Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C *K0ttffl$faÍb STOFNAÐ 1913 153.TBL.83.ARG. SUNNUDAGUR 9. JULI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reykbann á leiksýningu UPPFÆRSLA Royal Shakespeare Company á „Kirsuberjagarðirium" eftir Anton Tsjekhov hefur orðið fyrir barð- inu á reykingabanni sem borgaryfir- völd í Stratford hafa sett. Yfirvðldin höfnuðu beiðni um að einn leikaranna fengi að kveikja í vindli, eins og hand- ritið segir til um. Leikhúsgestir á forsýningu upp- færslunnar fengu afhentan miða með eftirfarandi skýringu: „Yfirvöld hafa neitað að heimila Jasha [þjóni í leikrit- inu] að reykja vindil á sviðinu, þótt texti Tsjekhovs krefjist þess og þrátt fyrir miklar eldvarnaráðstafanir. Við hörmum þetta og höfum áfryjað synj- uninni til dómstóla." Starfsmaður leikhússins bætti við að úrskurðurinn væri „hlægilegur". „Við höfum alltaf slökkviliðsmann á verði." Meðan beðið er dóms í málinu þarf Jasha að fara að dæmi Bills Clintons sem fær ekki að reykja vindla fyrir konu sinni - og sýgur reyklausan vind- il af mikilli áfergju. Michael Frayn, leikskáld og sérfræð- ingur í verkum Tsjekhovs, segir að atriðið sýni augljóslega nýja og áhuga- verða hlið á þjóninum Jasha. „Hann er haldinn skynvillu. Vindillinn sem hann reykir er ofskynjun. Hinar persónurnar hafa ofskynjanir vegna þess að ein þeirra segir: „Hver er að reykja hérna?"." Bíll sem breytir ósoni í súrefni BÍLAFYRIRTÆKIÐ Ford er að prófa bifreið sem „étur" óson og breytir því í súrefni. Fyrirtækið vonast til þess að bíllinn reynist mikilvægur í baráttunni gegn loftmengun. Hann er búinn sér- stökum vatnskassa, sem breytir ósoni í súrefni þegar loft sogast í vélina til kælingar. Óson er eitruð lofttegund, sem myndast meðal annars við sterka geislun sólar og getur valdið öndunar- erfiðleikum og öðrum óþægindum. Vampíra sögð drepa kindur ÍBÚAR Dimanovo, afskekkts fjalla- þorps í Búlgaríu, hafa miklar áhyggjur af dularfullu hvarfi sauðkindar nýlega og telja það staðfesta að aldargðmul vampíra gangi enn laus. Þetta er þriðja kindin sem hverfur á þrem árum á þessum slóðum. „Ærnar hverfa á dular- fullan hátt um svipað leyti við gröf og kofa einsetumanns," sagði búlgarskur blaðamaður. Þorpsbúarnir trúa því að einsetumaðurinn hafi breyst í vampíru eftir að hann svipti sig Ufi. LUNDARIDRANGEY Morgunblaðið/Snorri Snorrason Kínversk-bandarískur andófsmaður dæmdur í gæsluvarðhald Verður sóttur til saka í Kína fyrir njósnir Peking. Reuter. KÍNVERSK yfirvöld sögðust í gær, laugar- dag, hafa dæmt kínversk-bandaríska andófs- manninn Harry Wu í gæsluvarðhald og ætla að sækja hann til saka fyrir njósnir. Frétta- skýrendur sögðu að ákvörðunin gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti Kína og Bandaríkjanna sem hafa farið versnandi. Wu er einnig þekktur undir kínversku nafni sínu, Wu Hongda, og var handtekinn í borginni Wuhan 19. júní. Að sögn kín- versku fréttastofunnar Xinhua verður hann ákærður fyrir að hafa komið til Kína undir fölskum nöfnum, keypt ríkisleyndarmál og stolið leyniskjölum frá árinu 1991. „Hann flutti þessi leyniskjöl úr landi og afhenti þau erlendum samtökum og stofnunum," sagði fréttastofan og bætti við að Wu yrði leiddur fyrir rétt í Kína. Búist við hörðum viðbrögðum Banda- ríkjamanna Wu gerði heimildarmynd fyrir breska ríkis- útvarpið í fyrra þar sem hann fullyrti meðal annars að kínversk yfirvöld seldu líffæri úr föngum sem væru teknir af lífi. Kínverska stjórnin vísar þessu á bug. Meinað að ræða við Wu Wu flúði frá Kína til Bandaríkjanna fyrir tíu árum og er með bandarískan ríkisborgara- rétt. Wu var í nítján ár í kínverskum fanga- búðum fyrir andóf og eftir að hann var lát- inn laus árið 1985 hefur hann helgað sig skrifum um kínversk fangelsi og meint mann- réttindabrot þar. Bandarískir þingmenn hafa krafist þess að Wu verði látinn laus og fréttaskýrendur segja að réttarhöld yfír honum vegna meintra njósna myndu skaða samskipti Kína og Bandaríkjanna. Þau hafa farið versnandi að undanförnu, einkum vegna þeirrar ákvörðun- ar Bandaríkjamanna að heimila forseta Tæv- ans að fara í heimsókn í einkaerindum til Bandaríkjanna í júní. Bandaríkjastjórn hefur sakað Kínverja um brot á alþjóðlegum reglum með því að meina bandarískum stjórnarerindrekum að ræða við Wu. Talsmaður bandaríska utanríkisráðu- neytisins sagði á föstudag að líkur væru á að erindrekarnir fengju að hitta hann að máli innan skamms. 10 Slímt viö myndína af slálfum sér UPPLÝSINGAR ERU EKKI VISKA 16 Úr vörn i sókn WÐsapniBvimjuiíF _ « Á SUNNUDEGI 1 9 Niður hafsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.