Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 33 ' sínum og gladdist yfir hvetjum áfanga hjá hveijum og einum. Elsku amma. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka þér og afa fyrir allt. Þakka ykkur visku ykkar, kunnáttu og hlýju sem ég fékk að njóta og vona að ég beri gæfu tii að miðla áfram. Guð veiti þér, elsku mamma og systkinum þínum, styrk í sorg ykkar. Missir ykkar er mikill en minningin um hraðduglega og yndislega móður, ömmu og ættmóð- ur lifir áfram. Ásdís Eva. Komið .er að kveðjustund, hún amma mín er dáin. Þrátt fyrir háan aldur hennar og erfið veikindi síð- ustu vikurnar er sárt að kveðja. Sumir segja að sorgin sé náðargjöf, því að einungis sá sem elskað hefur getur syrgt. Og sá sem hefur elskað á margar góðar minningar og margt að þakka. Ég á margar góðar minn- ingar um hana ömmu og ég á henni óendanlega margt að þakka. Amma tilheyrði þeirri kynslóð sem lifði tímana tvenna. Þau afi, Helgi Skúlason, hófu búskap á þriðja ára- tugi aldarinnar við aðstæður sem kynslóð okkar barnabarnanna á erf- itt að gera sér í hugarlund. Heimili þeirra í Guðlaugsvík var stórt, fyrir utan börnunum sínum bjuggu þau einnig eldri kynslóðinni, ömmu hans afa og fóstru hennar ömmu, sama- stað og umhyggju til æviloka. Kyn- slóðirnar tóku hver við af annarri, skömmu eftir að langamma mín dó fæddist ég heima í Guðlaugsvík. Afi og amma tóku mig í fóstur og ég ólst upp hjá þeim, og átti þar heim- ili mitt til tíu ára aldurs. Það tíma- bil, sjötti og sjöundi áratugurinn, var tími mikilla framfara, bæði hvað varðaði landbúnað og heimilisstörf. Árið sem ég fæddist keyptu þau sér fyrsta jeppann og fyrstu dráttarvél- ina, fyrsta þvottavéiin kom nokkrum árum seinna en rafmagnið ekki fyrr en á áttunda áratugnum. Fyrir utan alla þá vinnu sem fylgdi stóru búi og fjölmennu heimili rak amma án- ingarstað fyrir Hólmavíkurrútuna og aðra ferðalanga sem þörfnuðust matar og húsaskjóls. Afi rak bensín- sölu og sá um póstþjónustu sveitar- innar. Og á sumrin bættust barna- börnin og önnur borgarbörn við. Ég held að við höfum verið fimm sem pakka sem hann gaukaði að lítilli frænku sem fannst hann besti frændi í heimi. Eftir að litla frænkan fullorðnað- ist og flutti til Reykjavíkur til náms var heimili Bjarna og fyrri konu hans, Guggu, annað heimili hennar. Þar dvaldi hún í fríum og átti með þeim margar gleðistundir. Þau bjuggu í Kópavogi og á þeim árum virtist sem allir Kópavogsbúar væru grannar og vinir. Ég minnist margra góðra vina þeirra hjóna og kátínunn- ar á heimili þeirra á síðkvöldum. Þar var spilað á harmoniku og sungið og jafnvel var stiginn dans í litlu íbúðinni í Melgerði. Bjarni átti harm- oniku og satt best að segja spilaði hann ekki mjög vel en ekki vantaði viljann. Ég sé hann fyrir mér í góðra vina hópi með fallega brosið sitt, geislandi af kátínu. Hvað gerði það til þótt slegin væri ein og ein feil- nóta? Bjarni missti fyrri konu sína um aldur fram, en var svo lánsamur síð- ar að hitta Svövu sína. Með henni fékk hann í kaupbæti börn, tengda- börn og barnabörn sem öll reyndust honum framúrskarandi vel. Svava mín, ég þakka þér fyrir hve vel þú reyndist honum frændi mínum. Ég kveð frænda minn hinstu kveðju og þakka honum fyrir allt sem hann var mér. María. Aldurhniginn og nærverugóður heiðursmaður hefur kvatt þetta líf eins hæversklega og hann lifði því. Bjarna Guðmundssyni kynntist ég 1967 eða fyrir hartnær 28 árum, þegar ég hóf störf hjá Pósti og síma undir hans stjórn. Bjarni stundaði sjómennsku í fyrstu, en 1941 hófst langur og far- sæll starfsferill Bjarna hjá Pósti og síma við bifreiðarekstur. I fyrstu sem MIIMNINGAR flest, hvert á sínu árinu, sem langt fram á táningsaldur dvöldum hjá þeim á sumrin, og alltaf bættust nýir árgangar við. Þetta krakkastóð þarfnaðist bæði umönnunar og eftir- lits, eftirlits sem að miklu leyti fólst í að okkur var kennt til verka, allt eftir þroska okkar og getu. Amma mín og afi voru góðir lærimeistara, þegar ég var þriggja ára kenndi hún mér að kveða að og þegar ég var átta ára og gekk til verka með afa æfðum við okkur að kveðast á. Þrett- án ára táningsstelpu kenndi hún mér að smyija brauð og uppvarta gesti og hann fól mér að sjá um póstinn og skriffinnsku bensínsöl- unnar. Til að lýsa æskuárum mmum í Guðlaugsvík leita ég til orða Ólafs Jóh. Sigurðssonar: „Þau munu fylgja mér hvert sem ég fer, veita mér styrk og búa í sál minni eins og leynilegur fjársjóður." Aðstæður húsmæðra lágu ömmu alla tíð nærri hjarta og hún gegndi í mörg ár formennsku í Kvenfélags- sambandi Strandasýslu. Hún fylgdist vel með öllum nýjungum á sviði heim- ilisverkanna og tileinkaði sér þær strax, hvort sem það var að baka brauð með pressugeri eða bera fram salat með matnum. Nýlega rak hana í rogastans þegar ég kom upp um fáfræði mína með því að kvarta yfir að sænska eldavélin mín réði ekki við að sjóða íslenskt hangikjöt. Henni fannst ég gamaldags og var ekki sein á sér að kenna mér nýjustu að- ferðina við að sjóða hangikjöt. Amma var kvenskörungur mikill. Hún var forkur dugleg, ötul, iðin og með eindæmnum þrautseig. Hún gekk aldrei frá verki fyrr en því var lokið. Hún hafði ákveðnar skoðanir um stjómmál og fylgdist ávallt vel með á þeim vettvangi eins og á öllum öðrum sviðum sem skiptu hana máli. Þegar ég fyrr í sumar fór með barna- barn mitt í heimsókn til hennar tók hún að vanda vel á móti okkur. Litla drenginn, afkomanda í fjórða lið, trakteraði hún á kökum og súkkul- aði, spurði hann af natni frétta af litla bróður, mömmu og pabba í Svíþjóð og sýndi honum myndir og hluti sem hann gæti haft áhuga á. Það var hún amma mín eins og ég minnist hennar, ástúleg og nærgæt- in í viðmóti við unga sem aldna. Blessuð sé minning hennar. Anna Helga. bílstjóri en lengst af sem umsjónar- maður bifreiða. Hann var glæsi- menni á velli, stór og hraustur, á því þurftu þeir að halda sem fyrr á árum börðust um landið með efni og áhöld til uppbyggingar á út- varps- og símamálum landsmanna. Vegir erfiðir, farartækin oft frum- stæð ólíkt því sem nú er. Langferðir í vetrarhörkum víða um landið voru ekkert gamanmál, í slíkt þurfti kjark- og hraustmenni. Seinna hafði Bjarni yfirumsjón með viðhaldi allra bifreiða Pósts og síma jafnt í Reykjavík sem á lands- byggðinni og gengdi hann því til_ starfsloka. Reynsla Bjarna úr akstri' kom sér vel fyrir okkur bílstjórana sem ókum þessar leiðir síðar. Bjarni hafði einstaka hæfileika i góðra vina hópi að segja skemmti- lega frá ævintýrum í starfi, fór þar saman einstök kímnigáfa, léttleiki hans og næmni fyrir skoplegum hlið- um tilverunnar sem okkur hætti stundum til að taka full bókstaflega en góðar voru sögurnar eigi að síður. Rólyndi Bjarna og öryggi í fasi auk áðurnefndrar kímnigáfu gerði hann að góðum vinnufélaga, hann var vinsæll maður og vel liðinn og átti einstakan feril í starfi sem hann skilaði af ábyrgð og trúmennsku í hartnær 5 áratugi. Er Bjarni dró sig í hlé á ævi- kvöldi hvarf af vettvangi góður sam- starfsmaður og félagi, við hittumst eftir að hann hætti starfi hjá Pósti og síma og áttum við saman ánægju- stundir. Seinni árin átti Bjarni við veikindi að stríða en naut góðrar aðhlynningar. Um leið og ég kveð góðan sam- starfsmann og félaga votta ég Svövu og öðrum aðstandendum samúð mína. Við sem eftir erUm varðveitum minninguna um góðan dreng. Gunnar Þórólfsson. BRAGI BRYNJÓLFSSON + Bragi Brynj- ólfsson fæddist á Akureyri 6. ágúst 1916. Hann lést á Borgarspitalanum 18. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólafía Ein- arsdótir frá Tann- staðabakka í Hrútafirði f. 23. ágúst 1877 d. 5. apríl 1960 og Brynjólfur Jónsson trésmiður frá Bálkastöðum í Hrútafirði f. 10. maí 1875 d. 15. janúar 1957. Bragi var yngstur af 8 systkinum og er Elín f. 7. október 1911 ein eft- ir á lífi, hin voru: Sigríður, f. 10. apríl 1903, d. 21. mars 1950, Ragnar, f. 17. júlí 1904, d. 24. júní 1964, Einar, f. 4. júlí 1906, d. 24. júlí 1981, Anna, f. 25. október 1907, d. 22. maí 1914, Hanna, f. 6. mars 1910, d. 8. mars 1989 og Alda, f. 30. októ- ber 1914, d. 3. janúar 1936. Hinn 14. janúar 1944 kvæntist Bragi Dóru Halldórsdóttur, f. 12. janúar 1919. Foreldrar hennar voru Elín Guðmunds- dóttir og Halldór Gunnlögsson, bókari. Bragi og Dóra eignuð- ust 4 börn, þau eru: 1) Alda, skrifstum., f. 15. maí 1944, gift Birni Inga Björnssyni, kjötiðn- aðarmeistara, þeirra börn: Dóra Margrét, f. 3. nóvember 1963, d. 31. október 1975, Steinunn, f. 23. október 1973 og Dóra, f. 11. nóvember 1976. 2) Halldór, prentari, f. 18. nóv- ember 1945, kvæntur Þor- björgu Jónasdóttur verslun- AFI ER dáinn. Eftir veikindi sem höfðu hijáð hann í nokkra mán- uði, lét líkaminn loks undan og kvaddi hann okkur að kvöldi 18. ágúst. Upphaf veikindanna má rekja aftur til ársins 1989 er afi þurfti að gangast undir hjartaaðgerð í London, en hann náði sér aldrei fullkomlega eftir það. Hann átti þó sex góð ár eftir sem hann naut í faðmi fjölskyldu og vina. Eftir að hafa lært klæðskeraiðn á Akureyri og starfað þar í þijú ár, fluttist afi suður og setti upp sitt eigið verkstæði, fyrst á Hverfisgötunni og síðar á Lauga- veginum. Það var gaman að hlaupa upp hringstigann og koma honum á óvart með heimsóknum þegar við áttum leið um Lauga- veginn og oftar en ekki komum við ríkari út, bæði andlega og einnig með nokkrar krónur í vas- anum. Við barnabörnin áttum allt- af sérstakan stað í hjarta afa og eru jólaskemmtanir hjá Odd- fellow-stúkunni hans sérstaklega minnisstæðar því þá létu hann og amma sig ekki muna um að bjóða okkur öllum á skemmtunina og það var greinilegt hve stoltur afi var af stóra hópnum sínum. Á sínum yngri árum stundaði afi skíðaíþróttina af miklum áhuga á Akureyri og síðar hjá skíðadeild KR. Hann tók meðal annars þátt í fyrsta skíðalands- mótinu sem haldið var hér á landi. Einnig þótti það mikið afrek er hann og þrír vinir hans hjóluðu frá Reykjavík til Akureyrar en þá voru hvorki vegirnir né hjólin eins góð og í dag. Hann lét þó ekki staðar numið þótt að aldurinn færðist yfir, heldur vakti áhuga fjölskyldunnar á golfíþróttinni og höfum við átt margar góðar stund- ir uppi í sumarbústöðunum í Hamrabrekku og seinna í Draumalandi þar sem þessi íþrótt hefur verið stunduð af miklu kappi í yfir tvo áratugi. Elsku afi, nú þegar þú ert horf- inn sjónum okkar muntu lifa með arm., þeirra börn: Yngvi, f. 30. júlí 1977 og Halldór, f. 20. mars 1983. Hall- dór á dóttur, Ingi- björgu Lilju, f. 2. mars 1969, með Guðrúnu Pálsdótt- ur. Ingibjörg Lilja er gift Herði Vals- syni. Dóttir Þor- bjargar er Þóra Björg Jónasdóttir, f. 7. maí 1970, og hennar dóttir er Sunna Björg Gunn- arsdóttir, f. 7. ágúst 1992. 3) Elín Sigríður, hjúkrunarfræð- ingur, f. 17. febrúar 1951, gift Guðmundi Konráðssyni, húsa- smiði, þeirra börn: Bragi Þór, f. 2. ágúst 1974, Konráð, f. 16. febrúar 1979, Ingi Steinn, f. 28. ágúst 1984, og Anna Mar- grét, f. 28. ágúst 1984. 4) Brynjólfur, rekstrarstjóri, f. 5. apríl 1954, kvæntur Ástu Mörtu Sívertsen, skrifstofu- stjóra. Þeirra börn: Inga Sig- ríður, f. 7. desember 1980, og Erna Ósk, f. 19. mars 1983. Dóttir Ástu er Jenný María Jónsdóttir, f. 19. september 1975. Bragi lærði klæðskera- iðn á Akureyri og rak þar eig- ið klæðskeraverkstæði í tvö ár, en flutti þá til Reykjavíkur 1942 og setti upp klæðaskera- verkstæði á Hverfisgötu 117. Nokkrum árum siðar flutti hann í eigið húsnæði á Lauga- vegi 46 og rak þar klæðskera- verkstæði til 1988. Útför Braga fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. okkur í minningunum um liðna daga og allar okkar samverustund- ir. Það er undarlegt að hugsa til þess að við munum ekki sjá þig í Ásendanum og næstu fjölskyldu- boðum þar sem þú hefur alltaf verið fastur punktur í tilveru okk- ar. Við vitum þó að eftir veikindin liður þér mun betur núna og einn daginn verðum við öll saman á ný. Amma studdi þig vel í veikindum þínum og biðjum við góðan Guð að vernda hana og styrkja á þess- um erfiðu tímum svo og fjölskyld- una alla. Hvíl í friði, elsku afi. Steinunn Inga og Dóra. Dáinn, horfinn! Harmafrep! Hvílíkt orð mig dynur yfiri En ég veit áð látinn lifir, það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrimsson) Með nokkrum orðum langar okkur að kveðja elsku afa okkar. Þó að við finnum fyrir söknuði vit- um við að honum líður betur eftir harða baráttu við veikindi sín og nú hefur hann hlotið langþráða hvíld. Þetta kvæði hér að ofan lýs- ir svo vel viðbrögðum okkar þegar við heyrðum að Bragi afi væri dáinn. Það er.alltaf sárt að sjá á eftir ástvini en minningin lifir ávallt í hjörtum okkar sem eftir lifum. í hugum okkar systkinanna rifj- ast upp margar góðar minningar. Hjá því sem er eldra kom fyrst upp í hugann hvað það var alltaf gaman að heimsækja ömmu og afa í Rofabæ. Alltaf var hann afi tilbúinn að leika við okkur barna- börnin, taka eitt spil eða svo. Síð- ar fluttu þau í Ásenda og það var ekki síður gott að heimsækja þau þangað. Hið yngra man vel eftir heimsóknunum í Ásenda þar sem afi skemmti börnunum, meðal annars með talandi apa og leikjum í stiganum. Bragi afi var ekta afi, ljúfur, með góðlegt bros og alltaf mjög áhugasamur um hvað væri að frétta af okkur barnabörn- unum. Ein af skemmtilegustu minningunum sem við eigum var þegar við fórum með afa að spila bingó í Oddfellow, þá var alltaf gaman og hlegið dátt. Við dáumst að því nú hve þolinmóður hann var að taka ávallt öll barnabörnin með sér og hve gaman hann hafði af því. Það sama var uppi á ten- ingnum um jólin. Fjölskyldan hef- ur alltaf skipt ömmu og afa miklu máli. Hún hittist oft og má þá nefna sumarbústaðaferðir, spila- kvöld og ekki má gleyma hinu': árlega golfmóti um Verslunar- mannahelgina þar sem allir komu saman, skemmtu sér og öðrum. Þar var afi hrókur alls fagnaðar og hafði gaman af því að taka lagið. Þetta verður ekki eins án afa og hans verður sárt saknað. Nú er hann afi kominn í sælureit meðal látinna ástvina og er eflaust búinn að hitta hann Yngva frænda sem dó ekki alls fyrir löngu. Við ímyndum okkur að þeir fylgist með öllum ástvinum sem eftir lifa,' " gæti þess að allt sé í lagi hjá öllum og þess á milli spila þeir vonandi golf sem þeir höfðu báðir mjög gaman af. Afi var á árum áður með klæð- skeraverkstæði á Laugavegi 46 og þótti okkur báðum gaman að því að heimsækja hann þangað. Það sem eldra er man þó betur eftir þessum heimsóknum því hún átti það til að rölta upp Laugaveginn, ofan af Hverfisgötunni þar sem hún bjó á yngri árum og heim- sækja hann og áttu þau það litla leyndarmál saman. Bæði munum við eftir því hve afi tók vel á móti okkur og gaf okkur nammi. Einsc munum við svo vel eftir málaða veggnum á Laugaveginum þar sem stóð stórum stöfum „Bragi Brynj- ólfsson, klæðskeri“. Við vorum mjög stolt yfir því að hann Bfagi væfy afi okkar og sögðum öllum sem heyra vildu. í dag finnst okkur að við hefðum átt að vera duglegri að heimsækja afa í Ásenda. En við eigum okkar minningar. Minningar sem gleym- ast aldrei! Við þökkum þér fyrir allt, elsku afi, og við sjáumst síðar. Guð blessi minningu þína og styrki ömmu Dóru á erfiðri stund. Ingibjörg og Yngvi Halldórsbörn. GISLIEINAR GUÐNASON + Gísli Einar Guðnason var fæddur 25. ágúst 1925 á Eyri við Reyðarfjörð. Hann lést í sjúkrahúsi á Bretlandi 6. jan- úar 1981. I minningu föður míns. Ó, sláttumaður, því slærðu svona fast? Sligað nokkra sakleysingja gast. Sérhver sál er drottinn tekur syrgir önnur - Er það last? Þennan mann þú máttir geyma, miklu lengur héma heima. Án þess meiða nokkunt mann meðan Ieiða leyfðir hann litla hönd og láta dreyma. Margir sjálfsagt muna hann, mikið tekinn, sjúkan mann. Veittu honum drottinn dúnmjúka sæng ^ og dulitla drauma und þínum væng. Heyrirðu drottinn. - Hrópa ég kynni ef héldi það næði athygli þinni. Viltu vernda fóður rninn og veita honum kærleik þinn. Það logaði ljós í sálinni inni, nú lokaðist kafli í bókinni minni. (Þ.G) Þorbjörg Gísladóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.