Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ1995 9 ÞRIÐJUDAGINN 11. júlí verða 50 ár liðin frá því að íslenskri flugvél var í fyrsta sinn flogið með far- þega milli landa. Þann dag árið 1945 hóf Catalina flugbáturinn TF-ISP, sem gekk undir nafninu Gamli Pét- ur, sig til flugs frá Skeijafirði undir stjórn Jóhannesar R. Snorra.sonar, flugstjóra. í áhöfn voru fjórir íslend- ingar og að kröfu bresku herstjórn- arinnar voru tveir bretar um borð. Fjórir farþegar voru í fyrstu ferðinni og greiddu 830 krónur fyrir farið aðra leiðina. Þá var einn póstpoki með í för. Liðlega 6 klukkustundum eftir flugtak lenti vélin í Largs Bay. Með þessu hófst nýr kafli íslenskrar flugsögu. Millilan(jaflug er nú snar þáttur í íslensku athafnalífi og grundvöllur ferðaþjónustunnar. Fyrsta árið voru farþegar Fiugfélags íslands í millilandaflugi 56 en í fyrra fluttu Flugleiðir, arftaki Flugfélags- ins rúmlega 800 þúsund manns milli landa í áætlunar- og leiguflugi. íslendingar hafa haft aðgang að þjónustu í millilandaflugi í hálfa öld og margir eiga eflaust erfitt með að gera sér í hugarlund þær kring- umstæður sem frumheijar flugsins hér á landi störfuðu við um miðbik aldarinnar.Félagið átti einn Catalina flugbát, sem var keyptur hingað til lands frá Suður Ameríku 1944. Þar hafði hann einkum verið notaður til bananaflutninga. lnnréttingar í flug- vélina voru smíðaðar í Stálsmiðjunni veturinn fyrir fyrsta millilandaflugið og vélin rúmaði 22 farþega. Þægindi voru takmörkuð, Catalina flugbát- arnir höfðu ekki þrýstiklefa líkt og flugvélar Flugleiða í dag og því var ekki hægt að fljúga ofar veðrum. Flugbáturinn hafði hins vegar veru- legt flugþol, eða allt að 20 klukku- stundir. Orn Ó. Johnson hafði flogið vélinni hingað til lands seinnipart árs 1944 og það var fyrsta milli- landaflugið þar sem íslendingur var við stjórnvölinn. Undirbúningur millilanclaflugsins hófst síðla árs 1944. Örn Ó. Johnson og félagar hans hjá Flugfélaginu höfðu lengi alið með sér draum um að koma á flugsambandi við önnur Evrópulönd. Vegna stríðsins voru allir millilandaflutningar háðir leyfi herstjórnarinnar og Island var enn hersetið land. Bretar höfðu gefið vilyrði fyrir tilraunaflugi til Skot- lands fyrir áramót 1944 og 1945. Þegar undirbúningur flugsins komst á skrið í ársbyijun 1945 kom í ljós að meira þurfti til. Miklar bréfa og skeytasendingar fóru fram milli flugfélagsins og herstjórnarinnar og fjölmargir fundir voru haldnir. Svara þurfti ótal fyrirspurnum um allt mögulegt sem að fluginu laut, áhöfn íslenskt millilanda- flug í 50 ár Hálf öld verður liðin á þríðjudag frá því að fyrsta millilanda- flugið var faríð frá íslandi. Með því hófst nýr kafli í íslenskri sam- göngusögu. Sveinn Sæmundsson segir hér frá þessu tímamóta- flugi og jafnframt verður gripið niður í frásögn Jóhannesar Snorrasonar flugstjóra af þessarí ferð. vélarinnar, farþegana, farminn og flugvélina sjálfa. Lokasvar breta vegna flugsins barst ekki fyrr en í byijun júlí, og þá var ekki til setunnar boðið. 11. júlí kom áhöfnin, Jóhannes Snorra- son, flugstjóri, Smári Karlsson, að- stoðarflugmaður, Jóhann Gíslason, loftskeytamaður og Sigurður Ing- ólfsson vélamaður til flugs í bítið ásamt bretunum tveimur og farþeg- unum fjórum, Jóni Jóhannessyni, Hans Þórðarsyni og Jóni Einarssyni kaupmönnum og séra Robert Jack. Örn Ó. Johnson, forstjóri félagsins, sem hafði átt drýgstan þátt í undir- búningi flugsins, og flestallir starfs- menn flugfélagsins fylgdu sínum mönnum til flugs. Jóhannes R. Snorrason, flugstjóri, hóf Catalinaflugbátinn TF-ISP á loft af Skeijafirðinum klukkan 07:27 og þar með hófst nýr kafli í íslenskri samgöngusögu. Flugvélin hvarf áhorfendum brátt sjónum í skýja- bakka sem grúfði yfir Reykjanes- fjallgarðinum. Flugið til Skotlands var þægilegt. Framan af var flogið í skýjumj en þegar leið á ferðina létti til og vélinni sóttist vel í sólríku veðri. Þegar flugbáturinn var yfir eynni Tiree, undan ströndum Skot- lands, var flugið lækkað og flogið til Largs Bay, nálægt Glasgow. Þar var lent nákvæmlega sex klukku- stundum og fjórum mínútum eftir flugtak á Skeijafirði á Islandi. Ahöfn og farþegar fengu hlýjar viðtökur í Skotlandi og daginn eftir snéru Jóhannes og félagar á Gamla Pétri aftur til íslands. Að þessu sinni voru engir farþegar um borð. Vélin lenti á Skeijafirði klukkan 17:01. Þar var þá samankominn mikill fjöldi fólks sem fagnaði áhöfn og far- kosti. í hófi um kvöldið greindi Örn O. Johnsson, forstjóri félagsins frá því að tvö millilandaflug til viðbótar Sigurður Ingólfsson FARÞEGARNIR í fyrsta millilandafluginu. Séra Robert Jack var með kassamyndavél og Sigurður Ingólfsson vélamaður tók myndina af presti og samferðamönnum hans Jóni Jóhannes- syni, Jóni Einarssyni og Hans Þórðarsyni. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÁHÖFN TF-ISÞ í fyrsta flug- inu til Kaupmannahafnar tal- ið frá hægri: Jóhannes R. Snorrason.flugstjóri, Sigurð- ur Ingólfsson, vélamaður, Jó- hann Gíslason, loftskeytamað- ur og Magnús Guðmundsson, aðstoðarflugmaður. væru fyrirhuguð síðar þetta sumar til Skotlands og áfram þaðan til Danmerkur. Vélin hefði getað náð til Kaupmannahafnar í einum áfanga, en að kröfu herstjórnarinnar var millilent í Largs Bay. Lagt var upp í hina fyrri af þess- um tveimur ferðum 22. ágúst. Áhöfnin var sú sama og í fyrsta flug- inu til Skotlands nema að Magnús Guðmundsson var aðstoðarflugmað- ur í stað Smára Karlssonar. Um borð voru 10 farþegar, helmingur þeirra á leið til Skotlands en hinir á leið áfram til Danmerkur. Flugið til Largs Bay gekk að vonum, en slæmt veður daginn eftir kom í veg fyrir flug. Tveimur dögum síðar var flug- fært og klukkan 15:40 lenti TF'-ISP í höfninni í Kaupmannahöfn. Koma flugbátsins þangað vakti verulega athygli og var getið sérstaklega í dönskum blöðum. Gamli Pétur var í hópi fyrstu erlendu farþegaflugvéla sem komu til Kaupmannahafnar eft- ir stríðið. Eftir tveggja daga viðdvöl í Kaup- mannahöfn var haldið heim á leið og vélin lenti á Skeijafirði klukkan 21:20 eftir flug í dimmviðri. Þar stigu í land 15 farþegar sem voru fyrstu farþegarnir sem komu til ís- lands með flugi frá útlöndum. Þriðja millilandaflugið var farið í september og aftur sömu leið um Skotiand áleiðis til Danmerkur. Þetta sumar flutti Flugfélag íslands samtals 56 farþega í millilandaflugi. Catalina flugbátarnir Catalina flugbátarnir, eða Köt- urnar eins og alsiða var að kalla þessa flugvélategund, þjónuðu ís- lendingum í hartnær tuttugu ár og voru afar vinsælar flugvélar þótt ekki hafi þægindum verið fyrir að fara. Vélarnar voru óupphitaðar og því oft kalt um borð og nauðsynlegt fyrir farþega og áhöfn að dúða sig fyrir flug, einkum á vetrum. Að jafn- aði voru fjórir í áhöfn, flugstjóri, aðstoðarflugmaður, vélamaður og Ioftskeytamaður, sem hafði sam- band við landstöðvar með morssend- ingum. Vélamaðurinn hafði aðsetur í turni milli hreyflanna og mátti búa við afskaplega mikinn hávaða. Eftir lendingu kom til kasta aðstoðarflug- manns að festa flugvélina við ból- færi. Það gat orðið kalsasamt í sjó- roki og frosti. Köturnar voru stærstu flugvélar hér á landi um árabil, höfðu mikið burðarþol og flugþol. Þær voru því mikil samgöngubót og Flug- félag íslands og Loftleiðir áttu sam- tals fimm slíkar vélar. Höfundur er fyrrverandi blaðafull- trúi Flugleiða Klukkan 07:27 lyftist Katalínu flugbáturinn FLUGMENNIRNIR á Katalínaflugbátnum, Smári Karlsson og Jóhannes R. Snorrason. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon KATALÍNAFLUGBÁTURINN „Gamli Pétur“ á Skerjarfirði. JÓHANNES R. Snorrason er einn af reyndustu og farsælustu flug- stjórum landsins en hann er fædd- ur 1917 á Flateyri við Önundar- fjörð. Hann var yfirflugsljóri Flugfélags Islands frá 1946 og síðan Flugleiða. Hann hlaut stór- riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1981. Jóhannes skrifaði æviminning- ar sínar og birti í bókunum Skrif- að í skýin I-III. Þar segir hann meðal annars frá fyrsta milli- landafluginu og hefur góðfúslega veitt Morgunblaðinu leyfi til að birta hluta af þeim skrifum. Jóhannes segir að snemma sumars 1945 hafi mikið verið rætt meðal Flugfélagsmanna uói að fá leyfi til að fljúga til megin- landsins á Katalínunni. Styrjöld- inni var lokið og það var kominn ferðahugur í menn að heimsækja vini og ættingja í Evrópu. Það var hægara sagt en gert að fá slíkt leyfi en fyrir dugnað Arnar Ó. Johnson tókst það. Örn bauð síðan Jóhannesi að vera flugsljóri og þurfti hann ekki að hugsa sig tvisvar um svarið. Bretar veittu leyfi til þess að Islendingar flygju til Skotlands með því skilyrði að breskur sigl- ingafræðingur og loftskeytamað- ur yrðu með í fluginu. „Við vorum því fyrstir til þess að hefja al- mennt farþegaflug landa á milli að styijöldinni lokinni," segir Jó- hannes. En ekkert flugfélag hafði verið endurreist í Evrópu eftir stríðið. „Eg hlakkaði mikið til þessarar ferðar og fann ekki til þess að mig skorti þjálfun eða reynslu," segir Jóhannes. „Þótt aðeins hefði ég flogið Katalínabátnum 26 klukkustundir þegar ferðin hófst.“ Fjórir farþegar skráðu sig í ferðina. Ferðin var undirbúin af kost- gæfni og komu Bretarnir til landsins. Þetta voru prúðir og vel agaðir menn en fannst eitthvað undarlegt að áhöfn vélarinnar ávarpaði Jóhannes „Jóhannes“. Annar Bretinn kom að máli við Jóhannes og sagði að venjan væri að kalla flugstjóra „Captain" og bætti svo við „En við ávörpum aðeins konunginn „your hig- hness“. “Svo rann upp dagurinn, bjart- ur og fagur, það var 11. júlí og nóttin björt á norðurslóðum," seg- ir Jóhannes. Allt var til reiðu í Skerjafirði og bátur beið við bryggjuna í Nauthólsvík. „Þar voru farþegarnir mættir ásamt áhöfninni og mörgum starfs- mönnum Flugfélagsins, sem vildu verða vitni að flugtakinu í okkar fyrsta millilandaflugi með far- þega.“ „Við kvöddum alla viðstadda, þeir árnuðu okkur fararheilla og báturinn brunaði út á fjörðinn, þar sem flugbáturinn sat á lygn- um sjónum og hallaði sér á annað vængflotið. Hann beið eins og með hönd undir kinn. Allur farangur var settur aftast í flugbátinn, en farþegarnir settust fremst, rétt fyrir aftan stjórnklefann. Strax og annar hreyfillinn hafði verið ræstur, leysti Smári flugbátinn frá bólinu, og við lónuðum út fjörðinn meðan olían var að hitna og svo þurftum við að reyna allar kveikjur, stjórntæki og skurð á loftskrúfunum. Klukkan 07.27 lyfti ég flugbátnum upp af yfir- borði Skerjafjarðar og fór síðan einn hring yfir Nauthólsvík og vaggaði í kveðjuskyni." Ferðin gekk í alla staði vel. Flugið var hækkað í 7000 fet og allir voru í sólskinsskapi. Áætlað- ur flugtími var sex stundir. Séra Robert Jack farþegi fræddi flug- þegana um úthafseyjur sem flogið var yfir og Hans Þórðarson veitti af mikilli rausn úr tösku sinni sem var full af alls konar kræsingum. Flugstjórarnir náðu sambandi við stjórnstöðina í Prestwick og fengu fyrirmæli um að lækka flugið í 5000 fet. Skyggnið var gott og fjöll spegluðust í lygnum sundum og fjörðum. Flugið lækk- aði og stefnt á Iendingarstað skammt vestan við bæinn Largs. „Við flugum einn hring yfir sund- inu og lentum á lygnum sjó. Þeg- ar dró úr hraðanum og flugbátur- inn lagðist á annað vængflotið, hreyrðum við, að hrópað var húrra aftur í farþegarýminu," segir Jóhannes. Islendingunum var mjög vin- samlega tekið í Largs og fyrir- menn buðu til tedrykkju. Næsta dag var flogið heim aft- ur og lent á Skerjafirðinum eftir 6 klukkustunda flug ofar skýjum og var áhöfninni vel fagnað. Veisla var haldin og framtíðar- möguleikar flugsins ræddir. „Það voru því bjartsýnir menn, sem gengu út af Hótel Borg að kveldi hins 12. júlí 1945,“ segir Jóhannes Snorrason að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.