Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 14. JLILÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Afrakstur grásleppuvertíðarinnar sem senn lýkur er 1,3 milljarðar Aldrei hærra hrogriaverð SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að framlengja ekki grásleppuveiðitímann í Faxa- flóa og lýkur grásleppuvertíðinni 20. júlí. Að sögn Amar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda, er áætlað út- flutningsverðmæti hrognanna, saltaðra og full- unninna, samtals um 1,3 milljarðar króna og hefur aldrei fengizt svo mikið fyrir hrognin áður. Grásleppan hefur veiðst vel á Faxaflóasvæð- inu í vor og sumar en undanfarin ár hefur veið- in þar verið léleg. Á norðaustanverðu landinu hefur grásleppuveiðin hins vegar verið langt undir meðallagi. Örn segir að gert sé ráð fyrir að veiðin í ár verði svipuð og í fyrra en þá var hún 11.600 tunnur af hrognum. Það er rétt undir meðallagi sem er 13.000 tunnur. Verð hrognanna stígnr Þá segir hann að aldrei hafí fengist jafn hátt verð fyrir grásleppuhrogn og nú en á undanföm- um sex ámm hafi það farið stígandi. Helsta ástæða þess sé að síðan 1989 hafi grásleppu- veiðiþjóðir, auk þjóða sem fullvinna hrogin, hald- ið upplýsingafundi einu sinni á ári til að koma í veg fýrir að verðfall verði á markaðnum. Áður gerðist það æ ofan í æ að veiðin varð langt umfram eftirspum og verðið sem fékkst fýrir hrognin hrapaði. Vertíðinni lýkur 20. júlí, nema í innanverðum Breiðafírði þar sem henni lýkur 10. ágúst. Hefð er fyrir því að vertíðin sé 90 daga löng ár hvert en Breiðfírðingamir hefja ekki veiði fyrr en 10. maí. Grásleppuhrogn em aðallega fullunnin í Dan- mörku en einnig hér á landi og í Þýskalandi. Hér eru þau unnin í fímm verksmiðjum; á Akur- eyri, Akranesi, Stykkishólmi, Kópavogi og Garði á Reykjanesi. Helsti markaður fyrir kavíar er í Frakklandi. Nýr gæðakavíar Á undanförnum árum hefur landssambandið unnið í samvinnu við Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins að þróun gæðakavíars sem hefur hlotið nafnið Cavka. „Við höfum náð umtalsverðum árangri en takmarkið er að bæta ímynd kavíars og ná fram hærra verði. Á síðasta ári var lítils háttar framleitt af Cavka hjá Bakkavör hf.,“ segir Örn. Verið er að vinna að því að markaðs- setja vöruna í samstarfí við útflutningsfyrirtæk- ið E. Ólafsson. Borhola opnuð á blómstrandi dögum Morgunblaðið/Aldís Hveragerði. Morgunblaðið. Atvinnumálanefnd Reykjavíkurborgar Styrkir veitt- ir til atvinnu- þróunar ATVINNUMÁLANEFND Reykja- víkurborgar hefur ákveðið að veija allt að 7 milljónum kr. af ráðstöfun- arfé sínu á árinu 1995 til að styrkja þá sem vilja stuðla að þróun at- vinnulífs í Reykjavík. Styrkirnir verða veittir til verk- efna sem stuðlað geta að nýsköpun, þróun, hagræðingu, markaðssetn- ingu og uppbyggingu í atvinnulífi Reykj avíkurborgar. Áð sögn Péturs Jónssonar, for- manns atvinnumálanefndar, verður Atvinnu- og ferðamálastofa opnuð í gamla Morgunblaðshúsinu við Aðalstræti seinni hluta þessa mán- aðar. Við sama tækifæri verða styrkimir auglýstir. Gert er ráð fyrir að styrkir til einstakra verkefna verði um 50% af áætluðum kostnaði. Hámarks- upphæð er 500 þúsund kr. og greið- ist styrkurinn út í samræmi við framgang verkefnisins. Atvinnu- og ferðamálastofa hefur síðan eftirlit með framvindu verkefna og útborg- un styrksins. Atvinnumálanefnd er heimilt að víkja frá framangreindum reglum um styrkveitingar, ef verkefni eru talin svo veigamikil fyrir atvinnulíf- ið í Reykjavík að brýn nauðsyn sé talin á slíkú. TOGARINN Már frá Ólafsvík hélt í gærkvöldi út fyrir fjögurra mílna landhelgi Noregs á nýjan leik. Var sú ákvörðun tekin eftir að gífurlegur þrýstingur og mótmæli frá hags- munasamtökum útvegsmanna og sjó- manna í Noregi olli því í gær að yfír- stjóm Norsk Selskap til Skipbrudnes Redning (NSSR), eða landssamband norskra sjóbjörgunarsveita, aftur- kallaði tilboð sem það hafði gert um að losa net úr skrúfu togarans. Kemur mjög á óvart Svavar Þorsteinsson, útgerðar- stjóri Más, segir að ákvörðun norska sambandsins hafi komið mjög á óvart, hann hafi átt von á að hags- munaaðilar myndu reyna að beita þrýstingi en ekki að hann yrði jafn- mikill og raun ber vitni eða að lykt- ir yrðu þessar. „Við áttum aldrei von á þessum viðbrögðum við beiðni okkar um neyðaraðstoð og þetta mál leggst því hræðilega ilia í okk- ur,“ segir Svavar. Varðskipið Týr er nú á leið til Noregs í því skyni að aðstoða Má. Fari allt samkvæmt áætlun á það SVONEFND Drottningarhola í dalnum inn af Hveragerði, sem talin er ein sú stærsta á landinu, var opnuð í gær. Fjölmörg ár eru liðin síðan skrúfað var síðast frá holunni og fylgdust fjölmargir með þeim ægikrafti sem leystist úr læðingi eftir um tveggja og hálfs sólarhrings langa siglingu á hádegi í dag. Haf- steinn Hafsteinsson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, segir að Tý verði ekki snúið við nema Már fái aðstoð annars staðar frá. Hætt við á síðustu stundu Útgerð Más fékk í fyrrakvöld leyfí norskra yfirvalda til að sigla skipinu inn í norska landhelgi, að því til- skildu að búið væri að gera samning við þarlenda aðila um viðgerð. I gærmorgun barst síðan skrifleg staðfesting frá NSSR þess efnis að sambandið myndi taka að sér að losa úr skrúfunni. í kjölfarið var skipinu veitt heimild til að sigla inn í norska landhelgi og leita vars á grunnsævi í Sarnesfirði skammt sunnan við Honningsvág. „Við stöndum fast við það mat að togarinn sé ekki í nauðum stadd- ur,“ sagði John Espen Lien, foringi hjá stjórnstöð varnarmála í Norður- Noregi, í samtali við ATB-fréttastof- una í gær. „Skipstjóranum er kunn- ugt um að skipum sem veiða í Smug- unni er óheimilt að koma til norskra þegar skrúfað var frá. Þeir sem fylgdust með opnun holunnar í návígi heyrðu vart í sjálfum sér, slík voru lætin, og heyrðist há- vaðinn út fyrir bæjarmörkin. Opnun holunnar er upphaf hátíð- ar í Hveragerði sem gengur und- ir nafninu „Blómstrandi dagar“. hafna. Af þeim sökum er Má ekki heldur leyft slíkt. Leyfið til að halda inn á grunnsævi var veitt þar sem erfítt getur reynst að fjarlægja net úr skrúfunni á hafi úti.“ Skipstjóri Más var í stöðugu fjar- skiptasambandi við strandgæsluna og var fastmælum bundið að norska strandgæslan ióðsaði skipið inn á fjörðinn til stefnumóts við frosk- menn NSSR. Átti viðgerð að hefjast um klukkan 19 í gær, gengi allt að óskum. Útgerðinni var síðan tilkynnt um klukkan 18 í gærkvöldi að NSSR væri hætt við verkið. Skipið ekki í nauðum í framhaldi af þessu sneri NSSR við björgunarbátnum Speidern sem flutti kafarana og átti skamman veg ófarinn til Más. „Við höfum fengið skýrar upplýsingar frá norskum yfir- völdum um að Már teljist sjófær og ekki í þeim nauðum að þörf sé á að leita hafnar í Noregi," sagði Lars Spildo, yfirmaður sjóbjörgunar norska landssambandsins, í fréttatil- kynningu sem það sendi frá sér í gærkvöldi. Kínverski skurðlækn- irinn enn í farbanni Landspítal- inn tekur ábyrgð á að- gerðinni KÍNVERSKI skurðlæknirinn dr. Zhang Shaocheng, sem fyrirhugað var að kæmi hingað til lands í byij- un júlí, er enn í farbanni frá sjúkra- húsi því í Sjanghæ sem hann vinn- ur við. Zhang hafði verið boðið hing- að til lands til að framkvæma taugaflutningsaðgerð á baki Hrafn- hildar Thoroddsen, sem slasaðist alvarlega í bílslysi árið 1989 og hefur að mestu verið bundin við hjólastól síðan. Að sögn dr. Halldórs Jónssonar, yfírlæknis bæklunardeildar Land- spítalans, sem ætlaði að gera að- gerðina með Zhang, hefur sjúkra- húsið í Sjanghæ ekki viljað gefa leyfi til fararinnar nema að því til- skildu að sjúkrahúsið verði ekki dregið til ábyrgðar ef aðgerðin tekst ekki sem skyldi. Vonast til að skriður komist á málið Halldór sendi í gær skeyti til Kína þess efnis að hann sjálfur myndi bera alla ábyrgð á aðgerð- inni. Vonast hann því til að skriður komist á málið innan tíðar. Zhang hefur fengið tilskilin leyfi utanríkisráðuneytis Kína til farar- innar, en hingað til hefur strandað á leyfí spítalans. Halldór segir að þegar gestaskurðlæknar koma hingað til lands, sé venjan að spítal- inn hér beri ábyrgð á aðgerðum sem gestaskurðlæknarnir gera og ís- lenskir læknar sjái alfarið um sjúkl- inginn að aðgerð lokinni. Brug-gverksmiðja upprætt Afkastaði 700 lítrum á viku LÖGREGLAN á Snæfellsnesi og menn úr ávana- og fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík lokuðu í fyrrinótt stórri bruggverksmiðju á Hellnum. Að sögn Ólafs K. Ólafsson- ar, sýslumanns í Stykkishólmi, fór starfsemin fram í bílskúr undir íbúðarhúsi á Hellnum. í skúrnum voru þrír geymar, sem hver um sig tók þúsund lítra af gambra, og 200 lítra tunna að auki. í þessi ílát hefði því verið hægt að leggja 3.200 lítra af gambra. Hald var hins vegar lagt á rúmlega 400 lítra af gambra. 204 lítrar af landa voru gerðir upptækir. Landinn var í eins lítra neytendaum- búðum, tilbúinn á markað. Átti að fara á markað í Reykjavík og víðar Ólafur segir að verksmiðjan hefði getað framleitt um 700 lítra af landa á viku. Talið er að landinn hafí átt að fara á markað í Reykjavík og víðar. Einn maður var handtekinn í fyrrinótt og yfírheyrður í Ólafsvík í gær en játning ligg- ur ekki fyrir og hann hefur verið látinn laus. Fleiri menn liggja undir grun. Málið er í rannsókn í samvinnu lögregl- unnar á Snæfellsnesi og ávana- og fíkniefnadeildar lög- reglunnar í Reykjavík. Claes í heimsókn WILLY Claes, aðalfram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins (NATO), kemur í opinbera heimsókn til íslands í næstu viku. Mun hann dveljast hér dagana 19. og 20. júlí. Um er að ræða hefðbundna heimsókn nýs framkvæmd- astjóra til að- ildarríkja bandalagsins. Claes mun eiga fundi með Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands, Davíð Oddssyni forsæt- isráðherra, Halldóri Ásgríms- syni utanríkisráðherra og utan- ríkismálanefnd Alþingis. Upplagstölur Morgunblaðs- ins staðfestar TRÚNAÐARMAÐUR Versl- unarráðs íslands, Reynir Vign- ir, löggiltur endurskoðandi, hefur sannreynt upplag Morg- unblaðsins í samræmi vð regl- ur upplagseftirlits Verslunar- ráðsins. Um er að ræða upplag Morg- unblaðsins mánuðina janúar- júní 1995 ogvoru seld að með- altali 51.813 eintök á dag. Á sama tímabili 1994 var salan 51.718 eintök daglega. Upp- lagseftirlit Verlunarráðs Is- lands annast eftirlit fyrir þá útgefendur sem óska eftir stað- festingu hlutlauss aðila á upp- lagi viðkomandi blaða og rita. Morgunblaðið er eina dagblaðið sem nýtir sér þessa þjónustu, samkvæmt upplýsingum frá Verslunarráði íslands. NSSR lét undan þrýstingi og neitaði Má um aðstoð Már aftur úr landhelgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.