla heimili og vilist. Geti einhver gefíð upplýsingar vinsamlega hafíð samband í síma 587-1195 eða 567-0165. Týnd síamslæða SEAL POINT þriggja ára, dökk og hvít síams- læða, sem gegnir nafninu Píla hvarf frá heimili sínu, Kambsvegi 35, í Reykjavík þann 28. júní sl. Píla er lítil og smávax- in. Líklegt þykir að hún sé á þvælingi annaðhvort í Laugarásnum eða í Kleppsholtinu. Geti ein- hver gefíð upplýsingar um ferðir hennar vin- samlega hafíð samband í síma 553-4627 eða við Kattholt í síma 567-2909. Víkverji skrifar... MISTÖK við undirbúning laga- texta til prentunar í Alþing- istíðindum hafa nú kostað ríkissjóð um tuttugu milljónir króna í skaða- bætur til smábátaeigenda, sem var synjað um veiðileyfí vegna mistak- anna. Sennilega getur ekki öllu dýrkeyptari prentvillur. Hins vegar komu fréttir af þessu máli Víkverja ekki sérstaklega á óvart. Frágang- ur þingskjala er stundum með þeim ólíkindum, að það telst Alþingi varla sæmandi. xxx ÍKVERJI las frumvarpið til nýrra laga um framkvæmd GATT-samkomulagsins gaum- gæfílega. Á köflum var frumvarpið óskiljanlegt vegna augljósra mis- taka í undirbúningi þeirra ráðu- neyta, sem áttu hlut að máli. Sömu- leiðis var málfar og stafsetning á köflum fyrir neðan allar hellur. Enda fólust sumar breytingartillög- ur þingmanna í efnahags- og við- skiptanefnd í hreinum og klárum prófarkalestri og leiðréttingu á klúðurslegu orðalagi ráðuneytis- manna. Sjálfsagt er ein ástæðan fyrir hroðvirkninni sú að frumvarp- ið var samið í tímahraki. Það breyt- ir ekki því, að um ófagmannleg vinnubrögð er að ræða, svo ekki sé meira sagt. xxx VÍKVERJA þykir sérkennilegt að hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, sem er sú stofnun hins opinbera sem flestir þeir er standa í kaupum eða sölu á íbúðarhús- næði þurfa að leita til, skuli ekki liggja frammi upplýsingar um ákvæði laga og reglugerða um frá- gang kaupsamninga, þinglýsingar og fleira sem fylgir fasteignavið- skiptum. Aukinheldur þykir Vík- veija starfsfólk stofnunarinnar fremur áhugalaust um að leysa vanda þeirra, sem bera sig eftir slíkum upplýsingum. Skársta yfir- litið um þessa hluti virðist Vík- verja vera minnisblaðið, sem birt er í fasteignablaði Morgunblaðs- ins. XXX BJÖRN S. Stefánsson, Klepps- vegi 40, sendir Víkveija bréf, svohljóðandi: „Mig langar að leggja orð í belg um notkun hástafa. Má vera að aukin notkun þeirra sé vegna enskra áhrifa, eins og þú getur um og finnur að. Jafnsatt má það líka vera, sem Árni Brynj- ólfsson heldur fram af því tilefni, að margt gott hafí komið frá ensk- um heimi. Fyrir mér er aukin notk- un hástafa hins vegar ósmekkleg tilgerð, hvaðan sem hún er komin. Mér fínnst þessi aukna hástafa- notkun vera belgingur líkt og þeg- ar fréttaþulur í útvarpi leggur þunga áherzlu á annað hvert orð. Mér þykir aulalega kynnt þegar á matseðli stendur: Rjómalöguð Sveppasúpa. Soðin Langa. Má vera að margs konar tilgerð smiti hingað frá enskum heimi, en það er ekki verst hvaðan hún kemur, heldur hitt að hér skuli almenningur talinn hallur undir tilgerð og fyrirtæki telji sér hag í að búa mál sitt þann- ig þegar vara og þjónusta er boðin. Tilgerð af þessu tagi heldur fælir mig frá viðskiptum.“ xxx AÐ GEFNU tilefni vill Víkverji taka fram að hann hefur komizt að því að unglingarnir, sem beittu hrífum sínum klunnalega og urðu honum tilefni til athugasemda við verklagið, voru ekki úr Vinnu- skóla Reykjavíkur. Unglingarnir munu vera fullgildir starfsmenn garðyrkjudeildar borgarinnar — og ekki bætir það úr skák.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.