Morgunblaðið - 16.08.1995, Page 17

Morgunblaðið - 16.08.1995, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 17 LISTIR Rísandí afl norðursins EDVARD Munch: Stúlkurnar á brúnni. Um 1901. EERO Jarnefelt: í nauðungarvinnu (Skógarbrennsla). 1893. MYNPLIST Listasafn íslands MÁLVERK Norræn samsýning Opið þriðjud. - sunnud. kl. 12-18 til 24. september. Aðgangur kr. 300 ÞAÐ ER ekki oft sem hingað til lands rata alþjóðlegar sýningar á heimsmælikvarða, enda fara hindranir í vegi slíkra sýninga sí- fellt hækkandi. Opinber söfn jafnt sem einkaaðilar verða æ tregari til að lána dýrmæt lykilverk úr landi til lengri tíma, og allur kostn- aður því samfara virðist vaxa með óhugnanlegum hraða; tryggingar- gjöld, umbúnaður, flutningskostn- aður og öll umsjón er orðin að miklu fyrirtæki, svo að slíkar stór- sýningar eru orðnar á fárra færi. Þær verða helst til fyrir alþjóðlega samvinnu margra safna, sem ná að dreifa kostnaði og afla opinbers stuðnings til framkvæmdarinnar. Sýningin „Ljós úr norðri", sem nú hefur verið opnuð í Listasafni íslands, er ein slík framkvæmd: sýning í háum gæðaflokki sem verður til fyrir samvinnu fjölda aðila, og má taka sem gott dæmi um þá möguleika sem felast í nor- rænu samstarfi, þegar vel er að öllu staðið. Sýningin var einn merkasti hluti norrænnar menn- ingarhátíðar sem var opnuð á Spáni á liðnu vori, og var kostuð af Norrænu ráðherranefndinni; verkin voru valin af safnstjórum norrænu þjóðlistasafnanna í sam- vinnu við Þjóðlistasafnið í Madrid, þar sem sýningin var opnuð 30. mars. Er Ijóst að áhugi og viðhorf hinna spænsku listfræðinga hefur haft sitt að segja um val verk- anna, og ef til vill orðið til að skerpa að nokkru þær heildarlínur sem má marka af þessari sýningu um inntak og eðli norræna mál- verksins um síðustu aldamót. Hingað komin - Listasafnið er fyrsti viðkomustaður sýningarinn- ar utan Spánar - hefur mál- verkunum á sýningunni fækkað um fimmtung frá uppsetningu hennar í Madrid og Barcelona, og hefur þar væntanlega ráðið mestu takmarkað veggrými Listasafns- ins. Engu að síður mynda þessi rúmlega áttatíu veuk sterka heild, sem greinist með skýrum hættí niður í sali hússins eftir viðfangs- efnum og almennum blæ málverk- anna, sem í flestum tilvikum bjóða upp á athyglisverðan samanburð og tengingar milli einstakra lista- manna og þeirra viðhorfa, sem voru ríkjandi í hveiju landi í list- inni. Á sýningunni er að finna mál- verk fjörutíu og þriggja lista- manna; íslendingarnir Þórarinn B. Þorláksson og Ásgrímur Jóns- son sóma sér vel meðal þeirra, en fulltrúar hinna þjóðanna eru átta til tólf frá hveiju landi. í þessum hópi er að finna flesta þekktustu listamenn Norðurlandanna um síð- ustu aldamót, og nægir að nefna menn eins og Akseli Gallen-Kall- ela, Albert Edelfelt, Eugen prins, Eero Jarnefelt, Peder Severin Kroyer, Edvard Munch, Eilif Pet- erssen, August Strindberg og Jens Ferdinand Willumsen, svo nokkrir séu nefndir til sögunnar. Þá er vert að benda á dijúgan þátt kvenna í norrænni aldamótalist, eins og hann kemur fram hér; lis- takonur fylla nær fimmta hluta þess hóps sem hér á verk. Þótt það hljómi ekki stórfenglega, er það mun hærra hlutfall en reikna mátti með í flestum löndum Evr- ópu á þessum tíma - og hér eru finnskar listakonur einkum áber- andi. Séu öndvegisverk tekin með þessum hætti úr ýmsum söfnum kann að vera erfitt að láta þau vinna saman í rýminu, en það hefur tekist ágætlega hér, eins og áður er nefnt. Þyngsta hluta sýn- ingarinnar hefur verið komið fyrir í stærsta sal safnsins; langvegginn fylla verk Pekka Halonen (nr. 25), Niels Bjerre (nr. 5, 6), Önnu Ancher (nr. 2) og Albert Edelfelt (nr. 9), þar sem drungi trúarinn- ar, dauðans, og harðneskja hins - daglega strits fátæklinganna er í fyrirrúmi; þessi tilfinning er ítrek- uð enn frekar í nálægum verkum Magnúsar Enckell (nr. 13, 14), Haraldar Slott-Meller (nr. 63) og Hugo Simberg (nr. 61); það er steinhjarta, sem ekki hrærist yfir verki Eero Járnefelt, „í nauðung- arvinnu“ (nr. 36). I þessum sal verður fátækt ís- lenskrar myndlistarsögu einna átakanlegust; hefði þróun nútíma- listar hér á landi hafist nokkrum áratugum fyrr, má leiða líkur að því að þrautir þjóðarinnar hefðu orðið okkar listamönnum að yrkis- efni ekki síður en þeim Dönum og Finnum, sem hér eru nefndir, en í stað þ’ess sneru okkar fyrstu listamenn sér beint til landsins - þjóðin kom ekki inn í íslenska myndlist fyrr en með næstu kyn- slóð, ef svo má segja. í öðrum sal birtir til; hér eru persónumyndir í öndvegi, og ann- að áberandi viðfangsefni er sýn hinnar rísandi borgarmenningar, eins og hún endurspeglast í nýjum íbúðabyggingum (Eugene Jans- son, nr. 30) jafnt sem harðneskju- legum verslunarhúsum (Vilhelm Hammershoi, nr. 27). Persónu- myndirnar í þessum sal eru meðal þess besta sem sýningin býður upp á. Hér er m.a. eitt lykilverka Ed- vard Munch, „Stúlkurnar á brúnni“ (nr. 47), sem prýðir ótelj- andi listasögubækur, en auk þess má benda á verk Hönnu Pauli (nr. 50), Laurits Andersen Ring (nr. 52), Helenar Schjerfbeck (nr. 59) og Arne Kavli (nr. 39), en tvö þau síðastnefndu eiga óneitanlega rót sína að rekja til hinnar frægu uppsetningar James Whistlers á portretti móður listamannsins. Mynd Mariu Wiik, „Út í heim“ (nr. 76), sýnir loks eitt af þessum dulúðugu augnablikum tilverunn- ar, þar sem mætast fortíð og fram- tíð, vonir og vonbrigði, ákveðni æskunnar og kvíði ellinnar. Eitt slíkt verk nægir til að tryggja orðs- tír hvaða listamanns sem er. Efri salur gamla íshússins hefur oft reynst erfiður í notkun vegna skorts á veggrými, en að þessu sinni nýtur uppsetningin þar sín einkar vel. Hér koma saman nokk- ur ólík myndefni, en í rökkvuðum salnum er það birtan, sem verður mest áberandi viðfangsefnið, hvort sem það er í leik æskunnar (Peder Severin Kroyer, nr. 42, Magnús Enckell, nr. 15), kvöldsólinni (Anders Zorn, nr. 79, 80) eða snjónum (Ellen Thesleff, nr. 68, Karh Nordström, nr. 48). Einnig er hér að finna afar skemmtilega uppstillingu á verkum August Strindberg (nr. 65, 66) og Fanny Churberg (nr. 7, 8) þar sem ólg- andi litaiður himins og jarðar minna á þá villtu tjáningu mynd- listarinnar, sem enn átti eftir að hljóta nafn þegar þessi málverk voru unnin. Það er loks í síðasta salnum, sem ljósið úr norðri kemur skæ- rast fram í sýningunni. Það þarf ekki að undra að hér njóta verk Þórarins B. Þorlákssonar (nr. 70, 71, 72) og Ásgríms Jónssonar (nr. 31, 32, 33) sín best við hlið lista- manna sem höfðu aðra birtu fyrir augunum, eins og sést vel þegar litið er til verka Eugen prins (nr. 17), Eugene Jansson (nr. 29) og Karls Nordström (nr. 49). Ótrúlegar andstæður Per Ekström (nr. 12), Gustav Fjæstad (nr. 18) og Akseli Gallen-Kallela (nr. 20) í vetrarmyndum sínum eru loks góð áminning um að í höndum mikilla listamanna geta átök birtu og lita ekki síður verið í böndum kulda en í grósku sumarsins, sem einnig má sjá hér víða í ríkulegum málverkum. Samhliða sýningunni hefur ver- ið gefin út viðamikil bók um nor- ræna aldamótalist, þar sem m.a. er að finna fróðlegar ritgerðir um þessi efni og ljósmyndir af öllum þeim verkum sem eru á sýning- unni; þessi bók er verð ítarlegrar umfjöllunar og verður hún því tek- in fyrir sérstaklega síðar. Að undanskildum Edvard Munch er ekki hægt að segja að norrænir listamenn hafi verið í framvarðasveit nýrra stefna og hreyfinga í evrópskri myndlist á þessum tíma; fremur má segja að þeir hafi fylgt í kjölfarið árum eða áratugum eftir að hinar nýju hreyfingar tóku á sig mynd í Frakklandi og Þýskalandi. Norræn list áratuganna umhverfis síðustu aldamót hefur því sjaldnast verið mikils metin í listasögunni. Sú saga er hins vegar ekki óskeikul, og hafa sumir fræðimenn síðari tíma bent á að það mat þurfi end- urskoðunar við. Sýningar á borð við þessa eiga eflaust sinn þátt í að ýta undir það álit; hér má hveij- um vera ljóst að norrænir lista- menn létu sér engan veginn nægja að apa eftir það sem þeir lærðu sunnar í álfunni, heldur leituðust við að skapa sjálfstæða list sem leitaði fanga í þjóðlífi, trú o’g lífs- baráttu þeirra þjóða sem óiu þá, ekki síður en í stórfengleik þess- ara norðlægu landa. Þessi mynd- list var strax kröftugur vitnisburð- ur um þær hræringar, sem áttu sér stað í öllum þessum löndum á umræddum tíma - hér skal látið nægja að minna á baráttu Finna, Norðmanna og íslendinga fyrir þjóðfrelsi, stóraukna iðnvæðingu Skandinavíu og á stundum hatrömm stjórnmálaátök alda- mótaáranna - og hér má enn greina það rísandi afl norðursins, sem mótaði þessa listamenn og þeir hafa skilað með verkum sínum til eftirkomandi kynslóða,- Hér er án efa á ferðinni besta erlenda listsýningin sem hingað hefur komið um nokkurn tíma, sem skylt er að benda listunnend- um á að láta ekki framhjá sér fara; jafnframt má vona að skóla- fólk fái tækifæri til að skoða sýn- inguna sem fyrst eftir að skólar taka til starfa í byijun september. Eiríkur Þorláksson Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.