Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.07.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Botngróður - sýning á höggmyndum í Hallormsstaðaskógi Eg’ilsstöðurn. Morgunblaðið. SAUTJÁN íslenskir listamenn sýna höggmyndir unnar í tré, í Tijásafni Skógræktar ríkisins í Hallorms- staðaskógi nú í sumar. Flest verkin á sýningunni eru unnin úr lerki úr skóginum en önnur tengjast skógi á einn eða annan hátt. Markmið sýningarinnar er að gefa listamönn- um tækifæri að vinna út frá íslensk- um efnivið, ennfremur er vakin at- hygli á skóginum, þeirri starfsemi sem þar fer fram og jafnframt er fólki gefinn kostur á að kynnast list í óvenjulegu umhverfi. Hug- mynd að þessu verkefni varð til hjá Skógræktinni á Hallormsstað sl. vetur og þá var fljótlega leitað til listamanna sem tóku hugmyndinni vel. Allir fengu þeir tveggja metra lerkibol sem grunn að listaverki og hafa þeir flestir útfært sínar hug- myndir í kringum hann en þó ekki allir. Verkin hafa ýmist verið unnin á vinnustofum listamannanna eða í skóginum sjálfum nú þessa daga rétt fyrir opnun. Listamennimir Helgi Þorgils Friðjónsson og Hann- es Lárusson hafa setið í undirbún- ingsnefnd ásamt Þóri Þorfinnssyni skógarverði á Hallormsstað og Jóni Guðmundssyni, Hallormsstað. Aðrir listamenn sem eiga verk á sýning- unni eru: Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Halldór Ásgeirs- son^ Þorvaldur Þorsteinsson, Gunn- ar Árnason, Kristinn G. Harðarson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Valborg Ingólfsdóttir, Finna B. Steinsson, Erling Klingenberg, Ólafur Gísla- son, Jóhann Eýfells, Inga Svala Þórsdóttir, Inga Jónsdóttir og Ingi- leif Thorlacius. Sýningin verður opnuð 14. júlí og stendur út septem- ber. VERK eftir Gunnar Árnason. KRISTINN G. Harðarson við verk sitt. Nýjar bækur • ÚT ER komin bók með sögum af Sæmundi fróða á ensku og þýsku. Njörður P. Njarðvík endursagði sögurnar sem áður hafa komið út á íslensku undir heitinu Púkablístran og fleiri sögur af Sæmundi fróða. Hann hefur jafn- framt skrifað for- mála í ensku og þýsku útgáfuna. Margar sögur hafa verið sagðar af Sæmundi fróða og flestar eru þær um samskipti hans við kölska og alla hans púka. I þessa þók hafa tólf hinna þekktustu frásagna verið valdar og endursagðar. Sæmundur, sem varð prestur í Odda á seinni hluta elleftu aldar, hafði stundað nám í Svarta- skóla í París. Sagt var að hann hefði komið þaðan svo fróður og fjölkunn- ugur að sjálfur kölski hlyti að hafa verið lærifaðir hans. En þeir kump- ánar elduðu löngum grátt silfur sam- an. Þeim viðskiptum lyktaði þó jafn- an á sama veg. Iceland Reviewgefur út. Bókin er ríkulega myndskreytt með teikn- ingum eftir Gunnar Karlsson. Ensk- ur titill bókarinnar er The Demon Whistle - Sæmundur the Wise and his dealings with the devil. John Porter þýddi. En þýskur titill hennar er Das Teufelspfeifchen - Sæmundur der Gelehrte und seine Gescháfte mit dem Teufel. Gudrun M. K. Kloes þýddi. Báðar útgáfurnar eru kiljur, 64 bls. Bókin kostar 747krónur. • FRÆKORNIÐ, bókaforlag að- ventista, hefur nýlega gefið út sex nýjar bamabækur í bókaflokknum Matti og vinirhans. í þessum bók- um er sagt frá drengnum Matta og vinum hans sem ásamt Daníel lækni ferðast til Heilsulands og fleiri staða þar sem þeir læra margt gagnlegt. Þessar bækur eru skrifaðar af frönskum lækni, Jacques Breuil, sem lauk læknanámi við háskólann í Lyon áríð 1975. Að loknu námi lagði hann stund á hnykklækningar og ýmsar greinar náttúrulækninga. Hann starfar sem læknir í Alpes-de- Haute-Provence. Öðru hverju heldur hann fyrir- lestra um heilbrigt líferni og hjálpar fólki að hætta að reykja og misnota áfengi. Myndskreytingu á bókunum ann- aðist Jean Breúil, en hann er bróðir Jaques. Myndskreytingar hans komu fyrst úr árið 1963. Hann hefur starf- að sem teiknari á auglýsingastofu í París, fyrir franska menntamála- ráðuneytið og er nú útlitshönnuður blaðsins „Vie er Santé“. Þessar bækur er eingöngu til sölu hjá Frækorninu, bókaforlagi aðvent- ista og hjá erlendu bóksölunum sem ferðast um landið á þeirra vegum. “ Njörður P. Njarðvík Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir LISTAVERK eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Sumartónleikar Hallgrímskirkju Orgelleikari frá Lyon FRANSKI orgelleikarinn Thierry Mechler frá Lyon leikur á sunnu- dagskvöld 16. júlí í tónleikaröðinni „Sumarkvöld við orgelið" í Hall- grímskirkju. Tónleikar heijast kl. 20.30. Efnisskráin er þrískipt. Fyrsti hlutinn er þýskt barokk þar sem Thierry leikur tvö verk eftir Bach. Þá koma verk eftir þtjú frönsk tón- skáld frá síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20 aldar, Charles-Marie Widor, Louis Vierne og Charles Arnould Tournemire. Að lokum leikur hann verk eftir Edouard Andres, en það var samið sérstak- lega fyrir Thierry Mechler auk þess sem hann leikur af fingrum fram spuna yfir fyrstu hendingar sálma séra Hallgríms: Upp, upp mín sál og Gefðu að móðurmálið mitt. Thierry Mechler fæddist árið 1962 í Mulhouse í Frakklandi. Hann hóf tónlistarnám í heimabæ sínum, en hélt síðan til Strasborgar þar sem hann stundaði píanónám hjá Helene Boschl og nám í orgel- leik hjá Daniel Roth. Árið 1981 vann hann fyrstu verðlaun í Alþjóðlegu tónlistar- keppni Parísar og eftir það stund- aði hann nám í París hjá Marie-CIa- ire Alain og síðar einnig spuna hjá Jagues Taddei, Thierry Mechler hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir leik sinn á orgel og fyrir tón- smíðar. Frá árinu 1991 hefur hann verið organisti og tónlistarstjóri í dóm- kirkju Jóhannesar skírara í Lyon og árið 1993 var hann skipaður umsjónarmaður Cavaillé-Coll org- elsins stóra í Maurice Ravel-tón- leikasalnum í Lyon. Kiljuklúbburinn vinsæll KIUUKLÚBBURINN hefur verið starfræktur frá árinu 1986 og hef- ur hlotið góðar undirtektir. Að sögn Sigrúnar Þorbergsdóttur, starfs- manns klúbbsins, eru nú á milli 3500 og 3800 meðlimir í klúbbnum og þar af eru fjölmargir íslending- ar búsettir erlendis. Kiljuklúbburinn sendir frá sér íjórar bækur annan hvern mánuð. Iðulega er eitt íslenskt verk í hveij- um pakka, auk einnar þýddrar skáldsögu og einnar þýddrar spennusögu. Fjórða bókin er síðan svokölluð skiptibók sem er allajafna íslensk einnig. íslensku verkin sem gefin eru út eru misgömul, að sögn Sigrún- ar, en stundum líða ekki nema fá- einir mánuðir á milli frumútgáfu bókar og útgáfu í kilju. Verðmunur er hins vegar mikill. Þannig kostar verðlaunaskáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Englar Alheims- ins, 2980 kr. innbundin en 440 kr. í útgáfu Kiljuklúbbsins. Skýring- anna á þessum mikla verðmun er einkum að leita i framleiðslu- og efniskostnaði, segir Sigrún. í næsta pakka Kiljuklúbbsins verða fjórar erlendar bækur. Hundrað góðir réttir frá Miðjarð- arhafslöndunum eftir Dianne Seed, skáldsögurnar Sub Rosa eft- ir Kim Smáge og Hafrún og sagna- hafið eftir Salman Rushdie og skiptibókin verður Óþelló eftir Shakespeare. Sönglög eftir íslensk tónskáld Á NÆSTU þriðjudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 18. júlí kl. 20.30 syng- ur Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzó- sópran sönglög eftir íslensk tónskáld við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar píanóleikara. Á tónleikunum verða frumflutt lög eftir Oliver Kentish og Tryggva M. Baldvinsson. Á efnisskránni eru einnig sönglög eftir Jón Þórarinsson, Jórunni Viðar, Jón Ásgeirsson, Hildi- gunni Rúnarsdóttur, John Speight, Jónas Tómasson, Hjálmar H. Ragn- arsson og Atla Heimi Sveinsson. Ingveldur Ýr Jónsdóttir stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Tónlistarskól- ann í Vínarborg og Manhattan School of Music í New York. Kenn- arar hennar voru Guðmunda Elías- dóttir, Svanhvít Egilsdóttir og Cynthia Hoffmann. Einnig sótti hún námskeið hjá m.a. Charles Spencer og Martin Katz. Ingveldur Ýr hefur haldið ljóðatónlieka bæði hérlendis og erlendis og tekið þátt í mörgum óperuuppfærslum í Mið-Evrópu. Fyrsta óperuhlutverk hennar á ís- lensku óperusviði var hlutverk Olgu í Évgení Ónegin í íslensku óperunni veturinn 1993. Eftir það tóku við hlutverk Fljóthildar og Valþrúðar í Niflungahringnum á Listahátíð í Reykjavík 1994 og hlutverk Prezi- osillu í óperu Verdis Valdi örlag- anna, sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn vetur. Ingveldur Ýr hlaut starfslaun úr Listasjóði vorið 1995 og eru þessir tónleikar meðal annars afrakstur þeirra. Ingveldur Ýr er fastráðin við Óperuna í Lyon næsta vetur. Jónas Ingimundarson stundaði tónlistarnám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnám í Tón- listarskólanum í Vínarborg hjá pró- fessor dr. Josef Dichler. Frá árinu 1970 hefur Jónas starfað sem píanó- leikari, tónlistarkennari og kórstjóri. Hann hefur haldið fjölda tónleika á íslandi og komið fram á öllum Norð- urlöndum, í Sovétríkjunum og Kanada, sem píanóleikari ýmist einn eða með öðrum, einkum söngvurum og á árum áður einnig kórstjóri. Jónas hefur oft leikið með Sinfóníu- hljómsveit íslands í verkum eftir Bach, Mozart, Beethoven, Liszt, Grieg, Saint-Saens og Brahms. Hann hefur margoft leikið í útvarpi og sjónvarpi og stjórnað tónlistar- þáttum þar. Hann hefur komið fram á alþjóðlegum listahátíðum og leikið inn á hljómplötur (CD). Árið 1994 sæmdi forseti íslands Jónas riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir tónlistarstörf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.