Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Farþegum flölgaði í millilanda- og mnan- landsflugi á síðasta ári Fjölgmiin ímilli- landaflugi 12% FARÞEGUM í millilandaflug-i fjölg- aði um 12% árið 1994 miðað við árið þar á undan og hefur farþegum verið að fjölga jafnt og þétt á und- anförnum árum. Aukningin í fyrra er þó umtalsvert meiri en árin þar á undan, en farþegum hefur fjölgað um 3% að meðaltali undanfarin 5 ár. Farþegum í innanlandsflugi fjölgaði um 7% á síðasta ári ef miðað er við árið þar á undan og vekur fjölgun farþega um ísafjarð- arflugvöll mesta athygli, en þeim fjölgaði um rúm 17% á milli ára. Fjölgun farþega í innanlandsflugi undanfarin 5 ár hefur hins vegar aðeins verið um 1%, en farþega- fjöldinn hefur sveiflast nokkuð á milli ára. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá Flugmálastjórn. Enn meiri aukning hjá Flugleiðum Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, hefur fyrir- tækið ekki farið varhluta af þess- ari aukningu. „Aukningin hjá okk- ur er hins vegar mun meiri heldur en þama kemur fram því farþegum á leiðum án viðkomu á íslandi hef- ur einnig fjölgað mjög mikið og má þar nefna sem dæmi Hamborg- Kaupmannahöfn og svo Atlants- hafsflugið. Við áætlum að um þriðj- ungur af okkar farþegum hafi ekki viðkomu á íslandi en þetta eru ein- mitt þeir farþegar sem tryggja að við getum haldið uppi þeirri tíðni á flugi til og frá íslandi sem við höfum í dag.“ Einar segir félagið hafa flutt rúmlega 800 þúsund farþega í millilandaflugi árið 1994 og hafi það verið um 23% aukning á milli ára. Að sögn Einars var aukningin í innanlandsflugi hins vegar heldur minni eða 3,3%. Aukið frjálsræði skilar sér Að sögn Ómars Benediktssonar, stjómarformanns íslandsflugs, hefur orðið aukning í öllu flugi hjá félaginu. Hann segir þó að leigu- flug félagsins hafi aukist einna mest en einnig hafi orðið talsverð aukning í Grænlandsfluginu sem og innanlandsfluginu. „Það er mjög ánægjulegt að sjá að bíllinn skuli ekki lengur vera að vinna á og fólk skuli álíta flugið valkost á ný.“ Ómar segir þróunina í innan- landsflugi næstu árin skipta fyrir- tækið miklu máli. „Flugmálastjórn hefur lýst því yfir að flugvellinum á Flateyri verði lokað þegar Vest- fjarðagöngin verða að fullu komin í gagnið. Það verður því fróðlegt að sjá hvort við munum fá flug- leyfi á ísafjörð strax í framhaldinu eða hvort við þurfum að bíða eftir því að reglur um aukið fijálsræði í innanlandsflugi verði að fullu komnar til framkvæmda, en það gerist árið 1997.“ Morgunblaðið/Sverrir. STARFSMANNAHÚS Hitaveitunnar að Nesjavöllum, Nýtt starfsmannahús Hitaveit- unnar að Nesjavöllum NÝTT starfsmannahús Hita- veitu Reykjavíkur að Nesjavöll- um verður vígt við hátíðlega athöfn á morgun. Það mun hýsa fasta starfsmenn fyrirtækisins á Nesjavöllum sem eru fjórtán talsins og vinna á tvískiptum vöktum. Starfsmannahúsið stendur nokkuð fyrir norðan sjálfa virkjunina. Það er steinsteypt, tveggja hæða, og 1220 fermetr- ar að gólffleti. Húsanes hf. í Keflavík annaðist byggingu hússins og arkitekt er Jósef Reynis. Framkvæmdir við það hófust í maí í fyrra og verður því nú skilað fullbúnu. Heildarkostnaður við bygg- inguna nemur 160 miiljónum án virðisaukaskatts að sögn Gunnars Sverrissonar, yfir- verkfræðings Hitaveitunnar. Hann segir að upphafleg áætl- un, í árslok 1993, hafi hljóðað upp á 153 milljónir og mismun- inn megi að mestu leyti skýra með verðbreytingum sem hafi orðið á tímabilinu. í húsinu eru tuttugu eins manns herbergi. Þar er einnig tómstunda- og Iíkamsræktarað- staða, eldhús, matsalur, og bíla- geymsla. Gunnar segir að áhersla hafi verið lögð á að vanda vel til verksins og gera húsið sem vistlegast. „ Starfsmennirnir búa flestir í Reykjavík en vinna að Nesja- völlum á vöktum, viku í senn. Nesjavallavegur er oft ófær stóran hluta úr vetrinum og þá þarf að fara um Hellisheiði. Nesjavellir eru því oft einangr- aðir og því er sjálfsagt að búa þeim starfsmönnum Hitaveit- unnar sem vinna þar vistleg dvalarkynni." Íslensk-ameríska og Frigg hf. í harðri samkeppni Málið í at- hugun hjá Procter & Gamble ÓLJÓST er hver viðbrögð ís- lensk-ameríska verslunarfé- lagsins hf. verða við niðurstöð- um könnunar Iðntæknistofnun- ar á þvottaefnum fyrir Frigg hf. og auglýsingaherferð þeirri sem fylgt hefur í kjölfarið. Eins og fram hefur komið í Morgun- blaðinu gerði Iðntæknistofnun samanburðarkönnum á hreinsi- hæfni Maraþon Extra þvotta- efnis í samanburði við Ariel Ultra og Ariel Future og leiddi sú könnun í ljós að um „fylli- lega sambærileg" þvottaefni væri að ræða. Pétur Jónsson markaðsstjóri hjá íslensk-ameríska, sem flyt- ur inn Ariel þvottaefnin, segir að málið sé enn í athugun hjá þeim. „Við erum að verða okk- ur út um upplýsingar um þetta mál þannig að það er ósköp Iítið sem ég get sagt um þetta á þessari stundu annað en það að Procter & Gamble eru að vinna í málinu og vænta má yfirlýsingar frá okkur. Það er mjög óvenjulegt að sjá auglýs- ingar þar sem ráðist er á ákveðna vörutegund, eins og þama er verið að gera.“ Pétur vildi ekkert gefa upp um hvort fyrirtækið myndi hætta birtingu auglýsinga þar sem vísað er í niðurstöður er- lendrar könnunar þess efnis að Ariel þvottaefni hreinsi betur en önnur leiðandi þvottaefni. Seðlabanki spáir 1,4% verðbólgu á árinu Seðlabankastjóri segir enga þörf vera á gengisfellingu VERÐBÓLGA hérlendis verður aðeins 1,4% í ár og því lægri en í helstu viðskiptalöndum að því er fram kemur í verðbólguspá Seðla- banka íslands. Þá stefnir í að raungengi krónunnar í ár verði með því lægsta síðan Seðlabankinn hóf mælingar 1963. Formaður banka- stjómar Seðlabankans telur ekkert mæla með gengisfellingu og seg- ir gengisóróa einungis stuðla að hærri vaxtabyrði atvinnuveganna. Vepöbólgan og verðbólguspá Breytingar á vísitölu neysluverðs jan. til júlí 1995 og spá til janúar 1996 p 4,0%| 3,5 3,1". 1,7”/. JAN. FEB. MAR. APR. Wff JÚN. JÚL. ÁGÚ. SEP. OKT. NÓV. DES. JAN.’96 1995 -0.7%' ERM-aðild Svía dregst á langinn Briissel. Reuter. SVÍAR eru farnir að tala í alvöru um möguleika á þátttöku í mynt- bandalagi Evrópu, ERM, en sér- fræðingar telja að þess verði langt að bíða að Svíar stígi slíkt skref. Ýmsir sérfræðingar útiloka ERM-aðild í ár og efast um að af henni geti orðið árið 1996. Göran Persson fjármálaráð- herra lýsti því óvænt yfir í síðasta mánuði að hann útilokaði ekki möguleika á því að viðræður um aðild að myntbandalaginu gætu hafizt á þessu ári.“ Svíar reyna að draga úr miklum halla á ríkisfjárlögum og sérfræð- ingar eru sammála um að Svíar verði að ávinna sér traust á fjár- málamörkuðum áður en þeir geti gerzt aðilar að ERM-kerfinu. Vísitala neysluverðs mældist 172,8 stig í byrjun júlí og hækkaði um 0,3% frá fyrra ári. Að sögn Birgis ísleifs Gunnarssonar, for- manns bankastjómar Seðlabank- ans, er þetta nánast sama vísitala og í spá bankans frá því í apríl en þá var vísitölugildinu 172,9 spáð í júlí. Sú spá, sem þar var gerð um lága verðbólgu um þessar mundir, hafí því ræst og reyndar gott betur þar sem verðbólguhraðinn, mældur með þriggja mánaða hækkunum á ársgrundvelli, hafí verið lægri en spáð var, eða 2,4% nú í júlí í stað 2,7%, sem spáð var í apríl. Seðla- bankinn hefur nú endurmetið spá sína til loka ársins og birtist hún í meðfylgjandi línuriti. Raungengi lækkar Sömu verðbólgu er spáð og áður eða 1,4% á árinu þrátt fyrir að for- sendur um hækkun innflutnings- verðs í erlendri mynt hafí verið hækkaðar úr 1,8% í 2,5 á árinu. Gert er ráð fyrir að verðbólguhrað- inn verði mestur í september eða 2‘/2%. Þá er því spáð að verðlag hækki um l‘/2% á milli áranna 1994 og 1995. Birgir segir að allt stefni því í að á næstu mánuðum verði verðbólgan minni á íslandi en í helstu viðskipta- löndum. Miðað við stöðugt gengi feli það í sér að raungengi krónunn- ar, mælt með hlutfallslegu verð- lagi, muni lækka lítillega. A þennan mælikvarða sé raungengið nú í júlí 0,2% hærra en það var í desember sl. en 0,2% lægra en í janúar. í október yrði það hins vegar komið niður á sama stig og í desember síðastliðnum. Samkvæmt Seðlabankanum verður raungengið í ár, miðað við stöðugt gengi, nánast hið sama og á síðasta ári, sem er lægra raun- gengi en nokkru sinni síðan 1971. á mælikvarða launa hækkar raun- gengið í ár um 2'/2% frá fyrra ári vegna launahækkana í kjarasamn- ingum. Það verður þó einnig við sögulegt lágmark á þennan mæli- kvarða því ef árið 1994 er undan- skilið hefur raungengið aldrei verið lægra á ársgrundvelli svo langt sem mælingar ná eða frá árinu 1963. Engin þörf á gengisfellingu Innan atvinnulífsins hafa að und- anförnu heyrst raddir um að þörf væri á gengisfellingu krónunnar í náinni framtíð. Birgir ísleifur segir að Seðlabankinn telji enga þörf á gengisfellingu. „Menn verða að átta sig á því að við búum nú við fijálst flæði fjármagns og allur gengisórói gæti þýtt að vextir hækkuðu og vaxtabyrði atvinnuvega yrði hærri en ella.“ r \ \ r \ r i i í I i i f. 1 I i i i I I i I í i 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.