Morgunblaðið - 16.08.1995, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Ég kom yfir til að
sjá alla fiskana sem
þú veiddir, herra ...
Ég veiddi engan
fisk, Magga ... ég
datt í vatnið ...
Varðstu blaut?
Þú ert óhóflega skrýtin,
Magga...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 691329
Til Borgfirðinga
vegna vegamála
Frá Ámunda Ámundasyni:
KÆRU fyrrverandi sveitungar. í
langri bið minni hér úti í Svíþjóð hef
ég oft stytt mér stundir með lestri
Morgunblaðsins. Þar hef ég m.a. séð
umfjöllun um væntanlega breytingu
á Borgarfjarðarbraut upp í Reyk-
holtsdal, og að ekki séu aliir á eitt
sáttir í þeim efnum. Þar sem mér er
mikið í mun að sem allra flestir komi
ósárir frá þessari deilu, langar mig
til að leggja nokkur orð í belg. Tillaga
mín gengur út á enn róttækari breyt-
ingu en þá sem nú er deilt um. Ég
legg með öðrum orðum til að gerður
verði upphækkaður góður vegur yfir
Hestháls, enda þar fallegt með af-
brigðum og vegurinn mikið ekinn á
komandi tímum. Síðan verði tekin
bein stefna af Hesthálsinum þvert
yfir Lundarreykjadalinn og holtin
neðst í honum, byggð verði ný brú á
Grímsá, vegurinn liggi síðan fyrir
ofan Fossatún eftir hálsinum sem þar
er, komi fyrir ofan Varmalæk, yfir
Steðjagilið á Flóku, stefni síðan í átt
að Litla-Kroppi, færist síðan nær
Stóra-Kroppi og Runnum og þar með
nær hinum fagra Geirsárfossi. Þá
kæmi vegurinn yfir Litla-Kropps-nef-
ið, þaðan sem er eitthvert alfegursta
útsýni í Borgarfirði. Áfram lægi svo
vegurinn í sveig í átt að Hömrum og
að Kleppjámsreykjum.
Margar flugur eru slegnar í einu
höggi með þessari lausn. Láglendi er
lítið skert og mun fegurri leið fæst
fyrir vegfarendur. Ég þekki það frá
gamalli tíð að margir snjóþungir veg-
arkaflar hverfa með þessari lausn og
nauðsynlegt er, hvort sem er, að
byggja nýjar brýr á Grímsá, Flóku
og Geirsá, þótt þær gömlu geti enn
um sinn að einhveiju leyti annað inn-
ansveitar umferð líkt og Hvítárvalla-
brúin og síkisbrýmar.
Kæru Borgfirðingar, forráðamenn
Vegagerðarinnar og Skipulags ríkis-
ins. Skoðun mín er sú að við eigum
að horfa dálítið lengra fram á veginn
og miða aðgerðir við það. Ég held
að allir geti verið sammála um að
umferð eigi eftir að aukast á kom-
andi áram í Borgarfirði, enda sveitin
falleg og fleiri og fleiri eiga eftir að
njóta hennar á ferðalögum. Því segi
ég: Tökum nú skrefið til fulls, en
ekki til hálfs eins og svo oft áður.
Hættum að hriða eyrinn, en henda
krónunni.
Ég vona að menn hugleiði þessa
tillögu mína og komist að þeirri nið-
urstöðu að hún sé hvort tveggja í
senn vænleg sáttaleið í þeirri deilu
sem þama er risin, og um leið góð
framtíðarlausn í vegatengingu Reyk-
holtsdals til suðurs og síðast en ekki
síst mun heppilegri leið fyrir Ma
Flókadals, en sú sem nú er til um-
ræðu.
Með kærri kveðju til ykkar allra í
þeirri einlægu von að mér megi auðn-
ast sem fyrst að njóta með ykkur
fegurðar Borgarfjarðar og hitta sem
flesta Borgfírðingaa sátta og
ánægða.
ÁMUNDI ÁMUNDASON
frá Kleppjárnsreykjum.
Safn til íslenskrar
íþróttasögu
Frá Skúla Magnússyni:
FYRIR u.þ.b. tveimur áram reifaði
ég þá hugmynd hér í dálkunum, að
löngu væri tímabært að hrinda af
stokkunum ritun íslenskrar íþrótta-
sögu er alfarið yrði kostuð af ágóðan-
um af lottóspili. Jafnframt hvatti ég
til samstarfs sagnfræðiskorar Heim-
spekideildar Háskóla íslands og
íþróttamanna um þessi mál. Að ungu
fólki gæfist einkum kostur á að vinna
að slíku verki.
Tilefni bréfsins míns þá var það
að ég sá einhvers staðar í blaði að
glímusaga íslands hefði verið á ann-
an tug ára í smíðum eða jafnvel Ieng-
ur. Blöskraði mér slíkur seinagangur
og skilningsleysi forystumanna ís-
lenskrar íþróttahreyfingar sem stöð-
ugt kalla á fé til starfsins til leikiðk-
ana í sviðsljósinu, heima og heiman,
en gleyma þeim árum þegar íþrótta-
félögin voru nánast peningalaus,
voru borin uppi af hugsjóninni einni.
Ekki síst gömlu ungmennafélögin.
Að þeim beinist einkum athygli mín.
Fyrir áratug eða svo vann ég í
bókasafni framhaldsskóla á meðan
ég stundaði nám í skólanum sjálfum.
Gafst mér þá gott tækifæri til að
kynna mér útlenda, einkum enska
og bandaríska íþróttasögu, í Bresku
alfræðibókinni. Á sama tíma varð
kunningi minn, sem kenndi íþróttir
við skólann, landskunnur og farsæll
þjálfari, að notast við smá bæklinga
við kennslu í íslenskri íþróttasögu
og öll rit um hana komust fyrir í
rúmlega hálfri hillu.
Eitthvað mun hafa ræst úr þessu
síðustu ár, en ég er hissa á að ekki
skuli meira unnið að rannsóknum og
útgáfu á íslenskri íþróttasogu nú
þegar hreyfingin veltir milljörðum
króna á hveiju ári.
Útgáfa í formi ritraðar, svipuð
Iðnsögu Islands, sem vinur minn og
gamall kennari Jón Böðvarsson, hef-
ur stýrt af röggsemi í áratug, væri
afar hentug íslenskri íþróttasögu, því
henni má alltaf halda áfram, án veru-
legra endurtekninga á því sem áður
er komið.
Ég er ekki íþróttamaður og hef
aldrei á ævinni sparkað bolta, en
margir vinir mínir, ungir og gamlir,
era það, einkum í Keflavík. Þeirra
vegna hreyfi ég einkum þessari hug-
mynd, ekki síst eru mér ofarlega í
huga gamlir ungmennafélagar í
Keflavík, einkum vinur minn, Helgi
S. Jónsson (f. 1910-d. 1982), sem
var ákaflega hugmyndaríkur hug-
sjónamaður og hafði meiri áhrif í
umhverfi sínu en margur hyggur,
einkum með ljúfmannlegri fram-
komu sinni við unga og gamla, háa
sem lága. Ég var ungur, er ég las
15 ára afmælisrit UMFK, sem Helgi
var aðaiframkvöðull að og kpm út
1959. Ef til vill gætir þar enn áhrifa
frá þeim lestri nú er ég reifa hug-
myndir um útgáfu íslenskrar íþrótta-
sögu, einkum sögu ungmennafélag-
anna frá 1906.
SKÚLIMAGNÚSSON,
Nýja-Garði, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.