Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ V í K I N G A imm Vinningstölur . Mnnrr miövikudaginn: 12- °7-1995 Aðaltölur: 6 .! 13 V 24 33 J (^36 j^40 BÓNUSTÖLUR 11 26 29 Heildarupphæð þessa viku: 44.795.253 á isl.: 2.485.253 UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULlNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIR1 MtD FYRIRVARA UU PRCNTVlLtUR Húsbréf húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 Innlausnardagur 15. júlí 1995. 1. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.489.363 kr. 148.936 kr. 14.894 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.325.246 kr. 662.623 kr. 132.525 kr. 13.252 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.526.316 kr. 1.305.263 kr. 130.526 kr. 13.053 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.423.894 kr. 1.284.779 kr. 128.478 kr. 12.848 kr. 1. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.916.074 kr. 1.183.215 kr. 118.321 kr. 11.832 kr. 3. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.548.418 kr. 1.109.684 kr. 110.968 kr. 11.097 kr. 1. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.455.053 kr. 1.091.011 kr. 109.101 kr. 10.910 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. C&: HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 aura landsmanna! - kjarni málsins! I DAG Með morgunkaffinu Ast er... að veija tíma með bamabömunum. TM R*g. U.S PM Ofl.—aU rtflhts r«Mrvwl • 1993 Lo* Angatas TknM Syrtdicata ÉG VAR búin að segja þér að ég vildi láta notaða þvottavél upp í kaupin. HÖGNIHREKKVÍSI „ Ég yorux- aSþetta, i/a&i ekfá. vímytlL itabur." VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Gæludýr Kettlinga vantar heimili TVÆR tíu vikna gamlar læður þurfa að eignast góð heimili og góða eig- endur. Þær eru mjög sér- stakar í útliti, þrílitar og gæfar. Uppl. í síma 561-1839. Tapað fundið Hringur fannst SILFURHRINGUR með svörtum steini fannst við Höfðabakka fyrir u.þ.b. viku síðan. Upplýsingar í síma 587-1211. SKÁK Umsjón Margcir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á meist- aramóti Skákskóla íslands í júní. Sigurbjörn Björns- son (2.210) var með hvítt og átti leik, en Hjalti Rúnar Omarsson (1.565) hafði svart. 28. Hf6! (Miklu sterkara en 28. h6 - g6) 28. - Rxf6 29. gxf6 - Hg8 30. Hgl og svartur gafst upp því hann er óverjandi mát í fjór- um leikjum. Sagt var hér í skákhominu fyrir nokkru að Magnús Orn Úlfarsson hefði haft hvítt í þessari skák. Leiðréttist það hér með, en Magnús Örn sigraði hins vegar á Skákskólamót- inu. Skólinn gekkst í júní í fyrsta sinn fyrir sumarbúð- um, sem þóttu heppnast mjög vel. Þær voru haldnar í Reykholti í Biskupstungum og aðalkennari var Helgi Ólafsson, stórmeistari. Hlutaveltur ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu til styrkt- ar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 909 krónur. Þórhildur Edda.Gunnarsdóttir er til vinstri og Emil- ía Gunnarsdóttir til hægri. ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu mánudag- inn 10. júlí sl. og söfnuðu 6.000 krónum sem renna í sjóð Rauða krossins. Þau heita Ólöf Inga Stefánsdótt- ir, Þóra Björg Stefánsdóttir, Hildur Ýr Sigþórsdóttir og Asgeir Andri Asgeirsson. Víkveiji skrifar... IBÚUM á Suð-Vesturhorninu finnst þeir eiga skilið að fá nú langan góðviðriskafla. Sumarið hefur verið fremur sólarlítið og leiðinlegt. Þeir fáu sólardagar sem komið hafa hingað til hafa verið í miðri viku, þegar fólk er að vinna. Því binda menn sérstakar vonir við að komandi helgi verði sólrík og hlý svo fjölskyldan geti notið útiveru saman. xxx KALDA stríðið heyrir víðast hvar sögunni til, en sumir eiga þó erfitt með að sleppa taki á fortíðinni. Ritstjórar símaskrár Pósts og síma, sem mjög hafa verið í sviðsljósinu að undanförnu, virðast þar á meðal. Að minnsta kosti geta þeir enn ekki sætt sig við að Sovétríkin séu liðin undir lok, heldur skrá þau í þrígang í ársrit sitt: Sendiráð Sovétríkjanna, Sovéska sendiráðið og Soviet Embassy. Víkvetji reyndi að hringja ef verið gæti að næðist í Stalín í þessari handanheimalínu til hins framliðna heimsveldis, en þegar til kom var á tali. Þess má geta að samkvæmt ársriti Pósts og síma fyrirfinnst ekki rússneskt sendiráð á íslandi. xxx G ÖNNUR góð úr síma- skránni. Teiknistofan Ármúla 6 hf. er landsþekkt arkitektastofa þar sem m.a. starfa arkitektarnir Gísli Halldórsson og Jósef S. Reyn- is og einnig Leifur Gíslason, sonur fyrrnefnds Gísla. Heimasímar eru gefnir upp undir firmaheitinu og þar er búið að breyta nafni Leifs í Leifur Reynis og hann sagður með sama síma og Jósef. Þetta eru auðvitað bagaleg mistök en Gísli er gamansamur maður og sagan segir að hann hafi labbað yfir á skrifstofu Jósefs og krafist meðlags með Leifi allt frá fæðingu eða í rúm 50 ár! xxx VÍKVERJI situr og fylgist með fréttum Sky-sjónvarpsstöðv- arinnar. Það er verið að sýna myndir frá alþjóðlegu frjáls- íþróttamóti í Nice í Frakklandi. Álsírski hlaupagarpurinn Morceli geysist í mark í 1500 metra hlaupi og setur glæsilegt heimsmet. Ósjálfrátt verður Víkveija hugs- að til þess hvenær komið er að endamörkum þess sem árangurs sem menn geta náð. Sett eru glæsileg heimsmet sem talið er að standi jafnvel til eilífðar en fyrr en varir hafa þau verið bætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.