Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 11
ERU ÞEIR AÐ FA’ANN?
Allt í fullum
gangi
Smálax gengur nú af krafti og
nokkuð er um stærri lax í bland
þó minna virðist vera um hann
heldur en í fyrra.
Byrjað að veiðast á
Lýsusvæðinu
„Hér var byrjað að reyna við lax
1. júlí og kom þá í ljós að hann
var kominn um allt svæðið og er
það þó mjög óvenjulegt svona í
byijun júlí. Sumir dagarnir hafa
verið erfiðir, annaðhvort illviðri
eða blíða, en svæðið er viðkvæmt
fyrir báðum þeim veðurtegund-
um,“ sagði Svava Guðmundsdóttir
að Gistiheimilinu Langholti á Snæ-
fellsnesi um miðja viku.er hún var
innt eftir veiði á vatnasvæði Lýsu.
Þá voru komnir 7 laxar á land, 6
til 12 punda. „Við erum mjög
bjartsýn á framhaldið, því straum-
FRETTIR
ÞAÐ eru ekki allir háir í loft-
inu sem valda veiðistöng.
Helga Björg Antonsdóttir, 6
ára, veiddi þessa fallegu
bleikju nýverið í Elliðavatni.
ur er aftur vaxandi og fiskur að
ganga á svæðið,“ bætti Svava við.
Bleikjuveiði hefur og verið með
ágætum á svæðinu og voru seld
leyfi í bleikju til 1. júlí. Að sögn
Svövu í Langholti var veiðin
óvenjugóð, menn að fara heim með
nokkra tugi fiska í besta falli og
bleikjan óvenjuvæn þökk sé mik-
illi grysjun í seinni tíð. „Eftir að
lax er genginn hættum við að
skrá bleikju, en það er eftir sem
áður mikið af henni,“ sagði Svava.
Lifnar yfir Leirvogsá
Verulega hefur lifnað yfir veiði
í Leirvogsá að undanförnu eftir
rólega upphafsdaga. Um miðja
viku voru komnir 52 laxar á land
og talsvert af laxi að ganga. Mest
er um 3 til 5 punda fiska, en nokkr-
ir 9 til 13 punda hafa einnig veiðst,
flestir í sama hylnum, Birgishyl.
Allir voru laxarnir dregnir á maðk.
Þrír sjóbirtingar hafa einnig
verið færðir til bókar,allir stórir,
3, 5, 4 og 5 pund.
Glaðnar yfir Korpu
Það má segja það sama um
Korpu og Leirvogsá, að veiðin
hefur lifnað eftir slaka byijun. Um
miðja viku höfðu veiðst hátt í 40
laxar og talsvert af fiski að ganga.
Mest er um 3 til 5 punda fisk í
fossholunum niður undir sjó, en
eitthvað af laxi er farið að dreifa
sér og veiðast ofar.
Rífandi veiði
í Ölfusá
Mikil veiði hefur verið í Ölfusá
við Selfoss að undanförnu að sögn
Ágústar Morthens í versluninni
Veiðisport á Selfossi. Hefur dag-
veiðin mest orðið allt að 20 til 25
laxar og flesta daga er líflegt á
svæðinu. Er laxinn bæði stór og
smár, þeir stærstu 17 til 19 punda.
Víðar á þessum slóðum hefur
veiði glæðst verulega, t.d. á Ið-
unni sem hefur gefið vel síðustu
daga, m.a. tvo stærstu laxa sum-
arsins 22 og 24 punda.
Lögbanni
áÓðal
hafnað
SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík
hafnaði í gær beiðni Ragnars Að-
alsteinssonar hrl, fyrir hönd Kaffi
Reykjavíkur hf. um að lögbann yrði
lagt við opnun veitingastaðarins
Óðals.
Krafan byggðist á því að í samn-
ingi milli Þórarins Ragnarssonar og
Vals Magnússonar um kaup á Kaffi
Reykjavík var ákvæði um að Valur
mætti ekki hefja starfsemi kaffi-
húss eða reksturs með svipuðu sniði
og Kaffi Reykjavík í þijú ár. Var
vísað til blaðafrétta um að Valur'
Magnússon hefði tekið á leigu hús
í Austurstræti og Vallarstræti til
að opna veitingastaðinn Oðal.
í athugasemdum Gísla Gíslason-
ar, hdl., lögmanns Vals Magnússon-
ar, við lögbannsbeiðnina kom fram
að Veitingahúsið Óðal væri í eigu
einkahlutafélags Magnúsar Freys
Valssonar, sonar Vals, ogværi hann
handhafi veitingaleyfís. Aðrir menn
væru ráðnir framkvæmdastjóri,
veitingastjóri og prókúruhafi.
Valur Magnússon hvorki eigi
staðinn né komi nálægt rekstrinum
enda sé hann að flytjast búferlum
til Spánar á næstunni.
Lögbannsbeiðninni var hafnað
hjá sýslumanni síðdegis í gær.
Ragnar Aðalsteinsson lýsti því þá
yfir að synjun sýslumanns yrði skot-
ið til héraðsdóms til endurskoðunar.
-----»--»■■■■«-
Mótmæla
meðferð-
inni á Má
FARMANNA- og fiskimannasam-
band Islands, Sjómannasamband
íslands og Vélstjórafélag íslands
sendu í gær út sameiginlega
fréttatilkynningu.
„Samtök sjómanna mótmæla
harðlega framferði norskra stjórn-
valda gagnvart togaranum Má frá
Ólafsvík. Með framferði sínu eru
norsk stjórnvöld að bijóta gróflega
alþjóðasamþykkt um aðstoð við
skip á hafi úti í neyðartilviki. Þetta
framferði Norðmanna má hvorki
verða Islendingum né öðrum sigl-
ingaþjóðum til eftirbreytni.
Þess skal sérstaklega getið að
áhafnir norskra loðnuskipa hafa
hingað til fengið alla þá aðstoð
og þjónustu, sem þær hafa óskað
eftir hér á landi.“
GONGU-
|g| SVEFNPO
Q7 lite -8° 1,3 kgí
Qualllofill fylling S
VERÐ 10.600 S
GONGUSKOR
| CRISTALLO
U Sympatex úr leðri,
3 sterkir.vatnsvarðir
. og þægilegir
VERÐ: 12.900 m
BAKPOKI
EXODUS
65 I. Sterkur,
vatnsvarinn með
stillanlegu baki
VERÐ: 9.860-
UNDIRFATNAÐUR
FLISPEYSUR
NITESTAR 2
-5° 1.6 kg.
VERÐ: 3.900-
THERMASTAT efni með
frábærum eiginleikum!
Þægileg, hlý og þorna fljótt
BOLURVERÐ FRÁ: 3.400
BUXURVERÐ FRÁ: 2.900
MOUNTAIN JAKKAR
ENTRANT Gll l\&ngO
Sterkur, vind- og vatnsþéttur með
frábærri útöndun. Tvöfaldir á
öxlum og olnbogum
VERÐ FRÁ: 17.400
Vindheldar og
vatnsvarðar
VERÐ: 12.900
GONGUTJALD
GONGUBUXUR
SUNWAY úr Schöler efni
með frábærum eiginleikum,
léttar, þægilegar og þorna fljótt.
Hliðarvasar, Hné- og síðbuxur.
VERÐ FRÁ: 10.700
HYDRA. 2 m. 3.2 kg. Álsúlur og álímdir Á\ðllgO
saumar. Létt og sterk VERÐ: 24.900
TILBOÐ
LEGGHLÍFAR frákn'i 980
GÖNGUSOKKAR þó krcVéíÁ
ÁTTAVITAR frákn !200:r; ,*
GÖNGUSTAFUR f!ó y.'.ÍLjfi
REGNFATNÁÍfúR.jnS 3 J00
ÓBRJÓTANLEGIR
HITABRÚSAR fta b 1 000
POSTSENDUM
SAMDÆGURS
SEGLAGERÐIN
iiijj jjúJ/jjjJíi
Laugardag kl. 10-16
Sunnudag kl. 13-15