Morgunblaðið - 01.07.1995, Side 53

Morgunblaðið - 01.07.1995, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 53 FÓLK í FRÉTTUM HÉ5# Nýjar stjörnur ► NÝJASTAtvíeykigaman- myndanna eru þeir Chris Farley og David Spade, sem leika aðal- hlutverkin í myndinni Tommy karlinn eða „Tommy Boy“. Þeir hófu feril sinn í bandarísku gamanþáttunum „Saturday Night Live“. Aðrir sem hafa orðið frægir af leik sinum á þeim vettvangi eru þeir Eddie Murphy, Steve Martin, John Belushi og Chevy Chase svo nokkrir séu nefndir. Chris notar stóran og mikinn líkama sinn mikið i leik sínum en David aftur á móti leggur áherslu á hið talaða mál. Saman mynda þessir ólíku leikarar sér- stæða heild. HERBERT Guðmundsson ásamt konu sinni, Svölu Jó- hannesdóttur, fyrir framan Svala’s glassbar. POPPARINN lagar allan ís- inn sjálfur, en hann fjárfesti í forláta ítalskri ísvél. Herbert opnar ísbúð í Svíþjóð ÍSLENSKA poppstjarnan, Herbert Guðmundsson, opnaði nýlega ísbúð í Norrkoping í Svíþjóð. Herbert flutti til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni á síðasta ári. „Ég var náttúrulega ekkert á því að „fara á sósíalinn“ og fannst tilvalið að opna ekta ís- lenska ísbúð, þar sem engin slík er í Svíþjóð," segir Herbert. „í gegn um tíðina hef ég verið vandfýsinn á ís og tel mig hafa töluvert vit á því hvað góður ís er,“ segir popparinn. Herbert er síður en svo hættur í tónlistinni og var nýverið að spila á árshátíð HG klúbbsins, aðdáenda: klúbbs Herberts Guðmundssonar. í honum eru 240 manns. Innrétting ísbúðarinnar er öll framleidd af íslenskum aðilum og flutt út í gámi. Einnig er allt hrá- efni flutt inn frá íslandi. Búðin var opnuð í lok maí síðastliðins og hefur reksturinn gengið mjög vel fram að þessu. Herbert rekur ísbúðina ásamt konu sinni, Svölu Jóhannesdóttur, en búðin heitir Svala’s glassbar eftir henni. Sjálfstæður Goldblum ► LEIKARINN Jeff Goldblum, sem meðal annars hefur leikið í Júragarðinum, leik- ur í myndinni „Inde- pendence Day“, eða Sjálfstæðisdegi. Framleiðsla hennar hefst í næsta mán- uði og verður hún frumsýnd þann 4. júlí á næsta ári. Jeff fær yfir 60 milljónir króna fyrir hlut- verkið í myndinni, sem er byggð á vís- indaskáldsögu og fjallar um tölvusnill- ing sem vinnur fyrir kapalsjónvarpsfyrir- tæki. Goldblum, sem er þekktur fyrir frumleika í hlutverkavali, er um þessar mundir að leika í myndinni „The Great White Hype“ ásamt Samuel L. Jackson úr Reyfara. Væntanleg í næsta mánuði er svo mynd- in Níu mánuðir, þar sem hann leikur á móti leikaran- um sakleysislega, Hugh Grant. NettOL^ ASKO Hili) OfZAM <$TURBO NILFISK EMIDE FONIX AUGLYSIR HÖFUM OPNAÐ NÝJA GLÆSILEGA DEILD MEÐ DANSKAR ELDHÚS- OG BAÐINNRÉTTINGAR OG FATASKÁPA. Nú bjóðum við allt sem þig vantar INNRÉTTINGAR OG RAFTÆKI í eldhúsið, baðherbergið, þvottahúsið og að auki fataskápa í svefnherbergið, barnaherbergið og anddyrið. SÖLUSÝNING KYNNINGARVERÐ Á INNRÉTTINGUM TILBOÐSVERÐ Á RAFTÆKJUM Velkomín í Fönix. Heitt á könnunni og ís fyrir börnin. Þeir sem versla fyrir kr. 10.000,- eða meira, geta tekið þátt í laufléttri Fönix-getraun og unnið Nilfisk-ryksugu að verðmæti kr. 31.600,- eða einhvern 5 aukavinninga. /rOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 0PIÐ mánud. - föstud. 9-18 laugard. 10-16 EMIDE NILFISK #TURBO Qimm ASKO NettO . Ódýr, örugg og vönduð útileiktæki fyrir þau sem okkur þykir vænst um.Bjóðum húsfélÖgum kostnaðarlausa* 12-36 mánaða fjár- mögnun. Persónulegar ábyrgðir óþarfar Hríngið og fáið ókeypis litmyndabækling. bahna©aMan ieróur verður « ■ ^ »{fráb*rum leikjum. leiktækjasnu'ðastofa Skemmuvegi 16 (bleik gafa) • 200 Kópavogur • Sími 587 0 441 * Enginn kostnaður einungis meðalvextir banka. FOLK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.