Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 41 ____________BREF TIL BLAÐSIIMS___ Gerum það sem við getum Frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur: MILLJÓNIR manna um allan heim fylgjast með ógnvænlegri þróun mála í heiminum og finna til van- máttar síns. Sumir eru jafnvel hætt- ir að fylgjast með fréttum sem ætíð flytja okkur átakanlega mynd af stríði, hungur- sneyð, sjúkdóm- um og öðrum hör- mungum sem heija á mannkyn- ið. Þrátt fyrir allt þetta er mikill ijöldi einstakl- inga, samtaka og stofnana að reyna að finna leiðir til þess að snúa þessari neikvæðu þróun til hins betra. Meðal þessara hreyfínga er Húmanistahreyfingin sem er al- þjóðleg hreyfíng sem nær nú til um það bil 45 landa. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna í marsmánuði síðastliðnum var haldin ráðstefna á vegum Samein- uðu þjóðanna í Kaupmannahöfn um félagslega þróun þjóðfélagsins. Mikið var rætt um þessa ráðstefnu í fjölmiðlum og þá aðallega fund helstu ráðamanna heimsins sem tengdist henni. Einkum var orð á því gert hve ráðstefnan var kostn- aðarsöm vegna umfangsmikilla veisluhalda og hversu illa gekk að ná samstöðu um raunhæfar aðgerð- ir til að leysa félagsleg vandamál sem hetja á þjóðfélög heimsins. Minna fór fyrir fréttum af fund- um og ályktunum u.þ.b. 400 fijálsra félaga og samtaka sem tóku þátt í ráðstefnunni og lögðu sitt af mörk- um. Mörg þessara samtaka hvöttu fólk til þess að láta sig varða ástand mála og aðhafast í sínu nánasta umhverfi. Fulltrúar Húmanista- hreyfingarinnar í flestum Evrópu- löndum tóku þátt í ráðstefnunni, samþykktu ályktun og settu fram tillögur sínar. Það kom fram í álykt- un húmanista að ríkisstjórnum þjóða heimsins væri fyrirmunað að koma með lausnir á ríkjandi vanda- málum vegna þess að þær starfa innan kerfis sem setur ekki mann- eskjuna í öndvegi. Yfirlýsing húmanista I yfirlýsingu húmanista segir meðal annars: „...Tilfinnanleg aukning atvinnuleysis, vaxandi ijöldi sveltandi fólks á ólíkum svæð- um um allan heim, mismunun og misnotkun í margskonar myndum sem taldar voru úr sögunni fyrir löngu skjóta aftur upp kollinum skæðari en nokkru sinni fyrr. Rök- leysisstefnum, svo sem nýfasisma og öðrum formum öfga- og umburð- arleysis vex fiskur um hrygg með því að færa sér í nyt þá óánægju sem ríkir meðal fólks.“ í þessari stöðu benda húmanistar á mikilvægi þess að mynda sam- stöðu og gera húmaníska byltingu þar sem hinir undirokuðu ná saman og skilji sameiginleg örlög sín. Þeir setja fram þá fullyrðingu að engin þróun geti átt sér stað til hins betra Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu |Horj0!ttithlnMh -kjarni málsins! nema hún komi frá öllum og sé fyrir alla. Hornsteinar þessarar húmanísku byltingar eru heilbrigði og menntun. Vinna í nánasta umhverfi Húmanistar eru þegar byijaðir að vinna að þessum breytingum sem beinast að því að fólk aðhafist í sínu nánasta umhverfi rjúfi ein- angrun sína og geri sér grein fyrir því að allir eru á sama báti gagn- vart ofríki valdhafa. Húmanistar hafa sett af stað verkefni í íbúa- hverfum borga og bæja í fjölmörg- um löndum. Þeir stuðla að útgáfu hverfisblaða sem ætluð eru sem rás fyrir tjáningu fólksins í hverfinu, einnig standa þeir fyrir myndun hópa um hin ýmsu málefni, halda málþing í hverfunum og koma á fót hverfismiðstöðum fyrir bein sam- skipti íbúanna þar sem þeir geta spjallað saman, kynnst högum hvers annars og skipulagt sameig- inleg verkefni. Forgangsatriði þess- ara verkefna eru heilbrigði, mennt- un og gæði lífsins í hverfinu. Frá starfinu á íslandi A Islandi er Húmanistahreyfing- in starfandi eins og í u.þ.b. 45 öðr- um löndum. í Reykjavík hafa félag- ar í Húmanistahreyfingunni komið af stað hverfísverkefnum þar sem hafa nú þegar verið gefin út hverfis- blöð í tveim hverfum. Annað er blaðið Granni í Vesturbænum sunn- an Hringbrautar og hitt er blaðið Nágrannar sem gefíð er út í hverf- unum umhverfis Miklatún þ.e. Holt- um, Norðurmýri og Hlíðum. I síðarnefnda hverfinu var haldið málþing á Kjarvalsstöðum þann 27. maí sl. Ibúar hverfanna buðu til sín borgarfulltrúum og settu fram til- lögur sínar varðandi umferðarmál og ræddu skólaaðstöðu barna í hverfinu. Á málþing þetta mættu á annað hundrað íbúar hverfanna og einnig nokkrir borgarfulltrúar, þar á meðal forseti borgarstjórnar Guð- rún Ágústsdóttir. Tók hún á móti rúmlega 1100 undirskriftum íbú- anna, undir tillögu þess efnis að grafa Miklubrautina í stokk frá Kringlumýrarbraut að Landspítala til þess að fría íbúanna frá heilsu- spillandi áhrifum umferðarmengun- ar. Þetta málþing er aðeins hið Sóljleraujrfi í sérflokki SMÚTILÍFPm GLÆSIB/E ■ SÍMI581 2922 fyrsta af reglulegum þingum sem haldin verða í þessum hverfum, hið næsta þann 7. október nk. Sunnu- daginn 25. júní gekkst hverfisblaðið Nágrannar fyrir fjölskylduhátíð á Miklatúni með fjölmörgum skemmtiatriðum, heimabökuðum kökum frá íbúum hverfanna, grill- pylsum o.fl. Þarna ríkti ósvikin ná- grannastemmning og um eitt þús- und manns mættu á svæðið. í Vesturbænum hefur hverfis- blaðið Granni gert viðhorfskönnun meðal íbúa, þar sem sterklega kom fram að fólki stendur ekki á sama um ástandið og telur þörf á að manneskjulegum þáttum sé gert mun hærra undir höfði en nú er. Haldið verður málþing í Vesturbæn- um sunnan Hringbrautar næsta haust. Við gerum það sem við getum Ef til vill er erfitt að tengja lausn þeirra gífurlegu vandamála sem steðja að heiminum í dag við lítil hverfisverkefni hér á íslandi og jafnvel þótt tekin séu með u.þ.b. 1500 önnur slík verkefni víðsvegar um heiminn. Á málþingi hverfisins var rætt um sameiginlegan vanda fólksins í hverfinu sem er m.a. mengun frá Miklubraut sem ógnar heilbrigði íbúanna. Þorri þjóðarinnar býr við sameiginlegan vanda svo sem at- vinnuleysi og misskiptingu þjóðar- auðsins og margvíslegar afleiðingar af þeim sökum. Ekki þarf mikið ímyndunarafl til þess að sjá að þeg- ar málþing verða fleiri, í fleiri hverf- um og á fleiri stöðum þá er hægt að taka sameiginlega á stærri vandamálum. Það er ógjörningur fyrir húman- ista sem og aðra að vita hvort unnt muni reynast að ráða bug á þeim vanda sem steðjar nú að heims- byggðinni. Viðhorf húmanista er hins vegar að jákvæð þróun takist einungis ef velmeinandi fólk hvar sem það er og þrátt fyrir mismun- andi skoðanir og uppruna taki höndum saman í þessari baráttu. Við vitum ekki hvort það muni tak- ast en við gerum það sem við getum þar sem áhrif okkar ná til. SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, talsmaður Húmanistahreyfingarinnar á íslandi. ARBÆIARSAFN Komdu á Arbæjarsafn og njóttu þess að drekka ilmandi gott RIO kaffi í hlýlegu og notalegu umhverfi í gamla Arbænum. Einnig þarftu að prófa frægu lummu-uppskriftina n ennar Sigurlaugar. SÝNINGAR ÁVEGUM SAFNSINS Sýningin MIX 5 á Ingólfstorgi er farandsýning á vegum borgarminja- safnanna á Noröurlöndum. Sýningin fjallar um unglinga í dag og verður opin til 23. júlí. Aögangur er ókeypis. "Reykjavík '44 - Fjölskyldan á lýöveldisári" á Árbæjarsafni sýnir daglegt lif Reykjavíkurfjölskyldunnar á stríösárunum. Sýningin er unnin í samvinnu við Borgarskjalasafn Reykjavíkur og er fyrirtaks leiö til aö fræöast um tímabilið þegar afi og amma voru ung. Sunnudagur 16. júlí Finnska listakonan Barbro Gardberg mun ásamt Sigríöi Halldórsdóttur vefnaöarkennara sýna margvíslegan bandavefnað í Kornhúsi. Sýndur veröur refilssaumur og fengist við knipl aö hætti heldri kvenna um síðustu aldamót í Suðurgötu 7. Þjóödansafélag Reykjavikur dansar og sýnir íslenska þjóöbúninga viö hina nýju Hólmsverzlun kl. 15:00. Einnig venjulegir dagskrárliöir og veitingar í Dillonshúsi «PÍ »5^ ARBÆJARSAFN • REYKJAVIK MUSEUM SÍMI 5771111 • FAX 5771122 Sigrún Þorsteinsdóttir §ívaxld-W Pallhús Eigum fyrirliggjandi 7 feta Shadow Cruiser pallhús á alla japanska og minni ameríska pallbíla. PALLHÚS SF., Borgartúni 22, sími 561 0450, Ármúla 34, sími 553 7730. Stéttin erfyrsta skrefiö inn... MiMðúival afhellmn og steinum. Mjöggottverð. STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700 -FAX 577 1701

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.