Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 4
4 FOSTUDAGUR 14. JÚLI 1995 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Köld brúðarsvíta Sólbyrgi, Reykholtsdal. Morgunblaðið. Þrír handteknir eftir innbrot KRISTLEIFUR Þorsteinsson, ferðabóndi á Húsafelli, hefur lát- ið gera íshelli í Langjökul þar sem m.a. er gistiherbergi og brúöarsvíta. Hellirinn er þar sem Langjökull hf. er með aðstöðu sína fyrir snjó- bíla- og snjósleðaferðir á jökulinn. Til að gera hugmynd sina að veruleika fékk Kristleifur til liðs við sig Daníel Högnason verk- taka, sem á stærstu og öflugustu háþrýstidælu á Islandi, sem dælir vatni með meira en 1.500 kg afli. Sex herbergja hellir Nú hefur hellirinn verið „sprautaður" inn í jökulinn. Grunnflatarmál hans er um 130 Ótti við grjót- hrunúr Óshlíð ísafirði. Morgunblaðið. VEGNA sögusagna um að bergið í klettunum utarlega í Óshlíð sé að gliðna og að hætta sé talin mest á um 20 metra kafla utarlega í hlíðinni, á þeim slóðum sem þrjú stór björg komu niður fyrir skömmu, hefur bæjarstjóm óskað eftir fundi með Vega- gerð ríkisins. „Við viljum fá að vita hvort eitthvað sé hæft í þessum sögusögnum. Svona mál verða að liggja ljós fyrir,“ sagði Ólaf- ur Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík. Gamlar sögnr Kristinn Jón Jónasson rekstrarstjóri Vegagerðar rík- isins á ísafirði segir að Vega- gerðin hafi engar sérstakar áhyggjur af Óshlíð' og um væri að ræða gamlar sögu- sagnir um sprungur í berginu. „Eg hef ekki hugmynd um hvort bergið sé að gliðna í sundur. Það er að minnsta kosti ekki meira en verið hefur og fjallð hefur ekkert verið skoðað sérstaklega með það fyrir augum. Ég hef heyrt sög- ur um spmngu uppi í klettun- um en sú saga er mjög göm- ul. Það gera orðið jarðföll án þess aða menn eigi von á því. Ef við færum að reyna að sprengja þetta gætum við lent í verulegum erfiðleikum,11 sagði Kristinn Jón. fermetrar og skiptist í 6 her- bergi. Til að komast inn í hellinn er gengið fyrst eftir löngum gangi; beggja vegna við ganginn eru fjögur herbergi, sem öll eru í laginu eins og smárablað. Her- bergin eru kennd við Sparisjóði Mýrasýslu, Siglufjarðar, Dalvík- ur og SPRON, sem allir styrktu framkvæmdina. Við enda gangsins er stór salur með mikla íssúlu í miðjunni. Þar innan af verður svo brúðarsvíta þar sem nýgift hjón geta eytt brúðkaupsnóttinni „í bláum skugga" jökulsins - liturinn á ísveggjum hellisins er djúpblár og bjartur. LOGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um innbrot á sex stöðum frá miðvikudagsmorgni til fimmtu- dagsmorguns. Þrír menn voru handteknir í kjölfarið. Maður var handtekinn er hann reyndi að stela myndbandstökuvél í húsi við Laufásveg. Annar þjófur fór inn í þvottahús í Dúfnahólum um fimmleytið í fyrramorgun og var handtekinn í kjölfarið. Grunur leikur á að hann hafí brotist inn á fleiri stöðum í Hólahverfi und- anfarið. Hann var færður í Síðu- múlafangelsi. Fannst í tjaldi í Laugardal Brotist var inn í hús við Laugar- ásveg í fyrrinótt með því að klifra upp á girðingu og fara inn á sval- ir. Innbrotsþjófurinn hafði mynd- bandstökuvél á brott með sér en flæktist í snúrunni og varð að skilja hana eftir á leiðinni á brott. Vöknuðu strax grunsemdir hver þarna gæti hafa verið á ferð og fundust tveir góðkunningjar lög- reglunnar ust í tjaldi í Laugard- alnum. Annar var færður í fanga- geymslur. Rimaskóli Innkaupa- stofnun afgreiðir málið VILHJÁLMUR Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að á fundi borgarráðs á þriðjudag hafi engin ákvörðun tekin um að semja við ístak um 70 milljóna króna verkefni við 3. áfanga Rimaskóla. Morgunblaðið skýrði frá því á mið- vikudag samkvæmt upplýsingum Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns borgarráðs, að borgarráð hefði sam- þykkt samhljóða að leggja til við stjórn Innkaupastofnunar að samið yrði beint við ístak um þetta verk. „Það var aðeins samþykkt að hefja undirbúning að uppsteypu þriðja áfanga Rimaskóla og að sú framkvæmd yrði innan rammasam- þykktar fjárhagsáætlunar Reykja- víkurborgar hvað varðar byggingu grunnskólahúsnæðis. Málinu hefur verið vísað til meðferðar Innkaupa- stofnunar Reykjavíkur," sagði Vil- hjálmur. Borgarráð fær málið frá Innkaupastofnun „Það rétta er, að í borgarráði var skipzt á skoðunum um það, hvort væri betra að bjóða út eða semja beint, en það er í verkahring stjórn- ar Innkaupastofnunar að afgreiða það og senda sína niðurstöðu til borgarráðs. Málið verður tekið fýrir hjá Innkaupastofnun á mánudag og afstaða stjórnar Innkaupastofnunar verður síðan send borgarráði. Ákvörðun borgarráðs í málinu verð- ur væntanlega tekin á fundi þess á þriðjudaginn." - „Innkaupastofnun mun taka af- stöðu til málsins á reglúlegum stjórnarfundi stofnunarinnar á mánudagsmorgun. Borgarráð hefur ekki samþykkt annað en að vísa málinu til Innkaupastofnunar," segir Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformað- ur Innkaupastofnunar Reykjavíkur. „Það hafa nýlega verið samþykkt- ar reglur í sambandi við innkaupa- mál hjá Reykjavíkurborg og sam- kvæmt þeim á að ríkja svokölluð jafnræðisregla á meðal verktaka, allir eiga að hafa sömu möguleika til að bjóða í verk. Það er andstætt þessari reglu að afhenda einu verk- takafyrirtæki í landinu stórt verk eins og þarna er um að ræða, án útboðs. Síðan hafa verið samþykktar nýj- ar verklagsreglur þar sem það er mjög brýnt fyrir forstöðumönnum fyrirtækja og stofnana borgarinnar að undirbúningur að svona verkum sé góður og tekið sé tillit til árstíma hvenær verk eru boðin út, þ.e.a.s. fyrirtækin eiga að fá nægan tíma til að ganga frá tilboðum í útboðið verk.“ í BLÁMA jökulsins. Fyrirhugað er að nýgift lyón geti eytt brúðkaupsnóttinni í „brúðarsvítunni". Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson INNGANGUR hellisins í Langjökli. Hellirinn var gerÖur með háþrýstidælu. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstj óri um fyrirhugaðan útflutningsskóla á Sauðárkróki Einkaaðilar greiði hluta kostnaðar ÞÓRÓLFUR Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, segir að ætlunin sé að útflutn- ingsskólinn, sem áformað er að setja þar á stofn, verði að hluta til einkaskóli og fjár- magnaður með framlögum nemenda og fyrir- tækja, sem styrki þá til náms. Jafnframt er gert ráð fyrir framlögum frá hinu opinbera. Þórólfur segir ekki frágengið hvernig þessi kostnaðarskipting verði og ekki heldur ljóst hversu mikið rekstur skólans komi til með að kosta á ári. Þórólfur segir að þeir, sem tekið hafi þátt í undirbúningi málsins, séu atvinnufyrirtækin á Sauðárkróki, skólamálayfírvöld, bæjaryfír- völd, Valdimar Kr. Jónsson, formaður stjórn- ar Endurmenntunarstofnunar Háskóla Is- lands, Þorsteinn Sigfússon prófessor við HÍ og Vilhjálmur Egilsson, þingmaður og fram- kvæmdastjóri Verzlunarráðs.- Efla þarf söluþáttinn „Menn hafa metið það svo að í atvinnulíf- inu væri þörf fyrir aukna áherzlu á sölustarf á erlendum mörkuðum," segir Þórólfur. „Menn hafa leitað fyrirmynda og meðal ann- ars farið í smiðju til Danska útflutningsskól- ans í Herning í Danmörku. Það sem við höf- um einkum horft til, er hvernig styrkja megi söluþáttinn í markaðsstarfínu. Það telja fyrir- tæki i útflutningi að leggja þurfi sérstaka áherzlu á.“ Þórólfur tekur fram að málið sé enn á undirbúningsstigi. Námsstefna og námskröf- ur séu nú í mótun. Miðað sé við að námið í útflutningsskólanum þjóni þörfum atvinnu- lífsins, og að atvinnulífíð hafi frumkvæði í málinu. „Við erum ekki að tala um útflutn- ingsskóla, sem verði ríkisskóli, heldur sam- starfsskóla atvinnulífsins og skólayfirvalda, nánast einkaskóla," segir Þórólfur. Samstarf við utanríkisþjónustuna Hann segir að heppilegt sé að staðsetja skólann í bæ á borð við Sauðárkrók, sem sé í miklu nábýli við atvinnulíf og útflutning. Hann bendir á að Danski útflutningsskólinn sé einnig rekinn á landsbyggðinni. „Hluti af náminu verður hins vegar tekinn erlendis ef af verður, bæði í fyrirtækjum þar og von- andi einnig í utanríkisþjónustunni,“ segir Þórólfur. Hann segir að rætt hafí verið við utanríkisráðuneytið um að nemendur skólans geti unnið markaðsverkefni fyrir utanríkis- þjónustuna, að danskri fyrirmynd. Kaupfélagsstjórinn segir að hugmyndir um útflutningsskóla hafí nú verið kynntar all- víða, meðal annars hafí Halldór Ásgrímsson, ráðherra utanríkisviðskipta, haldið hádegis- verðarboð þar sem aðilum úr atvinnulífinu hafí verið kynnt starfsemi Danska útflutn- ingsskólans. „Við finnum mikinn og vaxandi áhuga á að þessi hugmynd, sem við höfum unnið að, verði fullmótuð,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort ekki mætti koma útflutn- ingsnámi fyrir innan viðskipta- og hagfræði- deildar Háskóla íslands, segir Þórólfur að ætlunin sé að skólinn verði skóli atvinnulífs- ins, en ekki hluti af háskólakerfinu. „Það er fyrst og fremst verið að búa til stutt nám og praktískt, sem tengist akademísku námi á þann hátt, sem gagnast bezt, en er ekki sett undir það,“ segir hann. Þórólfur segir nægt húsnæði fyrir útflutn- ingsskóla á Sauðárkróki, bæði núverandi húsnæði Fjölbrautaskólans og hús, sem hann hafði áður á leigu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.