Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 23 Félagsstarf í grunnskólum EKKI er langt síðan að íslend- ingar kynntust því að eiga tóm- stundir. Fyrstu áratugi aldarinnar voru það fyrst og fremst börn og unglingar sem nutu þeirra vegna skólagöngu, þéttbýlismyndunar og minni atvinnuþátttöku. Með upp- gangi skátahreyfingarinnar og ungmennafélaganna í byijun ald- arinnar urðu til vísar að félags- málaskólum. Fljótlega tóku barna- skólar upp félagsstarf í einföldu formi og á seinustu árum hafa ýmis félög, stofnanir og fyrirtæki kennt æskunni holla tómstunda- iðju. Með grunnskólalögunum var uppeldishlutverk grunnskólans skerpt. Má segja að þá hafi löggjaf- inn ákveðið að grunnskólinn ætti að sjá um félagslegt uppeldi ís- lenskrar æsku í samstarfi við heim- ilin og er svo enn í dag. Það er eitt meginmarkmið grunnskólans að búa nemendur undir störf í lýðræðisþjóðfélagi sem Helgi Grímsson er í sífelldri þróun. í grunnskóla- lögum og aðalnámskrá grunnskóla eru félagsstarfi sett markmið og bent á leiðir. Félagslegt uppeldi er veigamik- ill þáttur í uppeldishlutverki skól- ans því það hefur veruleg áhrif á veru hvers einstaklings í skólanum, líðan hans og árangur, andrúms- loft í hveijum námshópi og á skóla ' í heild, líkt og segir í aðalnámskrá grunnskóla. Það er því bæði skól- inn og nemendur sem eflast ef félagsstarfið blómstrar. Öll samskipti innan skólans eru lituð þeirri stefnu sem skólinn markar sér í félagsmálum. Félags- starf er meira en bingó og diskó í unglingadeildum. Félagsstarf er eins og ísjaki. Kvöldskemmtanir á unglingastigi eru mest áberandi og standa upp úr sjávarfletinum. Það sem er undir yfirborðinu og skiptir meira máli er það félagslega uppeldi sem farið hefur fram frá upphafi skólagöngu nemendanna. Það er því óhugsandi að sjá fyr- ir sér grunnskóla án félagsstarfs. Á fyrstu árum skólagöngu er grunnurinn lagður. Megináhersla er á kennslu í mannlegum sam- skiptum. Lögð er áhersla á að nem- endur temji sér prúða framkomu og vinsamleg samskipti við aðra, jafnt innan skóla sem utan. Einnig er lögð áhersla á að börnin skilji mikilvægi reglna og sjálfsaga og temji sér drenglyndi og samvisku- semi. Skemmtanir eru skipulagðar af kennaranum þó svo að nemend- ur og foreldrar leggi hönd á plóg- inn. Á miðstigi er haldið áfram að byggja á sama uppeldisgrunni. Nemendur axla þó æ meiri ábyrgð á undirbúningi og framkvæmd skemmtana. Á miðstigi er einnig lagður grunnur að félagsmála- fræðslu. Á unglingastigi kynnast nem- endur grundvallaratriðum lýðræð- is, að velja sér fulltrúa, hafa val- kosti og axla ábyrgð á eigin starfi. Á unglingastigi eiga nemendur að hafa kost á því að taka þátt í fjöl- breyttu og vel skipulögðu félags- starfi sem þeir móta og stýra sjálf- ir en þó undir handleiðslu kennara. Uppeldisleg markmið félagsstarfs eru höfð að leiðarljósi en einnig er blandað við félagsstarfið hæfi- legum skammti af dægurmálum, glysi og mötun. Kennarar styðja nemendur til frekari dáða þannig að þeir geti, að loknu námi í grunn- skóla, staðið fyrir öflugu félags- starfi á öðrum vettvangi. Samkvæmt laganna bókstaf er félagsstarfi grunnskólans ætlað að ná til fjöldans. Félagsstarf grunn- skólans á að vera allra og allir nemendur eiga að finna eitthvað við sitt hæfi í félags- og tóm- stundastarfi grunnskólans. Enginn annar aðili en grunnskólinn getur sinnt þessu ábyrgðarmikla hlut- verki. Miðað við aðstæður í þjóðfélag- inu á að tryggja að allir ungir Is- lendingar fái markvissa skólun í mannlegum samskiptum, félags- málafræðslu og tómstundaiðkun- um. Frá sjónarhóli löggjafans ér stefnan skýr. Félagsstarf í grunn- skólum ætti því að vera markvisst, Sveitarfélögin verða, að mati Helga Grímsson- ar, að tryggja meira fjármagn til félagsstarfs í grunnskólum. hafi sveitarfélögin skapað því rétt- ar aðstæður, enda er allur kostnað- ur vegna félagsstarfs á herðum sveitarfélaganna. Á seinni árum hefur áhugi skólamanna á félagstarfi í grunn- skólum aukist og raddir þeirra sem vilja aukið fjármagn til félags- starfs orðið háværari. Nú þegar stutt er í það að sveitarfélögin taki alfarið yfir rekstur grunnskólans þurfa æskulýðs-, íþrótta-, tóm- stunda- og skólaráð/nefndir sveit- arfélaganna að vinna saman að markvissri skipulagningu félags- og æskulýðsmála. Sveitarfélögin þurfa m.a. að tryggja að grunn- skólinn fái aukið fjármagn og betri aðstöðu til félagsstarfs svo að hann geti staðið með sóma undir þeim kröfum sem til hans eru gerðar. Höfundur er í stjórn Kennarafé- lags Reykavíkur. ENDASPRETTUR ÚTSÖLUNNAR iumavse Garðsett úr smið. Áður: 14900 Nú aðeins: Garftutóll Úr hvitu plasti. Áður: 499 kr. Nú aðeins: Með stillanlegu baki. Áður: 2990 kr. Nú aðeins: Basts Úr viðarlitum reyr með fallega fléttuðu munstri sæti og baki. Áður: 25000 kr. Nú aðeins: 19900 kr Kúlugiill Áður: 1500 kr. Nú aðeins: 750 kr. túlassssuv VIÐLEGUBUNAÐUR Allt í einni tösku. Fjórir kollar og samanbrotið 4 manna Auðvelt að flytja og tekur lítið pláss. ur: 3990 kr. ú aðeins:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.