Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ 22 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995_________________________ AÐSENDAR GREINAR Athugasemd varðandi skrif um aðstöðu leikmeðferðar á Barnaspítala Hringsins RYTMIK-HLJÓÐFÆRIÐ sem börnin eru með bjuggu þau til sjálf. ÞANN 9. júlí sl. birtist í Morgun- blaðinu áhugaverð grein eftir leik- skóla- og grunnskólakennara Bamaspítala Hringsins og voru þar greinargóðar upplýsingar um mikil- vægi leikmeðferðar og grunnskólastarfs fyrir bömin á spítalanum. Til þess að varðveita sögulegar heimildir langar mig að leiðrétta smá misskilning sem fram kémur, í þessari grein, hjá leikskóla- kennurum á Bamaspit- ala Hringsins, þar sem þeir segja: „Aðstaða sú er við höfum til umráða ætluð leikmeðferð nú er búin að vera í sömu húsakynnum síðastliðin 30 ár. - Já, 30 ár, í rúmlega 30 fm rými sem á að þjóna 51 sjúkrarúmi, sem skipt- ast niður á íjórar deildir á tveimur hæðum“. Seinna í sömu grein segja leikskólakennarar bamaspítalans: „Okkur er sniðinn þröngur stakkur sökum húsnæðisleysis, en reynum, eins og hefur verið reynt í undanfar- in 30 ár, að vinna sem mest og best og nýta hvern krók sem finnst til að bæta aðstöðuna.“ Á áranum 1957 til ársloka 1972 starfaði ég sem forstöðukona í leik- og listmeðferð - bg jafnframt kenn- ari í mynd- og handmennt á Barn- aspítala Hringsins. Á áranum 1969 til hausts 1973 veitti ég einnig for- stöðu framhaldsnámi sem Barnasp- ítali Hnngsins hélt uppi fyrir fóstr- ur. - Á þessum árum barnaspítal- ans, var leik- og listmeðferð og mynd- og handmennt í daglegu tali nefnd einu nafni: „sjúkraiðja." Til glöggvunar þeim sem ekki þekkja til húsnæðis Bamaspítala Hringsins vii ég geta þess, að hann er til húsa á 2. og 3. hæð í álmu sem liggur vinstra megin þegar gengið er um aðaldyr Landspítal- ans. Leikmeðferðarstofan sem talað er um í umræddri grein sem einu aðstöðuna fyrir leikmeðferðina, að- eins rúml. 30 fm, er tvö samliggj- andi gangherbergi fyrir utan sjúkra- deildina á 3. hæð. Á þeim áram sem ég starfaði á Barnaspítala Hringsins var einnig stærsta stofan inni á sjúkradeild 3. hæðar og ennfremur sitthver opin endastofa á 2. og 3. hæð barna- spítalans notaðar fyrir leiki og skapandi starf barnanna. Þá var fremra gangherbergið notað sem vinnuað- staða fyrir kennara óg það starfsfólk, sem vann við sjúkraiðjuna. í þeirri stofu vora m.a. geymd leikföng, bækur og myndlistarefniviður og einnig var þar leir- brennsluofn. Innra herbergið var sérhann- að sem meðferðar- stofa. Þar var m.a. lág- ur og langur vaskur fyrir vatnsleiki yngri barna og á aðalvegg var u.þ.b. 2ja metra löng harðplastplata, þar sem börn á öllum aldri gátu málað veggmynd með stóram penslum og síðan þvegið í burtu, þegar þörf var á að gera nýja veggmynd. Þarna var einnig stór sandbakki og lítill smíðabekkur með tilheyrandi verkfæraskáp. í þessari stofu var aðeins hægt að hafa fá börn hvetju sinni og var hún einkum ætluð þeim bömum sem sinna þurfti sérstaklega, ýmist í kennsiu eða meðferð. Fyrsti yfirlæknir og framkvöðull Bamaspítala Hringsins var Krist- björn heitinn Tryggvason. Þegar flutt var af bamadeild Landspítal- ans yfir á Barnaspítala Hringsins, þá voram við sammála um, að þessi gangherbergi væra ekki nægileg sem pláss fyrir sjúkraiðjuna sem þjóna átti báðum hæðum. Kristbjörn heitinn átti sjálfur frumkvæði að því, að stærsta sjúkrastofan á 3. hæð var alfarið tekin undir sjúkra- iðju barnanna, sem viðbót við það húsnæði sem hún hafði fyrir. - Eftir reynsluna af barnadeild Landspítalans taldi Kristbjörn, að sjúkraiðjan væri svo mikilvæg fyrir Leikmeðferð og skap- andi skólastarf á spítöl- um er, að mati Sigríðar Björnsdóttur, veiga- mikill þáttur í því að hjálpa sjúku barni til heilsu. börnin, að nauðsynlegt væri að ætla henni sérstaklega gott pláss, þegar að deildin var stækkuð í Barnaspít- ala Hringsins um leið og flutt var í stærsta húsnæði í nýbyggingu Landspítalans. Stóru stofunni inni á sjúkradeild- inni á 3. hæð, sem tekin var til við- bótar undir sjúkraiðjuna, var síðan skipt niður í „deildir" fyrir 1) Búð- ina. Þarna var sett upp búðarborð með gegnsæum plasthillum og bjuggu börnin til vörurnar úr papp- írsmassa, 2) Sullhornið. Þar voru stórir plastbakkar á hjólum, bæði fyrir vatn og sand og í lok hvers starfsdags var þessu svo ekið inn á áðurnefnda stofu frammi á gangi, 3) Dúkkuhomið. Þar voru m.a. balar til að baða dúkkumar og grind til að hengja upp þvottinn, 4) Bóka- og leikspilahornið. Þar var m.a. bókaskápur með allskonar mynda- og sögubókum. í þessu horni var lítið borð, sófi og stólar ásamt pússlu- og öðrum leikspilum, og 5) Myndlistarhornið. Þar voru m.a. málaratrönur og myndlistarefnivið- ur. Rúmliggjandi börnum af báðum hæðunum var ekið inn á þessa stóru leikstofu svo þau gætu líka tekið þáþt í leik, söng og sköpun þarna inni ásamt börnum sem höfðu fóta- vist. - Þá voru opnu endastofumar á báðum hæðum barnaspítalans einnig ætlaðar fyrir leik og athafnir barnanna, og þá sérstaklega eftir að sjúkraiðjutímunum lauk á dag- inn. Inni á þessum endastofum gátu börnin fylgst með fiskum í geysi- stóram fiskibúrum, sem gerðu mikla lukku. Til gamans má geta þess, að Sveinn heitinn Kjarval, innanhúss- arkitekt, sem hannaði innréttingar á Bamaspítala Hringsins, fann upp sérstakt kerfi fyrir börnin með því að útbúa aðalvegginn í þessum opnu endastofum. Hann raðaði viðarborð- um upp á sérstakan hátt, þannig að rauf myndaðist ofan við hvert viðarborð, og þar gátu börnin síðan hengt upp myndir, sem þau teikn- uðu, hvar sem var á vegginn með því að bijóta efsta hluta blaðsins s.s. um u.þ.b. einn sm. Sigríður Björnsdóttir Siðleysi - vanhæfni Þráhyggja - ranghugmyndir í MORGUNBLAÐINU, föstudag- inn 18. ágúst sl., skrifar Baldur Hannesson, framkvæmdastjóri Fín- pússningar sf., furðulega grein sem hann kallar siðleysi eða vanhæfi borgarstjóra. Nú ætla ég ekki að svara fyrir borgarstjóra enda er hann fullfær um það þótt mér þyki ólíklegt og fyrir neðan hans virðingu að svara slík- um þvættingi og þar kemur fram. En þar sem greinin er rógur og hrein ósannindi um Vik- ur hf. og undirritaður er stjórnarformaður þess fyrirtækis get ég ekki annað en svarað nokkrum orðum, enda mun þetta vera í þriðja sinn sem hann skrifar slíkar greinar í Morgun- blaðið. Finnst mér vel við hæfi að nota hluta af hans fyrirsögn. Þráhyggja - ranghugmyndir Baldur virðist haldinn þráhyggju sem lýsir sér í því að hann klifar stöðugt á því, m.a. í þessari grein, að Vikur hf. sé að þurrka og selja sandblásturssand í samkeppni við F'ínpússningu sf. (að nokkur skuli voga sér það) og geri það með ein- hvetjum niðurgreiðslum úr borgar- sjóði og segir hann að það sé gróft brot á samkeppnislögum. Þetta er að sjálfsögðu af og frá og algjörlega út í hött. Borgarsjóður hefur ekki gefið Vikri hf. neitt, hvorki húsaleigu né annað, og öll viðskipti Vikurs og Reykj avíkurborgar hafa verið á viðskipta- legum grunni og húsa- leiguskuld Vikurs hf., sem er aðeins hluti þess sem Baldur segir, er eins og hver önnur við- skiptaskuld. Baldur virðist leggja þann skilning í samkeppnis- lög að ekki megi fara í samkeppni við Fín- pússningu sf. og ef það er tilgangur laganna, þá höfum við hjá Vikri hf. misskilið þau. Það litla sem Vikur hf. hefur selt af sand- blásturssandi getur ekki skipt sköpum fyrir rekstur Fín- pússningar sf. enda ekkert sem bannar okkur það. Baldur virðist mér líka hafa ranghugmyndir og ofmat á sjálfum sér ef hann heldur að hann geti stjórnað lýðræðislega kjörinni borgarstjórn, borgarráði og borgarstjóra og látið þá framkvæma sínar undarlegu hugmyndir að sínum geðþótta. Slíkt getur að sjálfsögðu ekki verið, enda fylgjast hluthafar, stjórn, starfsfólk og aðrir, sem hags- muna eiga að gæta hjá Vikri hf., líklega ca. 60 manns, grannt með Ef framtíðaráform Vikurs hf. ná fram að ganga, segir Jóhann Helgason, verða til 50 ný störf. því að einhver öfgafullur einokunar- sinni úti í bæ hafi ekki áhrif á sam- skipti Vikurs hf. og Reykjavíkur- borgar. Siðleysi - vanhæfni Mér finnst Baldur sýna mikið sið- leysi með skrifum sínum, m.a. með því að birta tölur um viðskipti Vik- urs hf. sem flestar eru rangar, raun- ar allar nema talan um Aflvaka Reykjavíkur, en það sem Vikur hf. hefur verið að gera fellur einkar vel að tilgangi Aflvaka, þ.e. að styðja við bakið á nýsköpun í atvinnulífínu. Af framansögðu sýnist mér ljóst að Baldur er vanhæfur til að álykta rétt í þessu máli, þar sem röng for- senda hlýtur alltaf að gefa ranga útkomu og er ekki að sjá að hann hafi mikla þekkingu á atvinnulífinu, að hann skuli ekki átta sig á að samkeppni ríkir í öllu þjóðfélaginu og er aðeins af hinu góða. 1 25 ár hefur Fínpússning sf. nánast haft einokun á sandblásturssandi en nú er því lokið sem betur fer fyrir þá sem þurfa að nota sandblásturssand. Hann talar um að framkvæmda- stjóri Vikurs hf. se kona. Það er vissulega rétt að Ástdís Kristjáns- dóttir, framkvæmdastjóri Vikurs hf., er kona sem hefur áunnið sér mikið traust bæði innan og utan fyrirtæk- isins. í framhaldi af því talar Baldur um að fara í kynskiptaaðgerð til að fá réttlætinu fullnægt. Hvert er það réttlæti sem hann vill fá fullnægt? Er það kannski að Reykjavíkur- borg reki Vikur hf. úr húsnæði sínu við Köllunarklettsveg? Þetta með kynskiptaaðgerðina hjá Baldri finnst mér bara eðlilegt fram- hald hjá honum fyrst hann hefur ekki náð „réttlætinu" ennþá með hinum furðulega öfgafullu skrifum um Vikur hf. og hlakka ég til að skrifast á við Baldur þegar og ef hann verður kona. Meiri sómi væri nú fyrir Baldur að hætta þessum geðillskuskrifum um Vikur hf. og snúa sér að öðru, þá þyrfti hann lík- lega ekki að Iáta breyta sér í konu. Ilvað stendur Vikur hf. fyrir? Vikur hf. er fyrirtæki sem er í eigu um 30 einstaklinga og fyrir- tækja og er hlutafé nú um 28 millj- ónir. Markmið félagsins er fyrst og fremst fullvinnsla og sala á vikri og skyld starfsemi. Það var stofnað 1993 og tók þá fljótlega á leigu hjá Reykjavíkurborg gömlu fískimjöls- verksmiðjuna á Kletti en til stóð að rífa hana. Veralegar tafir urðu á því að Vik- ur hf. fengi umrædda verksmiðju afhenta auk þess sem ástand hús- næðisins var lakara en búist var við og töluverðar viðgerðir og hreinsun- arstarf varð að fara fram áður en Jóhann Helgason í umræddri Morgunblaðsgrein kennaranna á Barnaspítala Hrings- ins, er einnig fjallað um þörfina á útivistarsvæði fyrir börnin á spítal- anum, og vil ég gjarnan nota þetta tækifæri og láta þess getið, að Krist- björn heitinn Tryggvason og ég, unnum saman að því að fá stórt útivistarsvæði fyrir bömin, við Landspítalann. - Auk rólu, vega- salts og klifurgrindar, sem sett voru upp á þessum leikvelli Barnaspítala Hringsins, létum við smíða stóran og djúpan sandkassa með tveimur háum skjólveggjum. Á sumrin hófst svo hver starfsdagur sjúkraiðjunnar með því, að kannað var, hvaða börn mættu fara út þann morguninn. Þessi leikvöllur var enn við lýði þeg- ar ég Iét af störfum, árið 1972. - Útileiktækin hafa þó fyrir löngu vikið fyrir byggingum spítalans og greinilega hafa þau ekiri fengið í staðinn neitt annað svæði þarna á Landspítalatúninu. En leiktækin ættu einhvers staðar að vera til? Ég vil gjarnan láta þess hér get- ið, að Kristbjörn Tryggvason átti einnig frumvæði að því, að Bama- spítali Hringsins fékk leyfi, gefið út af dómsmálaráðuneytinu, til þess að halda uppi eins árs framhalds- námi, fyrir fóstrar, í leikmeðferð fyrir börn á sjúkrahúsum. Kennslan var aðallega fólgin í starfsnámi og var mér falin umsjón. Einnig sóttu viðkomandi fóstrur, ásamt hjúkrun- arnemum, fyrirlestra til Bjöms heit- ins Júlíussonar um barnasjúkdóma. Að loknu ársnámi útskrifuðust svo fóstrurnar með starfsheitið „sjúkra- fóstrur“ og tóku við skírteini, út- gefnu af Bamaspítala Hringsins, úr höndum Kristbjarnar, yfirlæknis barnaspítalans. Aðeins luku fimm fóstrur þessu námi, sem féll reyndar niður um leið og ég hætti þarna störfum. Að lokum vil ég fagna því að leik- skóla- og grunnskólakennarar Barnaspítala.hringsins skyldu skrifa þessa ágætu grein sem kom í Mbl. þ. 9. júlí si. Eg vona að þeir sem lesa greinina, fái aukinn skilning á því, að leikmeðferð og skapandi skólastarf á spítölum geti verið veigamikill þáttur í því að hjálpa veiku barni til að öðlast bata og mæta í skólann sinn. Höfundur er kcnnuri og mynd- þerapisti á barnadeild Landa- kotsspítala/Borgarspítala. hægt var að hefja vikurvinnslu í verksmiðjunni. Auk þess þurfti mikla íjármuni í þessar viðgerðir sem voru greiddar alfarið af Vikri hf. Vegna þessa urðu m.a. miklar tafir á leigu- greiðslu hjá Vikri hf. en öll þessi mál eru nú í farsælum farvegi hjá Vikri hf. og Reykjavíkurborg. Frá stofnun hefur starfsemi Vik- urs hf. aðallega verið í vöruþróun og markaðssetningu á unnum vikri erlendis. Slíkt er mjög dýrt og skilar ekki arði strax, en nú er að skila sér öflugt starf Vikurs hf. sl. tvö ár í auknum fyrirspurnum og pöntun- um á unnum vikri til kaupenda er- lendis sem innanlands. Nú er það algengt og næstum undantekningarlaust að sveitarfélög styðji með einhvetjum hætti við bak- ið á nýjum fyrirtækjum sem era atvinnuskapandi og ekki veitir nú af í atvinnuleysinu. Ef framtíðaráform Vikurs hf. ná fram að ganga, sem allt bendir nú til, eru líkur á að fyrirtækið geti á næstu árum skapað allt að 50 ný störf sem væri hrein viðbót við það sem fyrir er. Við þetta bætast svo mikil umsvif á ýmsum sviðum í kring um starf- semina, s.s. flutningur á vikri innan- lands og milli landa, alls kyns þjón- usta við fyrirtækið o.fl. Það munar um minna og óskum við þess að við getum átt farsælt og gott samstarf við Reykjavíkurborg, iðnaðarráðu- neyti, Landsvirkjun og alla aðra sem við eigum samskipti við, því mikið er í húfi fyrir alla aðila að nýta þetta tækifæri til nýsköpunar í atvinnulíf- inu. Höfundur er stjómarformaður Vikurs hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.