Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Tugþásundir múslima á flótta eftir fall Srebrenica Serbar sakaðir um nauðganir og dráp Sarajevo, Tuzla. Reuter. BOSNÍU-SERBAR luku í gær við að flytja meira en 30.000 músl- imska íbúa Srebrenica á brott úr bænum. Flóttafólkið sagði að serbn- eskir hermenn hefðu nauðgað kon- um og skotið unga menn til bana þegar þeir fluttu íbúana á brott. Serbnesku hermennimir skildu þúsundir kvenna, barna og gamal- menna eftir á einskismannslandi um 10 km frá bænum Kladanj. Þaðan gekk fólkið yfír á yfirráða- svæði múslima. Flóttafólkið var þreytt, skítugt, svangt og angistarfullt eftir gönguna. Grátandi konur og böm lýstu skelfingu sinni og angist þeg- ar serbneskir hermenn smöluðu íbú- unum inn í rútur í Srebrenica. „Þeir gengu um og færðu alla karlmenn- ina, nokkra [bosníska] hermenn og unga drengi, á bak við byggingu og við heyrðum skothvelli og enginn kom til baka,“ sagði ein af flótta- konunum. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu að ekki hefðu komið fram sannanir fyrir því að Serbar hefðu gerst sekir um mannréttinda- brot, þótt frásagnir flóttamanna bentu til þess að hermennimir hefðu rænt ungum konum. „Meðan sjónvarpsmyndavélarnar voru þarna héldu Serbamir sér á mottunni," sagði flóttakonan. „Síð- an hvarf fjölmiðlafólkið og her- mennimir tóku að færa fólk úr rút- unum. Við vitum að þeir nauðguðu stúlkunum vegna þess að nokkrar þeirra komu til baka og sögðu okk- ur frá því, en flestar þeirra komu ekki aftur.“ Ungir menn skotnir Bosníustjóm hefur neitað að sjá flóttafólkinu fyrir húsnæði á þeirri forsendu að þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafi ekki getað vemdað „griðasvæðið" eigi þær að sjá um fólkið sem varð heimilislaust vegna falls Srebrenica. Lítið er vitað um örlög karlmanna sem bjuggu í Srebrenica. Starfs- menn hjálparstofnana sögðu að ungir karlmenn hefðu verið fluttir á íþróttaleikvang í nálægum bæ. Alþjóðlegir eftirlitsmenn fengu ekki að fara á leikvanginn. Bosníu-Serbar sögðust ætla að yfirheyra ungu mennina til að finna „stríðsglæpamenn" á meðal þeirra. Talið er að flestir af körlum Srebr- enica hafi flúið til fjalla. „Griðasvæði" í hættu Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna í Sarajevo sögðu í gær að fátt gæti komið í veg fyrir að Bosn- íu-Serbar næðu tveim öðrum „griðasvæðum" í austurhluta Bosn- íu á sitt vald. Þjóðir heims hefðu látið hjá líða að senda nógu marga hermenn til svæðanna, þannig að það væri ógjörningur fyrir Samein- uðu þjóðirnar að veija þau. Auk Srebrenica em fimm „griða- svæði“ í Bosníu - Zepa, Gorazde, Tuzla, Sarajevo og Bihac. Stjómar- her Bosníu er með mikinn viðbúnað á þremur síðastnefndu svæðunum en flestir líta svo á að ógjörningur verði að vernda Zepa og Gorazde til langframa. Þessir staðir em í reynd aðeins flóttamannabúðir, með of margt fólk á of litlu svæði, um- kringdar Serbum sem hafa haldið uppi hörðum árásum undanfarin tvö ár. Fáir trúa því að Serbar láti nú staðar numið í baráttu sinni fyrir því að ná öllum austurhluta Bosníu á sitt vald, úr því þeim reyndist svo auðvelt að ná Srebrenica. Líklegt er að þeir ráðist næst á Zepa, sunn- an við Srebrenica, en þar era aðeins 90 úkraínskir hermenn. Erfiðara verður fyrir þá að ná Gorazde, sem er með 60.000 íbúa. Þar er allmik- ill fjöldi stjórnarhermanna og 300 breskir hermenn en afar ólíklegt þykir að þeir geti varið borgina til langframa. Reuter MÚSLIMSKIR flóttamenn í bosníska þorpinu' Potocari bíða eftir því að verða fluttir til Kladanj. Bosníu-Serbar höfðu smalað flóttafólkinu í rútur og flutt það frá „griðasvæðinu" Srebrenica. IBUAR SREBRENICA A FLOTTA Múslimarnir, sem flúðu Srebrenica í austurhluta Bosníu eftir aö Serbar náðu bænum á sitt vald, stefna flestir til Tuzla í norðvesturhlutanum. Tuzla Meira en 2.000 flóttamenn hafast við I flugstöð á vegum Sameinuðu þjóðanna. 5.500 konur, börn og aldraöir karlmenn, sem Serbar fluttu meö rútum og skildu ettir á einskismannslandi, gengu í tvær klukkustundir lil Kladanj. Potocari Um 30.000 múslimar söfnuðust saman í grennd við stöð hollenskra friðargæsluliða. Ungir múslimskir karlmenn voru fluttir með rútum á íþróttaleikvang í Bratunac. Kladanj 3.500 flóttamenn til víðbótar biðu eftir því að verða fluttir til Tuzla. Kjarnorkuandstæðingar við S-Kyrrahaf Spilla hátíða- höldum Frakka Sydney, París. Reuter. KJARNORKU AND STÆ ÐINGAR í löndum við Suður-Kyrrahaf, hyggj- ast spilla fyrir hátíðahöldum á svæðinu í tilefni þjóðhátíðardags Frakka, Bastilludagsins, sem er í dag, 14 júlí. Hyggjast þeir standa fyrir mótmælastöðum og -göngum á Nýja-Sjálandi, í Ástralíu, á Fiji- eyjum og Frönsku Tahítí. Áströlsk verkalýðsfélög hafa hót- að ótímabundnu banni á póst- og símasambandi við Frakkland og eitt þeirra hefur tilkynnt um 24 stunda bann við því að afgreiða franskar flugvélar á Bastilludaginn. Margir veitingastaðir og barir hyggjast efna til mótmælaveislna og neyt- endasamtök hafa hvatt fólk til að sniðganga franskar vörur. Þá hefur ræðismannsskrifstofa Frakka í Sydney hætt við móttöku í tilefni dagsins, þar sem óttast er um öryggi gestanna. Franska sendiráðið í Canberra hyggst hins vegar halda móttöku þrátt fyrir að ráðherrar áströlsku stjórnarinnar hafi afþakkað boð um að mæta. Frakkar uggandi Frakkar em uggandi vegna málsins og öryggi við sendiráð og ræðismannsskrifstofur þeirra hefur verið hert í kjölfar tilkynningar Jacques Chiracs í maí um að Frakk- ar hyggðust gera kjarnorkutilraunir við Muraoa. í síðasta mánuði var sprengju varpað að ræðismanns- skrifstofu þeirra í Perth í Ástralíu. Sakar „Danna rauða“ um mótmæli Chirac sakaði í gær Daniel Cohn- Bendit, sem var einn af leiðtogum stúdentauppreisnarinnar í París 1968, um að hafa staðið að mót- mælunum gegn sér á Evrópuþing- inu í Strassborg á þriðjudag. Cohn- Bendit, öðra nafni „Danni rauði“ er nú þingmaður þýskra græningja á þinginu en honum var vísað frá Frakklandi í uppreisninni 1968. Vaxtarhormónar leyfðir Róm. Reuter. FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur lagt blessun sína yfir notkun vaxt- arhormóna í búfjárrækt þrátt fyrir, að þeir séu bannaðir innan Evrópu- sambandsins. Á sameiginlegum fundi FAO og WHO, Heilbrigðisstofnunar SÞ, var samþykkt að leyfa notkun vaxtar- hormóna og ákveðið var hve miklar leifar þeirra mættu vera í kjötvör- um. Var þá stuðst við vísindalegar niðurstöður um hættulaus mörk. Var meðal annars bent á, að vaxtar- hormónar væru mikið notaðir í mörgum helstu kjötframleiðslulönd- unum, til dæmis Bandaríkjunum og Ástralíu. CIA birtir fimmtíu ára gamlar leyniskýrslur um ráðningu dulmálslykla Sovétmanna Sekt Rosenberg-hjónanna sönnuð Washington. The Daily Telegraph. BANDARÍSKA leyniþjónustan, CIA, hefur aflétt leyndinni af hálfrar aldar gömlum skjölum sem sanna sekt Juliusar og Ethel Rosenberg, en þau vora tekin af lífí árið 1953 fyrir að selja upplýsingar um smíði kjarnorkusprengja til Sovétmanna. Fjöl- margir Bandaríkjamenn telja að aftökumar og réttarhöldin yfir hjónunum hafí verið réttarmorð, að þau hafí verið saklaus en að óttinn við kommúnista sem var allsráð- andi á McCarty-tímanum hafi orðið til þess að þau voru dæmd sek. Skjölin sem birt hafa verið eru þýðingar á dulmáli sem njósnarar KGB í New York og Washington sendu til Moskvu á fímmta áratugnum. Þar kemur fram að Julius Rosenberg var virkur í njósnastarfí fyrir Sovétmenn og að eiginkona hans vissi um njósnimar. Það tók CIA þijú ár að ráða dulmálslyklana en það tókst 1946 og kom þá í ljós hveriþg Rússar höfðu reynt að komast yfir bandarísk kjarnorku- íeyndarmál. Þegar Rosen- berg-hjónin voru dregin leyniþjónustan ekki yrðu lögð fram við réttar- höldin. í skjölunum er Julius Rosenberg nefndur „Loft- net“ og „Fijálslyndur" og þar kemur fram að hann var lykilmaðurinn í því að virkja um 200 njósnara til að útvega upplýsingar um ETHEL og Julius Rosen- — berg voru tekin af lífi fynr mlandj. (m ö 0 að hún njosnir anð 1953. hafí verjð f^Iagi . komm_ fyrir rétt vildi únistaflokknum) og sagt er að hún „viti leyfa að þessi skjöl um starf eiginmannsins“. Ekki hefur tekist að leysa dulmál allra skeytaxSovétmann- anna og því er ekki vitað um alla njósnar- ana sem tengdust málinu. Málið gegn Rosenberg-hjónunum byggð- ist aðallega á framburði Davids Green- glass, bróður Ethel Rosenberg, sem sagði að er hann vann í kjarnorkurannsóknarstöð i Kaliforníu, hafi mágur hans, Julius, hvatt hann til að láta af hendi kjarnorkuleyndar- mál, sem hann og gerði. Robert Meerepol, sonur Rosenberg-hjón- anna, hefur ævinlega efast um sekt þeirra. „Ef þetta eru einu sannanirnar gegn móð- ur minni, drápu þeir hana þeirra vegna?“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.