Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 5 FRÉTTIR Erfiðast aðfá vinnu á Suður- nesjum ATVINNULEYSI á landinu er hlut- fallslega mest á Suðurnesjum en minnst á Vestfjörðum og Aust- urlandi samkvæmt tölum félags- málaráðuneytis. Nærri helmingur atvinnulausra er búsettur í Reykja- vík. Fjöldi atvinnuleysisdaga á land- inu öllu í júlí jafngildir því að 5.436 manns hafí að meðaltali verið at- vinnulausir í mánuðinum. Hins veg- ar voru 6.039 manns skráðir at- vinnulausir í lok júiímánuðar. Að meðaltali voru 3.606 skráðir atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Þar af voru 2.608 í Reykja- vík, 389 í Hafnarfírði, 347 í Kópa- vogi, 119 í Garðabæ, 64 í Mos- fellsbæ og 58 á Seltjarnarnesi. 15 voru að meðaltali atvinnulausir í Bessastaðahreppi og 6 í öðrum sveitarfélögum. Á Suðurnesjum voru 358 manns atvinnulausir að jafnaði í júlí. í Reykjanesbæ voru að meðaltali 265 skráðir atvinnulausir, í Grindavík var 31 atvinnulaus að jafnaði og í Sandgerði, Vogum og Gerðahreppi um 20 manns. Fæstir atvinnulausir á Vestfjörðum Á Vesturlandi var 201 maður atvinnulaus að meðaltali í júlí, flest- ir þeirra á Akranesi eða 103. í Borg- amesi, Ólafsvík og Stykkishólmi voru í kringum 20 atvinnulausir að jafnaði en mun færri í öðrum sveit- arfélögum. Fæstir vora atvinnulausir á Vest- fjörðum, eða 63 að meðaltali. Flestir vora atvinnulausir á Patreksfirði eða 19. Á Isafirði vora 11 atvinnulausir og 10 á Bolungarvík og Þingeyri en annars staðar færri. Enginn var at- vinnulaus á Flateyri og Súðavík. Flestir voru atvinnulausir á Sauð- árkróki á Norðurlandi vestra, eða 46 að jafnaði, og á Blönduósi og Siglufirði 24. Á Skagaströnd voru 19 atvinnulausir að jafnaði en í Lýtingsstaðahreppi, Seyluhreppi og Hofsheppi var um tugur atvinnu- laus. I öðrum sveitarfélögum var atvinnuleysi minna. Til dæmis voru 6 atvinnulausir á Hvammstanga að jafnaði. Tveir án vinnu á Ólafsfirði Á Norðurlandi eystra voru flestir skráðir atvinnulausir á Akureyri að meðaltali eða 352. Á Húsavík voru 43 atvinnulausir að meðaltali en þeim fækkaði talsvert undir lok júlí. Þá voru 27 manns að jafnaði at- vinnulausir í Eyjafjarðarsveit, 15 á Dalvík, 11 í Grýtubakkahreppi og 8 á Árskógshreppi. Hins vegar var voru aðeins 2 atvinnulausir á Ólafs- firði og hafði fækkað frá 51 í júní. í Hrísey og Þórshöfn var 1 atvinnu- laus en enginn var atvinnulaus á Raufarhöfn og í Öxarfjarðarhreppi. Alls voru 500 manns atvinnulausir að jafnaði í júlí á Norðurlandi eystra. Hlutfallslega fáir voru einnig at- vinnulausir á Austurlandi í júlí eða 143 að jafnaði. Flestir voru þeir á Egilsstöðum og nágrenni, 45, á Seyðisfírði voru 19 atvinnulausir að meðaltali, og 10-15 á Neskaupstað, Höfn, Vopnafiyði, Reyðarfírði og Fáskrúðsfírði. Á öðrum stöðum voru innan við tugur atvinnulaus og eng- inn var atvinnulaus á Bakkafirði. 370 voru atvinnulausir á Suður- landi að jafnaði i júlí, flestir á Sel- fossi eða 117. í Vestmannaeyjum voru 82 atvinnulausir og 38 í Þor- lákshöfn. í Hveragerði voru 18 að jafnaði atvinnulausir, 13 á Eyr- arbakka og 12 á Stokkseyri en á öðrum stöðum færri. Enginn var atvinnulaus á Hvolsvelli. Morgunblaðið/RAX Erill í hey- skap MIKILL erill var hjá bændum í Húnavatnssýlu í gær og hafði rúllu- böggum verið stillt upp í röðum. Mynd- in er tekin í gær. LAMELLA TILB0ÐSDAGAR 22. ágúst - 2. september SPÉtlfl TKMÍsVí- J.pj!' - ‘’&bti.r-i > wAa-tyr - í lUÚlUífU Jíj PARKET Kambata, Guatambo. Jatoba, Merbau. Bk Evrópa, Eik Maft trea V Mosaik Eík V LAMELLA® - gólflist frá Finnlandi! HÚSASMIDJAN Finnskur gæðaviður við hvertfót- mál, það er Lamella parketið svo sann- arlega. Nú er tækifærið til að skapa hlýlegt andrúmsloft á heimilinu eða vinnustaðnum. Við bjóðum Lamella parketið á fráhæru tilboðs- verði dagana 22. ágúst til 2. september. Útsölustaðir: Húsasmiðjan Suðarvogi og Hafnarfirði, Byko Breiddinni, Hafnarfirði og Hringbraut, KB Bygg.vörur Borgarnesi, KH Bygg. vörur Blönduósi, KS Bygg. vörur Sauðarkroki, KÞ Bygg. vörur Husavík, KEA Bygg. vörur Lónsbakka, KEA Bygg. vörur Dalvik, KHB Bygg. vörur Egilsstöðum, KHB Bygg. vörur Reyðarfirði, KASK Bygg. vörur Höfn, Husey Vestmannaeyjum, Járn og Skip Keflavik, Bygg.vöruverslun Steinars Árnasonar og S.G. búðin Seifossi. Innflutningsaöili Lamella á islandi: Krókháls hf. Sími 587 6550 YDDA F62.5/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.