Morgunblaðið - 09.07.1995, Side 35

Morgunblaðið - 09.07.1995, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 35 FÓLK í FRÉTTUM FOLK Hanks gengur allt í haginn ►VELGENGNI leikarans góð- kunna, Tom Hanks, virðist engan endi ætla að taka. Nýjasta mynd hans, „Apollo 13“, er með þeim vinsælustu í Bandaríkjunum um þessar mundir, líkt og Forrest Gump var í fyrra. Nú á hann von á barni með konu sinni, Ritu Wilson, í des- ember næst- komandi. Hann á þrjú börn fyrir, son og dóttur úr fyrra hjóna- bandi auk 5 ára sonar með Ritu. Fjölskyldan er þessa dagana á ferðalagi um Evrópu. Morguoblabib fœst á KastrupflugvelU og Rábhústorginu Morgunblaðið/Þorkell Álfar út úr hól ►í veitingahúsinu A. Hansen í Hafnarfirði er boðið upp á svo- kallaðar álfaferðir. Erla Stefáns- dóttir sjáandi leiðir fólk um álfa- byggðir Hafnarfjarðar og snætt er á fyrrnefndu veitingahúsi. Þar syngja álfar og dansa fyrir gesti á meðan á máltíð stendur. Hvítir krókódílar FAYE Dunaway, leikkonan seiðandi, liefui' samþykkt að leika í glæpamyndinni Krókódílshvítinginn eða „Albino Alliga1or“, ásamt Matt Dillon, Viggo Mortens- ien og Gary Sinise. Þetta verður fyrsta mynd leikstjór- ans Kevins Spaceys og hljóðar fjárhagsáætlunin upp á 300 milljónir króna. Myndin fjallar um þrjá smá- þjófa sem taldir eru stórhættulegir glæpamenn á flótta undan alríkislögreglunni og neyðast lil að taka gísla á gamalli krá í snðurríkjum Bandaríkjanna. Rokkararnir geta ekki þagnað ►JON Bon Jovi og Stefán litli, eða Little Steven, flytja hér gamla Neil Young lagið „Rocking in the Free World“. Iðnaðarrokk- sveitin Bon Jovi er nú á tónleika- ferðalagi um Evrópu. Þessi mynd er tekin á tónleikum hljómsveit- arinnar í Rotterdam í Hollandi. Arnold stuðlar að friði í heiminum ►GAMLI kub- burinn Arnold Schwarzeneg- ger fór friðar- för til Israels nýlega. Hann hitti Yitzhak Rabin, forsæt- isráðherra ísraels, að máli og lýstiyfir ánægju sinni með friðarviðræður ísraela og Palestínuinanna. Schwarzenegger var staddur í Israel í tilefni opnunar veitinga- staðar síns, „Planet Hollywood", í Tel Aviv. Tilboðsverð til Benidorm 3. ágúst frá kr. 47.600* Nú eru síðustu ferðirnar til Benidomi í sumar að seljast upp. Við höfum fengið nokkrar viðbótaríbúðir 3. á|úst á frábæru verði á vinsælasta gististaðnum okkar í Benedorm, Century Vistamar. Afar góð aðstaða. Allir íbúðir með einu svefnherbergi. baði, stofu, eldhúsi og svölum. Góður garður, móttaka, veitingastaður og verslun. 2 vikur frá kr ,47.600* m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, 2 vikur. Verð með flugvallarsköttum og forfallagjaldi kr. 50.632 M.v. 2 í íbúð k, 59.800 Verð með flugvallarsköttum og forfal lagjaldi kr. 63.460 /0(1 HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. Hvernig fannst myndin? Kristjana Tómasdóttir: „Mér fannst myndin mjög skemmtileg og mæli með henni við vini og kunningja." Guðlaug Vigfúsdóttir: „Mér fannst þetta sérstakle- ga skemmtileg mynd og leikkonan (Sandra Bullock) stóð sig afar vel.“ Guðrún Hjaltadóttir: „Mér fannst hún mjög góð. Sandra Bullock var alveg æðisleg og myndin minnir mig mest á „Pretty Woman“. Sara: „Mér fannst hún ágæt. Ég mæli fúslega með henni við aðra þar sem hún er svona létt og skemmtileg. Sigríður Heiðar: „Mér fannst myndin alveg meiriháttar. Hún er í stíl „Sleepless In Seattle" og það er sko ekki slæmt.“ Kolbeinn: „Þetta var rosalega góð mynd. Ég mæli hiklaust með henni.“ Garðar Arnason: „Mérfannst hún mjög skemmtileg, létt og fyndin.“ Rómantíska gamanmyndin „While You Were Sleeping“ er frumsýnd í Sambíóunum um helgina. Spurt var í Sagabíói. v

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.