Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Barnasjúkrahús á Islandi FYRIR rösklega ári undirrituðu heilbrigðis- ráðherra, borgarstjór- inn í Reykjavík og for- maður Kvenfélagsins Hringsins samning um að byggja nýjan Bama- spítala Hringsins á Landspítalalóðinni. Á Landspítalanum hefir farið fram mikil undir- búningsvinna að hönn- un þessarar byggingar. Hönnun barnasjúkrahúss Þegar bamadeildir voru stofnaðar við sjúkrahús hér á landi, við Landspítalann árið 1957, Landa- kotsspítala árið 1961 og Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri árið 1974, var talið að veik böm væm bara veikir, litlir sjúklingar með sömu þarfir og þeir fullorðnu. Það þyrfti því ekkert að útbúa sérstakt hús- næði fyrir veik böm. Meira að segja mætti spara pláss, þar eð fleiri litlir kæmust inn á sömu stofu en þeir stóru, fullorðnu. Á síðustu áratugum hafa augu manna opnast fyrir því, að veik börn em einstaklingar með sérstakar þarfir, aðrar en þarfir þeirra full- orðnu og krefjast sérstakrar umönn- unar sem útheimtir jafnvel meira rými en umönnun fullorðnu sjúkling- anna. Meðal annars má rekja þessa Atli Dagbjartsson rýmisþörf til þarfa for- eldranna til að geta verið með börnum sín- um í veikindum þeirra. Það hefur sýnt sig í áranna rás að því meira sem fjölskyldur veiku barnanna tengjast sjúkdómsferli þeirra, þeim mun skjótari og betri verður árangur læknismeðferðarinnar. Sjúkrahúsvistin verður styttri og markvissari. Hér á landi vantar enn- þá mikið á að komið hafi verið til móts við þessar þarfir sjúkra barna. Húsnæði það sem hýsir barnasjúkradeildir á ís- landi hefir alltaf verið hannað sem húsnæði fyrir fullorðna sjúklinga. Svo er einnig með þá bamadeild sem nú á að opna á Borgarspítalanum síðar á þessu sumri. Hún er útbúin í húsnæði sem upphaflega var hann- að fyrir fullorðna, nánar tiltekið aldr- aða. Barnasjúkrahús hefur aldrei verið búið til hér á landi. Það er því brýnt að staðið verði við þær stór- huga áætlanir um byggingu nýs Bamaspítala Hringsins á Landspít- alalóð eins og samið var um á síð- asta ári. Kennsla á barnadeildum Segja má, að á síðustu áratugum hafí bamalækningar orðið til sem „Barnasjúkrahús hefír aldrei verið búið til hér á landi,“ segir Atli Dag- bjartsson. Hann telur að það sé þjóðinni til vansa, ef ennþá verður heykst á því að byggja sjúkrahús fyrir veik böm á íslandi. ný sérgrein innan læknisfræðinnar og hefír hún mótast mjög hratt, sér- hæfíng og þekking aukist. Sjúkdóm- ar barna eru oft aðrir en sjúkdómar fullorðna fólksins. Jafnvel sömu sjúkdómarnir haga sér öðruvísi í börnum en fullorðnum. Bamalækn- ingar eru því sérstök vísinda- og fræðigrein, sem verður að stunda sem slíka. Þar af leiðandi er mennt- un heilbrigðisstétta orðin snar þáttur í starfsemi barnadeilda nútímans. Heilbrigðisstéttimar eru margar sem kenna þarf, svo sem sjúkralið- ar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálf- ar, ljósmæður, læknanemar, aðstoð- arlæknar. Sem dæmi má nefna að yfir vetrarmánuðina eru að jafnaði 10-12 læknanemar við nám á Barna- spítala Hringsins. ÁTTA aðstoðarlæknar barnadeildar Landspítalans hafa eitt her- bergi til afnota. Þar er jafnframt hvíldaraðstaða þeirra á vöktum. Kennsluaðstaðan Starfsfólk barnadeildanna hér á íslandi er mjög vel meðvitað um fræðsluskyldur sínar, en finnur í æ vaxandi mæli til vanmáttar gagn- vart því að geta ekki sinnt kennslu- og þjálfunarhlutverki sínu sem skyldi. Það fer ekki hjá því að til þess að hægt sé að sinna kennslu alls þess fólks, sem að ofan getur, verð- ur að ætla rými til athafna og um- ræðna, skipulegs náms svo og sjálfs- náms. Þetta húsnæði er ekki til á barna- deildum á íslandi. Barnaspítali Hringsins á Landspítalanum er stað- settur á tveimur löngum, mjóum göngum, þar sem hvert skot er nýtt til hins ýtrasta og lítið sem ekkert pláss aflögu til að setjast niður, bollaleggja, ræða og fræða. Mér býður í grun að á nýju barnadeild- inni á Borgarspítalanum sé heldur ekki gert ráð fyrir þessum veiga- mikla þætti í starfsemi barnadeilda, þ.e. kennslu heilbrigðisstétta. Með byggingu barnaspítala á Landspítalalóð yrði séð fyrir þessum þörfum barnalækninga um leið og aðstaða litlu, vanmátta en veiga- miklu sjúklinganna yrði sniðin að þeirra þörfum. Landspítalinn hefur forystuhlutverki að gegna sem kennslustofnun í bamalæknisfræði, og hann verður að fá tækifæri til að sinna því myndarlega. Það er þjóðinni til vansa, ef ennþá verður heykst á því að búa til sjúkra- hús fyrir veik börn á ísdandi. Höfundur er barnalæknir við Barnaspítala Hringsins á Landspítalanum og dósent í barnalæknisfræði við iæknadeiid Háskóla íslands. Grein nr. 2 MANNKYNIÐ hef- ur glímt við að skilja hið flókna ferli mann- legs samfélags öld fram af öld. Ferli sem almennt er skilgreint sem þróun. Hinsvegar þegar einstakir atburð- ir eiga sér stað er sem mannkynið gleymi því eðli þróunarinnar að ekkert sjáist fyrr en þróunin hefur kallað fram breytingu í ein- hverri mynd. Þannig má ætla að fari fyrir þeirri ráðstefnu sem Sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir í Kaupmannahöfn 3. til 12. mars sl. Þessi ráðstefna fjallaði um samfé- lagslega þróun heimssamfélags mannkynsins, þar sem tekist var á við mismunandi stöðu mannkynsins og hvemig hægt væri að rétta hlut þeirra sem bágust eiga kjörin. Til þess að ijalla um svo þýðingarmikið málefni kom til fundarins megin þorri þjóðarleiðtoga heimsins, auk frjálsra félagasamtaka sem láta sig velferð mannkynsins skipta í ein- hverri mynd. Aldrei fyrr í sögu mannkyns- ins hefur verið kallað til annars eins fundar og aldrei hefur eins mikil áhersla verið lögð á að bæta kjör og hafa áhrif á þróun málefna mannkynsins og á þessari tvíhliða ráð- stefnu. Annarsvegar ráðstefnu þjóðarleið- toga heimsins og hins- vegar ráðstefnu frjálsra félagasam- taka, sem almennt kallast NGO (Non Go- vermental Organisati- ons). Þessi atburður hefur ótúlega litla umfjöllun fengið í íjölmiðlum. Starfsemi frjásra fé- lagasamtaka, NGO, er vegamikill þáttur í starfi Sameinuðu þjóðanna. Þannig var þessi hluti ráðstefnunnar einnig afar mikilvægur, því þar voru samankomin félagasamtök sem vinna um allan heim á hinum mi- sjöfnu sviðum að bættu ástandi mannkynsins. Félög eins og trúfé- lög, maímréttindafélög, atvinnu- málafélög, umhverfíssamtök, nátt- úruverndarfélög, félög á sviði Starfsemi fijálsra félagasamtaka (NGO) er, að mati Sigurðar Jónssonar, veigamikill þáttur í starfí Samein- uðu þjóðanna. menntunnar-, menningar-, mann- réttinda- og heilbrigðismála ofl. Þessi hluti ráðstefnunar var hald- in samhliða ráðstefnu þjóðarleiðtog- anna og var meginþema hennar, samfélagsleg þróun. Var grunnur- inn að þessu þemað fátækt atvinnu- leysi eining. Til þess að takast á við þessi mikilvægu viðfangsefni voru á dag- skrá ráðstefnunnar 110 fyrirlestrar og vinnuhópar sem stöfuðu hvern dag á meðan ráðstefnan stóð. Þátt- tökufélög voru vel á þriðja þúsund með um 760 bása-og um 100 sýning- arstanda í 30.000 ferm. húsnæði. Sýningargestir voru um 10.000 að meðaltali á hveijum degi auk þeirra sem tóku þátt í ráðstefnunni á veg- um félagasamtaka. Fjölmargir ein- stakir fyrirlesarar komu frá SÞ og hliðarstofnunum þeirra, auk þess frá sendinefndum ríkja er tóku þátt í leiðtogafundinum. Meðal þess efnis sem tekist var á við í fyrirlestrum og starfshópum var: Mannréttindi fyrir alla. Hungur og réttur allra til að nærast. Konur í minnihluta og framlag þeirra til þróunar. Böm, uppeldi, kennsla og vinna barna. Húsbyggingar og ytra skipulag í tengslum við þróun. Þáttur trúar- bragða í tengslum við þróun. Þáttur og framlag félagsfræðinga í tengsl- um við þróun. Eining fjölskyldunn- ar. Eining trúarbragðanna. Eining jarðarbúa. Siðferðileg kennsla. And- leg lausn vandamála. Hindmnarlaus viðskipti. Þátttaka kvenna í stjóm- málum. Staða og umbreyting Sam- eiðu þjóðanna. Ráðstefna NGO var vettvangur umræðna og hugmynda fijálsra fé- laga um allan heim þar sem kastljós- inu var beint að lausnum, til þess að lina þjáningar, skapa öryggi, koma á trúverðugleika og stuðla að sjálfbæm lífemi allra jarðarbúa. Það er mikilvægt fyrir stjórnvöld að skoða þann árangur sem náðst hef- ur á fjölmörgum sviðum fyrir til- stuðlan NGO félaga. Þær fram- kvæmdir sem víða var lýst, áttu það sameiginlegt að vera smáar í sniðum og höfða til afmarkaðs hóps fólks er skilur framkvændina, tilgang hennar og hvað í henni felst. Aða- lega var um verkefni á sviði jarð- ræktar, matvælaframleiðslu, örygg- ismála, menntunar, heilbigðismála, fræðslu kvenna og umhverfismála að ræða. Það var hisvegar ljóst og kom glögglega fram að tvennt skorti til að meiri árangur gæti náðst. í fyrsta lagi þarf að skapa ákveðið ástand í samfélagi þar sem ófriður ríkir, sem er þá meira og minna í höndum stjórnvalda svo sem með því að láta af gömlu hegðunarmynstri styðj- alda, spillingar, eiginhagsmuna og átaka, sem augljóslega tilheyra lægra þroskastigi. I þessu sambandi má benda á mikilvægi alþjóðlegrar samheldni við breytingu á ástandi innan einstakra landa. í öðru lagi að afla fjár til framkvæmda til þró- unarstarfa. Það er augljóst að hin fátæku ríki ráða ekki við fjármögn- un slíkra þróunarverkefna. Það er einnig ljóst að það eru hagsmunir allra ríkja jarðar að eðlileg þróun eigi sér stað og einnig að láveitend- ur geti haft eitthvað að segja í hvað fjármagnið er notað. Þegar hafðar eru í huga hinar fjölmörgu yfirlýsingar manna og kvenna er sóttu þessa NGO ráð- stefnu, er það nokkuð ljóst að tímarnir og viðhorfín eru að breyt- ast og þau breytast hratt. í viðtali sagði Juan Samavía sendiherra og formann undirbún- ingsnefndar leiðtoga fundarins að hann trúði því að margar lausnir fyrir vandamál framtíðar leynist í fórum fijálsra félagasamtaka. Hann hvatti NGO félög til þess að ein- beita sér að kjarnanum og sagði eitthvað á þá leið: Lifíð í grasrótinni og komið því til skila sem hér hefur farið fram og nærið og vökvið þann jarðveg sem orðinn er til svo hann gefi af sér holla ávexti. Juan Samav- ía sagði að átök birtust á milli þeirra sem hafa völdin og þeirra sem hafa hugmyndimar, þessi átök þarf að jafna. „í framtíðinni munum við ekki geta hugsað og framkvæmt á vettvangi stjómmála án þess að taka tillit til samfélagslegra þátta,“ sagði J.B. Smith, einn af stjórnend- um ráðstefnunnar. Peter Ustinov sagði í ræðu sinni á NGO: Á Hólminum (þar sem NGO Fomm fór fram) hafa menn hug- myndirnar en í Bella Senter hafa menn völdin. Hann sagði einnig að nú væm menn farnir að leita óvinar- ins í skúmaskotum sinna eigin landa, það væri mikil breyting. Jam- es Speth, yfirmaður UNDP, sagði ráðstefnuna snúast um réttlæti og sanngirni en því miður fyndist lítið af því í veröldinni í dag. Þessi „topp- fundur" 'verður hins vegar að verða tímamót þess að skilja við hið liðna og stefna í átt til réttlætis. Það var almennt samþykkt að konur og böm em sá hópur sem hvað verst verður úti hvað varðar órétt, óöryggi, fátækt, hungur og atvinnuleysi. Konur og börn eru þannig skotspónn átaka og birtast oft sem mynd allar þeirrar eymdar sem orð geta lýst. Það er því eðli- legt að konur upp rísi sameiginlega upp og krefjist valda sér og kyn- systmm sínum til handa og öryggis fyrir heimili sín og börn. Þannig verða þær afl til sköpuna á sviði samfélagslegrar þróunar og eining- ar alls mannkyns. NGO Forum má þannig lýsa sem vettvangi þess hóps mannkynsins sem hefur fingur á slagæð þess, birtist það vel í áhyggjum fulltrúa þeirra sem ekki mega sín mikils, og eru fornarlömb hungurs, sjúk- dóma, atvinnuleysis, stríðsrekstrar, stöðnunar og óöryggis. Höfundur er verslunarmaður og var fulltrúi Bahá ’í-hreyfingarinn ar á ráðstefnu frjálsra félagasamtaka í Kaupmannahöfn. BYGGINGAVORUR *». MReRlNSSON &C0 verslun, Ármúla 29-108 Reykjavík - símar 38640 - 686100 Þróun en ekki stökkbreyting Sigurður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.