Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 15 LISTIR GEIR Rafnsson slagverksleikari og Arna Kristín Einarsdóttir flautuleikari. Listasumar á Akureyri Flautuseiður og áslátt- ur í Listasafninu I LISTASAFNINU á Akureyri fá tónlistarunnendur að kynnast sam- hljómi flautu og ýmissra slagverks- hljóðfæra í kvöld, sunnudagskvöld. Arna Kristín Einarsdóttir flautuleik- ari og Geir Rafnsson slagverksleik- ari munu leika nokkur verk eftir Niel DePonte, Paul Smadbeck, Alice Comez, Claude Debussy, Andre Jolt- vet og V. Chenovith. Arna Kristín segir að ekki sé al- gengt hér á landi að þessi hljóðfæri séu leidd saman á tónleikum. „Það hafa hins vegar verið samin fjölmörg verk fyrir þessi tvö hljóðfæri og við höfum getað sett saman mjög fjöl- breytta efnisskrá fyrir tónleikana. Það er svo miklar andstæður í flaut- unni og slagverkinu að það er hægt að leika sér með þessa samsetningu endalaust." Geir segir að þessi hljóðfæri hljómi mjög vel saman. „Slagverkshljóðfær- in eru auðvitað fjölmörg og marg- breytileg eftir því en flautan á sér- lega vel við marimbuna og víbrafón- in.“ Ama Kristín lauk einleikaraprófi í flautuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1990. Hún stundaði fram- haldsnám við Indiana University í Bloomington og lauk þaðan Perform- ance Diploma með láði 1992. Hún stundar nú ennfrekara nám við Royal Northem College of Music í Manc- hester á Englandi. Geir lauk prófí í slagverksleik frá tónlistarskóla FÍH 1994. Hann hyggur á framhaldsnám í Royal Northem College of Music á næsta ári. Bæði hafa þau tekið virkan þátt í tónlistarlífí hér á landi. Tónleikamir eru hluti af dagskrá Listasumars á Akureyri og hefjast kl. 20.30. Fyrsta þýska sérsafnið um steinda glerlist í bænum Linnich er að rísa fyrsta safnið sem eingöngu er reist fyrir steinda glerlist fyrr og síðar. Allstór gömul myllubygging stendur þar yfír á, sem rennur í gegn um bæinn, og við gömlu bygginguna er verið að reisa viðbyggingu. Ætlunin er að safnið verði opnað haustið 1996. Safninu er þannig fyrir komið að áin, sem sneri mylluhjólinu fyrrum, heldur áfram að renna gegn um safn- ið. Hæðin á nýbyggingunni er um 17 metrar og hún er 40-50 metra löng. A framhlið nýbyggingarinnar verður 10X10 m gluggi, þar sem koma má fyrir steinum gluggum sem eru til sýnis inni hveiju sinni. í Linnich er glerlistaverkstæði Oidt- mansbræðra, sem hafa unnið mikið af íslenskum listaverkum, svo sem mosaikmyndina á Tollstöðinni, Skál- holtsgluggana og altaristöfluna svo og steinda glugga í fjölda kirkna og er staðsetning safnsins, sem mun heita „Das Deutsche Glasmalerei- Museum Linnich" staðsett þar vegna þessa gamla virta verkstæðis, sem verið hefur i sömu ættinni í 140 ár, nú rekið af bræðrunum Fritz og Ludovikus, ásamt sonum þeirra. Til nýja safnsins gefur Fyrirtæki Oidtmanns 90 milljón króna virði af steindum listaverkum, bæði kla'ssísk nútímalistaverk og kopíur og teikn- ingar af steindum gluggum úr mið- aldakirkjum, sem þeir hafa gert við, alls um 65 steinda glugga. Einnig leggja þeir sérstöku skjalasafni til plögg um gömui verk og þessa listiðn . En þarna verður einnig sýning á handverkinu frá upphafí. Stjómin í Nordrhein-Westfalen stendur fyrir þessari byggingu, og hafa ýmis fyrirtæki veitt stuðning við bygginguna og reksturinn. M.a. hefur PKL pökkunarfyrirtækið tryggt 200 þúsund marka rekstrar- styrk á ári. Og í Linnich hefur verið stofnuð „Félag stuðningmanna Linnichsafnsins", sem mun styðja við bakið á því með framlögum. Aætlað- ur kostnaður viðbyggingar og við- gerða er um 320 milljónir kr. Arki- tekt er Schmit í Aachen og fram- kvæmdaaðili Verkfræðstofa Carpus & Co. Þú sparar allt að 20 þúsund Verðlækkun Auk þess bjóðum við upp á lengri ábyrgð á okkar tækjum. ZANUSSI Uppþvottavél 12 manna. Breidd 60 cm. 4 kerfi, lekavörn. Ííí-Í ZANUSSI þvottavél 3ja ára ábyrgð. 800 sn. á mín. ZANUSSI þurrkari 2 hitastig ZANUSSI kæliskápur 190/40 I. Hæð 141 cm. ÁBYRGÐ ZANUSSI kæliskápur 120/61. Hæð 85 cm ZANUSSI Kuppersbusch kæliskápur 207/59 Hæð 165 ZANUSSI 2 mm),- SUÐURLANDSBRAUT 16 SIMI 5880500 / / á morgun • Utsalan hefst á morgun • Utsalan hefst V V nug'iom á ig'fori nBlnaíU • nugiom á igfori nuÍBgiU a morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.