Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Jón Kristinn Gunnarsson fæddist í Hafnar- firði 12. maí 1972. Hann lést af slys- förum hinn 8. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Áslaug F. Arndal og Gunnar Jónsson. Áslaug og Gunnar slitu samvistir er Jón var fimm ára og ólst hann upp hjá móður sinni. Hálfbróðir Jóns er Bjarki Gunnarsson. Eiginmaður Áslaugar er Rúnar J. Hjartar. Jón eignaðist eina dóttur, Lísu Margréti, sem fæddist 21. ÞAÐ er erfítt að lýsa þeim hugs- unum og tilfinningum sem brutust um í mér , þegar ég frétti að Nonni frændi hefði dáið í bílslysi. Nonni var tekinn frá okkur í blóma lífsins aðeins 23 ára gamall. En eftir standa minningar um ljúfan dreng sem öllum þótti vænt um. Við ól- umst upp saman eins og systkini í sama húsi á Nönnustígnum og sem krakkar lékum við okkur mikið saman. Við áttum margar góðar stundir niðri hjá langömmu, sem við sóttum svo mikið til. Þegar Nonni og Hrafnhildur eignuðust dóttur sína fyrir rúmu ári var hún skírð Lísa Margrét, í höfuðið á Margréti langömmu. Það var stoltur faðir sem kom með dóttur sína í heimsókn fýrir skömmu, en því miður voru kynni hennar af föður sínum alltof stutt, en ég veit að hann mun fylgjast með henni og vemda. Núna hefur Nonni hitt langömmu okkar, þar sem honum líður vel. Elsku Áslaug, Gunnar, Lísa Mar- grét, Hrafnhildur og Bjarki megi góður Guð gefa ykkur og öðrum aðstandendum styrk í þessari miklu sorg. Guðrún Elín. Enn erum við áminnt um fallvalt- leika lífsins, er ungur maður er hrifinn burt i blóma lífsins. Þegar við gengum saman um Goðaland í Þórsmörk og ræddum um fegurð landsins, aðeins nokkrum klukku- stundum áður en þú fórst í þína hinstu för, gat engan órað fyrir því að það yrði síðasta samtal okkar. Það er erfítt að sætta sig við það núna. Við hljótum samt að hugga okkur við að það sé einhver tilgang- ur með því ferðalagi sem nú er hafið. Jón Kristinn var meðal fjöl- margra umsækjenda um starf tæknimanns fyrir tæpum tveimur árum. Þegar allar umsóknimar höfðu verið skoðaðar virtust tveir umsækjendur falla best inn í það starf sem um var að ræða. Var Jón Kristinn annar þeirra. Eftir að rætt yar við Jón lék ekki nokkur vafi á 'því að þar var kominn maðurinn sem leitað var að, enda þótt hann skorti prófskírteini um fagnám. Greinilegt var hins vegar að í skóla lífsins hafði honum lærst margt. Minnisstætt er einnig að þegar spurt var um áhugamál Jóns var það tvennt sem hann sagðist meta mest, en það voru ferðalög og mannleg samskipti. Þessum áhuga- málum sínum sinnti Jón af mikilli kostgæfni. Eftir nokkra mánuði í starfi fór Jón Kristinn á vegum Nýherja til Þýskalands, til náms hjá fyrirtæk- inu Toshiba. Þar var það sama uppi á teningnum: Allir þeir sem höfðu af Jóni að segja í sambandi við námið hrifust af frískleika hans og færni. Philip vinur okkar og aðrir sem kynntust Jóni þar munu sakna góðs drengs. . Gaman var að fylgjast með því hvernig Jón Kristinn sannaði sig í júní 1994. Móðir hennar er Hrafn- hildur Hjaltadóttir. Áhugi Jóns á bif- reiðum og bifhjól- um vaknaði snemma og starfaði hann á þeim vett- vangi um langan tíma. Síðastliðin tvö ár starfaði hann hjá Nýheija. Hann var meðlimur í Bif- hjólasamtökum lýð- veldisins. Jón hlaut fjölda verðlauna og viðurkenninga fyr- ir akstursíþróttir. Útför Jóns fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. starfi sínu. Ekki höfðu allir verið fylgjandi því að ráða „próflausan“ mann og reyndi af þeim sökum nokkuð á þolinmæði hans í byijun, en með hlýlegri framkomu sinni og persónutöfrum hreif Jón fljótlega samstarfsmenn sína og engum duldist hvað í honum bjó. í dag fínnst okkur ekki aðeins að við höfum misst góðan samstarfsmann heldur einnig kæran vin. Mestur er þó söknuður Simma, að sjá á eftir einum af sínum bestu vinum, því með þeim tveimur tókst mikil og sérstæð vinátta. Brölluðu þeir margt saman vinimir, oftast í sam- bandi við „Súkkuna" eða vélsleða. Alltaf höfðu þeir í nógu að snúast, hvort sem sækja þurfti jeppann á jökul eða þjóta í einhver önnur ævintýri, og fannst okkur við oft vera heppin að fá þá báða heila heim, miðað við ferðasögurnar sem sagðar vom. I starfsgrein okkar er oft mikill erill og hraði og allir þurfa að fá tafarlausa þjónustu. Jón Kristinn var ávallt boðinn og búinn að leysa vanda viðskiptavina með skjótum viðbrögðum. Starfsmönnum fyrir- tækis nokkurs á Norðurlandi, sem hringdu til okkar sl. vetur til að leita ráða vegna bilaðrar vélar, hef- ur eflaust brugðið þegar nokkru síðar skaust inn til þeirra viðgerðar- maður frá Nýherja, snjóugur og klæddur vélsleðagalla. Var þar kominn Jón Kristinn, sem þrátt fyr- ir slæmt veður og ófærð hafði farið til Akureyrar að hitta dóttur sína, sem var sólargeislinn hans. Ekki taldi hann eftir sér að leggja lykkju á leið sína og bjarga málunum, þótt færðin væri slæm. En hvort sem var í leik eða starfí hafði Jón Kristinn boðtækið ávallt með í för og svaraði fljótt ef kallað var. „Ekki málið“, var venjulega svar Jóns þegar leitað var til hans og síðan gerði hann sitt besta til að leysa vandann. Kæri vinur. Starfsfólk Nýheija þakkar þér fyrir þann tíma sem við áttum saman og sendum við að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd starfsfólks Nýheija hf., Reynir Guðmundsson. Það er föstudagskvöld, febrúar, tunglmyrkvi, frost og lítilsháttar skafrenningur. Við félagamir á leið á Hveravelli. Þeir síðustu bætast í hópinn við Geysi, Nonni eins og Jón Kristinn var kallaður og Siggi K. vinur hans. Þeir eru á jeppagrind, léttri og öflugri, tilbúnir að mæta Vetri kon- ungi. Ferðin gekk ekki áíallalaust þar sem bilun tafði för svo seinkun varð. Við höfðum búist við að eitt- hvað myndi gefa sig hjá ungu drengjunum en svo fór að þeirra hlutverk varð að aðstoða þá eldri og reyndari. Grindin þaut áfram eins og vélsleði en aldrei lengra en svo að þeir væru ekki komnir með spottann ef á þurfti að halda. Nonni gerði að gamni sínu að skrautum- búðir væru bara óþarfa þyngd. Nonni var gamansamur, fljóthuga og tillitssamur. Hann skynjaði þarf- ir vina sinna og var fljótur að koma til aðstoðar á sinn einlæga hátt. Hann var hvers manns hugljúfi. Ég minnist þess er hann kom til mín á Hveravöllum og bauð mér að skipta á dekkjum áður en lagt yrði í hann heim. „Grindin bjargar sér á þessum viftureimum." Hags- munir annarra og að heimferðin gengi að óskum stóðu framar hjá honum en leikþörfin. í hita augna- bliksins varð skynsemin ofan á hjá honum. Ég hitti Nonna í Þórsmörk- inni þessa örlagaríku nótt. Um- ræðuefnið var Þórsmerkurferðir. Nonni, ég þakka þér samfylgdina og veit að guð geymir þig. Aðstand- endum sem og vinum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Bjarki Harðarson. Það er skrýtin tilhugsun að þú sért ekki hér lengur og erfítt að sætta sig við að fá ekki að hitta þig og tala við þig framar og lífíð virðist óréttlátt. En það er gott að hugsa til baka um allar þær stund- ir er við áttum saman og ég get ekki annað en brosað er ég hugsa um þig og þín uppátæki, glampann í augunum og brosið þitt. Þannig þekkti ég þig, alltaf brosandi. Ég er þakklát fyrir vináttu okkar og margar góðar minningar eru til sem gott er að eiga og hugsa til. Elsku Nonni, nú kveð ég þig, kæri vinur, og þakka þér fyrir allt. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aft.ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Elsku Áslaug, Rúnar og Lísa Margrét, ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Dagný. Mig langar bara að segja þér hvað ég sakna þín óendanlega mik- ið. Þú varst sá besti vinur sem nokk- ur getur átt og það var alltaf jafn- gaman þegar við hittumst. Hvað við gátum talað saman endalaust um allt á milli himins og jarðar. Að vísu breyttist aðalumræðuefnið eftir að hún Lísa Margrét þín fædd- ist því að þú gast talað endalaust um hana, stoltur eins og hani. Ég sá líka alla þolinmæðina sem þú áttir alltaf á lager fyrir hana ef hún var óróleg. Aldrei varðstu pirraður eða leiður, þetta var sko allt í lagi. Ég man eftir þér síðan 1985 í sama skóla og ég gekk í og alltaf síðan hefurðu verið sami grallarinn. Það var ekki hægt að láta sér leið- ast nálægt þér. Eitt það erfiðasta var að ná þér einum og ekki á leið- inni að hjálpa einhveijum. Alltaf sagðirðu ekkert mál, eða alveg sjálfsagt. Gera við bíla, mótorhjól eða bara hvað sem var. Ég mun aldrei gleyma kvöldinu sem þú bauðst mér á árshátíð Ný- heija. Það var svo gaman að fara svona út með þér. Nú á ég ofboðslega erfitt með að halda aftur af tárunum en samt get ég ekki annað en brosað þegar ég hugsa um þig, og þú mátt vita það að ég bíð eftir þeirri stund þeg- ar ég hitti þig aftur. Hvar sem það verður þá er það örugglega fagur og góður staður. Það skarð sem er komið í vina- hópinn verður ekki fyllt á ný því að þú varst alveg einstakur maður og það kemur seint einhver líkur þér. Manstu þegar við fórum u.þ.b. 20 saman í Þórsmörk? Sú ferð var aðeins farin fyrir þitt tilstilli. Þó að það hafí rignt eins og hellt væri úr fötur skemmtum við okkur alveg ágætlega. Svo vel að ökumaður eins jeppans var ekki enn ökufær í há- deginu á sunnudeginum svo að þú keyrðir mig, Jóa, Önnu, Orra og Gunnu niður að brú. Ég var öll marin og blá eftir að hafa kastast til í bílnum. Við fengum tvisvar farangurinn í hausinn og Jói þurfti að komast út úr bílnum til að kasta upp. Þetta fannst þér alveg ferlega fyndið, en náðir samt að hafa áhyggjur af því hvort við Jói væru ekki í lagi. Og eins þegar þú og Orri voruð að flýta ykkur að skipta um dekk undir „Súkkunni" og þú varst að klára að ganga frá og Orri tók sig til og herti boltana með loftbyss- unni. Svo ókuð þið af stað hvor á sínum bíl og svolitlu seinna hrundi bíllinn þinn niður og eitt dekkið skoppaði burt og Orri stoppaði bíl- inn sinn og byijaði að hlaupa eftir dekkinu. Það var mikil mildi að ekki fór illa þama, en það sem þú ert búinn að hlæja að þessu atviki. Ég gæfi allt til að breyta þessum voðalega atburði svo að ég gæti fengið þig aftur en það er bara því miður ekki hægt. Það versta við allt þetta er að Lísa fær ekki að kynnast pabba sínum sem var alltaf svo ofsalega góður við hana. Elsku Áslaug, Rúnar, Hrabba og Lísa, þið fáið allar mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Við sjáumst aftur síðar, Nonni minn. Dóra. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi pð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært, og byrgðu þig, - hæpr er dúr á daggarnótt - dreymi þig ljósið, sofðu rótt. (Jónas Hallgrímsson) Elsku Hrabba, Lísa Margrét, Ás- laug og fjölskylda. Megi góður Guð styrkja ykkur í gegnum erfiða tíma. Marín, Magnús, Daði Hrafn og Guðrún Linda. Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arin- eldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni. Þeim mun dýpra sem sorg- in grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. (Kahlil Gibran) Vinur manns er manni allt og þú ert vinur minn. En nú ert þú farinn. Á morgun mun ég vakna og þú verður ekki þar, en þú ert enn vinur minn. Allt sem þú hefur sagt, allt sem þú hefur gert, er geymt á góðum stað, á þínum stað, djúpt í hjarta mínu. Minningarnar hrannast upp og stutt er í tárin, það eru tárin mín til þín. Að ég skuli ekki heyra rödd þína aftur, ekki finna andlit þitt og ekki sjá glampann í augum þínum, það nístir mann svo sárt í hjartað. Og hugurinn fyllist spurningum, en fátt verður um svör. Af hveiju og af hveiju þú, af öllum af hveiju þú? En Guði sé lof fyrir lítinn sólar- geisla, með glettnina hans pabba síns í augunum, litla Lísa Margrét. Ég þakka fyrir allar stundir okk- ar saman, langar sem stuttar, í hlátri jafnt sem gráti, alltaf varst þú vinur. Og líttu til himins og sjáðu hann ganga í skýjunum, rétta fram arm sinn í eldingunni og falla til jarðar í regninu. Sjáðu hann brosa í blómun- um og veifa til þín hendi í skóginum. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Kahlil Gibran) JÓN KRISTINN GUNNARSSON Farðu í friði, kæri vinur; minning þín er ljós í lífi okkar. Þín Hjördís. Nonni, mig langar bara til að þakka þér fyrir liðnar stundir í Vest- urbæjar- og Hagaskóla og svo hin seinni ár á mótorhjólunum og í ann- arri gleði og ógleði sem þú varst svo lunkinn við að gera svo eftirminni- lega. Líka ómældar þakkir fyrir alla hjálpina með bílinn og annað vélar- kyns. Sé þig væntanlega einhvem tím- ann á hinum endalausa „High Way“, nema ég fari í neðra. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Jóhann Axelsson. Horfínn er góður vinur. Þegar við fréttum af banaslysi við Hvolsvöll snemma að morgni síðast- liðinn laugardag snerti það okkur ekki sérstaklega fyrr en ljóst var að þar hefði dáið einn okkar besti vinur um árabil eða allt frá því hann kom í sveitina, fyrst um tólf ára gamall. Glaðlegur og alltaf hann sjálfur og í hans sálarfylgsni fannst ekki eigingirni, enda alltaf tilbúinn að leysa hvers manns vanda. Ætíð bjart- sýnn og hafði gott lag á að sjá björtu hliðamar á öllum hlutum þó að aðrir hefðu kannski ekki mikla trú á gerð- um okkar félaganna. Frábær félagi var hann og ef lýsa ætti honum í einni setningu þá væri hún: Vinur vina sinna. Við vottum ástvinum hans dýpstu samúð okkar. Sigurður og Jóhann. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fenp að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Dýpstu samúð vottum við fjöl- skyldu og vinum. Skólafélagar Digranesskóla. Nonni er búinn að kveðja okkur. Hann lést af slysförum snemma síð- astliðinn laugardagsmorgun. Það voru allir harmi slegnir þegar fréttin barst út. Hver og einn rifjaði upp fyrir sér samverustundimar í lífinu með Nonna. Hann var ekki hár í loft- inu þegar hann kom með í öll ferða- lögin þar sem stefnan var tekin inn í óbyggðir landsins á torfærutröllum. Ökumennimir vom hans fyrirmyndir og þær vom ófáar stundirnar sem hann sat í bílunum og ræddi um allt sem þeim við kom. Síðar áttu mótor- hjól hug hans allan, en alltaf var Nonni einn af hópnum, kynslóðabil var ekki til. Fyrir rúmu ári fæddist honum lít- ill sólargeisli, Lísa Margrét, eftir- mynd föður síns. Þau feðginin áttu margar góðar stundir saman, og hann naut sín vel í þessu nýja hlut- verki. Hann var nýfluttur í íbúð á Skeggjagötu þar sem hann var búinn að útbúa sem besta aðstöðu fyrir dóttur sína. Við emm þakklát fyrir að hafa kynnst Nonna og átt með honum yndislegar stundir. Hann var góður félagi allra og sérstaklega mikið ljúf- menni. Hann kvaddi okkur vel fyrir sína síðustu Þórsmerkurferð. Elsku Áslaug, Rúnar og Lísa Margrét, við biðjum góðan guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snert- ir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóss- ins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu ... (Ók.höf.) Stellur og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.