Morgunblaðið - 16.08.1995, Side 13

Morgunblaðið - 16.08.1995, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 13 FERÐALÖG * Oskabörn og vand- ræðagemsar í fer ðamennskunni Sumir gera sér að leik yfír sumar- ið að giska á þjóðemi ferðamanna eftir klæðnaði þeirra og útliti. Víst er að íslendingar gera sér ákveðnar hugmyndir um einkenni ferðamanna eftir uppruna þeirra. Helgi Þorsteinsson hleraði skoðanir um þetta mál. 111 mmm w sa ÞJÓÐVERJAR eru flestir og fróðleiksfúsir. AÐ HEFUR til dæmis lengi verið haft fyrir satt að Þjóðverjar séu sparsamir, Bandaríkjamenn fáfróðir og eftir að Japanir tóku að venja hingað komur sínar var haft á orði að þeir væru einstaklega kurteisir. í samtölum við ferðaþjónustufólk eru sumar þjóðsögurnar staðfestar, aðr- ar virðast vafasamar. Hnífapörin hverfa Þjóðveijar eru fjölmennasti hópur erlendra ferðamanna hér og við því að búast að flestir hafi ákveðna skoð- un á þeim. Hótelstarfsmaður vildi ekki kannast við staðalmyndina af nísku Þjóðveijunum. „Þeir eru mjög akkúrat menn og vilja fá það sem þeir hafa borgað fyrir. Það kemur svo sem fyrir að þeir fari með rúnn- stykki og annan mat af morgunverð- arborðinu í nesti, en það gildir eins um aðrar þjóðir. “ Flugfreyja sem rætt var við sagði aðra sögu. „Þjóð- veijarnir hirða oft hnífapörin og ann- að nýtilegt af matarbökkunum. Þeir kaupa helst ekki neitt í flugvélinni. Stundum biðja þeir um einn bjór en hætta svo iðulega við þegar þeir heyra að hann kosti hundraðkall og fá sér í staðinn appelsínusafa." Önn- ur kona sem starfað hefur í upplýs- ingaþjónustu fyrir ferðamenn á Ak- ureyri sagði frá því að Þjóðverjar hefðu spurt hana hvar væri ódýrast að kaupa brauð í bænum. Svo gengu þeir langa leið til að spara sér nokkra tíkalla. Samdóma álit þeirra sem rætt var við var að tjóðveijarnir væru vel búnir fyrir ferðirnar og fróðir um ísland. Þeir dveljast enda yfirleitt lengur en aðrar þjóðir á landinu og fara víðar. Þeir eru áhugasamir um sérkenni landsins og borða gjarnan fisk og aðra þjóðlega rétti. Oft er þetta „bakpokafólk" sem er tilbúið að leggja töluvert á sig, hjólar til dæmis milli staða eða fer á puttan- um. Kona ein sem unnið hefur við upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn kvartaði yfir því að þeir væru skítug- ir. „Þeir búa að vísu oft á tjaldstæð- um og ferðast á ódýran hátt, en samt fínnst mér að þeir mættu skola oftar af sér.“ Kurteisir en á hraðferð Bandaríkjamenn sem hingað koma eru margir á leið til Evrópu og koma aðeins við hér í stuttan tíma. Ferða- þjónustufólk ber þeim þó ákaflega vel söguna, segir þá kurteisa og fróð- leiksfúsa. Oft vilja þeir spjalla við þjónustufólk um landið og eru þá „hressir og fínir“ segir hótelstarfs- maður. Þeir virðast einnig vera örlát- astir á þjórfé. „Bandaríkjamenn eru oft skondnir í klæðaburði og ekki alveg búnir í samræmi við aðstæður" segir starfs- maður ferðaskrifstofu. En þeir sem koma til að dveljast í lengri tíma eru öðruvísi. „í fyrra fengum við hingað hóp sem kallar sig Club 100 en þeir höfðu allir ferðast til fleiri en hund- rað landa. Þeir voru mjög vel undir- búnir.“ Svíar duglegir í drykkjunni Af Skandinövum hafði ferðaþjón- ustufólkið góða reynslu. Reyndar eru Svíar mönnum minnistæðastir fyrir mikla drykkju, hvort sem er í flugvél- um, veitingastöðum eða á skemmti- stöðum. „Norðurlandabúarnir gera alls ekki kröfu um að við tölum við þá á þeirra máli, ólíkt öðrum og fjar- lægari þjóðum" segir flugfreyjan. Þeir þykja þægilegir gestir og versla mikið, sérstaklega í mat og drykk. Norðurlandabúamir eru reyndar margir í öðrum erindagjörðum en aðrar þjóðir, til dæmis á norrænum ráðstefnum. Margir þeirra koma því utan háannatímans, á haustin, vorin eða jafnvel á veturna. Japanir óskabörn í ferðamennsku Japanir koma flestir til landsins í þrautskipulagaðar hópferðir. Yfír- leitt er einn maður sem hefur orð fyrir hópnum en hinir halda sig til hlés, enda fæstir þeirra enskumæl- andi. „Japanir eru óskabörn í ferða- mennskunni" segir ferðaskrifstofu- maður. „Þeir eru hljóðlátir, kurteisir og láta lítið fyrir sér fara, en eru með rúm fjárráð og horfa lítið í aur- inn.“ „Þegar hópur af Japönum er með í ferð klárast iðulega minjagripimir" segir flugfreyjan. „Þeir sækjast ekki síst eftir dýrari hlutunum, til dæmis perlufestum og öðrum skartgripum. Þeir drekka aftur á móti lítið." Aðrar þjóðir em ekki eins áber- andi í ferðamennskunni og reynsla ferðaþjónustufólks af þeim var ein- staklingsbundin og ólík. Einn við- mælandi taldi til dæmis að þjóðsagan um sparsemi Þjóðveija ætti miklu frekar við um Hollendinga. Aftur á móti væri það rangt sem sagt er um Frakka að þeir gerðu þá kröfu að aðrir töluðu mál þeirra. Það ætti frekar við um Þjóðveijana. Ensku- kunnátta Suður-Evrópubúa virðist almennt lítil og einn viðmælandi gaf þá skýringu að þar væm bíómyndir talsettar. Annar sagði um ítali að þeir væm afskaplega leiðinlegir, frekir og tilætlunarsamir gestir. Um þá var einnig sagt að þeir væru snyrtilegastir og best til fara af öllum ferðamönnum. Yfir Frökkum var kvartað vegna þess að þeir nota aldr- ei brauðdisk og myldu þess vegna brauðið um allt. Bretar voru sagði kurteisir og þægilegir ferðamenn. Á ámm áður gáfu þeir iðulega þjórfé en eru hættir því nú. Taiwanbúar og Suður-Kóreumenn hafa sótt nokkuð til íslands að und- anfömu. Þeir eru sagði líkir Japönum að flestu leyti nema hvað að þeir em öllu sparsamari og hafa styttri við- dvöl. Þeir eru einnig tregari til að borða íslenskan mat heldur en Japan- arnir og fara helst á austurlenska veitingastaði. JAPANIR þykja allra gesta bestir og þekkilegastir. Gisting Akureyri. Leigjum út 2-4 manna stúdíó íbúðir með öllum búnaði. Opið allt árið. Stúdíóíbúðir, Strandgötu 13, Ak. s. 461-2035, fax 461-1227. Reyðarfjörður Einstæð náttúrufegurð, stórfengleg fjallasýn, auðveldar göngu- leiðir, ár og fossar. Silungsveiði. Ódýr gist- ing í Gistihúsinu á Reyðarfirði. Fritt f. börn yngri en 6 ára og hálft gjald f. börn yngri en 14 ára. Mjög ódýr gisting. Upplýsingar i síma 474-1447. Til leigu 3ja herbergja íbúð fyrir ferða fólk. Ibúðin er með öllum búnaði og stað sett við Laugardalinn Rvk. Upplýsingar í síma 581-2474 eftir kl. 17. Ferðaþjónusta bænda. Bæklingur okkar er ómissandi i ferða- lagið. Ferðaþjónusta um allt land. Gisting, veiði, hestaleiga, gönguferðir o.fl. Upplýsingar í símum 562-3640 og 562-3643, fax 562-3644. Engimýri Gisting á fögrum stað i grennd við Akureyri. Veitingar - hestaleiga - gönguferðir - vatnaveiði. Simar 462-6838 og 462-6938. Ferðir með leiðsögn Reykjavík - Akureyri um Sprengisand mánudaga og fimmtudaga kl. 08.00 og Akureyri - Reykjavik um Kjalveg mið- vikudaga og laugardaga kl. 08.30. Norðurleið-Landleiðir hf. simi 551 1145. Ferð með ieiðsögn Reykjavík - Nesjavellir - Skálholt - Þjórsárdalur (sögualdarbær - Stöng - Gjáin) Selfoss - Reykjavík sunnudaga, þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 09.00. Norðurleið Landleiðir hf. sími 551 1145. Reykjavík-Sprengisandur-Mývatn miðvikudaga og laugardaga kl. 8.00. Mývatn-Sprengisandur-Reykjavfk fimmtudaga og sunnudaga kl. 8.30. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar Borgartúni 34, sími 511 1515. Tjakistæði Tjald- og hjólhýsasvæðið á Laugar- vatni býður fjölskyldur og ferðalanga vel- komna í birkigrónar hlíðar Laugarvatnsfjalis. Heitt og kalt vatn, sturtur, úti grill, helgar- dagskrá fyrir fjölskylduna. Lágt gistigjald - allt innifalið. Uppl. í s. 486-1155 og 486-1272. Laugarvatn- fjölskyldustaður. Tjaldstæðið Kirkjubæ 2, Kirkjubæjarklaustri verður opið til 15. sept. Sturtur, þvottavél, þurrkari o.fl. Verið velkomin. Uppl. í síma 487-4612. Hestar Hestaleigan Kiðafelli Reiðtúrar fyrir alla fjölskylduna. Fallegt umhverfi. Svefnpokagisting. Hálftíma keyrsla frá Reykjavik. Simi 56666096. Hestaleigan Reykjakoti í dalnum fyrir ofan Hveragerði. Opið allt árið. 1-4 klst. og dagsferðir. Uppl. í síma 483- 4462 og fax 483-4911. Simi 478-1001. pé Vertingar Aratunga Biskupstungum Opið allan daginn. Sími: 486-8811. Fjölbreyttur matseðill. Fjallakaffi - Vertu velkomin í Fjallakaffi Við erum við þjóðveg nr. 1 á Möðrudals öræfum. Alltaf heitt á könnunni. Sími 85-36150. Ferð yfir Vatnajökul Samvinnuferðir - Landsýn standa fyrir ferð yfír Vatnajök- ul um næstu helgi. í frétt SL segir að hún sé tilkomin vegna þess að erlendur hópur sé á leið yfír jökulinn og nauðsyn- legt að fá hóp á móti sem flyt- ur vélsleðana til baka. Á leið yfir jökulinn verður leiðsögu- maður með hópnum en að öðru leyti verða menn á eigin vegum. Flogið verður frá Reykjavík til Húsavíkur á laugardag, 19. ágúst. Þar bíður rúta sem flyt- ur hópinn inn í Kverkfjöll. Gist verður í Sigurðarskála. Morg- uninn eftir verður gengið upp á jökul og þegar hóparnir hitt- ast verður ekið áfram með leið- sögn Jöklaferða um 100 km leið yfir að Jöklaseli á Skálafell- sjökli. Þaðan verður farið niður af jöklinum og ekið til Hafnar og í flug til Reykjavíkur. Áætl- aður komutími er um kl. 20.30. Ferðin kostar 20.500 kr. á mann. Innifalið er flug, akstur, svefnpokapláss og vélsleða- ferðin á jöklinum. Þátttakendur sjái sér fyrir nesti. Nauðsynlegt er að þátttakendur séu vel bún- ir og í góðum gönguskóm. Fjöldi þátttakenda er 15. Vandræða- laust á flug- völlinn NÝTT fyrirtæki, Flugfarþega- þjónustan, hefur tekið að sér þjónustu í flutningum á far- þegum og farangri til Kefla- víkurflugvallar. Töskur og farseðlar eru sótt- ir heim til farþega kvöldið fyr- ir brottför og ekið á Kefla- víkurflugvöll þar sem farþeg- inn er innritaður. Morguninn eftir hefur Flugfarþegaþjón- ustan samband klukkustundu áður en farþeginn er sóttur og ekur honum síðan á flugvöll- inn. Með þessum hætti losnar fólk við töskuburð og biðraðir við innritun. Þjónustan kostar 2.980 krónur á manninn en maki og börn innan 13 ára aldurs fá 50% afslátt. Við sérstök tæki- færi er hægt að fá glæsibifreið- ir til að sækja sig. Það er Flug- björgunarsveitin sem stendur fyrir þessar þjónustu í sam- starfi við Hreyfíl og sendibíla- stöðina Þröst. Fljótasiglingar á gúmmíbátum og kanó- ferðir á Hvítá í Árrtessýslu. Kajak-námsk. Tjaldsvæði, svefnpokagisting. Bátafólkið, Drumboddsstöðum, Biskupstungum, Ámess. s. 588-2900. Ævintýrasiglingar um Breiðafjörð með skelveiði og smökkun. Fjölbreytt fuglalíf - Lifandi leiðsögn - Gisting við allra hæfi. EYJAFERÐIR Stykkishólmi, s. 438-1450. ^lo'-ö-öL séðeyfi Áætlunarferðir Reykjavik/Akureyri - Akureyri/Reykjavík um Kjalveg daglega kl. 09.00 i júll og ágúst með viðkomu i Kerlingarfjöllum. Norðurleið-Landleiðir hf.sími 551 1145. Reykjavík - Akureyri alla daga kl. 08.00 og 17.00. Akureyri/Reykjavik alla daga kl. 09.30 og 17.00. Norðurleið-Landleiðir hf. simi 551 1145.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.