Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ljóðlist frá Litáen í LITÁEN er mikill bókmennta- áhugi og ljóðlist sérstaklega höfð í hávegum. Norræna deildin við Háskólann í Vilnius er öflúg og þar má segja að íslenska gegni lykilhlutverki. Fomíslenska er undirstaða nor- rænunáms en líka er kennd norska og sænska. Lárus Már Bjömsson skáld og þýðandi dvaldist í Vilnius í sumar í því skyni að þýða á íslensku ljóð eftir lítáisk skáld. Hann vann að þýð- ingum þeirra í samvinnu við Rasa Ruseckiene þýðanda. Ruseckiene lærði íslensku við Háskólann í Moskvu og var eitt ár á íslandi við íslenskunám auk þess sem hún kenndi rússnesku hér. Ljóðasafn væntanlegt Að sögn Lámsar Más hefur orðið mjög ör endurnýjun í menn- ingarlífi Litáens að undanförnu. Athygli vekja mörg bókmennta- tímarit og bókablöð, en einna kunnast þeirra er Nemunas. Hann sagði að í þýðingasafni þeirra Ruseckiene með ljóðum litáiskra skálda yrðu verk eftir 13 skáld, þar af 23 ljóð eftir LISTIR SIGITAS Geda. Teikning eftir Petras Repsys. kunnasta skáld Litáens, Sigitas Geda. Skáldin era fædd á tímabil- inu 1930-1965. Auk Geda sem Láras sagði að kalla mætti höfuðskáld Litáens má nefna Komelijus Platelis, Marcelius Martinaidis og Vytaut- as P. Blozé meðal skálda sem kynnt verða i safninu. Þau Rasa Ruseckiene og Lárus Már Björnsson hafa einnig þýtt ljóð eftir nokkur íslensk skáld á litáísku. Við að koma sumum þýð- inganna í endanlegt form hefur skáldið Sigitas Geda aðstoðað. Þýðingamar á verkum íslensku skáldanna munu birtast í Nemun- as og fleiri tímaritum. Stofnun Dante Alighieri á íslandi Færir Þjóðarbók- hlöðunni bókagjöf STOFNUN Dante Alighieri á Islandi færði Landsbókasafni íslands - Há- skólabókasafni að gjöf safn bóka Dante síðastliðinn miðvikudag. Hér er um að ræða þrjár vandaðar heild- arútgáfur á Gleðileiknum guðdóm- lega (la Divina Commedia) eftir ít- alska skáldið Dante Alighieri (1265- 1321) sem talinn er á meðal helstu meistaravérka héimsbókmenntanna. Auk þess voru safninu færð á fjórða tug fræðirita um Dante. Það var forseti Dante-stofnunarinnar, Thor Vilhjálmsson rithöfundur, sem af- henti Einari Sigurðssyni landsbóka- verði gjöfina, ásamt Paolo Turchi ritara hennar. I samtali við blaðamann sagði Thor Vilhjálmsson að það hefði vakn- að sá grunur hjá félögum Dante- stofnunarinnar að það væri ekki mikiil kostur ítalskra bóka í bókhlöð- unni sem svo reyndist á rökum reist- ur. „Sérstaklega vantar þó í verk Dantes hér. Okkur rann þetta til rifja og langaði til að gera eitthvað til að bæta úr þessu. Okkur þótti það höf- uðnauðsyn að íslendingar, ein for- vitnasta þjóð heims, hefðu greiðan aðgang að Dante. Nú höfum við fyllt í þetta skarð og ég vona að það verði sem allra flestir til þess að notfæra sér þennan góða kost bóka.“ Einar Sigurðsson sagði að þessi gjöf hefði mikla þýðingu fyrir safnið. „Nýlega hefur verið tekin upp ít- ölskukennsla hér við háskólann og Thor Vilhjálmsson og Einar Sigurðsson. er þetta mjög til styrktar henni. Það var til ein útgáfa af Gleðileiknum í safninu áður og því er þetta góð við- bót. Það er og mjög dýrmætt að fá góð fræðirit um skáldið sem fæst voru til hér.“ Dante-stofnunin á íslandi er deild í samnefndri stofnun á Ítalíu sem sett var á laggimar á öldinni sem leið þegar Ítalía sameinaðist að nýju í eitt ríki. íslandsdeildin var stofnuð í bytjun þessa árs og heldur uppi fjölbreyttri starfsemi. Mun hún m.a. efna til ítölskunámskeiðs í haust. Félagið mun einnig styrkja Islend- inga til náms á Ítalíu. Sýning og ný vinnu- stofa BJARNI Þór Bjamason heldur mynd- listarsýningu að Stillholti 23 á Akra- nesi og með henni er jafnframt opn- uð ný vinnustofa listamannsins. Á sýningunni em um 30 verk, sem unnin em í olíu á striga, dúkþrykk á handunninn pappír og akrýl. Verkin era öll unnin á þessu ári. Bjarni Þór stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og -Mynd- listarskóla Reykjavíkur á ár- unum 1976-1980. Bjami Þór hefur haldið nokkrar einkasýningar á Akranesi og eina sýningu í Gallerí List í Reykjavík, auk nokkurra samsýninga. Undanfarin ár hefur Bjami kennt mynd- og handmennt á Akranesi, en ætlar nú alfarið að snúa sér að listsköpun sinni. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13-18 og stendur frá 26. ágúst til 10. september. Kraftaverka- myndir á Sóloni SÝNINGU Valdimars Bjamfreðs- sonar í Gallerí Sóloni Islandus, sem staðið hefur yfir frá 12. ágúst, lýk- ur næstkomandi fimmtudag 31. ágúst. Valdimar, sem er fæddur 1932, hefur haldið málverkasýning- ar meðal annars í Reykjavík og í Hafnarfirði. I kynningu segir: „Valdimar er einfari í myndlist og sér lengra nefí sínu. Sýnir hans verða til fyrir sér- stök ritúöl, þar sem koma við sögu kaffikorgur og kaffíbolli sem staðið hefur drykklanga stund. Þessar sýn- ir eru uppfullar með fréttir, spurðar og óspurðar, af ýmsum ráðgátum veraldarsögunnar, jarðsögunnar og þjóðsögunnar." „ Morgunblaðið/Ámi Helgason FELAGAR úr Leikfélaginu Grínmi settu svip á dönsku dagana með því að klæðast skrautfatnaði frá fyrri tíð. BENEDIKT Lárusson spilar á harmóníku. Danskir dagar vel heppnaðir Stykkishólmi - Það var líf og fjör í Stykkishólmi um síðast- liðna helgi. Markaðsráð Stykkishólms stóð fyrir dagskrá í bænum undir nafninu Danskir dagar sem á að minna á að í Stykkishólmi hér áður fyrr voru mikO dönsk áhrif og gekk það meira að segja svo langt að sagt var að Hólmarar töluðu dönsku á sunnudögum. Gríllaðá bryggju Dönsku dagarnir hófust á föstudaginn með opnun á ljós- mynda- og málverkasýningum. I allri rigningartíðinni sem búin er að vera undanfarnar vikur birti upp á föstudaginn og gerðieinn besta dag sumars- ins sól og logn. Um kl. 19 um kvöldið söfnuðust bæjarbúar og gestir þeirra saman niður við bryggju þar sem grillað var og sungið og kveikt í bálkesti og varð mikil og góð stemmn- ing. Eftir að bæjarbúar höfðu borðað nægju sína héldu menn yfir á Stóru bryggjuna og var dansað á Stykkinu fram yfir miðnætti. Á laugardaginn var boðið upp á ratleik og tóku 80 manns þátt í honum. Bæjargangan var farin um sögustaðinn Stykkis- hólm og fylgst meðveðurat- hugunum að hætti Árna Thorlaciusar í Norska húsinu. En hann hóf fyrstur manna samfellda veðurathugun á ís- landi og hefur með því tengt Stykkishólm við sögu veður- fræðinnar á íslandi. Skrautklæddir leikarar Félagar úr leikfélaginu Grímni voru í skrautklæðnaði frá fyrri tíð og voru að sjálf- sögðu mjög virðulegir og kunnu vel siði hásettra manna. Stórt tjald var reist í miðbænum. Þar sýndi handverksfólk i Stykkis- hólmi framleiðslu sína og kom í ljós að hún er afar fjölbreytt og eins sýndu fyrirtækin Nora hf. og Sigurður Ágústsson hf. sína framleiðslu og buðu gest- umað bragða á henni. Lions- menn voru með uppboð á fjöl- breyttum varningi sem þeim hafði verið gefinn og gerði upp- boðið mikla lukku. Þá var golf- mót þjá Mostra, körfuboltamót og brúðuleiksýning. Á kvöldin voru skemmtanir á Hótel Stykkishólmi og Knudsen. Eyjaferðir voru með siglingar um Breiðafjörð og eins kom Gamli Baldur sem nú heitir Árnes i heimsókn en hann hefur fengið annað hlutverk en það sem hann gegndi við Breiða- fjörðinn. Danski sendiherrann Klaus Otto Kappel kom til Stykkishólms á sunnudag í til- efni dönsku daganna og dvaldi hér daglangt. Tilbreyting í bæjaríífið Dönsku dagarnir tókust mjög vel og voru góð tilbreyting í bæjarlífið. Hólmarar tóku virk- an þátt í dagskránni og reyndu sem flestir bæjarbúar að vera heima þessa helgi. Þá lieimsótti fjöldi ferðamanna bæinn og bar mikið á brottfluttum Hólmur- um. Eins og áður sagði var veðr- ið á föstudaginn og laugardag- inn mjög gott en á sunnudag fór að rigna, engum að óvörum og riðlaðist dagskráin aðeins þess vegna. Fornsögur Borgfirð- inga og Mýramanna DAGANA 26. og 27. ágúst nk. gangast Stofnun Sigurðar Nordals og heimamenn í Borgarbyggð fyrir ráðstefnu um Egils sögu Skalla- Grímssonar, Bjarnar sögu Hítdæla- kappa og Gunnlaugs sögu orms- tungu í Hótel Borgarnesi. Um tvö hundruð manns hafa skráð sig til þátttöku í ráðstefnunni. í tengslum við ráðstefnuna verð- ur farið á söguslóðir á Mýrúm und- ir leiðsögn heimamanna. Bókasýn- ing verður í Safnahúsi Borgarfjarð- ar í tilefni af sagnaþinginu. Þá hefur Stofnun Sigurðar Nordals gefið út bækling með bókfræði sagnanna sem þingið fjallar um. Dagskrá er þannig: Laugardagur 26. ágúst: Kl. 10.00 þingið sett: Úlfar Bragason. Kl. 10.15-12.00 Bjarni Einarsson: Um kveðskapinn í Egils sögu. Vé- steinn Ólason: Skáldlist Mýra- manna. Helgi Þorláksson: Vetrar- brautir, veldissól og sumarvegir. Kl. 12.00-13.00 matarhlé. Kl. 13.00 ferð á söguslóðir á Mýrum. kl. 19.30 sameiginlegur kvöldverð- ur í Hótel Borgamesi. Sunnu- dagur 27. ágúst: Kl. 10.00-12.00 Bjami Guðnason: Bjöm Hítdæla- kappi og saga hans. Else Mundal: Gamanleikur og harmleikur í Bjamar sögu Hítdælakappa. Rory McTurk: Hetjan sem vingull. Kl. 12.00-13.00 matarhlé. Kl. 13.00- 15.00 Snorri Þorsteinsson: Konur í Egils sögu. Bergljót S. Kristjáns- dóttir: „gjöf gulli betri“: Um höfuð Egils Skalla-Grímssonar. Baldur Hafstað: Manna- og staðanöfn í Egils sögu. Kl. 15.00-15.30 kaffí- hlé. Kl. 15.30-17.30 Preben Meu- lengrach Sorensen: Feður og mæð- ur, dætur og synir í Egils sögu Skalla-Grímssonar. Sverrir Tómas- son: „Eigi skal haltr ganga“: Spjall um Gunnlaugs sögu. Sveinn Har- aldsson: „Fomblómin skær“: Þýð- ingar Williams Morris á Gunnlaugs sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.