Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 40
10 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ HJÓLREIÐAR/FRAKKLAIMDSKEPPNI 189 hjólreiðamenn berjast um sigur í Frakklandskeppninni, stærstu hjólreiðakeppni heims Áfangarnir 1. júlí, Forkeppni Saint-Brieuc 7,4 km 2. júlí, 1. áfangi Dinan - Lannion 228 km 3. júlí, 2. áfangi Perros Guirec - Vitré 241 km 4. júlí, 3. áfangi Mayenne - Alencon 64 km 5. júlí, 4. áfangi Alencon - Le HAvre 154 km 6. júlí, 5. áfangi Fécamp - Dunkerque 264 km 7. júlí, 6. áfangi Dunkerque - Charleroi 191 km 8. júlí, 7. áfangi Charleroi - Liége 200 km 9. júlí, 8. áfangi Huy - Seraing 54 km 10. júlí, hvíldardagur Keppendur fljúga til Genfar 11. júlí, 9. áfangi Le Grand-Bornand - La Plagne 166 km 12. júlí, 10. áfangi Aime-la Plagne - L’Alphe d’Huez 159 km 13. júlí, 11. áfangi Bour d’Oisans - Saint-Etienne 198 km 14. júlí, 12. áfangi Saint-Etienne - Mende223 km 15. júlí, 13. áfangi Mende-Revel 231 km 16. júlí, 14. áfangi Saint-Orens de Gameville - GuzetNeige 159 km 17. júlí, hvíldardagur 18. júlí, 15. áfangi Saint-Girons - Cauterets Pont d’Espagne 207 km 19. júlí, 16. áfangi Tarbes-Pau 229 km 20. júlí, 17 áfangi Pau-Bordeaux 210 km 21. júlí, 18. áfangi Montpon Ménestérol - Limoges 154 km 22. júlí, 19. áfangi Lacde Vassiviére 46 km 23. júlí, 20. áfangi Saint-Geneviéve-des-Bois Paris-Champs-Elyséesl50 km Vegalengd alls: 3.535,4 km Indurain líklegastur STÆRSTA hjólreiðakeppni heimsins, Frakklandskeppnin, hófst fyrir viku í Saint-Brieuc í Frakklandi og lýkur sunnudag- inn 23. júlí í París. Hjólreiða- kapparnir 189 hjóla alls 3.535,4 kílómetra þessar þrjár vikur og markmið flestra ætti að vera að sigra, verða á undan Spánverj- anum Miguel Indurain sem hef- ur farið með sigur í keppninni síðustu fjögur árin. En helsti keppinautur hans, Svisslending- urinn Tony Rominger, var ekkert allt of bjartsýnn fyrir keppnina. „Þetta verður hörkukeppni — um annað sætið,“ sagði hann. Eins og undanfarin ár búast flest- ir við að keppnin í ár verði ein- vígi milli meistarans Indurain og Rominger, en sá fyrrnefndi mun brjóta blað í sögu keppninnar takist honum að sigra því það yrði fimmta árið í röð sem hann ieikur þann leik og eru þó liðin 93 ár síðan keppnin var fyrst haldin. Þremur hjólreiða- mönnum hefur tekist að sigra í Frakklandskeppnnni fimm sinnum, en ekki í röð þó. Þetta eru Belginn Eddy Merckx og Frakkarnir Jacques Anquetil og Bemhard Hinault. Flest- ir eru sammála um að Indurain munu ná að sigra jafn oft og þessir kapp- ar, jafnvel þó hann sigri ekki í ár, því hann eigi að minnsta kosti nokk- ur ár eftir í fremstu röð enda stend- i ur hann nú á þrítugu. Mikil þrekraun En er mögulegt að þrýstingurinn verði of mikill fyrir þennan mikla hjólreiðamann, að hann standi ekki undir þeirri miklu pressu sem fylgir því að bijóta blað í sögu íþróttarinn- ar? Það kemur allt í ljós og ætti að skýrast í dag því þá er fyrri tíma- keppnin en þar standast fáir Indura- in snúning. Hann er einfaldlega mun fljótari en aðrir keppendur og hefur undanfarin ár náð mínútu forskoti eða meira í tímakeppninni. Á morgun hefst síðan erfiðasti hluti keppninn- ar, en þá hjóla menn í Ölpunum og síðan i Pýreneafjöllum. Keppnin þar er mikil þrekraun og þurfa menn til dæmis einn daginn að hjóla rúma 70 kílómetra uppí móti þar sem hall- inn er 8,2% sem er aðeins brattara en brattasti hluti Kambanna Bestu hjólreiðamenn heims hjóla um 40.000 kílómetra á ári til að halda sér í sem bestri æfingu. Indurain hefur sigrað á nokkrum mótum á þessu ári, hann er með sterkara lið á bak við sig en nokkru sinni og sálfræðilega hliðin er í góðu lagi þannig að hann hefur allt með sér, enda lýsa orð helsta keppinautar hans, Tony Romingers hér að framan því hvernig keppendur lýta á keppn- ina. „Þetta verður hörkukeppni — um annað sætið. Hann [Indurain] verður einhvers staðar fyrir framan okkur og við hinir keppum síðan um næstu sæti.“ Risinn Indurain Indurain er risinn í hjólreiðaheim- inum, ekki bara í óeiginlegri merk- ingu heldur einnig í orðins fyllstu merkingu. Hann er 188 sentimetrar og vegur 78 kíló, er tíu kílóum létt- ari en hann er venjulega þegar hann er ekki að keppa. Meðal hjólreiða- manna er hann hávaxinn ólíkt hinum dæmigerða hjólreiðamanni sem er háfættur og mjósleginn, (7’he v European líkir hjólreiðamönnum við mjóhunda). Þrátt fyrir yfirlýsingu Rominger, sem keppir fyrir Mapei-GB, um yfir- burði Indurains, eru margir af kepp- endunum sem hugsanlega gætu veitt meistaranum einhveija keppni. Þar fer Rominger fremstur í flokki en aðrir sem gætu hugsanlega komið við sögu eru landi Romingers, Alex Zulle, ítalimir Marco Pantani og Claudio Chiappucci, Rússinn Evgeny Berzin kemur einnig til greina og Frakkinn Richard Virenque hefur einnig verið nefndur til sögunnar eins og Oliverio Rincon frá Kólombíu. Rominger byijaði vel á þessu tíma- bili, sigraði meðal annars í ítal- íukeppninni og ætti að koma fullur sjálfstrausts til keppni. Margir aðrir keppendur eiga möguleika að sigra í öðrum áföngum, en það er ekki nóg. Rominger er einnig með mjög góða menn með sér í liði, jafnvel betri en Indurain. Annað kemur einnig til því þrátt fyrir frábæran árangur hjá hinum 34 ára gamla Svisslendingi hefur honum ekki tekist að sigra í Frakk- landskeppninni, varð annar árið 1993. Hann þráir að sigra einu sinni í Frakklandskeppninni áður en hann hættir keppni, en hann hefur ákveð- ið að þetta sé næst síðasta keppnis- tímabilið hans. Fáir eiga möguleika Þeir Rominger og Indurain hafa verið svo gott sem ósigrandi undan- farin ár og síðan 1990 hafa þeir nær einokað efsta sætið á þremur stærstu mótunum, Spánarkeppninni, Frakk- landskeppninni og Italíukeppninni. Romingar vann á Spáni 1992, 1993 og 1994 og á Ítalíu sigraði hann í ár. Indurain hefur hins vegar sigrað í Frakklandi síðustu fjögur árin og á Ítalíu vann hann 1992 og 1993. Tveir keppendur eru sérstaklega nefndir sem hugsanlegir sigurveg- arar auk þeirra félaga, Rússinn Berz- in (24 ára) og Svisslendingurinn Zulle (26 ára), en þá skortir ef til vill reynslu til að fara alla leið. En flestir telja þá fulltrúa nýrrar kyn- slóðar sem tekur við af Indurain og Rominger. Keppni í nútýma hjólreiðum er mun taktískari en áður var og ekki eins mikið um að bestu menn séu að beijast hlið við hlið. Þetta og það að sömu mennirnir sigra svo til alltaf virðist vera að leiða til þess að íþrótt- in sé að lenda í svipuðum vandamál- um og kappakstur, hnefaleikar, tenn- is og fleiri íþróttagreinar, að færri og færri áhorfendur hafa gaman af að fylgjast með. . Liðakeppni Reuter SPANVERJINN Miguel Indurain fer fyrir sínum mönnum, Ba- nesto-liðinu, í fjórða áfanga Frakklandskeppninnar. Mlklar líkur eru taldar á að honum takist að sigra fimmta árið í röð, en það hefur engum tekist. Otrúlegur maður Einar Jóhannsson hjólreiðakappi fylgist grannt með Frakklands- keppninni og telur að línur ættu að skýrast í dag þegar fyrri tímakeppn- in verður og síðan í fyrstu áföngun- um í Ölpunum. „Indurain hefur venjulega náð öruggri forystu í tíma- keppninni, en þær eru alltaf tvær.. Þá eru keppendur ræstir út með mínútu millibili og reyna að komast í mark á sem bestum tíma. Þar hef- ur enginn staðist honum snúning undanfarin ár,“ segir Einar. „Annars snýst svona keppni mjög mikið um loftmótstöðu, að reyna að hafa einhveija fyrir framan sig og spara þannig um 30% af orkunni með því að hjóla í kjölfar þeirra. Taktíkin er einnig mjög mikilvæg. Ef við tökum Indurain sem dæmi þá er hann ekki sá besti í klifuráföngun- um en hann hefur góða menn með sér í liði og ef einhveijir ætla að reyna að stinga af sendir hann strax einhvern til að halda í við þá þannig að mótherjarnir telji ekki hægt að stinga af. Þó svo kastljósin beinist aðallega að þeim sem eiga að vinna í hveiju liði, til dæmis Indurain og Romingar, þá er þetta fyrst og fremst liðakeppni, ekki einstaklingskeppni. Ef við líkjum þessu við knattspyrnu þá er þetta ef til vill svipað og ef markaskorarnir fá alla athyglina. Það er kanski líka gott dæmi um hversu mikil liðakeppni þetta er að það er samkomulag um að sigurveg- arinn skipti þeim 20 milljónum sem hann fær á miili allra Iiðsmanna sinna." Einar segir Indurain ótrúlegan íþróttamann og greinilega mikinn leiðtoga og fyrirliða. „Hann er með mikla súrefnisupptöku, 80 ml/kg á mínútu sem er mjög mikið fyrir svona þungan mann og ef við margföldum þetta með kílóum þá má segja að hann hafi miklu stærri vél en flestir keppinautar hans, því þeir sem eru með svipaða upptöku eru mun létt- ari. Indurain er einn fárra sem hefur verið í sama liðinu alla tíð. Hann treystir þjálfara sínum fullkomlega og hann var byggður upp hægt og sígandi þar til þjálfarinn ákvað að nú væri hans tími kominn. Hann keppti fyrst í Frakklandskeppninni 1987 en kláraði ekki keppnina. Næsta ár varð hann í kringum 90. sætið, í því 30. árið 1989 og í 10. sæti árið eftir. Öll þessi ár var hann að hjóla fyrir annan keppenda, eins og hinir átta í Banesto liðinu eru að gera fyrir hann núna. Árið 1991 var hann gerður að fyrirliða og þá sigr- aði hann. Keppnin hjá liðunum snýst um að láta fyrirliðann sigra. Ef það spring- ur hjá fyrirliðanum fær hann hjól hjá einhveijum úr liðinu og sá verður að bíða eftir að bíll frá Iiðinu kofni með nýtt hjól. Fyrirliðinn á að vinna. Hann ræður líka og þarf stundum að taka ákvaðanir þegar eitthvað fer öðruvísi en séð var fyrir og Indurain virðist mjög klókur. Hann sá til dæm-\ is í fyrra að Rominger var í einhveij- um vandræðum og sendi þá einn liðs- manna sinna til að keyra upp hrað- ann og það varð til þess að Romin- ' ger sprengdi sig og hætti keppni skömmu síðar. Það skiptir miklu máli að fela hversu menn eru þreytt- ir og eins ef eitthvað amar að.“ En nú vinnur Indurain ekki marga áfanga, skipta þessir áfangar engu máli? „Jú þeir skipta máli, en stigagjöf- in er reyndar nokkuð flókin. Það sem skiptir Indurain mestu máli er að sigra með miklum mun í tímakeppn- inni. Það er ekki endilega gott að sigra í sem flestum áföngum því það fylgir því ýmislegt sem getur haft slæm áhrif. Sigurvegararnir þurfa tíl dæmis að vera í viðtölum og fá því minni hvíld en hinir, en fyrir minni spámenn þá getur það bjargað ferlinum að sigra í einum áfanga.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.