Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 19 S&g^STUTT Vill fleiri traustsyf- irlýsingar ÍTALSKA ríkisstjórnin óskaði í gær eftir tveimur traustsyfir- lýsingum til viðbótar þeirri sem samþykkt var á þinginu í gær. Ástæðan er frumvarp stjórnar- innar um róttækar breytingar á lífeyrisréttindum. Fyrsta traustsyfírlýsingin nægði til þess að koma meginefni frum- varpsins í gegnum þingið en nú telur stjórnin sig þurfa tvær yfirlýsingar til viðbótar til að koma því öllu í gegn. I verkfall vegna óþefs LÖGMENN í Senegal stóðu í gær fyrir eins dags verkfalli til að mótmæla aðstöðunni í rétt- arsölum og óþef í aðaldómshúsi höfuðborgarinnar, Dakar. Sagði talsmaður þeirra að óþrifnaðurinn og óþefurinn í húsinu væri svo yfírgengilegur að fólk færi helst ekki þangað inn. Aðalástæða þess væri sú að sakborningar hefðu hægðir á göngum hússins. Sakaður um stríðsglæpi BRESKUR dómstóll birti 5 gær 84 ára gömlum smið á eftirlaunum ákæru fyrir morð á tveim- ur gyðingum í Hvíta-Rúss- landi í heims- styijöldinni síðari. Maðurinn, Szymon Serafinowicz, er fyrsti breski ríkisborgarinn sem ákærður er fyrir stríðsglæpi samkvæmt umdeildum lögum sem samþykkt voru árið 1991. Serafinowicz hefur verið bú- settur í Bretlandi í tæp 50 ár. Hann var látinn laus gegn tryggingu en réttarhöldin yfir honum hefjast í október. Þagði hann fyrir réttinum í gær að því frátöldu að hann leiðrétti framburð ritara á nafni heima- bæjar hans í Hvíta-Rússlandi. Castro gegn spillingu FIDEL Castro, forseti Kúbu, hvatti í gær til þess að baráttan gegn spillingu á Kúbu yrði hert verulega. í þriggja síðna skýrslu sem birt var í dagblaði í gær lagði hann til að ráðist yrði gegn mútum og þjófnaði í fyrir- tækjum, aðrar þjóðir mættu ekki fá á tilfinninguna að múta mætti Kúbveijum. Sögusagnir hafa verið á kreiki um spillingu í kúbverskum fyrtækjum sem tengjast ferðamannaiðnaðin- um, erlendum viðskiptum og sykurframleiðslu. Vilja letja börn til reykinga STJÓRN Bills Clintons ræðir nú hvernig letja megi börn til þess að bytja að reykja, að sögn matvæla- og lyfjaeftirlits- ins. Að sögn The New York Times er m.a. rætt um að banna sígarettusjálfsala og að setja hömlur við sígarettuaug- lýsingum sem beint er að ungu fólki. „Maður þarf að þjást til að ná markmiðum sínum“ Rangoon. Thc Daily Telegraph. KIILER LU Sólgleraugu í sérflokki Reuter Jeltsín áfram sagður á batavegi Hefur ekki enn sést opinberlega Moskvu. Reuter. YFIRVÖLD í Kreml sögðu í gær að Borís Jeltsín Rússlandsforseti sæti enn við stjórnvölinn, þrátt fyrir hjartakvilla hans. Sögðu þau forsetann nær- ast og sofa eðli- lega og að hann yrði útskrifaður í næstu viku. Að sögn yfir- valda neytir for- setinn nú salt- snauðrar fæðu. Hann er sagður vel upplagður, bjartsýnn og að hann hafi krafist þess að engar breytingar verði gerðar á vinnu- BorÍ9 Jeltsin áætlun hans fyrir næstu viku en þá er fyrirhuguð ferð hans til Noregs. Tsjernomyrdín til Síberíu Þrátt fyrir endurteknar yfirlýs- ingar um ágæta heilsu Jeltsíns hafa engir fréttamenn fengið að hitta hann eða mynda frá því á þriðjudag. Viktor Tsjernomyrdín, forsætisráðherra, sem gengur næstur Jeltsín að völdum og myndi taka við stjórnartaumunum ef for- setinn veiktist alvarlega eða félli frá, hugðist í gær halda í þriggja daga ferð til Síberíu, sem þykir benda til þess að fréttir um bata forsetans séu réttar. Vinsælu, sænsku garðhúsgögnin frá KWA eru komin aftur. Gegnvarin fura - gæði í gegn. 15 ára reynsla á íslandi. Mikið úrval áklæða* Valhúsgögn ármúla8,s(mi812275. (K) 3E 1 HASKOLANEMAR, kampakátir yfir því að andófskonan Aung San Suu Kyi skuli vera laus úr varð- haldi, blönduðu geði við leyniþjón- ustumenn herstjórnarinnar í Búrma fyrir utan heimili Suu Kyi í Rangoon í gær. Þótt hún hafi setið sex ár í stofufangelsi á heim- ili sínu er Suu Kyi ekki af baki dottin, og hét því að hún myndi taka á ný virkan þátt í stjórnmál- um, þrátt fyrir að herstjórnin í landinu setji þátttöku almennings í opinberu lífi þröngar skorður. Hún varaði landa sína við því í gær að í framtíðinni yrði ekki „auðlifað“. Hún sagði: „Maður þarf að þjást til að ná markmiðum sínum.“ Herstjórarnir hvergi bangnir Fréttaskýrendur í Rangoon telja herstjórar Búrma hafi ekki verið á eitt sáttir um hvort Suu Kyi skyldi látin laus, og hafi ekki kom- ist að niðurstöðu fyrr en í síðustu viku. í yfirlýsingu sem 'ríkisfjöl- miðlarnir, hlynntir herstjórninni, fjölluðu ítarlega um, gerðu her- stjórarnir lýðum ljóst að þeir hefðu alls ekki í hyggju að láta af pólit- ísku hlutverki sínu. Ríkisfjölmiðlarnir hafa enn ekki minnst einu orð á að Suu Kyi hafi verið leyst úr haldi. Suu Kyi lagði áherslu á þá skoð- un sína að alltaf væri hægt að miðla málum. En hún bætti því við að þátttaka hersins í stjórnmál- um hefði ekki verið „það sem við vildum berjast fyrir þegar við hóf- Aung San Suu Kyi heitir því að taka á ný virkan þátt í stjórnmálum um baráttuna fyrir lýðræði.“ Á árunum 1988 og 1989 voru lýðræðis- sinnar myrtir unn- vörpum eða teknir höndum þegar þeir buðu þaulsetinni her- stjórn landsins byrg- inn. Núna er loftið lævi blandið í Búrma og Suu Kyi hefur, frá því hún var leyst úr haldi, lagt áherslu á nauðsyn þess að sætt- ir náist. Suu Kyi talaði við hópinn sem safnaðst saman á götunni fyrir framan hliðið á girð- ingunni umhverfis hús hennar. Hún hvatti fólkið til að sýna „staðfestu og hugrekki." Hún hef- ur ekki enn farið út fyrir húsagarð- inn. Margir enn í fangelsi Mannréttindasamtök hafa lýst ánægju sinni með að Suu Kyi skuli vera fijáls, en hafa jafnframt minnt á að enn séu mörg hundruð pólitískra fanga á bak við lás og slá í Búrma. Stjórnarerindrekar og frétta- skýrendur telja að herstjórnin álíti stöðu sína það sterka að ekki muni saka þótt Suu Kyi væri leyst úr haldi. Vonist stjórn- in til þess að fá í stað- inn alþjóðlega neyðar- aðstoð við að endur- reisa helstu burðarása þjóðfélagsins, sem séu í mikilli niðurníðslu eftir efnahagslega óstjórn í þijá áratugi. Það fór lítið fyrir hermönnum á götum Rangoon í gær, og heimildamenn innan herstjórnarinnar sögðu hana sátta við hversu hógvær við- brögðin við lausn Suu Kyi hafa verið. Las hundruð bóka Suu Kyi hefur enn ekki rætt við eigin- mann sinn, dr. Micha- el Aris, sem er búsettur í Oxford á Englandi, og syni þeirra tvo. Það er enginn sími í húsi hennar. Á meðan hún var í varðhaldi fékk hún fregnir af því sem var að gerast í heiminum einungis þá sjaldan dr. Aris og synir þeirra komu í heimsókn, og gegnum stuttbylgjuútvarp. Hún heyrði í BBC útvarpinu að hún hefði hlotið friðarverðlaun Nóbels. Hún segir að í varðhaldinu hafi hún líklega lesið hundruð bóka um stjórnmál, heimspeki og trú. At- huganir hennar á Búddisma hafi Reuter AUNG San Suu Kyi að loknum stuttum fundi með fréttamönnum á heimili hennar í Rangoon í gær. hjálpað henni að þola einveru og bægja einmanaleikanum frá. - Hún hélt líka áfram skrifum sínum. Safn ritgerða sem hún var búin að skrifa var birt eftir að hún hafði verið hneppt í varðhald und- ir titlinum Frelsi frá ótta. Uppi á veggjum hefur hún spjöld með orðum föður hennar, Aung San, sem var frelsishetja Búrma. Hún sagði: „Ég held að yfirvöld viti að ég mun taka þátt í stjórnmálum, vegna þess að ég lít á mig sem stjórnmálamann. Það er ekki skammaryrði." Elstu fótspor í heimi ÁSTRALSKI fornleifafræðing- urinn Ken McNamara við sýnis- horn af því sem hann og breskir starfsbræður hans segja vera elstu fótspor í heimi. Sporin eru eftir stór dýr, sem voru ekki ósvipuð sporðdrekum eða marg- fætlum, og gengu á land í Ástral- íu fyrir að minnsta kosti 420 milýónum ára. óm/FíBis GLÆSIBÆ . SÍMI 581 2922

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.