Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 23 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR * Asíðasta kjörtímabili náðist töluverður árangur í einkavæðingu, þó ekki eins mik- ill og að var stefnt í upphafi. Nú eru aðstæður aðrar og betri og ekki eftir neinu að bíða að hefja undirbúning að einkavæð- ingu ríkisbankanna á þessu kjör- tímabili. Það auðveldar verkið mjög, að ljóst er, að stjórnendur bæði Landsbanka og Búnaðar- banka munu greiða fyrir því að vel takist til. Smátt og smátt hefur orðið hugarfarsbreyting gagnvart einkavæðingu. Samkeppnis- stofnun hefur orðið ákveðinn farvegur til að fylgja henni eft- ir. Opinber fyrirtæki hafa tapað hveiju málinu á fætur öðru hjá Samkeppnisstofnun. Skýrt dæmi um þetta eru samkeppnis- skilyrði einkarekinna ljósvaka- miðla gagnvart Ríkisútvarpinu, sem Samkeppnisráð hefur ný- lega gert athugasemdir við. Verkefni næstu missera í einkavæðingu og eflingu einka- framtaks eru annars vegar að unnið verði skipulega að því að rétta hlut einkafyrirtækja, sem standa í samkeppni við opinber fyrirtæki og hins vegar að hraða sölu opinberra fyrirtækja. Rík- inu veitir ekki af að afla fjár til að greiða niður skuldir sínar. Ætla má, að nokkuð almenn samstaða sé orðin um einkavæð- ingu Búnaðarbanka og Lands- Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. banka. Þá skiptir miklu að búa svo um hnútana, að hlutabréf í bönkunum safnist ekki á fárra hendur á skömmum tíma. Jafnframt er tímabært að ræða í alvöru sölu fleiri ríkisfyr- irtækja. Það eru t.d. engin rök fyrir því lengur, að ríkið reki sementsverksmiðju. Það fyrir- tæki á að selja. Auk þess hljóta menn að huga að stöðu þeirra öflugu orkufyrirtækja, sem hér hafa verið byggð upp á undan- förnum áratugum og gildir þá einu, hvort rætt er um Lands- virkjun, Hitaveitu Reykjavíkur, Rafmagnsveitu Reykjavíkur eða önnur fyrirtæki i orkugeiranum. Það er tímabært að efna til umræðna um rökin með og á móti því að einkavæða þessi fyr- irtæki. Það liggur auðvitað í augum uppi, að einokunarstaða fyrirtækjanna veldur erfiðleik- um. Hitaveita Reykjavíkur situr ein að upphitun húsa í Reykja- vík svo að dæmi sé nefnt. Nauð- synlegt er að afla upplýsinga um reynslu nágrannaþjóða okk- ar af einkavæðingu fyrirtækja, sem hafa slíka markaðsstöðu, hvernig að henni er staðið og hvernig komið er í veg fyrir, að einkavædd fyrirtæki misnoti þá aðstöðu. Póstur og sími er eitt öflug- asta fyrirtækið í opinberri eigu. En eftir því, sem framfarir verða meiri í fjarskiptum verður staða Pósts og síma erfiðari. Það er engin tilviljun, að lítil einkafyrir- tæki, sem starfa á einhveiju sviði fjarskipta hafa hvað eftir annað kært Póst og síma til Samkeppnisstofnunar. Það er tímabært að efna til umræðna um stöðu Pósts og síma. Hugsanlegt er að byija á því að fyrirtækið hætti alveg af- skiptum af ákveðnum rekstrar- þáttum, sem auðvelt er fyrir einkafyrirtæki að annast. Það á t.d. við um sölu á notendabún- aði, sem Póstur og sími selur nú í samkeppni við einkafyrirtæki og viðgerðarþjónustu, sem fyrir- tækið sinnir í því sambandi. Þá er auðvitað sjálfsagt að heimila rekstur á öðru GSM-símakerfi í samkeppni við Póst og síma, sem einkaaðilar hafa leitað eftir en ekki fengið heimild ráðherra fyrir. Það getur líka vel komið til greina að bijóta fyrirtækið upp og skipta því í smærri einingar og athuga kosti og galla þess að selja einstakar einingar á al- mennum markaði. Það er eftir- tektarvert, að hér hafa verið byggð upp sterk einkafyrirtæki á sviði sérhæfðra póstflutninga, sem Póstur og sími stundar hins vegar samkeppni við. Hvers vegna ætti opinbert fyrirtæki að standa í samkeppni við einka- fyrirtæki, sem annast vel þá þjónustu? Hið sama á auðvitað við um Rás 2 hjá Ríkisútvarp- inu. Hvers vegna ætti opinbert fyrirtæki að stunda samkeppni við einkareknar útvarpsstöðvar um útsendingar á léttu útvarps- efni? Er það ekki íhugunarefni? Það var á margan hátt erfitt að koma einkavæðingu á skrið, þegar verst gekk í efnahags- og atvinnumálum. Nú hefur birt til og þá eru líka betri möguleikar á því fyrir ríki og sveitarfélög að fá sanngjarnt verð fyrir eign- ir sínar. Þess vegna er nú tíma- bært að hefja einkavæðingu af fullum krafti. Einkafyrirtæki taka áhættu. Velgengni þeirra fer eftir rekstr- inum. Þau geta ekki sent tapið til skattborgarans. EFLUM EINKAFRAMTAK GETUR JARÐNESK kona verið guðdómleg ímynd? hefur.verið spurt á öllum öldum. Tómas Guð- mundsson veltir þessu jafn- vel fyrir sér í ljóðinu um guðsmóður og ímynd ástar . sinnar - og er hann þó ekki kaþólskt skáld. Þetta ljóð Tómasar heitir „í Klausturgarðinum", en þar segir skáldið meðal annars: En, heilaga móðir, hvort fæ ég þá framar ratað í fávísi minni til þín, ó, svaraðu mér. Hvort týndi ég þér, eða hefí ég henni glatað? Er hún ekki lengur til, ef ég fylgi þér? Einsog manni dettur í hug að Tómas fínni guðsmóð- ur í ímynd veraidlegrar konu, þannig fer ekki hjá því að Dante leiti að því sama í Beatrísu. Eða einsog Tóm- as segir í niðurlagserindi fyrrnefnds ljóðs: Ó, lát mig heyra, móðir, af þínum munni eitt miskunnarorð, ó, vertu ást minni hlíf. Þá trúi ég því, að þú sért hún sem ég unni, og þá hafa mínar bænir gefið þér líf. í XXX kviðu Hreinsunareldsins sér Dante Beatrísu í fýrsta sinn á ferð hans. Hann er kominn í hina jarð- nesku paradís og þá birtist honum kona, sem les- andinn getur hæglega talið að sé guðsmóðir, svo dýrð- lega sem henni er lýst — og með þessum hætti í ís- lenzkri þýðingu Guðmundar Böðvarssonar: Ó, þannig sá ég koma konu eina, með krans um enni, í regni angan blóma, sem englar stráðu milli grænna greina. Hún huldi slæðu hvítri augans ljóma og hennar kyrtill var sem logi brynni, og skikkjan minnti á vorsins dýru dóma. En það kemur í ljós að þama er komin æskuást Dantes, sjálf Beatrísa: En þó hún væri í tign og sælu sinni of sólbjört mínum augum, fann mitt hjarta við nýja snerting löngu liðin kynni: Mín foma ást, hin æskuhreina og bjarta, brann enn í minni sál og horfnar stundir við návist hennar tóku að skína og skarta. Dante minnist æsku sinnar með gleði, en getur ekki tára bundizt þegar hann sér viðbrögð Beatrísu. Hann ætlar að leita hjálpar Virgils, sem nú er honum ekki lengur innan handar. Og þrátt fyrir dýrð hinnar jarð- nesku paradísar, er Dante einsog umkomulaust barn. Hann lítur upp og sér: Þá leit ég enn hjá sigurekju sinni þá sömu ljósu blómadrotting standa, Mínervukransi krýnda í lundsins inni. Hreinleikans hátign fann ég um mig anda, augnaráð hennar, dulið þunnri slæðu, þungt fann ég hvíla á mér í mínum vanda. Beatrísa ásakar hann fyrir líferni hans eftir dauða hennar. Hún spyr hvort hann hafí fundið tilgang í því lífí sem hann lifði. Hér er samvizka skáldsins sjálfs komin í gervi Beatrísu. Hún segir Dante hafa elt villu- ljós og jafnvel tignað falsguði. Þannig hníga ásakanir Beatrísu að líferni Dantes eftir dauða hennar og sýna að skáldið hefur talið sig þá um nokkurt skeið hallan undir veraldlegar freistingar og fremur leitað eftir jarð- neskum lystisemdum en þeim dyggðum, sem kaþólskir menn töldu vegvísa á Guðs vegi. Allt minnir þetta á Játningar Ágústínusar. í lok kviðunnar er minnt á, hvemig himnaríki verði höndlað: Handan við fljótsins hylji skal hann bíða, unz goldið hefur hugarkvölum sárum hrösun og synd, í iðrun, sorg og kvíða. Leiðarlokum, eða XXXIII kviðu Paradísarljóðanna, lýsir Guðmundur skáld Böðvarsson svo í fyrrnefndri bók sinni: „Þegar hefst hin þrítugasta og þriðja kviða Paradísarljóðanna, sem er lokaþáttur hins mikla verks Dantes, er hann að endingu kominn að takmarki sínu, gegnum margar þrengingar, og hefur nú að baki þá göngu, sem æskuást hans og bjargvættur, Beatrísa, göfgin í mannlegri mynd, ákvað honum til frelsunar. En frá því segir þegar í annarri kviðu Vítisljóðanna, að sjálf guðsmóðir, heilög María mey, hefur vakið at- hygli Beatrísu á þeim vanda sem Dante er staddur í á jörðu niðri og hvatt hana til hjálpar." M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 8. júlí ANN 1. JÚLÍ 1975 voru fyrstu sum- artónleikarnir haldnir í Skálholtskirkju og rétt- um tuttugu árum síðar, 1. júlí um síðustu helgi voru fyrstu sumartón- leikarnir í ár haldnir. Það er fyrir löngu orðinn árviss viðburður að boðið er til tónlistarhátíðar yfir sumar- tímann í Skálholti, fímm helgar í röð, frá júlíbyijun fram í ágúst. Hér er um einstak- an vettvang að ræða fyrir íslenskt tónlist- arfólk, sem á þess kost að koma saman við æfingar og flutning á fagurri tónlist, á þessu forna menningarsetri. Ekki eru þau síðri tækifærin sem íslensk tónskáld njóta í tengslum við Sumartónleika í Skál- holti því hvert sumar eru frumflutt sam- tímatónverk eftir íslensk tónskáld, sérstak- lega samin fýrir Sumartónleika í Skál- holti. Tónlistarunnendur hafa sýnt þessu metnaðarfulla framtaki mikinn áhuga í gegnum árin, með því að skipa sér iðulega þétt á bekki hljómfagurrar Skálholtskirkju og njóta tónleikahaldsins. Frumkvöðlar tónlistarhátíðarinnar í Skálholti fyrir tuttugu árum voru tónlistar- konurnar Helga Ingólfsdóttir semballeikari og Manuela Wiesler flautuleikari. Þær áttu sér þann draum að efna til reglubundins tónleikahalds í Skálholtskirkju yfir hásum- arið til að gæða hið foma menningarsetur lífi og bjóða tónleikagestum að hlýða á tónlist í húsi sem hefur fagran hljómburð. Metnaðarfullt starf tónlistarmanna, tón- skálda, stjórnenda og annarra aðstandenda og skipuleggjenda Skálholtstónleika hefur á þessu tímabili aukið mjög við tónlistar- flóruna og auðgað hana. Draumur braut- ryðjendanna Helgu Ingólfsdóttur og Manu- elu Wiesler hefur ræst, því Skálholtstón- leikahátíð hefur náð að skapa sér fastan sess í tónlistarlífi landsmanna. Sumartónleikarnir í Skálholti voru ein- faldari í sniðum fyrstu árin, en þeir eru nú. Starfið hefur eflst með ári hveiju, þátttaka tónlistarmanna aukist og erlend- um gestum fjölgað. Fyrir tíu árum síðan, þegar Sumartónleikarnir héldu upp á tíu ára starfsafmæli sitt, árið 1985 var tónlist- arár haldið í Evrópu í tilefni þess að 300 ár voru liðin frá fæðingu meistaranna Bachs, Hándels og Scarlattis. Þetta ár markaði ákveðin tímamót hjá Sumartón- leikum Skálholtskirkju. Virtir flytjendur barrokktónlistar frá Norðurlöndum sóttu Skálholt heim þetta sumar, með tilstyrk Norræna menningar- málasjóðsins og hefur sá háttur verið hafð- ur á allar götur síðan. Skemmtilegar. hefðir hafa myndast í Skálholti yfir sumartímann, tengdar Sum- artónleikum, þannig að segja má að Sum- artónleikar í Skálholti búi yfir sjálfstæðum stíl og eiginleikum sem skipi þeim sér- stakan sess í íslensku tónlistarlífi. Frá upphafi hefur tónleikahald verið tengt sterkum böndum við helgihald Skál- holtskirkju. Verkefnaval hefur einkum tengst barrokktímanum, frá því fyrir tveimur og hálfri öld, eða því sem næst, þar sem tónlistin hefur verið flutt með hljóðfærum þess tíma eða endurgerð þeirra. Eins var fljótlega tekin sú ákvörðun að aðgangur að þessum tónlistarviðburðum skyldi ætíð vera ókeypis. Tónlistarflytjend- ur hafa dvalið í Skálholti vikuna fyrir tón- leika, við æfingar í kirkjunni, sem jafnan stendur ferðamönnum, íslenskum sem er- lendum opin. Þannig hafa þúsundir ferða- manna getað notið fagurrar tónlistar úr æfíngasmiðju listamannanna, auk þeirra þúsunda, sem sótt hafa hina skipulögðu tónleika um helgar. Auk barrokktónlistar hefur verkefnaval tónlistarinnar ætíð verið tengt íslenskri samtímatónlist. Hafa íslensk tónskáld tek- ið að sér að semja verk sérstaklega til flutnings á Sumartónleikum \ Skálholti og nítján íslensk tónskáld eiga nú um fimm- tíu tónverk sem frumflutt hafa verið á Sumartónleikum í Skálholti. Á þessu af- mælissumri bætast þijú ný íslensk tónverk í það safn, eftir jafnmörg tónskáld. Hljómeyki og Bach- sveitin TVEIR TÓN- LISTARhópar hafa ávallt komið mikið við sögu Sumartón- leika í Skálholti, sönghópurinn Hljómeyki og Bachsveitin í Skálholti, sem stofnuð var til að flytja barrokktónlist á upprunaleg hljóðfæri. Um síðustu helgi var frumflutt nýtt íslenskt tónverk eftir Jón Nordal Requiem. Það var söngverk í flutningi sönghópsins Hljómeyki, undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar, auk þess sem annað kórverk Jóns Nordal, Aldar- söngur var flutt af sama sönghóp. í lofsamlegri umsögn tónlistargagnrýn- anda Morgunblaðsins um Requiem, flytj- endur og stjórnendur undir fyrirsögninni „Meistaraverk" segir m.a.: „Sönghópurinn Hljómeyki - að þessu sinni skipaður 19 mönnum - hefur að vísu oft skilað frá- bæru dagsverki. En flutningur þessa fremsta kammerkórs landsmanna nú var án efa í sérflokki. A.m.k. man undirritaður ekki eftir annarri eins frammistöðu í bráð, og hlýtur dijúgur partur af heiðrinum að falla í skaut stjómandans, Bemharðs Wilk- inssonar, sem kallaði fram bestu hliðar tónverkanna og söngvaranna í hreinrækt- uðum fímm stjörnu flutningi... Heildarsvipurinn var ljóðrænn og kyrr- látur, þrátt fyrir dramatískar andstæður, eða öllu heldur vegna þeirra, því þær mynduðu þann mannlega þátt angistar og sársauka, án hvers hið eteríska „seren- issimo“ á öðrum stöðum, t.a.m. í formi tærrar sólósópranraddar Hallveigar Rún- arsdóttur, hefði ekki notið sín í sama mæli.“ Um þessa helgi er svo frumflutt annað íslenskt verk, óratorían Psychomachia eft- ir Þorstein Hauksson. Oratorian er fyrir sópran, kór og strengjakvintett. Fmm- flutningur á verki eftir þriðja íslenska tón- skáldið, Atla Heimi Sveinsson, verður svo í Skálholti um næstu helgi. Þar verður frumflutt verk eftir tónskáldið fyrir tvo sembala og tvö orgel, auk þess sem önnur trúarleg tónverk eftir Atla Heimi verða flutt. Ýmis kammerverk eftir breska tónskáld- ið Henry Purcell skipa veglegan sess á dagskrá tveggja síðustu tónleikahelganna í sumar. í ár er 300 ára ártíðar tónskálds- ins minnst. Arngeir Heiðar Hauksson, framkvæmdastjóri Sumartónleika Skál- holtskirkju ritaði nýlega grein um tónleik- ana og sögu þeirra hér í Morgunblaðið. Þar sagði Amgeir m.a.: „Fyrir 300 árum voru Þórður Þorláksson biskup og Hjalti Þorsteinsson að „reparera og stemma“ hljóðfærin í Skálholtskirkju eins og fram kemur í grein Helgu Ingólfsdóttur í nýút- komnu hátíðarriti Sumartónleika í Skál- holtskirkju. Þá voru Hándel og Bach rétt. um 10 ára gamlir og Purcell átti á besta aídri fáa mánuði eftir ólifaða. í sumar halda Sumartónleikar í Skálholtskirkju hátíð með því að flétta saman tónlistar- og mannkynssögunni í 300 ár - eða 20 - eða hinni ókomnu með nýjum tónverkum sem eiga eftir að líta dagsins ljós. Sagan streymir fram sem vatn, tónlistin „sem niður margra vatna“.“ Vegleg, vönduð og metnaðarfull dagskrá Sumartónleika í Skálholti á 20 ára afmæli hátíðarinnar á ugglaust eftir að laða að margan gestinn. SÍÐASTLIÐINN fimmtudag birtist frétt hér í Morgun- Kína blaðinu um breska heimildamynd um hroðaleg grimmdarverk og kvennakúgun í Kína, þar sem m.a. kom fram að mey- börn væru svelt til bana í afkimum barna- heimila. Það voru breskir sjónvarpsmenn á vegum sjónvarpsstöðvarinnar Channel Four sem gerðu myndina „Herbergi dauð- Voðaverkí ans“. Lýsingar á efnisinnihaldi myndarinnar eru viðurstyggilegar. Þar kemur fram að kínverskar konur hafi verið neyddar til að láta eyða fóstri, jafnvel þótt þær væru langt gengnar með; árlegum útburði einn- ar milljónar stúlkubarna er lýst; litlar n Morgunblaðið/Ámi Sæberg. stúlkur eru sýndar á barnaheimilum, bundnar fastar á bambusstóla, aðrar fár- sjúkar og á einu barnaheimilanna fundu sjónvarpsmennirnir blinda stúlku, við dauðans dyr vegna vannæringar, sem hafði verið látin dvelja ein í dimmu herbergi í viku, til að deyja þar drottni sínum. Nafn myndarinnar „Herbergi dauðans“ er vænt- anlega dregið af þessum fundi sjónvarps- fólksins. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist við myndinni með staðhæfingum um að mynd- in sé fölsuð og að fólk með „illar hvatir“ standi að baki gerðar myndarinnar. Þau viðbrögð kínverskra stjórnvalda þurfa ekki að koma á óvart, því ávallt kveður við sama tón, þegar Kínveijar eru sakaðir um mannréttindabrot. Kínversk stjórnvöld ákváðu árið 1979 að reyna að sporna við allt of örri fólks- fjölgun í landinu, með því að skipa svo fyrir að hver hjón mættu aðeins eignast eitt bam. Þessari ógnarstefnu er framfylgt af slíkri hörku, að útburður stúlkubarna hefur stóraukist, en hann hefur tíðkast í sveitum Kína svo öldum skiptir, þar sem foreldramir höfðu „meira gagn af drengj- um, þeir gátu unnið fyrir þeim í ellinni en stúlkurnar þurfti að gifta burt og greiða með þeim heimanmund", eins og segir í frétt Morgunblaðsins. Afleiðingar þessarar „fjölskyldustefnu“ kínverskra stjórnvalda eru þær að nú er mun meira af ungum körlum en konum í Kína. Myndin hefur verið sýnd í Svíþjóð og þarf engan að undra að þar vakti hún reiði og viðbjóð fjölmargra áhorfenda, sem bragðust við með þeim hætti, að lýsa þeirri skoðun að hundsa bæri kvennaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna sem halda á í Peking í Kína í septembermánuði. Dönsk blöð greindu frá því í vikunni að utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, Lena Hjelm-Wallén, hygðist taka mál þetta upp hjá Evrópusam- bandinu. Á fímmtudagskvöld var myndin sýnd í TV2 í Noregi. Voru viðbrögð áhorfenda á einn veg, eins og kemur fram í frétt Morg- unblaðsins í dag (laugardag): „gífurleg reiði og hneykslun, símalínur stöðvarinnar voru rauðglóandi fram yfír miðnætti. „Við höfum aldrei fengið meiri viðbrögð," sagði fulltrúi stöðvarinnar í samtali við Aften- posten í gær. Margir grétu er þeir reyndu að tjá sig,“ segir í fréttinni. Fram kemur að hart sé lagt að norskum stjómvöldum og fulltrúum á fyrirhugaðri kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína í september að taka málið upp eða hundsa ráðstefnuna. Norskir ráðamenn heiti því að ræða þessi mál við stjórnvöld í Peking. Einn af þingmönnum Hægriflokksins, Hallgrim Berg, hefur hvatt Evrópuráðið til að hundsa kvennaráðstefnuna en fáist það ekki samþykkt vill hann að fulltrúi útlægra Tíbeta fái sæti sitt í nefnd ráðsins á ráðstefnunni. Berg kveðst ekki munu fara til Peking eftir þær upplýsingar sem hann hafi fengið um meðferð Kínveija á meybörnum og mannréttindabrot á Tíbet- um. Hjá Evrópuráðinu er talið ólíklegt að tillaga Bergs um að hundsa ráðstefnuna verði samþykkt. Formaður félagsmálanefndar Stór- þingsins, jafnaðarmaðurinn Sylvia Brun- stad, hefur lýst sig andvíga því að hundsa kvennaráðstefnuna. Hún telur að nota eigi hana sem vettvang til að bæta ástandið og hvetur Gro Harlem Brundtland forsæt- isráðherra til að taka málið upp er hún flytur lokaræðuna á ráðstefnunni. Að sögn Ríkisútvarpsins verður myndin sýnd hér á landi innan skamms. Væntan- lega mun sýningin hér á landi vekja upp viðlíka viðbrögð og hún hefur gert hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum. Þannig er ekki ólíklegt að umræða hefjist meðal íslenskra kvenna um það hvort rétt sé af þeim að fara til Kína á kvennaráð- stefnuna í þaust. Forseti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir fer í opinbera heimsókn til Kína áður en kvennaráðstefna Sameinuðu þjóð- anna hefst í Peking þann 4. september næstkomandi. Frú Vigdís verður viðstödd upphaf kvennaráðstefnunnar og mun hún flytja ræðu við setningu hennar. Sjálfsagt munu margir hvetja forsetann til að not- færa sér það tækifæri, til þess að taka málið upp, með þeim hætti, sem formaður félagsmálanefndar norska Stórþingsins, Sylvia Brunstad, hvetur forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brandtland til. Þann- ig geta forseti íslands og forsætisráðherra Noregs lagt sitt af mörkum, til þess að vekja athygli á voðalegum mannréttinda- brotum, sem framin eru á kynsystrum þeirra í Kína. Athygli heimsins mun bein- ast að kvennaráðstefnunni í Peking, bæði við upphaf hennar og lok, þannig að hinir norrænu ræðumenn, forseti Islands og forsætisráðherra Noregs hafa raunveru- legt tækifæri til þess að stuðla að bættri stöðu kínverskra kvenna. En kannski ákveða íslenzkar konur að mótmæla með fjarveru sinni, hver veit? Athygli heimsins mun beinast að kvennaráðstefn- unni í Peking, bæði við upphaf hennar og lok, þannig að hinir norrænu ræðu- menn, forseti Is- lands og forsætis- ráðherra Noregs hafa raunveru- legttækifæritil þess að stuðla að bættri stöðu kín- verskra kvenna. ■n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.